Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Samviska Þjóðverja Fréttir berast stöðugt frá vígstöðvunum við Persa- flóann. Bandamenn halda áfram að varpa sprengjum yfir Bagdad og aðra hernaðarlega mikilvæga staði í ír- ak. Búist er við innrás landhersins á hverri 'stundu og til að undirbúa þá árás er sprengjum látið rigna yfir meintar stöðvar úrvalsdeilda Saddams Hussein. Menn eru síðan að spá í það hversu miklu tjóni þessar sprengjuárásir hafa valdið og hversu mikið mannfall hafi orðið í liði íraka. Um það er lítið vitað, enda berast ekki aðrar staðfestar fregnir af ástandinu hjá írökum en þær sem þeir sjálfir ákveða, ef frá eru taldar upplýs- ingar liðhlaupa sem hafa verið grafnir ofan í eyðimerk- ursandinn undanfarnar vikur. Varla fer þó á milli mála að afleiðingarnar hljóta að vera geigvænlegar. Ekki aðeins í mannfalli hermanna jafnt sem óbreyttra borgara, heldur ekki síður sálfræði- lega og andlega. Það tekur á taugarnar að búa við lát- lausar sprengjuárásir þar sem ýlfur smýgur í gegnum merg og bein, hús skekjast í margra mílna fjarlægð og hræðslan við næstu sprengju heldur öllum í spennu og ótta. Þetta er andleg og líkamleg martröð. Hinum megin víghnunnar ríkir einnig ótti. Mót- spyrna Saddams Hussein hefur ekki verið mikil fram að þessu. Stöku Scudeldlflaug, máttvana loftvarnir og vísvitandi olíuleki í flóann bera merki örvæntingar. Styrkur Saddams Hussein hefur verið tahnn hggja í landhernum, sem enn bíður átekta. Hann er og sagður eiga leynivopn og fullvíst þykir að hermenn hans muni beita efna- og sýklavopnum þegar innrás bandamanna hefst. Hvað sem sagt verður um dauða óbreyttra borg- ara íraksmegin, þá fer ekki milli mála að efna- og sýkla- vopnin verða ógurlegasti og óhugnanlegasti þáttur þessa stríðs verði þeim beitt. írakar hafa yfir slíkum vopnum að ráða, þökk sé vestrænum framleiðendum, sem hafa verið ósparir á sölu efna og tækja, sem gera smíði vopnanna mögulega. Að langmestu leyti hafa þessi efni komið frá Þýska- landi. Hundruð þýskra fyrirtækja hafa verið nefnd til sögunnar. Þýskir sérfræðingar hafa annast gerð vopn- anna og kennslu í meðferð þeirra. Þjóðverjar taka ekki beinan þátt í stríðsrekstri banda- manna. Samkvæmt stjórnarskrá Þýskalands mega Þjóð- verjar ekki taka þátt í styrjöldum utan hernaðarsvæðis Atlantshafsbandalagsins. Þeir hafa skýlt sér á bak við þetta ákvæði stjórnarskrárinnar en hafa hins vegar lagt fram verulegt fé til Breta, ísraelsmanna og Bandaríkja- manna og hafa sömuleiðis stutt við landvarnir Tyrkja. Þessi tvöfeldni er ljótur blettur og örlagaríkur þegar her bandamanna stendur frammi fyrir blóðbaði og mannfahi þess návígis sem nú er framundan. Banda- menn verða að berjast gegn sinni eigin framleiðslu. Stærsta ógnin er efnavopnin sem þýskir framleiðendur hafa fært írökum upp í hendur. Það hlýtur að koma við samvisku þýsku þjóðarinnar að sitja uppi með þá sekt. Minningin um gasklefana er ekki gleymd. Stærstu sökina og sektina ber þó Saddam Hussein sjálfur. Hann virðist ekki víla fyrir sér að beita slíkum vopnum. Hann dæhr ohu í Persaflóann og eyðileggur hfríkið. Hann beinir eldflaugum sínum inn í íbúðar- hverfi ísraels og Saudi-Arabíu, hann hefur vísvitandi efnt til þessa stríðs og stofnað lífi og limum sinna eigin þegna í hættu. Mannslíf eru honum einskis virði. Slíkum manni þarf að koma frá völdum. Ellert