Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Blaðsíða 9
jeei HAÚ/Al, .81 JIUOAtlHAaUAJ 8 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991. 9 - segir Guðrún Bergmann Guðrún Bergmann, eigandi Betra lifs. DV-mynd BG „Allir spádómar, frá örófl alda, benda til þess aö sá tími sem við er- um aö fara inn í og er nýhafmn sé tími mikilla breytinga og samfara þvi nýs hugsunarháttar," sagði Guörún Bergmann, eigandi og verslunar- stjóri í versluninni Betra líf, í sam- tali við DV. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ýmislegt í starfsemi svokallaðrar nýaldarhreyfmgar og því var Guðrún sem eigandi um- ræddrar verslunar ásamt eigin- manni sínum, Guðlaugi Bergmann, beðin að skilgreina hvað í hugtakinu fælist. Skilaboð og hjálp aö handan „Fyrstu skiiaboðin um þörf á breyttri framkomu manna hvers gagnvart öðrum og umhverfi sínu bárust gegnum miðla seint á síöustu öld og hafa ágerst eftir því sem líöur á öldina. Ef við trúum á annað til- verustig þá trúum við jafnframt að þessar upplýsingar séu meira og minna réttar. Öll þessi skilaboð benda á hve mannkynið sé á hættu- legri braut. Viö höfum gengiö á gæði jarðar og notað hugvitið til að smiða vígvélar hættulegar okkur og öðrum. Við þurfum aö læra að byggja upp jafnvægi milli allra sem lifa á þessari jörð, snúa af braut efnishyggju og leita jafnvægis milli efnislegra og andlegra verðmæta. Til þess að hjálpa okkur er beint til okkar orku, auknu ljósafli utan úr geimnum frá alheimsvitundinni. Þessi orka á að hjálpa okkur til að skilja aö breytinga er þörf strax og gerir það jafnframt að verkum að venjulegt fólk fer að skynja hluti sem það gerði ekki áður. Þessar breytingar eru að gerast hraðar og í ríkara mæli en áður hef- ur þekkst. Margir vinna samkvæmt þessum hugsunarhætti án þess aö kalla sig nýaldarfólk. Fleiri en áður með dulvitlega hæfileika Hæfileika, sem áður tók langan tíma að þjálfa upp hjá fólki, tekur nú styttri tíma að þjálfa með aðstoð þessarar orku. Auk þess erum við tilbúnari að taka á móti. í því felst að hluta útskýring á hvers vegna fólk getur farið að leiðbeina öðrum í dulvitlegum efnum eftir styttri þjálf- unenáðurþekktist," segirGuðrún. „Nú fá líka margir skilning, hæfi- leika og þekkingu sem aðeins var fáum ætluð áöur. Fleiri en áður geta eflt með sér dulvitlega hæfileika og t.d. komist í samband við fólk á öðr- um tilverustigum en áður hefur ver- ið.“ Aðeins tveir á geð- deild - Margir hafa orðið til þess að gagn- rýna margt af því sem fram fer í nafni nýaldarinnar. Það er bent á að leiðbeinendur á námskeiðum séu ekki hlutverki sínun vaxnir og fólk lendi jafnvel á geðdeild eftir kukl af einhverju tagi. Viðurkenna nýaldar- sinnar allt þetta sem gott og blessað? „Fyrst er rétt að taka fram að ný- öldin og nýaldarsinnar eru aðeins hugtök sem hafa verið búin til. Það eru engin samtök til og enginn félags- skapur. Það er hins vegar ákveðinn hugsunarháttur sem kenndur er við nýöld og þeir sem viðurkenna þann hugsunarhátt eru samkvæmt þeirri skilgreiningu nýaldarsinnar. Nýöldin er þegar fólk reynir að stjórna eigin lífi en skilur jafnframt að það getur ekki stjórnað lífi ann- arra. Ég tel aö íslendingar hafi í flestum tilfellum verið mjög heppnir með þá erlendu leiðbeinendur sem hingað hafa komið til námskeiðahalds. Hins vegar eru námskeið misgóð, rétt eins og leiöbeinendurnir. Fólk velur sjálft hvaða námskeið það sækir og þau sem ekki eru nægilega góö detta sjálf- krafa út með tímanum. Ég hef heyrt um tvo aöila sem lentu á geðdeild eftir námskeið mér óvið- komandi. í báöum tilfellum var um að ræöa einstaklinga sem höföu ver- ið eða voru í meðferð vegna geð- rænna vandamála og villtu á sér heimildir. Við erum öll aö leita og það er margt sem á fjörur okkar rekur í þeirri leit að nýjum gildum sem nú stendur yfir. Við höfum öll frjálsan vilja og það sem hentar einum hentar ekki nauðsynlega öðrum, því er eðli- legt að sumt sé komið til að vera en annað ekki. Eitt meginatriðanna í nýjum hugs- unarhætti er að öll svörin er að finna hjá okkur sjálfum. Við þurfum að líta inn á við og leita þeirra þar. I þeirri leit þurfum við hins vegar að- stoð með lestri bóka og námskeiða- haldi.