Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991.
Til íslands frá Riyadh:
Flúðu úr borginni
eftir árás íraka
- segja Sigrún Jónasdóttir og Björn Johannesson sem komu heim frá Saudi-Arabíu í vikunni
„Viö trúöum aldrei aö Irakar ættu
eftir að ráðast á borgina Riyadh og
stríöiö var framan af mjög fjarlægt,"
segja hjónin Sigrún Jónasdóttir og
Björn Johannesson í samtali við
helgarblaö DV en þau komu heim frá
Saudi-Arabíu á þriöjudagskvöld eftir
langt og strangt ferðalag meö börn
sín þrjú. Sigrún og Björn uröu vitni
að fyrstu eldflaugaárás íraka á borg-
ina en þau fóru út á svalir til aö sjá
hvaö væri aö gerast. „Þetta gerðist
svo fljótt aö við hugsuðum ekki einu
sinni um að setja á okkur gasgrím-
ur,“ segja þau.
Sigrún og Björn, sem er norskur,
bjuggu um eins og hálfs árs skeið í
Noregi en vegna ótryggs atvinnu-
ástands þar urðu þau alsæl er Birni
bauðst starf hjá sænsku bygginga-
verktakafyrirtæki í Saudi-Arabíu.
Starfstilboðið barst óvænt og þau
höfðu lítinn tíma til að ákveða sig.
Há laun voru í boði svo ákveðið var
að Björn færi til Riyadh. Starfssamn-
ingurinn var til tveggja ára og Björn
átti að hefja störf í apríl á síðasta
ári. Þau leigðu húsiö sitt í Noregi og
Sigrún hélt til íslands meö börnin
þrjú en ekki var æskilegt aö fjöl-
skyldan kæmi öll á sama tíma til
Saudi-Arabíu.
Sigrún haföi hugsað sér aö fara í
byrjun ágúst en innrás íraka í Kúvæt
breytti þeim áformum. Það var því
ekki fyrr en í september sem hún
hélt áleiðis en þá þótti öllu óhætt
enda bjuggust Saudi-Arabar ekki við
aö stríð skylli á.
Kynntust í Noregi
Sigrún stundaði nám í landbúnaö-
arfræðum við háskóla í Noregi er
hún kynntist Birni. Þau fluttu heim
til íslands áriö 1983 og bjuggu hér á
landi í flmm ár. Björn, sem er mennt-
aður landslagsarkitekt, starfaði um
tíma hjá Einari Sæmundsen en stofn-
aði síöan eigið fyrirtæki. Þau hjónin
ákváðu síöan að flytjast aftur til Nor-
egs árið 1988 þar sem Björn fékk starf
þar. Hins vegar eru erfiðir tímar hjá
Norðmönnum, mikið atvinnuleysi og
starfið var ótryggt. Sigrúnu hafði
ekki tekist aö fá atvinnu í sínu fagi.
Björn fékk boö frá verktakafyrirtæki
í byggingum í Saudi-Arabíu í sér-
verkefnum en hann þurfti að undir-
rita loforð sitt um þagmælsku og
hefur því ekki leyfi til að skýra út
verksviö sitt eða verkefni fyrirtækis-
ins. „Við litum á þetta boð sem gott
tækifæri til aö prófa eitthvað nýtt og
kynnast framandi menningu og um-
hverfi," segir Björn.
Sigrún hélt utan 1. september en
þá haföi Björn sagt henni að allt
væri í stakasta lagi á þessum slóðum
og engin hætta. „Fólk hér á landi var
undrandi á að ég þyrði að fara í þetta
óvissuástand. Fyrirtækið, sem Björn
vinnur fyrir, lofaði okkur fullkomnu
öryggi og mig langaði til að ijölskyld-
an væri saman. Þegar ég kom til Riy-
adh sá ég að öllu var óhætt. Fólkið
lifði eðlilegu lífi og var rólegt. Fyrir-
tækiö er mjög stórt og margir vest-
rænir menn sem starfa þar. Allir
starfsmenn fyrirtækisins hafa íbúðir
á sérstöku lokuðu svæði en þar sem
við bjuggum voru fimmtíu hús. Þar
er sameiginlegt útivistarsvæði með
sundlaug og mjög góð aöstaða fyrir
börn. Það má segja að þetta sé lítið
samfélag," segir Sigrún. Börnin
þeirra þrjú eru fjögurra, sex og tíu
ára gömul. Þau eru vön ferðalögum
svo Sigrún segir það ekki hafa verið
mikið mál að ferðast þessa löngu leið.
