Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Side 12
12 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1991. Spumingin Hver er uppáhalds- stjórnmálamaöur þinn? Jón Rúnar Sigurðsson vélvirki: Ólaf- ur Ragnar Grímsson. Hulda Jónasdóttir nemi: Sverrir Her- mannsson. Ólína Þorleifsdóttir húsmóðir: Stein- grímur Hermannsson, hann er svo sanngjarn og góður að miðla málum. Sigurður T. Valgeirsson nemi: Marg- aret Thatcher, hún er svo hörð af sér. Karitas Jónsdóttir húsmóðir: Jón Baldvin Hannibalsson, hann er hug- rakkur stjórnmálamaður. Helgi Þorkelsson ellilífey risþegi: Steingrímur Hermannsson, hann stendur sig ávallt vel. Lesendur Álversframkvæmd- ir í lausu loffti Guðjón Sigurðsson skrifar: Alltaf kemur betur og betur í'ljós aö samningaviöræður við hina er- lendu aðila um byggingu álvers hér á landi eru mjög skammt á veg komnar. Hverjum sem um er að kenna virðist nú sem það geti dregist mánuðum saman að ná niðurstöðu um byggingu álversins og ekki er einu sinni víst að niöurstaðan verði sú að ísland verði fyrir valinu. - Af fyrri reynslu hefur maður þá tilfinn- ingu að það sé ekki sök hinna er- lendu aðila að dráttur er á niður- stöðu málsins. Það hefur verið upplýst að Lands- virkjun hefur t.d. látið gera nýja út- reikninga á kostnaðarþætti orku- málanna og komið hefur í ljós aö þessi kostnaður er á milli 20 og 30% hærri en gert var ráð fyrir þegar viljayfirlýsing var undirrituð í fyrra. Rafmagnsverð er einnig orðið að deilumáli því Landsvirkjun vill nú hækka veröið en hinir erlendu aðilar vilja halda sig við það sem hingað til hefur verið rætt um. Ég held líka að ýmis óvissuatriði, sem tilgreind eru af hálfu íslensku samningamannana, svo sem gengis- mál í heiminum, Persaflóastríðið eða skortur á fyrirheitum frá lánastofn- unum við hin erlendu fyrirtæki, séu ekki sá þröskuldur sem máli skiptir. Mér sýnist á öllu að hér sé einfald- lega um að ræða venjulegan seina- gang og vanáætlanir íslenskra sam- starfsmanna eins og oft áður þegar samningaviðræður við erlend fyrir- Frá undirskrift viljayfirlýsingar um álversframkvæmdir á Islandi. tæki eða stjómvöld standa yfir. Ég held líka að í samninganefnd okkar sem sífellt er á þeytingi á milli stórborga séu ekki réttir aðilar. Hvaða erindi eiga t.d. þingmenn í viðræður um framkvæmdir hjá framleiðslufyrirtæki sem byggir á hátæknibúnaöi? Við höfum áður haft slæma reynslu af því að skipa í nefndir menn sem ekki hafa neitt inngrip í það sem ræða skal og það verður okkur alltaf dýrkeypt. Vonandi rætist úr í viðræðum og samkomulag tekst við þá Atlantsáls- menn. En við hér heima kaupum ekki hvaða fréttir sem er af gangi viðræðnanna. Er stjórnarsamstarf ið að gliðna? Eirikur Sigurðsson skrifar: Ég get ekki varist þeirri hugsun að nú sé stjómarsamstarfið að byija að gliðna. Kannski er þetta bara venju- legur aðdragandi kosninga, eins og oft er þegar stjómarflokkar í ríkjandi stjóm vilja aðskilja sig sýnilega, til að geta haft óbundnari hendur að kosningum liðnum. - Mér sýnist þó að hér geti verið um annað og meira að ræða. Litháen-málið er greinilega vel til fallið að gera ágreining á milli vinstri flokkanna þó einkanlega á milli Framsóknar og Alþýöuflokks. Á honum virðist örla núna. Það er eftirtektarvert að nú koma þeir fram, báðir flokksformennimir, Jón Baldvin og Þorsteinn Pálsson, og eru meira sammála en ósammála um að íslendingar eigi aö stíga skref- ið um viðurkenningu á Litháen til fulls með því að stofna til stjórn- málasambands eða a.m.k. koma með nýja viðurkenningu á sjálfstæði landsins. - Þetta getur eða vill for- sætisráðherra ekki sætta sig við. Lík- legast er óttinn við mótmæli og jafn- vel viðskiptaslit Svovétríkjanna við ísland honum ofarlega í huga. Þá er líka komin upp sú spurning hvaða stjórnmálamenn það eru hér á landi sem eru mestir áhangendur Sovétríkjanna og þeirrar stefnu sem þau standa fyrir. - Það skyldu þó aldrei vera framsóknarmenn eða for- ystumenn þeirra? Mér er ekki að skapi að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins láti blekkjast af fagurgala Alþýöuflokks eða nokkurs annars flokks núna fyr- ir kosningar. Litháen-málið verður að fá jákvæða afgreiðslu og á þann hátt að við töpum ekki virðingu með- al þjóða. Gliðnun í samstarfi stjórn- arflokkanna eða hræðsla við kosn- ingar og væntanlegt stjórnarsam- starf má ekki eyðileggja eitt stærsta utanríkismál sem hér hefur verið til umíjöllunar frá lýðveldisstofnun. Tvær gagnslausar stof nanir Kristján Kristjánsson skrifar: Tvær eru þær stofnanir hér sem ég tel að ekki