Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991. 37 ■■ .‘ S'l .U 1 pv______________________________________Handbolti unglinga Hörð botnbarátta í l.deild - KR-ingar deildarmeistarar Viðureign Hauka og Týs endaði með eins marks sigri Hauka og tryggðu þeir sér þar með annað sæti 1. deildar. KR-ingar fóru með sigur af hólmi í 1. deild 3. flokks karla um síðustu helgi eins og búist hafði verið við. Þeir töpuöu ekki leik en þrátt fyrir það töpuðu þeir fyrsta stigi sínu í vetur og gætu nokkur hð hæglega velgt þeim undir uggum í úrslitunum í vor. Lið KR, sem er skipað mjög há- vöxnum og líkamlega sterkum leik- mönnum, vann alla leiki sína nema leikinn gegn Fram sem endaði með jafntefli, 19-19. Baráttan um önnur sæti var mjög jöfn og var ekki ljóst fyrr en eftir síðasta leik umferðarinnar, leik Hauka og Stjörnunnar, hvaða hð yrði í öðru sæti og hvaða lið féllu. Fallsætið kom í hlut Framara, sem aðeins unnu Stjörnuna, auk jafntefl- isins gegn KR og urðu þeir í fimmta sæti dehdarinnar. Auk Fram börðust lið FH, Stjömunnar og Hauka um að forðast fall í 2. deild. Fyrir síðasta leikinn var FH búið að bjarga sér frá falli með því að vinna Fram og Hauka og var því við- ureign Hauka og Stjörnunnar hreinn úrslitaleikur um fahiö. Fyrir viðureign Hauka og Stjörn- unnar var Stjarnan með tvö stig eftir Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Lárus H. Lárusson sigur á FH en Haukar voru með fjög- ur stig, unnu Fram og Tý. Haukar unnu Stjörnuna, 18-15, eft- ir að staðan í hálfleik hafði verið, 9-7, þeim í vil. Það kom þvi í hlut Stjörnunnar að verða í neðstá sæti deildarinnar, falla í 2. dehd, en Hauk- ar skutust í annað sæti dehdarinnar við þennan sigur með jafnmörg stig og Týr en hagstæðari úrsht úr inn- byrðisviðureigninni. Týrarar og FH urðu um miðja deild og örugg um sæti f úrslitunum í vor. Gottgengi Akureyrarliðanna DV hafa ekki borist úrsht leikja í 2. dehd sem fram fóru í Seljaskóla en hefur þó fregnað að Akureyrarlið- in, Þór og KA hafi orðið í tveimur efstu sætunum og leiki því í 1. dehd í næstu umferð og í úrslitum í vor. Þór frá Vestmannaeyjum varð í þriðja sæti deildarinnar og Valur í því fjórða og halda þessi lið því sæt- um sínum í 2. dehd og eiga möguleika á að komast í úrshtin. Selfoss og Höttur féhu í 3. deild og og eiga þau góða möguleika á að leika í B-úrslitum. Aðrar deildir 3. deild var leikin í íþróttahúsi Álftamýrarskóla og tryggði UBK og ÍA sér sæti í 2. deild nokkuð örugg- lega en þó átti Víkingur nokkra möguleika á að skjótast upp fyrir ÍA á stigatöflunni undir lokin en þá gerðu Skagastrákarnir sér lítið fyrir og unnu UBK sem ekki hafði tapað leik fram að því. Víkingur og Völsungur héldu sæt- um sínum í deildinni en UMFN og Fylkir féllu í 3. deild. Leikið er í tveimur riðlum í 4. dehd og varð þátttaka þar með eindæm- um. í A-riðli mætti mótshaldari, Ár- mann, of seint á mótsstað og nokkur lið yfirgáfu leikstað. Aðeins tveir leikir fóru fram og verður tekin ákvörðun í þessari viku um til hvaða ráða mótanefnd HSÍ tekur. í B-riðh varð UMFA í efsta sæti, HK kom næst, síðan ÍR og Leiknir rak lestina. Athugasemd DV hafa ekki borist úrsht leikja f 3. og 4. deild 5. flokks karla og bíöur því umfjöllun um aðra umferð 5. flokks karla næstu helgar. Eitt marka FH-inga gegn Stjörnunni