Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991. 13 Hekla fræg að endemum: Fordyr helvítis - héldu útlendir miðaldamenn í bókinni Heklu eftir Sigurö Þór- arinsson eru raktar margar sagnir sem spunnist hafa um Heklu og þar á meðal tengsl hennar við myrkra- höfðingjann sjálfan. Upphafskafli bókarinnar er sagnfræðUeg úttekt á Heklu: í Siðaskiptannál Jóns Gizurar- sonar er þess getið að þegar Gizur Einarsson, síðar Skálholtsbiskup, kom til Kaupmannahafnar 1540 haíi hann gengið á fund Danakon- ungs, er þá var Kristján þriðji, og „þótti Gizuri kóngur spyrja sig margra óþarfa hluta, sérstaklega um Heklufjall“. eilífur eldur, sem þjáir sálimar, þegar hann sér með eigin augum þann eld, sem nú hefur verið um rætt?“ Ömurleg óp og háværir kveinstafir Seinna í kaflanum segir Sigurð- ur: Nær fjórum öldum eftir að Her- bert skrifaði bók sína skrifar lækn- irinn Caspar Peucer: „Upp úr botn- lausri hyldýpisgjá Heklufells, eða öllu heldur neðan úr Helvíti sjálfu, berast ömurleg óp og háværir Frá Heklugosinu 1947. - Sigurður Þórarinsson á vettvangi. Þessi frásögn er táknræn um það hversu ólíkum augum innfæddir og erlendir litu Heklu fyrr á öldum. Ekkert íslenskt eldfjall hefur hlotiö erlendis slíka frægð að endemum sem Hekla. Eftir að hún vaknaði af alda svefni árið 1104 og gaus í fyrsta sinni að mönnum ásjáandi, leið ekki á löngu þar til feikilegar sögur tóku að berast af henni út um allan hinn kaþólska heim, og varð það brátt almannarómur að þar væri að finna aðalinngang hel- vítis, eða jafnvel helvíti sjálft. Benda líkur til þess að Cisterci- ensamunkar hafi af ásettu ráði breitt þessa skoðun út, til þess að hræða syndaseli af villandi vegi með áþreifanlegri sönnunun fyrir hinum vörmu vistaverum. kveinstafir, svo að heyra má þann harmagrát í margra mílna íjarð- lægð. Kolsvartir hrafnar og gamm- ar eru á sveimi kringum þetta fjall og eiga þar hreiður sín. Þar er að finna port Helvítis, því það er fólki kunnugt af langri reynslu, að þegar fólkorrustur eru háðar, eða stofnað til blóðbaðs einhvers staðar á jarð- arkringlunni, heyrast þaðan skelfl- leg org, grátur og gnístran tanna.“ Kældir á hafísnum Flestu má venjast, e.t.v. einnig hitanum í Heklu, en myrkrahöfð- inginn hefur slegið varnagla við því. í ferðabók Frakkans De la Martiniere, prentaðri 1675, eru les- endur fræddir um það, að djöfull- inn dragi sálir fordæmdra af og til út úr eldum Heklu og kæli þær á hafísbreiðunum undan ströndum íslands. - Allt fram á 19. öld eimdi víða erlendis af hjátrú varðandi Heklu, og fram á okkar daga hefur mátt heyra Svía segja manni að fara til fjandans með orðunum: Dra át Hácklefjáll. -JJ Heimild: Hekla eftir Sigurð Þórarinsson. USTAR í HÓLF 0G GÓLF ILOFTIÐ Við hjá Listasm íði sf. bjóðum þér iista af öllum á sama svip, sérsmíðum við fyrir þig. stærðum og gerðum. - Ef iistinn í gamla húsinu Eigum á lager mikið úrval lista. er skemmdur eða þarf að endumýja, en halda Einnig bjóðum viö flaggstangir úr tré Okkur er margt til lista lagt LISTASMÍÐI SF. SÚÐARVOGI 9- 104 REYKJAVlK SÍMAR 679.133 OG 985-32532 Fjórhjóladrifinn SUZUKI SWIFT Suzuki Swift 4x4 er sérlega glæsi- legur og rúmgóður bíll með sí- tengdu fjórhjóladrifi og aflmiklum en umfram allt sparneytnum vél- um. Um tvær gerðir af Suzuki Swift 4x4 er að velja. 3ja dyra með 1,3 L 66 ha vél og 4ra dyra með 1,6 L, 16 ventla 91 ha vél. • Til afgreiðslu strax. • Komið og reynsluakið. Verð: 3ja dyra GL kr. 869.000 4ra dyra GLX kr. 1.092.000 Opið mánud.-föstud. 9-18. Laugard. 13-16. $ SUZUKI SUZUKIBILAR HF. SKEIFUNNI 17 ■ SlMI 685100 Sálirvantrúaðra brunnu í Hekluvíti í elstu skráðu heimildinni um Heklugos, Bók undranna, frá því um 1180, sem samin var af Herbert kapelláni í klaustrinu Clairvaux, segir svo um Heklu: „Hinn nafn- frægi eldketill í Sikiley, sem er kall- aður strompur Vítis, - hann er, að því er menn fullyrða, eins og smá- ofn í samanburði við þetta gífur- lega Víti.“ Það er sigurhrómur í orðum hins fróma munks er hann heldur áfram: „Hver er nú svo þverbrotinn og vantrúaður, að hann vilji ekki trúa því, að til sé Skíðaiðkendur, athugið! Bjóðum ódýrar passamyndir í skíðapassa. - Verð aðeins kr. 500,- MÍNÚTUMYNDIRp Lækjartorgi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.