gegni stóru hlutverki í þágu íslensks aimennings. Þetta eru annars vegar Tryggingaeftirlitið og hins vegar Verðlagsstofnun. - Ég hef að vísu ekki í höndunum neina sund- urliðaða starfslýsingu hvorrar stofn- unar fyrir sig en þá sjaldan frá þeim heyrist eru þær fréttir helstar að ekki geti þær staðið á móti umsókn- um um verðhækkanir sem til þeirra eru tilkynntar. - Það hlýtur að hrópa á athygli almennings að þessar stofn- anir virðast því fremur þjóna aðilum í viðskiptageiranum en hinum al- menna neytanda og greiðanda þjón- ustu í landinu. Þrátt fyrir að ár er nú liðið frá undirritun kjarasamninga, sem ranglega hafa verið nefndir undir- staða þjóðarsáttar í kjaramálum, hefur viðspyrna þessara stofnana ekki komið almenningi til góða í neinum stórvægilegum málum. Óþarfi ætti að vera að nefna hækkun iðgjalda tryggingafélaga sem dæmi um þetta eöa hækkun á ýmsum vöru- tegundum og þjónustu, svo mikilli andúð sem þetta hvort tveggja mætir í þjóðfélaginu. Og ríkisvaldið virðist algjörlega lamað að því er varðar afskipti af þessum stofnunum. Það var aðeins í BHMR-málinu að ríkið taldi sig þurfa að grípa til neyðarréttar og lét setja bráðabirgðalög á launahækkun. Það virðist ekki vera nein hætta á verð- bólguöldu vegna hækkana á iðgjöld- um tryggingafélaga eða þótt vörur og þjónusta hækki næstum dag hvern. Stofnanirnar tvær, Verðlagsstofn- un og Tryggingaeftirlitið, virðast því eins og lögvemdaðar til að starfa óáreittar gegn hagsmunum almenn- ings eöa a.m.k. með ótakmörkuðu hlutleysi ríkisvaldsins. Þröstur skrifar: Ég hef verið að fylgjast með þessari uppákomu í kringum það „sem ekkert er“, eins og formað- ur kjömefndar fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins kemst að orði i grein um niöurstöður prófkjörs flokksins. - Mér flnnst ekki hátt risið á þeim stjórnmálamanni sem leggur allt í sölumar fyrir að komast í sæti sem vitaö er að tæpast veröur varamannssæti, hvað þá aðalsæti þingmanns. Þetta er allt hið ómerkilegasta mál og blásiö upp af vorkunnsemi vegna hégómagirni þingmanns sem hefur veríð hafhað. Það má með réttu kalla 11. sæt- ið á lista Sjálfstæöisílokksins „samúðarsætið“. - En vita menn ekki að samúðin með launþega- rekendum núverandi og fyrrver- andi er fyrir bi? Þjakaðiraf sfressi Helgi Sigurðsson skrifar: Við íslendingar höfum löngum taiað með nokkurri lítilsviröingu um suðrænar þjóðir - í Evrópu, Ameriku og víðar - þar sem dag- legt líf gengur sinn vanagang. Fólkið tekur öilu með ró, jafnvel þótt það tali hratt og mikið og sé annars mun blóðheitara en við hér við heimskautsbaug. En það verð ég að segja að ég legg ekki að líku hvað mér fmnst andrúms- loftið þama suður frá vera af- slappaðra og þægilegra en hér hjá okitur. Mér finnst veruiega áber- andi hvað við íslendingar erum þjakaðir af stressi. Þetta kemur fram í svo að segja hveiju sem við gerum, úti viö eða inni. Alit á að ganga upp í einni svipan og fólk eirir engu fyrr en það er búið að „afgreiða" málin eins og sagt er. Afgreiöslan er svo eftir þvi flaustursleg og handa- hófskennd. Flokkamirauglýsi K.Þ. skrifar: Ég er eindregið á móti því að stjóramálaflokkarnir hafi sam- ráö um það að auglýsa sig ekki eða kynna í ljósvakamiðlunum. Mér finnst svo sjálfsagt að þeir auglýsi og kynni sig með öllum, löglegum tiltækum ráðum. Sumir flokkar hafa ekki greiðan aögang aö dagblöðunum og því er nær- tækt að grípa til annarra ráða líka. Augiýsingar stjórnmálaflokka reynast yfirieitt áhrifaríkar og það á ekki að setja flokkunum stólinn fyrir dymar þótt einhver einn flokkur sé á móti auglýsing- um. í sjónvarpi kemur t.d. mjög vei fram hvernig frambjóðend- urnir eru máli farnir, hvernig þeir koma skilaboðum frá sér svo að fólk skilji (eða skilji ekki). Það yrði mikil afturför ef flokkarnir heyktust á því að kynna sig með þessum hætti. THHamingju, AdaBstöðvarmenn! E.Ó.S. skrifar: Sem áhugamanneskja um betra, fegurra og kærleiksrfkara mannlíf vil ég koma á framfæri einlægu þakklæti mínu og reynd- ar margra annarra til þeirra Að- aistöðvarmanna fyrir aö bjóða upp á mannbætandi, uppbyggj- andi og jafnframt stórkostlegan þátt sem öllum ætti aö vera annt um en engan að skaöa. Þessi þátt- ur nefhist Á nótum vináttunnar og er stjórnandi hans Jóna Rúna. Einkum þykir mér ánægjulegt að vita til þess að enn eru í röðum ijósvakamiðlanna starfsmenn sem hafa gæði þáttanna að leiðar- ijósi. Ég óska Aöalstöðinni til hamingju með aö geta státaö af þeim gæöastimpli sem stöðin hef- ur áunnið sér í hugum margra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.