Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991.
11
íslenskur sérfræðingur í klínískum forvömum:
Kennir
Norð-
mönnum
betri
lífsstíl
„Eftir því sem ég best veit er ég
annar tveggja einstaklinga á Noröur-
löndum sem hef lokið sérfræðinámi
i klínískum forvörnum í læknis-
fræði. Þaö er til forvarnarstarf í
læknisfræði svo sem bólusetningar
og annað það sem unnið er af land-
læknisembættinu. Hins vegar er það
klínisk fyrirbyggjandi læknisfræði
þegar maður vinnur á venjuiegu
sjúkrahúsi eða stofu og reynir að
hjálpa sjúkiingum sem eiga við lífs-
stílssjúkdóma að stríöa," sagði
Snorri Ólafsson læknir í samtali við
DV en hann hélt fyrirlestra um
starfssvið sitt hér á landi fyrir
skömmu. Snorri býr í Noregi og
starfar þar við fagið og hefur vakið
mikia athygli í fjölmiðlum þar. Sjálf-
ur lifir Snorri lífi sem myndi kallast
fyrirbyggjandi gagnvart lífsstílssjúk-
dómum. Hann er grænmetisæta,
drekkur ekki áfengi, hleypur mara-
þon, hjólar og syndir. Snorri var í
námi í Bandaríkjunum, Suður-Kali-
forníu, og segir hann að þar sé að
vakna mikill áhugi meðal fólks aö
lifa heilbrigðara lífi. Snorri hafði
áhuga á að koma hingað heim eftir
nám. sem hann lauk haustið 1989, en
þar sem engin staða var til fyrir hann
sneri hann til Noregs. „Það er ágætt
að vera kominn með starfsreynslu
þegar ég kem heim.“
Hópmeðferð
virkar best
Snorri er auk þess meltingafæra-
sérfræðingur og liefur gegnt þvi
starfi til hálfs við starf sitt. „Við höf-
um verið með hópa í meðferö og það
hefur gengið mjög vel. Það eru sjúkl-
ingar sem eru með of hátt kólester-
ól. Það er alveg nýtt í Noregi að slík-
ir sjúklingar séu teknir í hópmeð-
ferð. Venjulegast er þetta eintal
læknis og sjúklings,“ segir Snorri.
„Þegar maður vinnur meö sex til átta
manns í einu getur maður gefið þeim
betri tíma, meiri fræðslu og svo
myndast auðvitað samvinna þeirra
sem er til góðs.“
- En eru ekki tengsl á miili melting-
arfæra- og lífstílssjúkdóma?
„Jú. í Bandaríkjunum eru það yfir-
leitt hjartalæknar sem fást við of
hátt kólesteról og þess háttar en í
Noregi eru það meltingarfærasér-
fræðingar.'1
- Hváð ráðleggur þú fólki helst?
„Það fer auðvitað mest eftir við
hvaða sjúkdóma er aö glíma. Vissa
sjúkdóma má hafa áhrif á með lifs-
stíl, t.d. kransæðasjúkdóma, offitu,
sykursýki, háan blóðþrýsting og hátt
kólesteról. Það er ýmislegt fleira en
þetta ér það helsta sem má benda á.“
- Á fólk að breyta mataræði sínu?
„Eins og um hefur veriö talað í
mörg ár er það fyrst og fremst að
hætta að reykja og ekki drekka of
mikið. Stunda líkamsrækt og fæðið
hefur einnig gífurlega mikið að segja,
borða lítið af mettaðri fitu, meira
grænmeti, meira af grófu korni, belg-
jurtum svo sem sojabaunum, linsu-
baunum og hrísgrjónum."
Mikill áhugi
fjölmiöla
Viðtöl hafa birst við Snorra Ólafs-
son í norskum blöðum og þau jafn-
framt hvatt til heilnæmara lífernis.
Snorri segir að gífurlegur áhugi sé
að vakna í Noregi á betra lífsstíl. „Ég
hef varla undan því fólk er alltaf að
biðja mig um fyrirlestra, viðtöl og
hvaðeina. Annars skiptist þetta alltaf
í tvo hópa, annars vegar þá sem vilja
lifa heilbrigðu lífi og svo hina sem
kjósa frekar lyf og uppskurði og helst
að breyta ekki neinu. Læknar eru
þar engir eftirbátar.
Blöðin og einnig útvarpsstöð hafa
sýnt þessu áhuga og hafa óskað eftir
að fá að vera með í hópvinnunni, t.d.
með því að taka viötöl. Einnig hefur
verið óskað eftir greinum frá mér,“
segir Snorri.
- Hér á landi hefur verið mikill
áhugi fyrir betri lífsstíl undanfarin
ár og heilsuæði nánast gripið um sig.
Getur verið að sá áhugi sé á undan-
haldi?
„Þegar ég var í læknisfræði í Há- '
skóla íslands voru tveir læknar, Ár-
sæll Jónsson og Bjarni Þjóðleífsson,
sem töluðu mikið um betri líffsstil.
