Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991.
9
Utlönd
Frelsun Kúvæts í
þremur áföngum
- allt traust sett á flugherinn
í dag er runninn út fresturinn sem
Sameinuðu þjóðirnar settu írökum
til að hafa sig á braut frá Kúvæt.
Þeir eru ekki farnir enn og sýna ekki
á sér fararsnið. Því spyrja menn sig
hvort stríð verði viö Persaflóann. Og
ef svo fer þá hvernig verður það
stríð?
Fyrri spurningunni verður ekki
svarað nema til komi sérstök spá-
dómsgáfa en það er hægt að lýsa í
stórum dráttum hvernig stríðsrekst-
ur kemur til greina. Hernaðarsér-
fræðingar segja að herstjórn Banda-
manna í Saudi-Arabíu hafi samið
áætlun í þremur áfóngum til að koma
Saddam Hussein á kné án þess að
átökin dragist mjög á langinn. Lykill-
inn að áætluninni er yfirburðir
Bandamanna í lofti.
Byrjað á lofthernaði
Sú hemaðaráætlun sem á að taka
skemmstan tima er að hefja orr-
ustuna um frelsun Kúvæts með víð-
tækum loftárásum sem miðuðu að
því að eyða flugher íraka á jöröu
niðri. Sömu örlög eiga eldflaugar
þeirra að hljóta og þar með mögu-
leikar íraka á að fara með eitur-
hernaði á hendur nágrönnum sínum.
Talið er að til þessa verks þurfi um
400 orrustu- og sprengjuflugvélar
sem nytu leiðsagnar frá AWACS-
ratsjárvélum. Þessu mætti 'stjórna
frá flugmóðurskipum eða herstöðv-
um í Tyrklandi. Ef allar áætlanir
standast ætti fyrsta þætti að ljúka
eftir tvo til fjóra daga.
Stöðvun flutninga
frá íraktil Kúvæt
Næsta stig yrði að ijúfa allar að-
flutningsleiðir frá írak til Kúvæt með
loftárásum á hernaðarlega mikil-
væga staði. í þessum áfanga yrðu
varnarlínur rofnar og jarðvegurinn
undirbúinn fyrir innrás.
Af stríðstólum yrði nú bætt við 200
orrustuþotum og einnig yrðu teknar
í gagnið árásarþyrlur. Ovíst er hve
langan tíma það tekur að ljúka þess-
um áfanga. Það gæti tekið nokkra
daga eða jafnvel vikur.
Stórsókn á landi
Þriðji áfanginn hæfist með sókn á
landi úr suðvestri og af sjó úr norö-
austri þannig að í það minnsta 20
herdeildir íraka króuðust af í Kú-
væt. Erfiðasta hindrunin eru varn-
arlínur íraka við landamæri Kúvæts
og íraks. Við þennan áfanga yrðu
einkum notaðar vélaherdeildir og
þær studdar úr lofti af árásarþyrlum.
Engin leið er að áætla hve langan
tíma það tekur að ljúka lokaáfangan-
um að freslun Kúvæts. Bandamenn
hafa ekki umtalsverða yfirburði á
landi þegar litið er á fjölda skriö-
dreka en útbúnaðurinn er betri og
og gera verður ráð fyrir að írakar
geti ekki lengur beitt sér úr lofti.
Herstyrkur íraka felst einkum í
miklum mannafla en útbúnaður
hersins er misgóður. Flugherinn
verður að notast við úreltar vélar að
hluta og skriðdrekarnir eru margir
gamlir.
iHermenn'
Bandamenn
fHermenn]
ikriödrekar
Bandaríkin
Arabarikin
1.430
Evrópa
Flugvólar
Flugvélar
Bandarikin
Arabaríkin
378
Evrópa
126
Aörir
17
iip og sex litlir tundurskeytabátar
smaerri skipa.
ÍÉf Bandaríkin
20.000 hermenn
|| Arabarikin
200 skriödrekar
100 herflugvélar
10 herskip
Evrópa
45
Í Bandaríkin II 390.000 Arrötrfí |
iil Arabaríkin 223550 rmrmmi
M — 1 Evrópa É 49.000 rn —1
É Aörir 679.100 i
|i| 16.550 lliSkriödrekar ~-L- —
Atli Dam hefur myndað síðustu landstjórn sina i Færeyjum. Hann hættir
að öllum líkindum þátttöku t stjórnmálum undir lok næsta árs.
DV-mynd Kalmar Lindenskog
Stjómarkreppan á enda í Færeyjum:
Atli Dam hættir
á næsta ári
Ný landstjórn hefur tekið við völd-
um í Færeyjum. Ath Dam, formaður
Jafnaðarflokksins, leiðir stjórnina í
embætti lögmanns eins og fastlega
var gert ráð fyrir. Myndun stjórnar-
innar hefur þó gengið hægar fyrir sig
en reiknað var með því að Atli sagði
eftir kosningarnar 17,- nóvember að
ný stjórn gæti orðið til á þremur til
fjórum vikum.
Jafnaðarmenn sitja nú í stjórn með
erkifjendum sínum í Fólkaflokknum.
Mörgum jafnaðarmönnum þótti sem
Alti gæfl of mikið eftir við þá til að
ná samkomulagi um myndun tveggja
flokka stjórnar sem sé fær um að
taka á gríðarlegum efnahagsvanda
Færeyinga.
Jafnaðarmenn fá fjóra ráðherra í
landstjórninni en Fólkaflokkurinn
þrjá. Þá vekur það athygh að Atli
Dam ætlar að ganga úr ríkisstjórn-
inni 1. desember árið 1992. í Færeyj-
um velta menn fyrir sér hvort þetta
jafngildi yfirlýsingu um að Ath hætti
þar með þá'tttöku í færeyskum
stjórnmálum.
AtU Dam hefur verið formaður
Jafnaðarflokksins aUt frá árinu 1970
og einn litríkasti stjórnmálamaður
Færeyja síðustu tvo áíatugi. Á þess-
um tíma hefur hann oft verið lög-
maður og er án efa reyndasti stjórn-
málamaður Færeyja.
Fyrsta verkefni nýju stjórnarinnar
verður að setja fjárlög. Frá 1. janúar
hafa bráðabirgðaijárlög verið í gildi.
Nýju fjárlögin einkennast af miklum
niðurskurði útgjalda landssjóðsins
og aðhaldi á öUum sviðum efnahags-
lífsins. Landssjóðurinn var á síðasta
ári rekinn með um 12% halla og hef-
ur svo verið mörg undanfarin ár.
Skuldirhanseruþvímiklar. Ritzau
HELGARFERÐIR I JANUAR FEBRUAR OG MARS
Skemmtiskrepp um helgi,
kostar ekki mikið...
...með Flugleiðum.
AMSTERDAM
Amsterdam iðar af mannlífi og skemmtun. Amsterdam er borg sælkera og
listunnenda. Sigling á síkjimum eða rómantískur kvöldverður - Amsterdam er
lifandi borg að nóttu sem degi. Hagstætt vöruverð og vöruval.
Amsterdam er borg verslunar og glæsileika.
§
FOSTUDAGUR TIL ÞRIÐ JUDAGS
HÓTEL MUSEUM
TVEIR í HERB. KR. 38.610 Á MANN
FLUGLEIÐIR
Þjónusta alla leið
Söluskrifstofur Flugleiða:
Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir i sima 6 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrimofum Flugíeiða, hjá
, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum