Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991.
Fréttir
Matthías Á. Mathiesen alþingismaður:
Ottast að álversmálinu
hafi nú verið klúðrað
- álversdraumurinn er búinn, segir Kristín Einarsdóttir þingkona
„Enda þótt ég voni að heimildar-
lög vegna byggingar álvers á Keilis-
nesi verði afgreidd á Alþingi fyrir
þinglok þá óttast ég að iönaöarráö-
herra og ríkisstjórnin hafi nú þegar
klúðrað álversmálinu," sagði Matt-
hías Á. Mathiesen, fyrsti þingmað-
ur Reyknesinga, í samtali við DV.
Og hann sagði ennfremur:
„Það er að sjálfsögðu alveg ljóst
að mikil óvissa ríkir um framvindu
málsins á þessari stundu. Ég full-
yrði aö orsökin er aögerðaleysi og
seinagangur stjórnarflökkanna' í
upphafi, sem og breytt vinnubrögð
iðnaðarráðherra. Hann lagði niöur
samninganefnd um álver sem
starfað hafði frá tíð fyrri iðnaðar-
ráðherra. Síðan tók hann samn-
inga til iðnaðarráðuneytisins og
skipaði sérstaka nefnd sér til ráðu-
neytis. Öll sviðsetning iðnaðarráð-
herra, með ótímabærri undirritun
skjala, hefur tvímælalaust tafið
alla samningsgerð. Sú orðgnótt,
sem notuð hefur verið þegar iðnað-
arráðherrann hefur rætt við fjöl-
miðla til þess að gera grein fyrir
gangi mála, hefur augljóslega verið
ætlað að fela staðreyndir málsins
sem nú hafa verið að koma í Ijós.
Það blasir við að samningar hafa
hvergi verið komnir eins langt og
iðnaðarráðherra hefur látið í veðri
vaka,“ sagði Matthías Á. Mathies-
en.
„Ég fæ ekki betur séð en draumur
manna um þetta álver á Keilisnesi
sé búinn. Nema þá að menn séu
tilbúnir til að fórna öllu. Ég fæ
ekki betur séð en iðnaðarráðherra
sé tilbúinn til þess. Hann segir í
blaðaviðtali í dag að menn megi
ekki bara líta á hagnaö Landsvirkj-
unar, menn verði að líta á dæmið
í heild. Það gefur til kynna að hann
sé tilbúinn til að slaka enn meira
á en hingað til hefur verið gert. Ég
tel aö það komi ekki til greina. Þess
vegna tel ég að álverið sé búið mál
nema menn séu tilbúnir til að fórna
hverju sem er,“ sagði Kristín Ein-
arsdóttir, þingkona Kvennalistans.
-S.dór
Formenn stjórnmálaflokkanna funduðu um Litháenmálið í gær og náðu samkomulagi.
DV-mynd BG
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra:
AUantsálsmenn
ekki nógu langt
komnir með
sín innri mál
- hefur meðal annars tafið viðræðumar síðan í október
Fundur formanna stjórnmálaflokkanna um Litháenmálið:
Menn urðu sammála um
að hörf a ekki í málinu
- sáttur við þessa niðurstöðu, segir Þorsteinn Pálsson
„Menn urðu sammála um að hörfa
ekki í Litháenmálinu. Einnig að Al-
þingi samþykki þingsályktunartil-
lögu sem utanríkismálanefnd yrði
faliö að semja. Síöan að utanríkisráö-
herra fari með þá tillögu og kynni
hana rækilega meðal bandalagsþjóða
okkar á Noröurlöndum og í NATO
og einnig Pólverjum og Tékkum,"
sagöi Þorsteinn Pálsson, alþingis-
maður og formaður Sjálfstæðis-
flokksins, að loknum fundi formanna
stjórnmálaílokkanna um Litháen-
málið í gær.
Þorsteinn sagði að ráð væri fyrir
því gert að utanríkismálanefnd legði
þingsályktunartillöguna fyrir Al-
þingi og mánudag og að þá þegar
yröi hún samþykkt. Hann sagöi að
engin drög heföu verið lögð að orða-
Landsmenn verða á kafi í skatt-
skýrslunni um helgina en skiladag-
urinn mikli, 10. febrúar, er á sunnu-
daginn. Mestar umræður aö þessu
sinni eru um vaxtabætumar, hverjir
fá þær og hverjir ekki.
