Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Blaðsíða 17
17
LATlFGARDAGUR' 2. FEKRÚAK/19917.,
Andhetjan Simpson á toppnum
Simpson-fjölskyldan hefur á ótrú-
lega skömmum tíma unnið hug og
hjörtu bandariskra sjónvarpsáhorf-
enda. Nýlega hófust sýningar á þess-
ari einkennilegu sápuóperu í ís-
lenska sjónvarpinu og ef marka má
almannaróm hafa íslendingar ekki
síður gaman af andhetjunum í Simp-
son-fjölskyldunni.
Það er vissulega ákveðin nýlunda
að teiknimyndaflokkur höfði svo
sterkt til barna og fullorðinna. Höf-
undurinn Matt Groenig segir það sé
vegna þess hstræna frjálsræðis sem
teiknimyndaformiö veitir. Teikni-
myndapersónum leyfist margt sem
aðrir kæmust aldrei upp með.
Það er ekki laust við að Simpson-
fjölskyldan komi ókunnugum nokk-
uð einkennilega fyrir sjónir í fyrstu.
Ekki getur þetta talist neitt fríðleiks-
fólk og ekki verður vikist undan að
viðurkenna að ijölskyldan er tröll-
heimsk. Homer Simpson er sljór ein-
Simpson-fjölskyldan á sínum eftir-
lætisstað, fyrir framan sjónvarpið.
feldningur sem vinnur í kjarnorku-
veri. Marge eiginkona hans er
heimavinnandi húsmóðir sem ann-
ast börnin þijú. Bart er helsti skelf-
irinn. Hann er upprennandi illkvitt-
inn vandræðaunglingur, óvinsæll
tossi, Ola innrættur. Lisa systir hans,
sem leikur á saxófón, er trúlega sú
best gefna í hópnum. Litla barnið er
eins og risavaxin snuðvél sem gefur
ekkert frá sér nema hávær totthljóð.
Þetta sómafólk býr í borginni
Springfield en fullyrt er að misstórar
borgir með því nafni sé að finna í
flestum fylkjum Bandaríkjanna.
Það rennur hins vegar fljótlega upp
fyrir áhorfandanum að hér er verið
að gera stólpagrín að vísitölufjöl-
skyldunni og reyndar sápuóperum
og framhaldsþáttum yfirleitt. Amer-
ískar vísitölufjölskyldur fá á bauk-
inn líka og miskunnarlaust hæðst að
tilraunum fólks til að fóta sig í flók-
inni veröld.
Sumir halda reyndar fram að
Simpson sé ætlað á lævísan hátt að
sætta óánægða áhorfendur við hlut-
skipti sitt í lífinu. Flestir geta litið í
eigin barm og sannfærst um að þó
illa sé komið fyrir þeim þá séu þeir
þó fjandakornið betri, gáfaðri og bet-
ur giftir en Hómer Simpson. Þessari
kenningu vísa höfundar reyndar al-
farið á bug og segjast fyrst og fremst
vera að skemmta fólki.
Vinsældir þáttanna, sem hófu
reyndar göngu sína sem innskot í
þætti Tracey Ullman, hafa veriö með
þeim ólíkindum að á skömmum tíma
var Hómer Simpson kominn jafnhátt
á listann og sjálfur fyrirmyndarfað-
irinn Bill Cosby en víða vestanhafs
eru þættir þessir sendir út á sama
tíma á hvor í sinni sjónvarpsstöðinni.
Velgengnin hefur ennfremur getið
af sér tísku meðal unglinga sem stöð-
ugt fleiri láta khppa hár sitt í bursta
eins og þann sem óþekktarormurinn
Bart Simpson skartar. Sala í hvers-
kyns aukahlutum og fylgifé, s.s. bol-
um, leikfongum og slíku glingri hef-
ur þegar skilað milljónum til fram-
leiðenda. Nýjasta viðbótin í þeim efn-
um eru kökumót í mynd Simpson-
anna, drykkjarmál og hnífapör. Sem-
sagt; allt í eldhúsið eins og Simpson.
Hrifnir aðdáendur geta þá borðað
Simpson-kökur af Simpson-diskum
með Simpson-hnífapörum og sopið á
Simpson-glasi með.
- -Pá
minna á prófkjör
Alþýðuflokksins í
Reykjavík nú um
helgina, 2. og 3.
febrúar.
Stuðningsmenn
\
Landsbyggðarþjónusta:
Tökum við símapöntunum og
sendum um land attt
AXIS
AXIS HUSGÖGN HF.
SMIÐJUVEGI 9, KÓPAVOGI
SIMI: 43500
EINSTAKT TILBOÐ!
Seljum næstu
daga skápa og
húsgögná
stórlækkuðu
verði.
Lítið
útlitsgallaðir
fataskápar
með miklum
afslætti.
ALLTAÐ
AFSLÁTTUfí
Dæmi um einstök tilboð:
Bókahillur: b. 50 h. 160 cm -OAOOr
b. 90 h. 150 cm 44rdm-
Hjónarúm
Svefnbekkur
Einstaklingsrúm
Hringborð 130 x 130 cm
Fataskápur 80 x 210 cm
Baðskápur 40 x 210 cm
4C nnn
* ■tu.uuu, *
-UAOOr
Jt2r40B;-
-9t900t~
-25*607-
-25r99Fr-
-22v244r*
2.900, -
4.290,-
23.000,-
11.500,-
9.900, -
4.950,-
7.660,-
16.546,-
11.500,-
vrsA
Opið: 9-18 virka daga
10-16 laugardaga
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR
m
I
i
■
I
■
i
i
i
■
I
i
i
i
■
I
■
I
i
i
i
i
i
i
i
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
J