Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991. Auglýsing um próf fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Þeir sem öðlast vilja réttindi sem skjalþýðendur og dómtúlkar eiga þess kost að gangast undir próf er hefjast væntanlega 17. mars nk. ef þátttaka verður nægjanleg. Þeim sem vilja skrá sig í prófin er gefinn kostur á undirbúningsnámskeiði dagana 22. og 23. febrúar og skulu þeir tilkynna um þátttöku í því, og í hvaða máli þeir hyggjast þreyta prófið, skriflega í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, eigi síðar en 12. febrúar nk. Námskeiðsgjald er kr. 8.000. Frestur til innritunar í próf rennur út 1. mars 1991 og skal þá jafnframt greiða prófgjaldið, kr. 40.000, sem er óendurkræft. Umsóknum um þátttöku í prófinu skal skila til ráðu- neytisins á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Löggildingargjald er kr. 50.000. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 31. janúar 1991 LANDSVIRKJUN Fljótsdalsvirkjun Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í byggingu Eyjabakkastíflu ásamt botnrás, lokubúnaði, yfirfalli og veituskuróum. Helstu magntölur eru: Gröftur Fyllingar Malbik í kjarnastíflu Steinsteypa Stálvirki Lokubúnaður 1.000.000 m3 1.500.000 m3 15.500 m3 7.800 m3 26 tonn 75tonn Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar frá kl. 13.00 föstudaginn 1. febrúar 1991 gegn óaftur- kræfu gjaldi að upphæð kr. 9.000,- fyrir fyrsta ein- tak, en kr. 4.000,- fyrir hvert viðbótareintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68,103 Reykjavík, fyrir kl. 12.00 föstudag- inn 15. mars 1991. Tilboðin verða opnuð opinber- lega sama dag kl. 14.00 í stjórnstöð Landsvirkjunar, Bústaðavegi 7, Reykjavík. SKRIFSTOFUSTARF Norræna húsið óskar eftir að ráða starfskraft á skrifstofu Norræna hússins. Viðkomandi þarf að geta talað og skrifað eitt eða fleiri Norðurlandamál og hafa góða þekkingu á íslensku. Starfssviðið er almenn skrifstofustörf og síma- varsla. Tölvukunnátta æskileg (Macintosh). Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf auk meðmæla sendist Norræna húsinu, v. Sæmundargötu, 101 Reykjavík, fyrir 9. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Lars-Áke Engblom for- stjóri og Margrét Guðmundsdóttir í síma 1 70 30 kl. 9-16.30 mánud. til föstud. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. mars 1991. Norræna húsið Efnavopn: Sýklar og eiturgas í þeim átökum, sem nú eiga sér staö við Persaflóa og nágrenni, virö- ast efnavopn eöa eiturvopn vera í hópi þeirra stríðstóla sem mönnum stendur hvaö mestur stuggur af. ísraelar og bandamenn óttast mjög að Saddam Hussein láti verða af þeim hótunum sínum að beita efnavopn- um gegn andstæðingum í þessu stríði. Bush forseti hefur sérstaklega varaö Saddam Hussein við notkun slíkra vopna og sagt að verði þeim beitt verði afleiðingarnar hræðileg- ar. Bandaríkjamenn eiga efnavopn í vopnabúri sínu eins og fleiri þjóðir en veigra sér við að nota þau og virð- ast ekki ætla að beita þeim í þessu stríð frekar en kjarnavopnum. ÞúsundirKúrda drepnar Örfáar þjóðir hafa beitt efnavopn- um síðan í fyrri heimsstyrjöldinni en írak.er í hópi þeirra sem oftast hafa beitt slíkum vopnum. í átta ára stríði írans og íraks var efnavopnum beitt af báðum aðilum og létu þús- undir lífið, bæði hermenn og óbreytt- ir borgarar. írak beitti einnig efna- vopnum, nánar tiltekið sinnepsgasi gegn Kúrdum í írak, til þess að refsa þeim fyrir að hafa tekið afstöðu meö írönum í stríði landanna. Áætlað er að 5.000 manns hafi látiö lífið. Hægt er að beita efnavopnum með ýmsum aðferðum, bæði með sprengj- um sem innihalda eitur, eldflaugum og úða þeim úr flugvélum. Einnig er óttast að Scud-eldflaugar þær, sem írakar beita gegn andstæðingum sín- um og geta flogið allt að 500 kíló- metra, geti borið efnavopn. Arfur úr seinni heimsstyrjöldinni Helstu ógnvaldar meðal efnavopna i vopnabúri íraks eru sinnepsgas, taugagas, Sarin og Tabun, framleitt af Þjóðverjum í seinni ’neimsstyrjöld- inni en aldrei beitt, og blásýrugas. Sarin og Tabun eru tegundir af taugagasi sem drepa menn með því að lama miötaugakerfið. Gasið er lyktarlaust og litlaust og kemst i taugakerfið með innöndun en einnig meö snertingu við húðina. Sjúk- dómseinkennin eru svitabað, blinda, uppsölur og niöurgangur með krampa. Fórnardýrið deyr á einni mínútu til nokkurra klukkustunda eftir því hve mikilli mengun það verður fyrir. Umræddar gastegundir hefðu áhrif í nokkrar mínútur í miklum hita en í svalara veðri, þar sem vinds gætir ekki, gætu áhrif þeirra varað í nokkra daga.Tær voru fundnar upp af þýskum vísindamönnum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en var aldrei beitt. Meginástæða þess var talin sú að Þjóðverjum var fullkunn- ugt um að herir bandamanna réðu yfir vopnum af svipuðum toga sem hefði þegar verið beitt í gagnárásum. Ypres 1915 Efnavopnpm var fyrst beitt í fyrri heimsstyrjöldinni af Þjóðverjum gegn breskum og frönskum herjum viö Ypres í Frakklandi í apríl 1915. Þá skutu Þjóðverjar sívalningi með klórgasi að víglínu andstæðinganna. Þeim hafði borist njósn af því hvað til stæði en lítið mark var tekið á þeim fregnum. Árásin lamaði víglínu bandamanna um hríð en árangurinn virðist hafa komið Þjóðverjum jafn- mikið á óvart því þeir reyndust ekki hafa liðsafla til aö láta kné fylgja kviði. 1917 hófu Þjóðverjar notkun sinn- epsgass sem olli miklu tjóni í röðum bandamanna en tiltölulega fáum dauðsföllum. Sinnepsgas, sem er nefnt svo vegna þess að lyktin minnir á sinnep, brennir lungu og húð fórn- arlambanna en stóran skammt þarf til að valda dauða. í orrustunni um Somme í mars 1918 notuðu Þjóðverj- ar 500.000 sinnepsgassprengjur. 7,000 hermenn bandamanna urðu fyrir eitrun en tæplega 100 létust. Á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld- ina fóru fram miklar rannsóknir á möguleikum efnavopna og þá komu gasgrímur, líkar þeim sem nú sjást í fréttum, fyrst fram. Helstu hernað- arþjóðir heims gerðu samþykktir seint á íjórða áratugnum þess efnis að nota ekki efnavopn nema á þær væri ráðist með slíkum vopnum. Enda voru dæmi um notkun efna- vopna afar fá frá lokum fyrri heims- styrjaldar til loka Kóreustríðsins. ítalar og Japanir nota eiturgas í stríði ítala gegn Eþíópíumönnum í janúar 1936 beittu þeir gassprengj- um sem varpað var úr ílugvélum og gasúða og tókst á stuttum tíma að lama eina öflugustu herdeild Haile Selassie Eþíópíukeisara. Hermenn albúnir efnavopnaárás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.