Þá breyttist meðal annars brauðgerö
á íslandi og úrvalið varð meira af
grófum brauðum. Ég fæ alltaf DV
sent til mín og fylgist með umræð-
unni heima ogmér finnst vanta post-
ula núna á íslandi sem virkilega
standa upp og minna á þetta. Það
þarf að vera með stöðugan áróður
um betri lífsstíl, annars gleymist
hann. Sömuleiðis þarf þessi áróður
að vera hluti af starfsemi heilsu-
gæslustööva.“
Grænmetisæta
ítólfár
Snorri segist hafa verið grænmetis-
æta í tólf ár og þó hann hafi ekki
endilega fundið mikla breytingu á
sér telur hann það koma sér til góðs
í sambandi við líkamsrækt. „Þolið
verður miklu betra og mun minni
hætta á sjúkdómum síðar meir. Kól-
esterólið lækkar og áhættuþættirnir
batna,“ segir hann.
Snorri er auk þess að berjast fyrir
betri lífsstíl Norðmanna að vinna að
rannsóknarverkefni þar í landi. Sú
rannsókn beinist að því að skoða
ed í SS-vegetar
im m iasm$m~
pttn Oíöfwtt-
Ikkn mknfriii
Spáng®? msmm, nfklm
ly&mnw gár pá tkt éá-
?o skmairmmn tr
í ktl&tek fo-
mmM&rn, Hwor*
iOkdmm m tiwn mm Há
tsr hmr mk&mmM TSSI
*kím, mpÆ&tmk
fúnr hm I mims m ár
i tmrnMk’mQ®? Ö * tes-
om kiyMtikwn i m mm
rmkk mmínfc 0$ úmmrn
mimi ftaHpmim m
for
Oktfs-
SList,‘ islifi’-
rfrikkt. M&lwl’
■m-ríc&íhtg'inwn
mnSpoMkn
. M>%, úsk
mnkn 'km&úlitet- er iá&vm. Oon
ttorSfcr teísíR&ííáslrosfeíj tsi
síof bidfögsvk’? Ut éeimom sa*
jíiUéz v.>?a ih-hitnw- ngkms-yÍL"
i’nrniii áea&K fcvátáffs-
mi, avíeirioief i bhúk-
W iíi hjssit, íýeme-
víw£otí$aw. Dett’pwrötetaa- •
úsr 508» s ssör gra4 &#r sam-*-
nmár&Q meá ik'nniri -
kmikáki fsíjSsánjt' mmmn
v. SMimrí vi hoe wá
arxi p&M&tteu aclv víí,
—• Fiif ij, 'nu gi$. vj spíse
• hva?
Mem pnicj ag nnrrc g.mtmsa-
;.,Vr iikut
ém eakeltMtmao «ms
vi vetfö’ mrsí sfcfeáeti&' Ingj/sa
IttftjS! vtt fcttsae öjdiW *?* jwyker
tA cn bedra ssáíe esn á ö.
kommettiie iií &
Uvwtiteiwapi
fsptœfcyggmíe er nn
apesíattiet kvm sp&ÁH&iiAm ÍV#r-
sökvr & fcrttttttire syktfeya*
isivéSw seg bös fóske mmnxs-
hss, eScf iágea íörsafeer á
sykiiöít? pá ri tídiig
stodittttt vrirski treittíteies er
tfikí’k á behttBíUe 4m. Mawge
wúa m&Qfhstsrt mm grivettáes
tttttmíor fcmbyggí’ttiii- meðmn.
Snorri Ólafsson hefur vakið mikla athygli i Noregi fyrir störf sín i fyrirbyggjandi læknisfræði. Hann er annar tveggja
lækna á Norðurlöndum sem sérhæft hafa sig i fyrirbyggjandi klínískum forvörnum. Einkunnarorð hans eru betri
lífsstíll.
ættingja þeirra sem fengið hafa ristil-
krabbamein. Með rannsókninni er
annars vegar verið að kanna erfða-
þætti og hins vegar hvað sé hægt að
gera til að koma í veg fyrir ristil-
krabbamein ættingja. „Ristilkrabba-
mein er einnig ört vaxandi á íslandi
svo ég býst viö að rannsóknar sé
þörf þar líka,“ segir Snorri.
í viötali, sem birtist við Snorra í
norska blaðinu TA, segir hann að
Norðmenn borði fremur óholla fæðu.
Of mikil fita sé í mat þeirra en þeir
hafi þó aukið neyslu á grófu brauði
hin síðari ár. Og það sem Snorri
mælir með er minna kjöt og fiskur,
miklu meira af grænmeti og ávöxt-
um, pastaréttum og kartöflum og
grófu brauði. Þetta á jafnt við um
Norðmenn sem íslendinga.
-ELA
Þjóðleg freisting!
pORRA*
WIATOB
Tilvalið fyrir hópa!
\feitingahúsið
Aðeins kr. 1.590,-
__A.HANSEN
Vetturgölu 4 (gegnt Strandgötu) s: 651130