Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991. 15 AuðvHað ostlíki Afnám innflutningshafta brýtur glufu í haftamúr, stuðlar að kjarabótum og lækkar verð á matvörum, segir m.a. i grein Össurar. Ákvörðun Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra um að leyfa inn- flutning á 40 tonnum af ostlíki var auðvitað hárrétt. Hún ætti reyndar ekki að koma blýantsbændunum við Rauðarárstíg og Hagatorg mik- ið á óvart, enda hafði ráðherrann áður heimilað innflutning á smjör- líki. Afnám innflutningshafta, sem ráðherrann hefur þegar staðið fyr- ir, hefur skapað okkur neytendum tvíþættan ávinning: í fyrsta lagi brýtur þetta htla en mikilvæga glufu í þann löngu úr- elta haftamúr sem umlykur inn- flutning á matvælum til landsins. í öðru lagi er verið að stuðla að kjarabótum handa almenningi því innflutningurinn lækkar verð á matvörum. En alhr vita að nær hvergi á byggðu bóli eru matvörur jafndýrar og hér á landi. Flókin samtrygging Ekkert kerfi á Islandi er eins vel varið og það sem landbúnaðurinn hefur byggt um sig. Það fléttar sig gegnum alla stjórnmálaflokka aö Alþýðuflokknum undanskhdum, og er í ofanálag ótrúlega rótfest í vissum ríkisstofnunum. Markmið þess er fyrst og síðast. Að viðhalda óbreyttu ástandi. Og kerfið brást við ákvörðun Jóns Sigurðssonar með athyghs- verðum hætti. Taugakerfi hins annars dagfars- prúða ráöherra landbúnaðar fór á hreyfingu og Steingrímur Jóhann hélt því blákalt fram að innflutn- ingurinn bryti í bága við lög. Þar misskUdi ráðherrann reyndar lög- in og ekki í fyrsta skipti. OstUki er iðnvarningur, búinn til úr efnum, sem fuU heimUd er til að flytja inn tU landsins, og því tæknUega hægt að framleiða hér án þess að hann eða samtryggingarkerfið fengju Kjalíarinn Össur Skarphéðinsson aðstoðarforstjóri Reykvískrar endurtryggingar hf. rönd við reist. Blýantsbændurnir hjá Búnaðar- félaginu voru enn bíræfnari. Áróð- ursbatterí þeirra, svokölluð Upp- lýsingaþjónusta landbúnaðarins, sendi frá sér yfirlýsingu sem ekki var hægt að skilja öðruvísi en svo að hið innflutta ostlíki væri óholl- ara en íslenskur ostur. Sú fullyrð- ing er hins vegar fráleit. Líkið er gert úr jurtaolíu og er algerlega laust við kólesteról. Ein- mitt af þeim sökum hefur það verið markaðssett í Bandaríkjunum sem heilsufæða. MáUlutningur af þessu tagi er höfundum sínum til lítils sóma og ekki verður af honum séð að málstaðurinn sé giska burðug- ur. Aukið innflutningsfrelsi Sjálfum fmnst mér hins vegar aukaatriði hvort ostlUdð er skil- greint sem iðnaðarvara eða land- búnaðarafurð. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að fyrir hag þjóð- arbús og fyrir neytendur sé brýnt að auka frelsi til innflutnings á landbúnaðarvörum. Neytendur eru líka skattgreið- endur. í dag er talið að fræðilega megi spara þeim allt að 15 miUjörð- um í niðurgreiðslur og útflutnings- bætur, ef innflutningur á matvæl- um yrði frjáls. Tvær flugur yrðu þá slegnar í einu höggi: - Vöruverð til neytenda myndi stórlækka. - Ríkisútgjöld myndu minnka. Ég er því þeirrar skoðunar að það skipti miklu máli fyrir ráðdeild og skilvirkni í hagkerfi landsins að frelsi til innflutnings á matvælum verði stóraukiö - en vissulega í hæfllegum áföngum. Um það á að stofna ríkisstjómir næstu ára. Stuðningur við bændur Aukið frelsi í innflutningi á af- urðum af landbúnaðartoga má alls ekki gerast svo hratt að bændur hafí ekki ráörúm til þess aö laga sig að breyttum aðstæðum. Heppileg byrjun á róttækri upp- stokkun í kerfinu væri