B. Schram Sóknarfæri skoðuð og mark- miðrædd Hemaðarfræðingurinn Edward Luttwak hélt því fram á dögunum í þrumugrein um baksvið íraks- stríðsins í Times Litterary Supple- ment að George Bush Bandaríkja- forseti hefði í rauninni einungis umboð frá þingi og þjóð til að heyja takmarkað stríð. Hann gæti beitt flugher og flota Bandaríkjanna að vild gegn írak vegna ótvíræðra yflrburða í þeim vopnagreinum sem héldu bandarísku manntjóni í lágmarki, en allt öðru máh gegndi um landhernað. Þar mætti búast við að írakar væru færir um að taka á móti svo bandarískt mann- fall yrði verulegt. Atburðarásin síðan hefur styrkt mál Luttwaks, sem starfar við Rannsóknarstofnun herfræði og alþjóðamála í Washington. Sama daginn og yfirforingi breska hers- ins í Arabíu og Mitterrand Frakk- landsforseti boðuðu sókn landhers hið fyrsta til að hrekja íraka frá Kúvæt og uppfyha þannig mark- mið Öryggisráðssamþykktanna, sem eru grundvöllur hemaðarað- gerða, vísaði bandaríski yfirhers- höfðinginn öllum slíkum spuming- um frá sér og gaf í rauninni í skyn að með öllu væri óvíst að nokkra sinni þyrfti til verulegra bardaga á landi að koma til að yfirbuga íraka. Daginn eftir lögðu svo Cheney landvamaráðherra og Poweh her- ráðsforseti af staö frá Washington til Arabíu í sendifór fyrir forseta sinn, þeirra erinda að ráða honum sem heilast eftir heimkomu um hvort, hvenær og hvemig hann skuh heimila landhemað. Við brottförina sagði Cheney að ríkj- andi sjónarmið í viðræðum þeirra við herforingjana í herstjómar- stöðvunum í Arabíu og síðan ráð- gjöf til forsetans yrði að spara mannslíf. Hin hlið þessa máls er svo að hver dagur, sem stríðið dregst á langinn, er í rauninni óbeinn sigur fyrir Saddam Hussein. Sagan segir að áður en lagt var til atlögu hafi Bush talað um tveggja daga stríð og Fadh Arabíukonungur um tveggja klukkutíma stríð. Raunin hefur orðið önnur. Þetta hefur gert það að verkum að aröbum þykir mörgum hveijum til um hversu írak býöur birginn sterkasta her- veldi heims með hátt á þriöja tug annarra ríkja í togi viö hernaðinn. Þykir þeim sem arabar fái með þessu nokkra uppreisn fyrir ítrek- aðar hrakfarir í stríðunum við ísrael. Judith Miller, fréttaritari New York Times, segir að þessa viðhorfs gæti meira að segja meöal málsmetandi manna í Rijadh, höf- uðborg Saudi-Arabíu, þótt þeir hafi að öðra leyti megnustu skömm á Saddam og athæfi hans. Svo verður sjálfur hernaðurinn þeim mun erfiðari sem lengra hður frá hávetrarmánuðum, sól hækkar á lofti og veðurfar breytist í eyði- mörkinni. Litið hefur verið svo á að bandaríska herstjórnin telji að stríðinu verði að vera lokið í síð- asta lagi í mars. Sú dagsetning á sér fleiri rök en Erlend tíöindi Magnús Torfi Ólafsson veðrið. Þá hefst ramadan, fóstu- mánuður múslíma. Hann allan mega þeir einskis neyta frá sólar- upprás til sólarlags. Þessu fylgja því meiri veislur eftir að fer að skyggja, en jafnframt ofsafengin viðbrögð við hvers konar áreiti meðan fastan stendur. Mannleg náttúra, jafnt og trúarviðhorf í samfélagi, sem svo mannsöldum skiptir hefur verið haldið í hörðum viðjum strangtrúarflokks waha- bíta af illskeyttri trúarsiðalögreglu, gera aö verkum að hættan á árekstram milli heimamanna og íjölmenns herliðs vantrúaðra og fylgifiska þess margfaldast um leið og helgin gengur í garð. Um sömu mundir og Bush forseti kunngerði