í stuttu máh þá fá þeir efnuöustu,
þeir sem eiga miklar eignir umfram
skuldir, engar vaxtabætur. Hjón sem
eiga hreina eign upp á um 4,6 milljón-
ir lenda i skerðingu sem vex hlut-
fallslega þannig að við hreina eign
upp á rúmar 9,2 milljónir fá þau eng-
ar vaxtabætur.
Það er fernt sem ræður vaxtabót-
um:
1. Vaxtagjöldin verða að vera af lán-
lagi tillögunnar.
„Hins vegar ræddu menn um að
árétta í henni viöurkenninguna frá
1922. Síðan aö orðalag í henni fæli í
sér að Alþingi myndi verða við þeirri
beiðni Litháa að koma á stjórnmála-
sambandi," sagði Þorsteinn.
Hann var spurður hvernig menn
ætluðu að leysa það mál að ríki, sem
viðurkennt er, ráði sínum landa-
mæmm en það atriði hefur ríkis-
stjórnin sett fyrir sig:
„Það eru til fjölmargar undantekn-
ingar frá þvi á síöari árum. Nærtæk-
asta dæmiö er Kúvæt. Flest ríki viö-
urkenna þá stjórn landsins sem ekki
ræður ríkjum þar sem stendur. Við
lítum svo á að það sé tímabundið
ástand að Litháar ráði ekki landa-
mærum sínum. Það getur ekki liöið
um til íbúðarhúsnæðis sem notað
er í eigin þágu.
2. Fjölskyldustærðin. Hámark vaxta-
bótanna er um 117 þúsund fyrir
einstakling, um 153 þúsund fyrir
einstætt foreldri og rúmar 190
þúsund fyrir hjón. Þetta er það
sem fólk getur fengið mest, hversu
há sem vaxtagjöldin era annars.
Lítil vaxtagjöld skeröa vaxtahæt-
urnar.
3. Tekjur manna. 6 prósent af tekjum
dragast frá vaxtagjöldunum. Gef-
um okkur að hjón hafi til samans
haft 3 milljónir í tekjur á síðasta
ári, 1.500 þúsund hvort, þá dragast
180 þúsund krónur frá vaxtagjöld-
langur tími þar til þeir fá full yfirráð
yfir landi sínu og landamærum.
Enda þótt við getum ekki um stund
komið sendimönnum okkar til Lithá-
ens geta þeir komið mönnum til okk-
ar þannig að hindrunin er timabund-
ið á annan veginn. Litháar meta
meira viöurkenningu en þessa
hindrun og því erum viö aö taka
meiri hagsmuni fram yfir minni,“
sagði Þorsteinn.
- Þú hefur verið haröasti talsmaður
þess að íslensk stjórnvöld viðurkenni
sjálfstæði Litháens þegar i stað. Ertu
sáttur við þessa niðurstöðu?
„Já ég er það. Ég hef lagt mikla
áherslu á að rödd íslands hafi sam-
hljóm í þessu máli og ég tel að það
hafl tekist,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
-S.dór
unum.
Dæmi: Hafi þau vaxtagjöld upp á
370 þúsund dragast 180 þúsundin
frá og eftir standa 190 þúsund í
vaxtabætur. Þau sleppa með
skrekkinn; óskertar vaxtabætur.
4. Skerðing vegna eigna. Skerðing
vaxtabóta hefst hjá hjónum sem
eiga hreina eign upp á 4,6 milljón-
ir og skerðist hlutfallslega eftir
þaö. Viö 9,2 milljónir missa þau
rétt á öllum vaxtabótum.
Allar upplýsingar um vaxtabætur
em á bls. 37 í Leiðbeiningum Ríkis-
skattstjóra. Góða helgi.
-JGH
Því er haldið fram, bæði af stjórn-
málamönnum og öðrum, að viðbrögð
Atlantsálshópsins í samningavið-
ræöum að undanförnu bendi til þess
að sagan um nýtt álver á Keilisnesi
sé öll. Þeir Atlantsálsmenn lýstu því
yfir á fundi með samninganefndar-
mönnum Landsvirkjunar í fyrradag
að þeim hefði ekki enn tekist að fá
lán í bönkum til að fjármagna fram-
kvæmdirnar. Móöurfyrirtækin þrjú
ætluðu ekki að gera það, heldur yrði
fyrirtækið Atlantsál að fjármagna
framkvæmdirnar sjálft. Menn segja
að þeir hafi á síðustu mánuðum sí- •
fellt veriö að draga í land með flest
þaö sem áður hafi verið rætt um.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
var spurður að því í gær hvort þetta
þýddi ekki í raun að álverið væri úr
sögunni.
