Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR ^ EEBRÚAR1991. 51 X, SveitVerðbréfa- markaðar íslandsbanka Úrslitakeppni um Reykjavíkur- meistaratitilinn 1 bridge var sþiluð á Hótel Loftleiðum um sl. helgi. Fjórar sveitir spiluðu til úrslita. Samvinnuferðir-Landsýn unnu sveit Tryggingamiðstöðvarinnar í æsispennandi leik með 102-101 en sveit Verðbréfamarkaðar íslands- banka vann sveit Landsbréfa með nokkrum mun. Sveit VÍB varð síðan Reykjavík- urmeistari með því að sigra Sam- vinnuferðir-Landsýn í 64 spila úr- slitaleik en bronsið kom í hlut Tryggingamiðstöðvarinnar. Sveit VÍB skipa þaulreyndir bridge- meistarar: Guðmundur Páll Amar- son, Þorlákur Jónsson, Karl Sigur- hjartarson, Sævar Þorbjörnsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. Við skulum skoða eitt spii frá leiknum. S/Allir ♦ K104 V ÁG53 ♦ KD9 + K72 * 732 V K8 ♦ 107542 + Á63 ♦ DG9865 V 1042 ♦ 63 + 94 ♦ Á V D976 ♦ ÁG8 + DG1086 Þarna sitja að spilum í n-s Guð- mundur Páll Amarson og Þorlákur Jónsson en a-v Guðmundur Sv. Hermannsson og Björn Eysteins- son. Ég fæ mér sæti hjá Guðmundi Páli. Guðmundur er hugmyndarík- ur spilari og kemur oft skemmti- lega á óvart. Og ekki brást hann í þetta sinn! Þorlákur opnar á einu laufi og ég velti fyrir mér hvort Guðmundur - Reykjavíkurmeistari 1991 Sveit Verðbréfamarkaðar íslandsbanka varð um síðustu helgi Reykjavíkurmeistari í sveitakeppni. Sveitin sést hér á myndinni með Hjalta Elíassyni landsliðsþjáifara. Sveitina skipa, talið frá vinstri: Örn Arnþórsson, Sævar Þorbjörnsson, Þorlákur Jónsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Hjalti þjálfari, Karl Sigurhjartarson og Guðmundur Páll Arnarson. DV-mynd Hanna muni afgreiða spilið strax með tveimur gröndum sem væntanlega sýna 16 +. Nei, auðvitað segir hann eitt hjarta til þess að háliturinn týnist ekki. Þá kóma þrjú hjörtu hjá Þorláki og skyndilega er spilið orðið mjög áhugavert. Guðmundur segir nú þrjá spaða og Þorlákur þrjú grönd. Þá koma fjögur grönd hjá Guðmundi og fimm spaðar hjá Þorláki sem hljóta að vera þrír ás- ar, nema þeir spili Roman-Black- wood sem þýðir þá tveir ásar og hjartadrottning. Við skulum riija upp sagnirnar á meðan Guðmundur er að hugsa sig um: Suður Vestur Norður Austur liauf pass lhjarta pass 3hjörtu pass 3spað- pass ar1) 3grönd2) pass 4grönd3) pass 5spað- páss ? ar) Ég blaða í kerfiskorti Guðmund- ar meðan hann hugsar og flnn út eftirfarandi: 1) Spurning um stuttlit. 2) Stuttur spaði. 3) Roman-Blackwood. 4) Tveir ásar af fimm og hjarta- drottning. Og nú get ég heyrt hvað Guð- mundur er að hugsa! „Á makker fyrir þremur hjörtum?" Greinilega vantar hjartakónginn og einn ás, svo slemman er í besta falli 50%. En héðan af verður þó ekki stansað undir slemmu, því fxmm grönd myndu sýna alslemmuáhuga. Þör- lákur hefur lofað fimm+ laufum og 15-17 hp„ svo kannske má fresta hjartaíferðinni í grandslemmu, ef makker á níuna en ekki tíuna. Ég smelli mér í sex grönd, þau hljóta að vinnast ef hjartaö gefur fjóra slagi. Allavega verð ég að vernda spaðakónginn. En bíðum við, á VESTUR út? Al- veg rétt, Þorlákur sagði jú þrjú grönd. Spaðasjöið liggur á borðinu. „Fyrirgefðu makker,“ heyri ég Guðmund segja, „en spihð tapast víst hvort sem er“. Þorlákur lætur sér fátt um fmnast, lætur lítið og drepur á ás- inn heima. Hann fer strax í laufiö, Björn drepur þriðja laufið og spilar meiri spaða. Bridge Stefán Guöjohnsen Þorlákur drepur á kónginn og við Guðmundur fylgjumst spenntir með, því ennþá er eftir að svína fyrir hjartakónginn. Þorlákur fer nú heim á tígulgosa, svínar hjarta- gosa, tekur síðan laufin og tíglana. Hann hefur nú nánast fullkomna talningu. Vestur hefur byrjað með þrjú lauf, íimm tígla og eftir útspil- inu að dæma hefur hann átt þrjá spaða. Lítið hjarta, kóngur, ás og unnið spil. Það vill til aö Björn og Guömund- ur eru báðir hin mestu prúðmenni. Þeir segja ékkert upphátt, en ég sé á svip þeirra hvað þeir hugsa: „Þetta er nú meiri grísa....