Hún gisti eina nótt í Kaupmanna-
höfn, síðan hélt hún til Rómar og
þaðan til Saudi-Arabíu. „Það gekk
mjög vel.“
Lítið, verndað
samfélag
Þegar Sigrún kom til Saudi-Arabíu
í september var yfir fjörutíu stiga
hiti þar. Hann fór niður í þrjátíu
gráður í október og lækkaði síðan
enn meira en fór þó ekki undir tutt-
ugu stig. „Maður vandist fljótt hitan-
um. Loftið er þurrt, ekki rakt, og því
ekki mjög þrúgandi.“
Sigrún segir að í því litla samfé-
lagi, sem þau bjuggu í, hafi umhverf-
ið verið nokkuð vestrænt enda íbú-
arnir vestrænir. „Þarna voru Svíar,
Norðmenn, Englendingar, Spánverj-
ar og einn Kenýabúi svo þetta var
nokkuð blandað. Strákarnir fóru í
amerískan skóla. Þeir voru keyröir
til og frá skóla svo segja má að lífiö
sé verndað fyrir börn á þessum stað.
Við litum annars á okkur sem gesti
í þessu landi og vorum jákvæð gagn-
vart trúarvenjum og siðum þess fólks
sem þarna býr,“ segir Sigrún.
Björn kynntist nokkrum aröbum í
gegnum vinnuna og hefur ekki mikiö
af þeim að segja. „Þaö er alltaf hægt
að tína til eitthvað neikvætt en okkur
fannst þetta mjög vinalegt fólk og
barngott. Þegar maður kom í versl-
anir 'var börnunum mjög vel tekiö,“
segir Sigrún.
Ekki segist hún hafa gert sér mikl-
ar hugmyndir um þetta land áður en
haldiö var að stað og segir því lítið
hafa komið sér á óvart. „Ég kom
mjög opin fyrir öllu,“ segir hún.
Björn bætir við að hann hafi tekið
eftir þegar arabarnir hlupu í mosk-
urnar til bænahalds fimm sinnum á
dag. „Það er kallað til bænahalds og
þá hlaupa þeir til og mjög stutt er á
milli moskanna. Trúin er mjög ríkur
þáttur í daglegu lífi arabanna."
Litu hlutlaust
á siðvenjur
Sigrún átti ekki von á að fá starf i
Saudi-Arabíu enda ekki auðvelt fyrir
vestrænar konur að fá starf á þeim
stað. Aðallega starfa þær við heil-
brigðismál og kennslu. Konur hafa
ekki sama rétt og karlar í Saudi-
Arabíu en Sigrún segir að hún hafi
ekki látið það angra sig. „Ég var
nokkuð róttæk í kvennabaráttu en
þarna leit ég á mig einvörðungu sem
gest sem engu gat breytt um siðvenj-
ur. Hins vegar vissi ég til þess að
margar vestrænar konur áttu erfitt
með að þola misréttið. Maður vill líta
hlutlaust á þessi mál,“ segir Sigrún.
með tilliti til þess að þau hjónin eigi
væntanlega eftir að fara aftur á þess-
ar slóðir. Björn fer reyndar aftur eft-
ir nokkrar vikur enda hefur hann
skyldum að gegna.
í Riyadh er bæði hægt að lifa dýrt
og ódýrt, segja þau. „Það er ekki
mikið um að vera eins og við þekkj-
um til. Áfengi er bannað, skemmti-
staðir eru engir né heldur kvik-
myndahús. Einhverjir Evrópubúar
hafa þó komið sér upp skemmtistað."
Sigrún og Björn segja að mikið sé
dvalið utanhúss viö sundlaugina,
tennis er oft spilaður og grillveislur
vinsælar. Tónleikar er algengir og
kórsöngur. Einnig fer fólk mikið í
dagsferðir út í eyðimörkina og tekur
nesti með sér. „Maður hefur meiri
tíma til að sinna öðruvísi hlutum en
hér heima," segir Sigrún.
íbúar Riyadh búa vel og flestir eru
efnaðir, segja þau. Húsin eru stór en
oft eru nokkrar kynslóðir sömu fjöl-
skyldunnar undir sama þaki. Þá er
ekki óalgengt að sjá stórt hús á stórri
afgirtri lóð þar sem gjarnan eru
nokkur minni hús einnig en þar búa
eiginkonur eins manns hver .í sínu
húsi. En eins og flestir vita er fjöl-
kvæni leyfilegt í Saudi-Arabíu.
