Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991. Skák Þröstur Þórhallsson leyföi aðeins tvö jafntefli á skákþingi Reykjavíkur sem lauk í vikunni - sigraði með 10 vinningum af 11 mögulegum. Skákþing Reykjavíkur: Þresti tókst að verj a titilinn Skákunnendum er enn í fersku minni óvæntur en glæsilegur sigur Þrastar Þórhallssonar á atskák- móti íslands fyrir skemmstu og enn lætur Þröstur engan bilbug á sér finna. Hann sigraöi á skákþingi Reykjavíkur, sem lauk í vikunni, með tíu vinningum af ellefu mögu- legum. Þröstur leyföi aöeins tvö jafntefli á mótinu en lagði helstu keppinauta sína aö velli, Hannes Hlífar Stefánsson, sem hlaut 9,5 v., og Sigurö Daða Sigfússon sem varð þriöji með 9 v. Keppendur á mótinu voru áttatíu og tefldu allir í opnum flokki eftir Monrad-kerfi. Þrír efstu menn skáru sig úr hópnum. Fjórða sæti deildu Haukur Angantýsson, Ingi Fjalar Magnússon og Magnús Öm Ulfarsson með 7,5 v. (Þorvarður Fannar Ólafsson eða Stefán Sigur- jónsson sem höfðu 6,5 v. og inn- byrðis biðskák gátu komist upp að hlið þeirra). Með 7 v. komu Ágúst Ingimund- arson, Eiríkur Bjömsson, Halldór Pálsson, Haraldur Baldursson, Heimir Ásgeirsson, Hörður Garð- arsson, Jón Þorsteinsson, Sigurjón Haraldsson, Sverrir Örn Björnsson og Uros Ivanovic. Keppni í unghngaflokki lýkur í dag en skákþinginu lýkur formlega á morgun, sunnudag, með hrað- skákmóti Reykjavíkur og hefst það kl. 14 í skákmiðstöðinni Faxafeni 12. Þröstur er vel að sigrinum kom- inn en hann hefur orðið skákmeist- ari Reykjavíkur fjórum sinnum á fimm árum - nú tvö ár í röð. Eftir sjö umferðir hafði hann náð ör- uggri forystu og auk þess „losað sig við“ helstu keppinautana með því að vinna þá. Stigahæstu menn raða sér í efstu sætin en undir lok mótsins leit þó út fyrir að Ágúst Ingimundarson myndi höggva óvænt skarð í hóp þeirra. Ágúst, sem er á 64. aldurs- ári, tefldi af miklu fjöri en varð af verðlaunasæti eftir töp fyrir Hann- esi og Þresti í 9. og 10. umferð. Lítum á eina úrshtaskáka móts- ins milli sigurstranglegustu kepp- endanna, tefld í 7. umferð: Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Spænskur leikur, Marshall-árásin 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. c3 d5 Marshall árásin átti vinsældum að fagna á sjöunda áratugnum, einkum fyrir tilstilh Gehers og Spasskys. Nú er hún aftur orðin með vinsælustu byrjunum, t.a.m. beitir enski stærðfræðidoktorinn John Nunn henni hvenær sem hann kemur því við. Svartur fómar peði fyrir skjóta liðsskipan og sóknarfæri. „Teóríuskógurinn" er þykkur og ekki treysta allir sér inn í myrkviði hans. Sumir segja að Skák Jón L. Árnason Marshall-árásin hafi verið rann- sökuð til jafnteflis. 9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. d4 Bd6 13. Hel Dh4 14. g3 Dh3 15. Be3 Bg416. Dd3 Hae817. Rd2 He6 Leikur Spasskys en 17. - f5 er annar möguleiki. 18. Dfl Dh5 19. Bxd5 cxd5 20. a4 f5 21. f4 bxa4 22. Dg2 Ekki 22. Hxa4? De8! með tvöfaldri hótun, á a4 og e3. Eftir textaleikinn mæla sumir með 22. - He4!? en Hannes velur aðra leið sem líklega ætti að nægja til jafnteflis. 