“ Vísnaþáttur Hvað skal yrkja um hreina trú? „Það er ekki það sem við etum heldur það sem við meltum sem eykur styrk okkar, ekki það sem við öflum heldur það sem okkur tekst aö spara sem gerir okkur ríka, ekki það sem við lesum heldur það sem við munum sem eykur þekkingu okkar, ekki það sem við prédikum heldur það sem við sýn- um í verki sem gerir okkur sann- kristna“. Svo mælti enski heim- spekingurinn Francis Bacon og undir þetta geta eflaust flestir tek- ið. En það tekst aðeins fáum einum að sýna trú sína í verki þótt flestir játi hana með vörunum. Eitt sinn var mikilsmetinn iðnað- armaður á Akureyri sem frelsaðist og gekk í Hjálpræðisherinn. Hann sást oft úti á götum á síðkvöldum, söng þar hjálpræðisherssöngva, spilaði á gítar og hélt ræður um hjálpræðið. Á daginn stundaði hann iðn sína af mikilli alúð og þótti manna dýrseldastur á vinnu sína. Um hann var þetta kveðið: Syngjandi um sálarfrið, safnandi tímans auð, bendandi á himins hlið, hugsandi um daglegt brauð. Sjálfan mig seð ég fyrst síðan náungann. Ég trúi á Jesúm Krist, Ég breyti eins og hann. Skáldmæringurinn og presturinn Matthías Jochumsson orti aö lok- inni fyrri heimsstyrjöldinni: Hvað skal yrkja um hreina trú? Hvað er kirkjan orðin nú? Hrunið virki, brotin brú, bráðum tyrkneskt þrotabú. Hvernig skyldi ástandið vera í dag? Höfum við gengið til góðs/göt- una fram eftir veg? Flosi Ólafsson leikari hvað svo fyrir nokkrum árum: Þó að maður þulið gæti þúsund faðirvor, finnst mér ekki að bænin bæti börn sem deyja úr hor. Steingrímur Eyfjörö læknir orti (ég hef fyrir satt að það hafi verið í gamni) um Ingólf Þorvaldsson, prest í Ólafsfirði: Ingólfur er að messa, orðin hans margan hressa gáfuð og guðdómleg, þó hefur hann til þessa þrammað hinn breiða veg. Jón Magnússon, bóndi á Há- varðsstöðum, metur „þarfasta þjóninn" meira en klerkinn: Hátt þótt tóni höföinginn Vísnaþáttur En ekki er sama hver presturinn er. Sigurkarl Stefánsson mennta- skólakennari sendi séra Magnúsi Guðmundssyni í Ólafsvík þessa af- mælisvísu: Þú átt trúar styrkan staf, í starfinu aldrei hálfur, leiðarstjörnu leiddur af leiðarstjarna sjálfur. Sigurður Björnsson, smiður á Seyðisfirði, orti eftirmæli um séra Björn Þorláksson á Dvergasteini sem var orðlagður glímumaður og karlmenni að burðum en átti oft í málaferlum innan sóknar og þótti þar nokkuð fastur fyrir: Nú er fallinn fauskur kalinn fyrrum standa sem var talinn styrkri rót í mammons mó. Frelsaðu guð þann lurk frá loga líklegt er að íjandinn toga muni í annan endann þó. Svo eru þeir sem láta þakklæti sitt til almættisins í ljós í ljóðum. Guðmundur J. Einarsson á Brjáns- læk: Mörg á ég áð þakka þér, þengill himna-ranna, gullin sem að gafst þú mér á götu lífdaganna. Þó að lokuð sýndust sund og sylli brim við skerið hef ég aldrei eina stund yfirgefinn verið. Bænir geta verið margvíslegar en sú sem fer hér á eftir er þó all- frábrugðin venjulegum bænum. Hugi Hraunfjörð: Ég leggst á bæn og bið þig hljóður að breyta alltaf svo við mig, að ég hafi, guð minn góður, gagn af því að elska þig. Menn skynja lífið og tilveruna á mismunandi vegu, snillingar nokk- uð á annan veg en aðrir dauðlegir menn. Meistari Sigurður Nordal lýsti viðhorfi sínu á eftirfarandi hátt: Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið, það er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, guð - og við. Lokáorðin að þessu sinni eru skáldbóndans frá Kirkjubóli í Hvít- ársíðu, Guðmundar Böðvarssonar. Þau eru úr kvæði sem nefnist Jóns- messunóttin 1971, kveðja til eigin- konu hans, Ingibjargaf Sigurðar- dóttur, sem látist hafði þá skömmu áður: Og nú á mótum minna og þinna vega er margt sem hvorki veit ég eða skil; samt ber ég fram þá bæn í mínum trega: Guð blessi þig, - ef hann er nokk- ur til. Torfi Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.