Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Blaðsíða 27
■ iIÍAlfcÁÍÍÖAftU'R. 9! í'KöteÁR íy 1. 39 Helgarpopp Fönkrokksveitin Eftirlitið tekur til starfa að nýju: Leggjuin kapp á að ná eyrum útgefenda „Þegar lögin okkar eru samin eru þau ekki í neinum sérstökum stíl. En þegar við Þyrjum að æfa enda þau ávallt sem fönkrokk. Þetta eru áhrif frá Gunnari. Hann hlýtur að hafa verið halanegri í fyrra segir Davíð Freyr Traustason, söngvari og annar tveggja lagasmiða hljómsveit- arinnar Eftirlitsins. Hinn er Gunnar Hilmarsson sem fyrr var getið. Eftirlitiö er nú að komast í gang að nýju eftir fri síðan í desember. Fyrstu tónleikarnir á árinu verða í tónlistarmiðstöðinni Púisinum á miðvikudaginn kemur. Eftir það stendur til að hljómsveitin komi fram í skólum og víðar. „Við ætlum að bjóða fulltrúum hljómplötuútgefenda á tónleikana á miðvikudaginn,“ segir Gunnar. „Við erum tilbúnir að senda frá okkur plötu hvenær sem er svo fremivað einhver vilji gefa okkur út. Við erum með íjórtán fullæfð lög núna og eig- um allnokkur til viðbótar niðri í skúffu.“ Óskiljanlegur blúsáhugi Auk Davíðs Freys og Gunnars eru í Eftirlitinu þeir Þorsteinn Magnús- son gítarleikari og Gunnar Erhngs- son trommuleikari. Gunnar spiiar á bassa. Þeir segjast vera einu fönk- rokkaramir á markaðinum um þess- ar mundir sem betur fer, segja þeir, en skilja ekkert í því að fleiri skuh ekki fást við þessa tegund tónlistar. „Lífið snýst allt um blús um þessar mundir. Eins og hann er dauðleiðin- legur,“ segir Gunnar og Davíð sam- sinnir heilshugar. „Það er boðið upp á fimm til sex blústónleika í viku í Umsjón Ásgeir Tómasson Reykjavík. Ekkert annað virðist komast að. Við bíðum spenntir eftir því að þessi blúsalda fari rénandi.“ Aðgengilegt fönkrokk Eftirlitið lék í fyrsta sinni opin- berlega síðasthðið haust og þarf alls ekki að kvarta yfir móttökunum. Að minnsta kosti hafði hljómsveitin talsvert að gera fram í desember og vakti þónokkra athygli. „Við ættum að ná til áheyrenda. Svo mikið er vist,“ segir Davíð Freyr. „Eönkrokkiö okkar er aðgengilegt flestum sem eru til í að gefa okkur séns. Við ætlum að leggja áherslu á að fá útgefanda núna á næstunni og taka þess vegna upp tvö lög. Það er ekki nóg að æfa bara og spila. Menn verða að koma lögunum sínum frá sér á plötu til að geta haldið áfram að þróast.“ Eftirlitið, Davíð Freyr Traustason, Gunnar Erlingsson, Gunnar Hilmarsson og Þorsteinn Magnússon, úti í kuldanum við æfingabúðir sínar. DV-mynd ÁT U2 plata í smíðum U2 fremur undir evrópskum áhrifum en ameriskum á næstu plötu sinni. írska stórsveitin U2 er komin sam- an að nýju og er byrjuð að taka upp nýja plötu. Ekkert er gefið upp um hvernig upptökur ganga. Svo tU það eina sem spurst hefur um plötuna er að hún sé frekar undir evrópskum áhrifum en amerískum. Hingað til hafa Bono, The Edge, Larry Mullen og Adam Clayton unn- ið að nýju plötunni í hljóðverum í Berlín og Dublin. Daniel Lanois hef- ur unniö með þeim. Hann hefur bæði verið upptökumaður og upptöku- stjóri hljómsveitarinnar í nokkur ár. Þá er einnig reiknað með að Brian Eno eigi eftir að koma við sögu við takkastjómina. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin síðan síðasta U2 plata kom út er hljóm- sveitin síður en svo gleymd og graf- in. Seint á síðasta ári efndi breska músíkblaöið Q til kosninga meðal lesenda sinna og þar hlaut U2 titilinn „Besta hljómsveit heimsins um þess- ar mundir." Framkvæmdasfjóri U2 tók við verðlaunagrip fyrir hönd sinna manna, kvað þá áreiðanlega eftir að hlæja dátt aö því að verða valdir heimsins besta hljómsveit eft- ir aö hafa ekkert sent frá sér í tvö ár en kvaðst þess fullviss að piltamir væru þakklátir aðdáendum sínum fyrir að vera ekki búnir að gleyma þeim. James Brown losnar senn James Brown, guðfaðir soultón- listarinnar eins og hann er oft nefnd- ur, losnar senn úr fangelsi. Hann verður látinn laus til reynslu í næsta mánuði. Fastlega er búist við að kappinn snúi sér þegar í stað að plötugerð og hljómleikaferðum. Brown hefur setið í fangelsi í um tvö ár. Hann hlaut dóm fyrir ólögleg- an vopnaburð og notkun ólöglegra vímuefna. Fyrir nokkm var hann fluttur úr harðlokuðu fangelsi í opið og gert að skyldu að vinna þarfleg störf í þágu samfélagsins þar til að reynslulausninni kæmi. Hann er enn samningsbundinn bandarískri hljómplötuútgáfu og er reiknað með að hann byrji að taka upp nýja plötu um leið og fangelsisdvölinni lýkur. James Brow'n ætti aö verða frelsinu feginn eftir 2ja ára fangelsisdvöl. Princeplata í lokavinnslu Prince er væntanlegur i hljómleika- ferö til Evrópu í sumar. Fyrirhuguö er hópferö islenskra aödáenda. Hinn ótrúlega afkastamikh Prince er um þessar mundir að hljóðblanda nýja plötu sína sem væntanleg er síð- ar á þessu ári. Hann er hins vegar enn að senda frá sér smáskífur af Graffiti Bridge plötunni sem út kom í fyrra. Lagið The Question Of U verður næst til að koma út á lítilli. Og fleira gerist í útgáfumálum Prince á þessu ári. Öll myndbönd hans hingað til eiga að koma út á einni eða tveimur spólum. Kennir þar margra grasa og margra athygl- isverðra. Prince á sér allmarga gallharða aðdáendur hér á landi. Þeir mynda með sér útibú frá Controversý, al- þjóðlegum aðdáendasamtökum Prince. Að sögn Siguröar Sveinsson- ar, svæðisstjóra Controversy á ís- landi, er fyrirhuguð ferð á Graffiti Bridge hljómleika Prince í Evrópu í sumar. Þá eru uppi hugmyndir um ferð til Minneapolis í haust þar sem næturlífið verður skoðað og meðal annars litið inn á Glam Slam nætur- klúbbinn sem Paisley Park, fyrirtæki Prince, opnaði nýlega. Princeaðdá- endur, sem enn hafa ekki tengst Controversy klúbbnum, geta óskað eftir nánari upplýsingum með þvi að senda Sigurði bréf. Heimihsfang hans er Njarðargata 29 í Reykjavík. vveiiuiiiDOO imrm 1' '' * m • ; 100 kr. leikurinn mánudaga til föstudaga V kl. 12.00-17.00. 11 Keilusalurinn [ , ■ ■! 1 * « Öskjuhlíð FYLLINGAREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýrnun, frostþolið og þjappast vel. Ennfremur höfum við fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöföa 13 - sími 681833 Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæði á Egils- stöðum, Húsavík, ísafirði, Skagaströnd og Þórshöfn. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 150-200 m2 að stærð að meðtalinni bíl- geymslu. Tilboð, er greini stærð, byggingarár og -efni, fast- eigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, óskast send eignadeild fjármála- ráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 21. febrúar 1991. Fjármálaráðuneytið, 7. febrúar 1991

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.