Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1991, Blaðsíða 9
Wf HA'lWrf'! :: HUDAflHA-OrJA;J
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991.
9
Þegar Japanir böröust viö Kínverja
árin 1937-42 beittu þeir fyrmefndum
gassprengjum í nokkur skipti. Gasi
var þó aldrei beitt í miklum mæli en
haföi talsverð áhrif því Kínverjar
eins og Eþíópíumenn gegn ítölum
voru algjörlega varnarlausir gegn
vopnum af þessu tagi.
Sýklahernaður
Sýklahernaður, þar sem bakteríum
eða gerlum er beitt gegn óvinum í
hemaðarlegum tilgangi, er mun
sjaldgæfari. Vitað er að stórveldin
og fleiri þjóðir hafa á síöustu áratug-
um gert tilraunir með sýklahernað
af ýmsu tagi og þróað ýmis vopn til
þeirra nota. Slíkar rannsóknir hafa
þó eðli málsins samkvæmt farið afar
leynt og verið framkvæmdar í skjóli
fælingarkenningarinnar, þ.e. að til-
vist vopnanna sé ógnun og vörn gegn
árásum í sjálfu sér.
Hernaður og sjúkdómar hafa iðu-
lega átt samleið í gegnum söguna.
Plága herjaði á hermenn við hliö
Jerúsalemsborgar til forna, Márar á
Spáni börðust við taugaveiki og nið-
urgangur og matareitrun felldi her-
menn Napóleons í herförinni gegn
Rússum. í Búastríöinu féllu fleiri
hermenn úr taugaveiki en fyrir kúl-
um.
Þó þessi dæmi verði að teljast til
slysa eru mörg dæmi um tilraunir
til þess að að hafa áhrif á framgang
hernaðar með sýklum. Til forna
hentu menn líkum þeirra sem létust
úr sjúkdómum inn fyrir múra um-
setinna borga.
Amerískum indíánum voru sendar
ábreiður sem báru með sér bólusótt-
arveiru gagngert til þess að veikja
baráttuþrek þeirra. í fyrri heims-
styrjöldinni sendu Þjóðverjar sýkt
hross til herja Rúmeníumanna sem
tóku þátt í stríðinu og sýktu enn-
fremur nautgripi sem átti aö-senda
herjum bandamanna til viðurværis.
Japanir voru ásakaðir um að hafa
beitt sýklahernaði gegn Kínverjum á
fjórða áratugnum en þær ásakanir
voru aldrei staðfestar, né heldur
svipaöar ásakanir Kóreumanna á
hendur bandamönnum í Kóreustríð-
inu.
Helstu ógnvaldar af þessu tagi, sem
menn óttast að beitt verði í átökun-
um við Persaflóa, eru annars vegar
eitur af tegundinni Clostridium Bot-
ulinum. Hér er á ferðinni eitur sem
þekkt veira framleiðir og veldur
dauðsföllum af matareitrun.
„Þetta er eitur, sem er raunar
prótín, sem veiran gefur frá sér,“
sagði Franklín Georgsson, sérfræð-
ingur hjá Hollustuvernd ríkisins, í
samtali við DV.
„Sennilega er þetta eitt sterkasta
taugaeitur sem til er í heiminum. Til
eru skjalfest dæmi um að maður
hafi látist af því að borða eina baun
úr baunadós þar sem veira þessi
hafði þroskast."
Franklín sagði að eðli málsins sam-
kvæmt væri lítið vitað um hve öflug-
um afbrigðum stórveldin réðu. Hann
taldi þó að erfitt væri að beita eitri
af þessu tagi þar sem það væri við-
kvæmt fyrir hitastigi og vindátt og
fleiri umhverfisþáttum.
Hins vegar óttast menn smitandi
bakteríur sem valda ákveðnum sjúk-
dómum og hefur veiran, sem veldur
miltisbrandi, einna helst verið nefnd.
Miltisbrandur er bráðdrepandi sjúk-
dómur sem leggst á búfénað og menn
geta auðveldalega smitast. Veiran
getur lifað í jarðvegi árum saman og
haldið áfram að sýkja búfé.
Miltisbrandur
í rakburstum
Litlu munaði aö miltisbrandsfar-
aldur brytist út meðal hermanna
bandamanna í fyrri heimsstyrjöld-
inni. í ljós kom að sýkingin barst
með rakburstum framleiddum í Jap-
an. Fjöldi óbreyttra borgara sýktist
af sömu orsökum. Hægt er að lækna
miltisbrand á byrjunarstigi með
fúkkalyfjum.
Ljóst má vera að sýklahernaði er
hægt að beita á margvíslegan hátt
og erfitt getur verið að átta sig á því
hvort um er að ræða hernaðarað-
gerðir eða náttúrulega sjúkdóma.
-Pá