22. - Hfe8!? 23. Dxd5 Kh8 24. Bf2 Be2!? 25. Hxa4 25. - Bc4? Svo virðist sem 25. - Bxf4!, eins og Hannes benti á eftir skákina, gefi svörtum jafntefli. T.d. 26. gxf4 Bc4 27. Hxc4 (27. Dxc4 Dg4 + 28. Bg3 Hxel+ 29. Rfl h5! gefur góð færi) Hxel+ 28. Bxel Hxel+ 29. Rfl Hxfl +! 30. Kxfí Ddl + 31. Kf2 Dd2+ 32. Kg3 Del + 33. Kh3 De3 + og jafn- tefli með þráskák. 26. Dxc4 Hxel+ 27. Bxel Hxel+ 28. Kf2 De8 29. Hxa6! Enn sterkara en 29. Rfl sem ætti einnig að nægja th vinnings (hins vegar ekki 29. Dd3? Hdl! með vinn- insstöðu á svart). 29. - De3+ 30. Kg2 Dxd2+ 31. Kh3 Hvítur hefur fórnað manni en vegna máthótunar í borðinu er biskup svarts dauðans matur. 31. - He8 32. De6! Hg8 33. Hxd6 Dxb2 34. Hc6 Db7 35. d5 Hf8 36. c4 h6 37. Hb6 Da7 38. c5 Dal 39. De5 Og svartur gaf. Kortsnoj komst áfram! Viktor Kortsnoj, sem verður sex- tugur í mars, teflir nú í tíunda skipti í áskorendakeppninni. Hann varð fyrst einn áskorenda eftir mhlisvæðamótið í Stokkhólmi 1962 en síðast sló Jóhann Hjartarson hann út í fyrstu umferð einvígj- anna í Saint John 1988, sællar minningar. í síðasta helgarblaði sagði frá spennandi einvígi hans við Sax í Wijk aan Zee, sem stóð 3-3. Eftir átta skákir var enn jafnt en er í bráðabana var komið gerði Kortsnoj sér lítið fyrir og lagði Ungveijann að velli. Kortsnoj, Ivantsjúk, Anand og Timman eru því komnir í 2. umferð áskorendakeppninnar - slógu Sax, Judasin, Dreev og Hubner út. Er síðast fréttist var jafnt hjá Dol- matov og Jusupov í Wijk aan Zee „eftir venjulegan leiktíma", Gelf- and hafði einn yfir gegn Nikohc eftir sex skákir og Speelman átti 3 v. gegn 2 v. Shorts. Fjórar fyrstu skákir Sax og Kortsnojs urðu jafntefli en í fimmtu skákinni, sem hér fer á eft- ir, náði Kortsnoj forystunni: Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Guyla Sax I. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 e6 6. a3 Rxd4 7. Dxd4 b6 8. Df4 Bb7 9. e4 d6 10. Bd3 Be7 II. Dg3 0-0 12. Bh6 Re8 13. Bd2 Hc8 14. 0-0 Bf6 15. Hacl g6 16. b3 a6 17. De3 Bg7 18. Ra4 Hc6 19. Be2 Rf6 20. Hfdl Rd7 21. Bc3 De7 22. Bxg7 Kxg7 23. Rb2 Hd8 24. Hc2 Hcc8 25. Hcd2 Rf6 26. f3 Hb8 27. a4 Dc7 28. Rd3 Re8 29. Rf2 Dc5 30. Dc3+ e5 31. Kfl b5? 32. b4 Dc7 33. axb5 axb5 34. c5 Kg8 35. Bxb5 dxc5 36. Dxc5 Hxd2 37. Hxd2 Dxc5 38. bxc5 Rc7 39. Bc4 Ba6 40. Bxa6 Rxa6 41. Rd3 Hd8 42. Ke2 Kf8 43. Hb2 Ke8 44. Ke3 Hc8 45. Ha2 OgSaxgafstupp. -JLÁ Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Skoda Favorit 1990 Toyota Corolla 1300 1988 MMC Lancer 1500 1987 Subaru E10 4x4 1987 Mazda 323 st. 1986 Mazda E 2000 dísil 1986 Peugeot 505 turbo 1985 MMCColt 1981 Mazda 323 1500 1981 Volvo 244 D 1978 Datsun 120Y 1978 Fiat Uno 1984 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 11. febrúar í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf„ Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. verndgegnvA TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.