staðreynd en þrátt fyrir það vann Stjarn- an FH örugglega. FH-ingar héldu sæti sínu í deildinni þrátt fyrir þetta tap en Stjarnan féll í 2. deild. Grótta vann með fullu húsi stiga Leikið var í þriðja flokki kvenna um síðustu helgi á Seltjarnarnesi, í Keflavík og Reykjavík Grótta best í 1. deild Keppnin var jöfn í þessum flokki sem endranær en svo fór að lokum að hð heimamanna, Grótta, stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu deild og verður það að teljast nokkuð sanngjarnt því að þær hafa áður sigrað í vetur í þessum flokki og nú sigruðu þær meö fullu húsi stiga. Þær byrjuðu á að sigra höfuð- andstæðinga sína, Víking og KR, báöa 10-9, þær sigruðu Fram, 15-8, ÍBV 14-10 og FH stúlkurnar unnu þær síðan, 13-9. Víkingar og KR- ingar háðu baráttu um annað sætið og voru það Víkingar sem nældu sér í það sæti með því að sigra KR, 13- 11, þrátt fyrir að Víkingar töp- uðu síðasta leik tarnarinnar á móti ÍBV, 12-14. Víkingar sigruðu síðan Fram, 13-6, FH, 7-6. Framarar urðu í fjóröa sæti en þær unnu ÍBV, 12-9, og FH, 11-10, en töpuðu fyrir KR, 10-13, Víking, 6-13 og Gróttu, 8r15. Það varð síðan hlutverk FH og ÍBV að falla, ÍBV vann þó tvo leiki en þær sigruðu FH, 15-9, og Víking, 14- 12, eins og áður sagði en töpuðu þremur leikjum gegn Fram, 9-12, KR, 12-17, og Gróttu, 10-14. FH fékk ekki stig að þessu sinni og virðast ekki ná að sýna sitt rétta andlit en það koma tímar og koma ráð og það er ljóst að keppnin um íslands- meistaratitilinn er ekki lokið og í það minnsta 4-5 lið geta auðveld- lega unnið hann ennþá. Haukarhöfðuþað á endanum Önnur deild 3. flokks kvenna var leikin í Keflavík og var baráttan ekki síður spennandi þar en í þeirri fyrstu. Hauka-stúlkurnar úr Hafn- arfirði urðu í efsta sæti að þessu sinni en þær unnu alla sína and- stæðinga nema hvað þær gerðu jafntefh við heimamenn, 11-11, í leik sem var úrshtaleikur að þessu sinni. ÍBK varð að láta sér lynda annað sætið því fyrir utan það að gera jafntefli við Hauka gerðu þær líka jafntefli við Hattar-stúlkurnar frá Egilsstöðum en það voru ein- mitt þær sem urðu í þriðja sæti í þessari túrneringu og gerðu mun meira en menn höfðu húist við og verður spennandi að fylgjast með þessu skemmtilega liði. Grindavík Eitt marka FH gegn Gróttu staðreynd. Grótta sigraði með nokkrum yfir burðum en FH varð að láta sér lynda fall i aðra deild. lenti síðan í fjóröa sætinu með því að sigra Selfoss og Val en þær töp- uöu fyrir þeim þremur liðum sem urðu fyrir ofan. Selfyssingar fengu það leiðinlega hlutverk að falla aö þessu sinni og unnu aðeins einn leik, þ.e. gegn Val, sem varð í neðsta sæti, vann ekki leik og virt- ist nokkuð á eftir öðrum liðum í þessari törn. Stjarnan með besta liðið Leikir þriðju deildarinnar voru leiknir í Grafarvogi, nánar tiltekið í Fjölnishúsinu. Stjarnan hafði nokkra yfirburði og vann sér sæti í annarri dehd með því að sigra alla sína andstæðinga. Huginn frá Seyðisfirði varð í öðru sæti og kem- ur því til með að beijast við ná- granna sína frá Egilsstöðum í næstu törn þar sem bæði liðin verða í annari dehd. Huginn tapaði fyrir Stjörnunni, gerði jafntefli við ÍA og sigraði í öðrum leikjum. UMFA varð í þriðja sæti, HK í fjórða, ÍR varð í fimmta sæti og ÍA varð í neðsta sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.