“ - Nú hefur það verið gagnrýnt að ef þeir útlendingar sem hingað koma væru jafngóðir og látið er í veðri vaka þá væru þeir bókaðir mörg ár fram í tímann og hefðu engan tíma til að sinna íslandi. Er þetta rétt? „Við höfum í mörgum tilfellum verið heppin og getað fengið erlenda leiðbeinendur með stuttum fyrirvara en oftast þarf að bóka langt fram í tímann. - Hvers vegna þarf að sækja þessa leíðbeinendur til útlanda. Geta ís- lendingar ekki leiðbeint öðrum í and- legum efnum? „Við erum mjög fá hér á landi og eigum fáa en góða leiðbeinendur en eftirspurnin er svo mikil að nauðsyn- legt hefur verið að leita til útlanda. “ Miðlar 85% nákvæmir - Nú vita menn þess mörg dæmi að fólk hefur tekið leiðbeiningar og spá- dóma mjög bókstaflega og jafnvel breytt lífi sínu gagngert til samræm- is við spádóma. Ekki getur þaö talist að taka ábyrgð á eigin lífi. „Ef ég vitna í George W. Meek, merkan bandarískan vísindamann og dulspeking, þá vill hann halda fram að í heiminum séu aðeins örfá- ir miðlar sem komast hærra en á lægra astralplanið. Ég hef ekki þekk- ingu til að dærna um það en margir hafa bent á að í flestum tilvikum megi reikna með 85% nákvæmni í upplýsingum frá miðlum. Fólk þarf að vera gagnrýnið í því sem öðru. Menn verða að átta sig á því að orðiö spá þýðir nákvæmlega það og ekkert annað. Það er ekki verið að segja fólki hvað á eftir að gerast held- ur benda á ýmsa möguleika á því hvað gæti gerst.“ - Hefur þessi hreyfing mætt mikilli andstöðu? „Allar breytingar mæta andstöðu. Flestir eru hræddir við breytingar og óttast að heimur þeirra raskist. Það varð mikill hávaði og andspyrna þegar rauðsokkahreyfingin nam land á íslandi, enda gekk hún fyrst í stað lengra en góðu hófi gegndi. Nú hefur fólk valið og hafnað úr þeim boðskap og allt er komið í ró aftur. Sú þróun sem felst í nýöldinni verður ekki stöðvuð en eftir nokkur ár verður komið meira jafnvægi á þessa hluti þegar fólk verður búið aö velja það sem nothæft er. Fyrstu viðbrögðin við nýjungum eru gjarn- an árás.“ Þjóðkirkjan stöðnuð -óttastbreytingar . - Þjóðkirkjan hefur gagnrýnt starf- semi nýaldarsinna og boðskap þeirra. Er sú gagnrýni réttmæt? „Við sýnum umburðarlyndi gagn- vart trúarbrögðum. Við teljum að það sé einn alheimsguð sem fólk leit- ar til í gegnum öll trúarbrögð. Það eru allir jafnréttháir. Kristin kirkja boðar 2000 ára gaml- an boðskap sem búin er að fara gegn- um hendurnar á mörgum mönnum sem hafa verið misjafnlega þroskað- ir. Þeir hafa þýtt, staðfært og breytt Biblíunni í aldanna rás: Það má segja að hjá kirkjunni hafi orðið ákveðin stöðnun. Það getur verið aö hún þurfi aö endurskoða sína afstöðu. Kirkjan vill halda sinni stöðu og þeim ávinningum sem hún hefur öðlast. Þessi ótti við breytingar veldur að mínu mati þeim árásum á nýaldarhreyfmguna sem hún hefur sætt frá kirkjunni og öðrum. Kirkjan og ýmis kristin félög hafa verið í mikOli andstöðu við okkur, dreift bæklingum um að við séum að boða villutrú og fleira í þeim dúr. Kirkjan um allan heim virðist vera með fordóma í garö nýaldarhreyfing- arinnar. Nýaldarfólk tengist öllum trúarbrögðum en sum hafa meira umburðarlyndi en önnur. Við erum hins vegar tilbúin til þess að vinna með kirkjunni og vOjum sýna umburöarlyndi," segir Guðrún. - En nú byggja nýaldarsinnar í raun á gömlum kenningum. Er þá rétt að gagnrýna kirkjuna á þessum for- sendum? „Við höfum ekki gagnrýnt kirkj- una á annan hátt en að svara gagn- rýni hennar. Hugsunarháttur nýald- ar byggist á kærleik og umburðar- lyndi og við erum að reyna að vinna á nýjan hátt úr því sem okkur hefur mistekist í fortíðinni. Trúarbrögð eins og allt annað verða að þróast svo þau henti fólki á hveijum tíma,“ sagði Guðrún að lokum. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.