að afnema allar útflutningsbætur og leyfa inn- flutning á unnum landbúnaðarvör- um. Eftir hæfilegan tíma yrði ann- að skref stigið með því að heimila innflutning á iðnframleiddum landbúnaðarvörum á borð við svínakjöt, egg og kjúkhnga. En til að styrkja samkeppnisstöðu ís- lenskra bænda yrðu -settir tíma- bundnir háir vemdartollar sam- hliða afnámi allra tolla af aðfóng- um til innlends landbúnaðar. Á seinni stigum yrði svo gerð áætlun um enn frekara frelsi í inn- flutningi á landbúnaðarafurðum og afnám niðurgreiðslna smátt og smátt. Um síðir myndi þetta leiða til verulegra kjarabóta fyrir al- menning í formi lækkaðs matar- kostnaðar fyrir heimilin og auk- innar ráðdeildar í ríkisbúskapnum vegna miklu minni fjárútláta til greinarinnar. Verndartollana og annan spam- að við róttæka uppstokkun í kerf- inu, svo sem afnám útflutnings- bóta, ætti síðan að nota til að styrkja Lífeyrissjóð bænda nægi- lega til að bændur gætu farið á full eftirlaun 55 ára. Jafnhliða yrði með sama hætti fjármögnuö stofnun Jarðakaupasjóðs sem keypti jarðir af bændum á fullu markaðsverði og gerði þeim þannig kleift að hætta búskap. Verkin tala Með þessu móti yrði kleift að auka frelsi í innflutningi á land- búnaðarvörum og samhhða gefa bændastéttinni nægilegt ráðrúm til að bregðast við breyttum aðstæð- um. Afleiðingin yrði umtalsverð kjarabót fyrir neytendur, aukin ráðdeild í ríkisbúskapnum, og hagsmunir bænda yrðu tryggðir. Verkin tala og Jón Sigurðsson hefur getið sér orð fyrir dugnað og afköst. Festa ráðherrans gagnvart þeim áróðri, sem var magnaður gegn honum þegar leyfið til inn- flutnings á ostlíkinu var veitt, duld- ist engum. Hún sýnir einmitt að fáum væri betur treystandi til að halda utan um þá uppstokkun sem nauðsynleg er í landbúnaði en ein- mitt Jóni Sigurðssyni og þeim flokki sem hann situr fyrir í ríkis- stjórn. Össur Skarphéðinsson ,,Ekkert kerfi á Islandi er eins vel var- ið og það sem landbúnaðurinn hefur byggt um sig. Það fléttar sig gegnum alla stjórnmálaflokka að Alþýðu- flokknum undanskildum.“ Saddam Hussein og Chamberiain 90 manns hafa hérlendis skorað á ríkisstjórnina að beita sér gegn því að Bandaríkin og fleiri ríki ráð- ist á írak éins og þau hafa hótað að gera nú um miðjan janúar. í leið- ara DV þ. 7.1. líkti Ellert Schram þessum mönnum við Chamberlain og aðra þá sem flest reyndu til að forðast stríð í lok 4. áratugarins. Leidd hafa verið rök að því að sú friðarviðleitni hafi magnað Hitler með sífelldum tilslökunum og eftir- gjöfum og þannig í raun leitt til stríðsins sem ætlunin var að hindra. Skoðum aðstæður En er þetta tvennt svo áþekkt? Við ættum að skoða aðstæður nán- ar, minnug þess að herforingjar eru alltaf að reyna að vinna síðasta stríð og þá þeim mun fremur leik- menn eins og við Ellert. Ekki skal ég efa að Saddam Hussein sé buha og níöingur og stjórnarfar í írak htlu skárra en var hjá Hitler. En ekki hefur það út af fyrir sig þótt ástæöa th stórstyrjaldar enda eru nágrannar hans síst skárri þar sem er ógnarstjórnin í íran, Sýrlandi og Tyrklandi, lengst af. Og við gæt- um lengt þessa upptalningu mikið, þaö kostaði heimsstyijöld ef al- mennt ætti að hrekja harðstjóra burt með hervaldi. En Saddam réðst inn í Kúvæt. Já, og Banda- ríkjastjórn réðst inn í Panama og lét drepa þar mörg hundruð manns, að því er sagt var til að fangelsa einn mann. Oft hefði af minna tilefni verið sagt að það væri til að setja þæga leppstjóm sína yfir landið. Við má bæta inn- rás Bandaríkjamanna í Grenada