Engin spenna
Sigrún og Björn segjast enga
spennu hafa fundið varðandi yfirvof-
andi stríð í Riyadh. „Það var ekki
fyrr en í desember að menn fóru allt
í einu að tala um 15. janúar. Þetta
var einungis síðari hlutann í des-
ember. Reyndar fann ég aðeins fyrir
spennu þegar innrásin í Kúvæt var
gerð í byrjun ágúst. Menn voru þá
að velta fyrir sér hvort Hussein
myndi ráðast á Saudi-Arabíu lika.
Þegar Bandaríkjamenn fóru síðan að
senda hermenn suðureftir róaöist
fólk og ekki var meira talaö um inn-
rás,“ segir Björn.
„Þegar þessi dagsetning var ákveð-
in fundum við fyrir að fólk fór mikið
að velta fyrir sér hvað myndi ger-
ast,“ segir Sigrún. „Allmargir vest-
rænir íbúar fóru þá aö tínast burt.
Fyrirtækið, sem Björn vinnur fyrir,
gaf fólkinu þrjá kosti, aö bíða og sjá
hvað myndi gerast, að fara til Kýpur
eða fara' heim. Helmingur starfs-
manna ákvað að senda fjölskyldur
sínar heim en það var áður en stríö-
ið braust út. Við ákváðum að halda
kyrru fyrir og sjá hvað yrði. Við
hugsuðum auðvitað mikið um þetta
en eftir að við tókum ákvörðun urð-
um við rólegri. Fyrirtækiö lofaöi að
sjá um okkur ef eitthvað gerðist og
við treystum því. Fólkið, sem við
umgengumst mest, varð eftir og það
hafði áhrif á okkur, við vorum ekki
ein og höfðum stuðning," segir Sig-
rún ennfremur.
Dagsetningin
breytti öllu
Talsvert var fjallað um yfirvoíandi
stríð í fjölmiðlum þegar dagsetningin
15. janúar kom upp. Fólki voru gefn-
ar ráðleggingar í gegnum sjónvarpið.
Og þegar eitt sendiráðið byrjaði að
dreifa gasgrímum komu hin á eftir
til að valda ekki óróleika meðal fólks-
ins. Saudi-Arabar fengu að sjálfsögðu
einnig gasgrímur. „Þó við værum
komin með gasgrimurnar fannst mér
afar fiarlægt að stríð myndi skella
á. Maður hefur aldrei upplifað styrj-
öld og finnst það mjög ótrúlegt að
einhverjum detti í hug að fara í stríð.
Þess vegna datt okkur ekki í hug að
við þyrftum á gasgrimunum aö
halda,“ segir Sigrún ennfremur.
„Við tókum þær samt alltaf meö
okkur hvert sem viö fórum eftir aö
stríðið byrjaði. Öllum var ráðlagt að
hafa stað þar sem hægt væri að leita
skjóls og við einangruðum eitt her-
bergi með plasti. Allir fengu vissa
öryggisáætlun sem fara átti eftir en
hún náði yfir alla mögulega þætti
sem gætu átt sér stað. í sjónvarpi var
hamrað á að fólk héldi ró sinni og
allir áttu að'vera vel undirbúnir.
Hins vegar var ekki talið að ráöist
yrði á Riyadh og við bjuggums.t alls
ekki við að þetta myndi gerast svona
allt í einu. Tveimur nóttum áður en
þeir skutu á Riyadh var skotið á Tel-
Aviv en menn höfðu efast um að ír-
ösku eldflaugarnar drægju til Riy-
adh. Líkurnar voru því taldar mjög
litlar á árás.“
Mikill flugvélagnýr
Þegar stríðið hófst aðfáranótt
fimmtudagsins 17. janúar voru Sig-
rún og Björn í fastasvefni en vökn-
uðu upp við mikinn flugvélagný endá
Fjölskyldan komin heim i öryggið á
bjuggu þau nálægt flugvellinum.
Þeim datt strax i hug að nú væri
stríðið byrjað og kveiktu á útvarpinu
en hálftíma síðar var tilkynnt að
stríðið væri hafiö. Þau hlustuðu á
herstöðvarútvarp Bandaríkjahers