Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Blaðsíða 18
■mh
r 18
^ÁUGÁflfDÁÖUR b. ¥eBRÚAR T991.
Veiðivon
íslandsmótið í dorgveiði byrjaði ekki vel:
Mótið fauk út í
veður ogvind
íslandsmótið í dorgveiði
byrjaði ekki vel er það átti að
hefjast formlega um síðustu
helgi. Keppnina átti að halda
á Olafsfjarðarvatni en hún
fauk út í veður og vind. Varla
hefur komið verra veður í
manna minnum og því hefur
verið ákveðið að halda
keppni-
na um næstu helgi á Ólafs-
íjarðarvatni.
„Við ætlum að reyna aftur
næstu helgi og vonandi verð-
ur veðrið betra, verra getur
það varla orðið,“ sagði Bjöm
G. Sigurðsson, formaður
Dorgveiðifélags íslands, í vik-
unni. En mikið var spurt um
mótið á Hótel Ólafsfirði og
áhuginn var mikill, en við
veðurguðina verður ekkert
ráðið.
Mótið hefst klukkan ellefu
en klukkan tíu eru keppendur
beðnir að skrá sig á hótehnu
í mótið.
Við búum jú á íslandi og það
er von á öllum veðmm á þess-
um tíma árs.
Fullbókað í
jeppaferð
Ármanna á
Arnarvatnsheiði
Ármenn kalla ekki allt
ömmu sína og fyrir fáum dög-
um hleyptu þeir af stokkun-
um nýju fréttabréfi fyrir fé-
- en það verður reynt aftur um helgina
lagsmenn sína. Þetta frétta-
bréf kalla þeir Ármenn
ÁRÓÐUR og er bryddað á
mörgu í þessu fyrsta eintaki.
Greint er frá opnum húsum
þeirra á næstunni og verður
þar meðal annars rætt um lí-
fríki Laxár í Þingeyjarsýslu,
sjóbirtingsveiði, Köldukvísl
og fleira í þeim dúr.
Ármenn bjóða upp á veiði-
leyfi á ýmsum stöðum eins og
í Hlíðarvatni, Reynisvatni,
Laxá í Mývatnssveit, Laxá í
Laxárdal, Köldukvísl á Land-
mannaafrétti, Grenlæk,
svæði fjögur, Eldvatni, Sogi
Torfastöðum, jeppaferð að
Reykjavatni á Arnarvatns-
heiði, Tungufljót, Rangár-
pakka, Víðidalsá, Grímsá,
Vatnsdalsá og Jónskvísl og
Sýrlæk. Listinn hjá Ármönn-
um er fjölbreyttur þetta árið
og margir skemmtilegir staðir
í boöi.
„Við höfum unnið töluvert
í þessum málum síðustu vik-
umar og árangurinn í fjöl-
breyttari veiðistöðum fyrir
okkar félagsmenn er að koma
í ljós,“ sagði Daði Harðarson,
formaður Ármanna, í vik-
unni.
„Það er verið að vinna í að
fá fleiri ný svæði þessar vik-
umar og það gengur vel.
Jeppaferðin á Amarvatns-
heiði er fullbókuð og við erum
að reyna að fá aðra svona
ferð,“ sagði Daði ennfremur.
-G.Bender
; .. ;
.
Það hefur aldrei verið spurt um aldur í veiðinni og á myndinni eru þeir bræður Skarphéð-
inn og Stefán Bjartur Runólfssynir við Stóralón í Straumfirði með góða bleikju. En lón
eins og þetta hafa færst í aukana hin seinni árin.
DV-myndir Runólfur
Þjoðar-
spaug DV
Aumingja
presturinn
Hlutaíélagið Fiskur í Grímsey
var eitt sinn síöbúið meö fisk sem
átti aö fara á vissum tíma frá
eynni. Framkvæmdastjóri Muta-
félagsins sendi svohljóðandi
skeyti til aðalstöðvanna í Reykja-
vík:
„Lengið frestinn.
Fiskur hf.“
Skeytið barst á milli margra
símstöðva og voru skilyrðin til
viðtöku boðskapnum ekki alltaf
upp á það besta. Þegar skeytiö
loks barst forsvarsmönnum aðal-
stöðvanna í hendur var það
svona:
„Ifengið prestinn.
Biskup.“
Hjónabandið
Vetur, sumar, vor og haust,
veit ég það með sanni,
að allar konur eiga traust
undir sínum manni.
Haldið
húsinu
Lögregluþjónn í Reykjavík
gekk síöla nætur fram á drukk-
inn mann sem var í óðaönn aö
reyna að opna íbúð sína. En það
var sama hvernig sá drukkni
reyndi, í skráargatið vildi lykill-
inn ekki fara. Er lögregluþjónn-
inn hafði horft á aðfarirnar góða
stund, gekk hann til hins fulla og
sagði:
„Á ég nú ekki að hjálpa þér viö
þetta, góði?“
„Jú, það væri gott,“ svaraði sá
fulli., ,Heldurðu að þú s ty ðjir ekki
aðeins viö húsið svo íjandans
skráargatið verði einhvern tíma
kyrrt.“
Finnur þú fimm breytingai? 92
PIB • Copenhagen ■ Postbox6 • Vimmelskaltet 41 A, DK-10C PIB • Copenhagen • Postbox6 • Vimmelskaltet 41 A, DK-101
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í Ijós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. Sharp útvarpstæki með seg-
ulbandi að verðmæti kr. 8.500.
2. Sharp útvarpstæki með seg-
ulbandi að verðmæti kr. 8.500.
Vinningarnir koma frá versl-
uninni Hljómbæ, Hverfisgötu
103, Reykjavík.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 92
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir nítu-
gustu getraun reyndust
vera:
LÞórunn Woods,
Blikabraut 3,
230 Keflavík
2. Steinunn Guðmundsdóttir,
Jörfa, 531 Hvammstanga
Vinningarnir verða sendir
heim.