ekki alls fyrir löngu, hersetu ísra- elsmanna á palestínsku landi og svo mætti áfram telja, hveijir vilja fara í stríð út af því? Og hér kemur KjaUarinn Örn Ólafsson lektor í íslensku annað th sem oft hefur verið bent á. Auðvitað ber að virða sjálfsá- kvörðunarrétt þjóða en það var ekki nein „kúvæsk þjóð“ sem á- kvað að stofna ríki, heldur skiptu Bretar arabísku landsvæði upp th að hafa dvergríki með miklar auð- hndir hjá mannmörgum fátækum ríkjum, og halda þannig tangar- haldi á ohulindunum. Auk þess er aðeins minnihluti íbúa Kúvæt rík- isborgarar í því landi, flestir íbú- anna voru farandverkamenn frá Egyptalandi og öðrum arabaríkj- um. Það er því hræsnin tóm að boða stríð th að vemda sjálfstæði Kúvæt en hirða hvorki um Pan- ama, Grenada né Palestínu. Afgerandi munur Mikilvægasta ástæðan th að forð- ast stríð er þó ótalin. Það er í raun- inni afgerandi munur á' aðstæðum Hitlersþýskalands fyrir hálfri öld og íraks núna. Þýska ríkið var í meginatriðum sjálíbjarga um flest sem máh skipti, það gat því eflst og undirbúið stórstyijöld. En það getur írak ekki. Menn eru vonandi ekki búnir að gleyma því af tómum stríðsæsingi að ríkið hefur aðeins eina útflutningsvöru, ohu, sem þarf aö borga allan innflutning. Ríkið hefur ekki tekjur af öðru og því hlýtur viðskiptabannið fyrr eða síðar að neyða Hussein theftirgjaf- ar, nú þegar hefur ríkið stórtapað á innlimun Kúvæt. Mér flnnst reyndar að viðskiptabannið eigi að Una, það er níðingsháttur að svelta almenning í írak og neita sjúkum um lyf. Þetta fólk kaus aldrei buh- una Hussein yfir sig og á ekki að gjalda hans. Friðsamleg lausn nægir En hvað myndi stríð kosta? Um það er allt of lítið rætt. Það er eins og fólk ímyndi sér að þetta yrði aðgerð í sth við það þegar hetjan í kúrekamynd frelsar hæinn eða þegar Israelsmenn gerðu leifturár- ás á Entebbeflugvöh. Mér flnnst fjölmiðlum bera skylda th að reyna að gera fólki ljóst til hvers árás á írak myndi leiða. Þarna standa mörg hundruð þúsund manns hvorum megin, þrautþjálfaðir her- ir og búnir nýjustu fjöldamorðs- tækjum, jafnvel er farið að tala um atómsprengjur. Allavega verður mannfall óskaplegt og eyðhegging- in gífurleg. Hugsi enginn að „þar eigast þeir einir við, að eg hirði aldrei hverjir eftir liggja." Efna- hagslíf Vesturlanda, þar á meðal íslands, gengur allt fyrir olíu. Stríð hlýtur aö hækka verð hennar óskaplega og mega menn reyna að reikna út hvað það þýðir fyrir sjáv- arútveg og landbúnað og allt sem á þeim byggist. Er ekki augljóst... Vel má vera að olíufélögin sem svo miklu ráða á Vesturlöndum harmi ekki verðhækkanir á vöru sinni en þá kemur í ljós að m.a. íslendingar hafa áratugum saman notið gífurlegrar þróunaraðstoðar frá arabalöndum og um það var blásnauður almenningur araba- landa ekki spurður, vesturveldin hafa kúgað olíuna af aröbum á lágu verði. Nú þegar stendur almenn- ingur í arabalöndum í stórum stíl með Saddam vegna þess að hann álítur að Saddam sé að verja hags- muni araba gegn arðræningjum Vesturlanda. Hvernig halda menn að þessi almenningur bregðist við árás á írak sem Bandaríkin leiða? Dettur einhverjum í hug að stríð nú tryggi frið th langframa? Er ekki augljóst að það hlýtur að leiða af sér langvinn styrjaldarátök, hermdarverk og hörmungar? örn Ólafsson „Nú þegar stendur almenningur í arabalöndum í stórum stíl með Saddam vegna þess að hann álítur að Saddam sé að verja hagsmuni araba gegn arð- ræningjum Vesturlanda.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.