„Nei, alls ekki. Það er enn góður
vilji af beggja hálfu aö ná samning-
um. Hitt er rétt að samningaviðræð-
urnar hafa tafist.“
- Hvers vegna?
„Vegna óvissuástands í efnahags-
málum í heiminum. Nú síðast vegna
þess að Persaflóastríðið hefur tafið
menn tO ferðalaga milli landa til að
tala saman.“
- Persaflóastríöiðhefurstaöiöíþrjár
vikur en samningaviðræður þínar
við Atlantsálshópinn hafa staðið yfir
í eitt ár. Skipta þessar þrjár vikur
öllu máli?
„Þessar samningaviðræður era
óvenju stuttar miðað viö umfang
málsins. Þegar við fórum af stað með
þetta Atlantsálsfyrirtæki í raun og
veru, var það með viljayfirlýsing-
unni sem undirrituð var í Reykjavík
13. mars 1990. Því tel ég að það hafi
verið óvenjulega rösklega að þessu
máli unnið. Aö vísu er þaö rétt að
tíminn frá því í október hefur ekki
nýst eins og menn vonuðu."
- Og ástæðan fyrir því?
„Ja, gagnaðilinn var ekki nógu
langt kominn með sín innri mál og
ég vil heldur ekki leyna því að ýmis-
legt hér heimafyrir hefði getað verið
samstæðara en raun bar vitni á þeim
tíma.
- Hvað áttu við?
„Svo sem samningsaðferöina í
orkumálum og fleira af því tagi sem
vel er kunnugt úr fréttum.“
- Þú segir aö þriggja vikna Persa-
flóastríð skipti sköpum. En hvers
vegna neita nú móðurfyrirtækin
þrjú allt í einu að taka þátt í fjár-
mörgnun fyrirtækisins og segja að
Atlantsálsfyrirtækið hér verði að
fjármagna framkvæmdirnar meö
bankafyrirgreiðslu?
„Sko, við skulum ekki ræða þetta
með tímasetningu af þessu tagi. Það
sem liggur í augum uppi er að við
stríðsaðstæður eru fjármögnunar-
fyrirtækin ekki jafnfús og áður til
að taka áhættu. Og menn vita minna
hvað er að marka verð og vexti sem
þeir sjá á markaðnum en þeir vildu.
Hversu góð vísbending eru dagpris-
arnir sem menn sjá, fyrir hina löngu
framtíð sem viö erum aö reyna að
kanna? Ég er sjálfur að fara vestur
til Bandaríkjanna til aö hitta for-
ráðamenn banka og lánastofnana í
New York og síðan til fundar við for-
stjóra þessara fyrirtækja. Þar ætlum
við að ræða stöðuna og vita hvort
við sjáum ekki til lands.“
- Þegar þú og forstjórarnir þrír und-
irrituðu viljayfirlýsinguna, lá þá
ekkert fyrir hvernig fyrirtækið yrði
íjármagnað. Er fjármögnunin nýtt
vandamál?
„Jú, þaö lá fyrir að þeir voru mjög
bjartsýnir á að þeim tækist að fjár-
magna það fljótt og vel.
- Ég er ekki að spyrja um bjartsýnar
vonir, heldur hvað lá fyrir um fjár-
mögnun?
„Það skipast fljótt veöur í lofti í
þessu máli. Þeir höfðu þá fyrir sér,
sem góöir viöskiptalífsmenn hafa
jafnan, aö þeir voru nýbúnir að fjár-
magna álbræðslu í Kanada og það
gekk ágætlega. En svo verður þarna
breyting á, sem er algerlega utanað-
komandi, Persaflóastríðið. Gleymdu
því ekki að stríöið byijaði 2. ágúst,
þegar Saddam Hussein réöst inn í
Kúvæt. Menn sáu að þar var ekki
um dagsfyrirbæri að ræða.“
- Persaflóastríðið stöðvar málið.
Mun það liggja niöri meðan stríðið
við Persaflóa varir?
„Ég tímaset það ekki. En ségi: Það
eina sem taíist hefur eru viðræöurn-
ar og samningarnir en verkið ekki.“
- Ertu aö tala um eitt ár, tvö ár... ?
„Ég ætla ekki aö svara slíkri spurn-
ingu, sagði Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra.
-S.dór
Nú er þaö skattskýrslan um helgina:
Engar vaxtabætur til þeirra ef nuðu