sendifór landvarnaráð- herra síns og æðsta hershöfðinga til Arabíu, lét hann utanríkisráð- herra sinn, James Baker, koma fyrir utanríkismálanefnd fulltrúa- deildar þingsins til að gera í fyrsta skipti opinberlega grein fyrir fram- tíðarsýn Bandaríkjastjórnar að stríði loknu, að sjálfsögðu með bandarískum sigri. Hún er í stóram dráttum á þá leið aö Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi forgöngu um að koma á í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, en við Persa- flóa sér í lagi, nýrri öryggis- og efnahagsskipan með friðsamlegri lausn ágreiningsefna og aðild að nýjum þróunarbanka. Baker tók fram að endurreisn íraks úr stríðsrústum hlyti að verða for- gangsverkefni og Bandaríkjastjórn væri andvíg því að stríðsúrslit yrðu höfð að tilefni til landamærabreyt- inga. Þá vildi hún að hömlur yrðu settar við vígbúnaðarkapphlaupi milli ríkja á svæðinu. Bandarískur her yrði á brott úr löndunum við Flóann við fyrstu hentugleika. í því orðalagi felst að ætlunin er að Bandaríkjafloti haldi sig á höfun- um í kring um ófyrirsjáanlega framtíð. Forsenda þessara hugmynda er bersýnilega að eftir sigur á írak verði horfið aftur til óbreytts ástands í arabalöndum, nema hvað Saddam Hussein ríki ekki lengur í Bagdad. Samkvæmt því er ekki gert ráð fyrir í Washington að ólg- an, sem stríðið hefur vakið með arabaþjóðum og reyndar í íslams- trúarríkjum um heim allan, hafi varanleg eftirköst, ríkjandi ættir og þjóðfélagshópar haldi völdum áfram. Slíkt viðhorf stangast á við fengna reynslu í þessum heims- hluta. Ráðstöfun bandamanna í fyrri heimsstyrjöld, einkum Breta og Frakka, á þrotabúi Tyrkjaveldis hefur orðið undirrót sífelldra erja og óstöðugleika í löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni frá því hálfný- lendur Breta og Frakka urðu sjálf- stæð ríki eftir heimsstyrjöldina síð- ari. Stórfelld, vestræn hemaðarí- hlutun á nýjan leik er allra hluta ólíklegust til að koma þar á jafn- vægi og kyrrð. Bandaríkjamönnum má vera minnisstæö sín eigin reynsla frá íran. Þegar þjóðemissinnastjóm Mossadeghs gerði sig líklega til að ganga nærri vestrænum olíuhags- munum 1951, var leyniþjónustunni CIA falið að koma honum frá völd- um og beita til þess fyrir sig land- flótta keisara. Eftir að sá var kom- inn aftur til valda, efldu Bandarík- in hann til hernaðaryfirburða við Persaflóa og skyldi íran undir hans stjóm verða höfuðstoð ítaka þeirra á svæðinu. Afleiðingin vart bylting Kho- meinis, sem fékk nú í hendur öll bandarísku vopnin og meira að segja hina illræmdu leyniþjónustu, Savak, sem CIA haföi þjálfað fyrir keisarastjórnina. Þá var tekið að efla Saddam Hussein í Bagdad til mótvægis við klerkaveldið í írak. Af því hlaust fyrst átta ára styrjöld við botn flóans, og það var hernað- arvéhn, sem Saddam kom þá upp, jafnt með sovésku og vestrænu fulltingi, sem fyllti hann ofmetnaði til að hertaka Kúvæt. Nokkrum dögum fyrir innrásina í Kúvæt létu svo Bush og Baker sendiherra Bandaríkjanna í írak tjá Saddam augUti til augUtis að Bandaríkjastjórn teldi ekki ágrein- ingsmál íraks og Kúvæts koma sér við. Eitthvað ætti að mega af slíku læra. Magnús Ólafsson Dick Cheney landvarnaráðherra (t.v.) og Colin Powell herráðsforseti komu fyrir þingnefnd i Washington fyrir brottförina til Arabiu. Simamynd Reuter /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.