Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Síða 13
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1991. 13 Fréttir Um 700 kvartanir trillukarla vegna kvótaúthlutunar: Oréttlætið er með ólíkindum - segja Kristinn Gunnarsson og Bjarni Ólafsson Enn er endanlegri kvótaúthlutun til trillukarla ekki lokið. Viðbrögð þeirra við tilraunaúthiutun þeirri sem fram fór fyrir áramót voru með þeim hætti að nú liggja um 700 kvart- anir hjá sjávarútvegsráðuneytinu vegna hennar. Alls fengu 2070 trillur úthlutað kvóta í tilrauninni. Þar af eru 140 nýjar trillur sem fá sjálfkrafa 10 prósent af heildarúthlutuninni. „Það er aiveg með ólíkindum hve mikið óréttlæti ríkir við þessa kvóta- úthlutun. Trillukarlar, sem hafa róið árum eða áratugum saman en voru með bilaða báta eða hrjáðir af heilsu- bresti þessi svokölluðu viðmiðunar- ár, fá einfaldlega ekki neitt. Mannlegi þátturinn í þessari kvótaúthlutun er ekki tll,“ sögðu þeir Kristinn Gunn- arsson og Bjarni Ólafsson, trillukarl- ar af Suðurnesjum, í samtali við DV. Þeir félagar bentu á fjölmörg atriði máh sínu til stuðnings. Þeir nefndu sem dæmi að menn sem komu inn með nýjar trillur, og höfðu því enga viðmiðun, fá úthlutað kvóta sam- kvæmt meðaltalsreglu. Þeir bátar fá úthiutað kvóta sem er meðaltal þess sem bátar fá í þeirra stærðarflokki. „En ef ég úreldi bátinn minn, sem er orðinn gamall, og kaupi annan sem er nokkurra ára fæ ég engan kvóta. Ef ég hins vegar káupi nýja trillu fæ ég meðaltalskvóta,“ sagði Bjarni. „Drepa trilluútgerðina“ Kristinn sagði einnig að í lögum og reglugerð frá 1984 hefði verið gert ráð fyrir að hafi skip tafist frá veiðum á viðmiðunarárunum af einhverjum orsökum yrði tekið tillit til þess. Því var bættur kvóti sem nam því sem áætla hefði mátt að skipið veiddi þann tíma sem það var frá veiðum. Nú, þegar trillukarlar fá úthlutað kvóta eftir afla viðmiðunaráranna, er ekkert tillit tekið til þess þó trilla hafi verið frá veiðum af einhverjum orsökum. „Það er alveg sama hvernig þessi kvótalög eru skoðuð og borin saman við eldri lög og reglugerðir um stjórnun fiskveiða. Allt virðist hafa verið gert til aö drepa trilluútgerðina niður. Viðmótið, sem við fáum við kvörtunum okkar í sjávarútvegs- ráðuneytinu, er líka eftir því. Menn lofuðu okkur hinu og þessu í fyrra. Nú segjast þeir aldrei hafa sagt neitt í þá veru. Enda er nú svo komið að fjöldinn allur af kærum hefur borist til umboðsmanns Alþingis vegna þessara nýju kvótalaga og bíður þar umsagnar hans,“ sagði Kristinn Gunnarsson. -S.dór Ingi Bjöm Albertsson alþingismaður: Kaup á björgunarþyrlu þola ekki lengri bið - flársafnanir dreifðra hópa duga ekki í þvi sambandi „Ný björgunarþyrla fyrir Land- helgisgæsluna er dýrari en svo að safnanir dreifðra hópa í þjóðfélaginu dugi til að fjármagna þau kaup,“ sagði Ingi Björn Albertsson alþingis- maður í samtali við DV. Hann hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkið sjái til þess að gerður verði samningur á þessu ári um kaup á fullkominni björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Ingi Björn kallar björgunarþyrlu sjúkrabifreið sjómanna. Og í því sambandi bendir hann á að stærri þyrla Landhelgisgæslunnar, sem nú er aðalbjörgunarþyrlan, geti flogið 150 sjómílur á haf út og að hún taki 6 menn. Hún hefur ekki afísingar- búnað og ekki er hægt að setja slíkan búnaö í hana. Hann nefnir sem dæmi að vegna þessa yrði þyrlan að fljúga 300 sjómílna leið með ströndum fram ef sjóslys yrði við Hornstrandir að vetri til. Þyrla með afísingarbúnað ingi Björn Albertsson alþingismað- ur. gæti farið stystu leið sem er aðeins 90 mílur. Þyrlan, sem Landhelgis- gæslan á nú, yröi í þessu tilviki að koma við á ísafirði til að taka elds- neyti. Ef slys yrði á svæðinu við Langa- nes gæti þyrla án afísingarbúnaðar þurft að fljúga 410 mílur sem tæki tæpa 3 klukkutíma. Meö afísingar- búnaði væri vegalengdin ekki nema 230 mílur og flugið tæki ekki nema innan við tvær klukkustundir. Þá bendir Ingi Björn á annað mikil- vægt atriði. ísfisktogarar okkar eru með 12 til 16 manna áhöfn. Frystitog- ararnir eru með 20 til 26 manna áhöfn, vertíðarbátar 10 til 12 manna áhöfn, loðnuskipin 13 til 15 manna áhöfn og kaupskipin með 6 til 16 manna áhöfn. Stærri þyrla Land- helgisgæslunnar getur ekki tekið nema 6 menn. „Vill einhver hugsa þá hugsun til enda, ef skilja yrði menn eftir um borð í skipi sem er að farast vegna þess hve lítil þyrlan er?“ spurði Ingi Björn. Hann segir að afgreiðslutími full- kominnar björgunarþyrlu sé ekki undir 18 mánuðum. Þess vegna þoli það enga bið að hafist verði handa um að panta slíka þyrlu. -S.dór NYTT OG BETRA LIF! KJARNEFLI KYNNING Fimmtudagskvöldiö 14. feb. kl. 21.00 í Gerðubergi, Breiðholti. Miðar seldirvið innganginn. Aðgangur kr200.- Kynningin og námskeiöiö fer fram á Leiöbeinandi er bandaríski MANNRÆKTINNI í s. . salfræðingurinn Dr Paula ensku. fioran 625717. MATREIÐSLUMENN Almennur félagsfundur verður haldinn að Óðinsgötu 7 þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Fræðslumál Framsögumenn: Sigrún Magnúsdóttir, Jón Sveinsson, Pétur Snæbjörnsson, Kristján Sæmundsson 2) Matreiðsluskólinn okkar 3) Vera okkar í Þ.S.I. 4) Kosning fulltrúa á sambandsþing Þ.S.Í. 5) Önnur mál Stjórnin NOTAÐU PENINGANA ÞÍNA í EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN iiÁTTMVEXTI Við mjnnum á gjalddaga húsnæðislána sem var 1. FEBRÚAR 16, FEBRÚAR_______ leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. MARS__________ leggjast dráttarvextir á lán með byggingavísitölu. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS O SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVlK ■ SÍMI 696900 KJARNEFLI .E.T. THE CORE EMPOWERMENT TRAINING kjarnefli NAMSKEIÐ Helgina 16. og 17. og helgina 23. og 24. feb. fyrir þá sem vilja læra öfluga og hagnýta leiö til að breyta lífi sínu. Uppl. og skráning f. hád. í s. 620037 og hjá Erum flutt í múrsteinshusiöaö Knarrarvogi 4 Eigum yfir 100 tegundir af flísum af öllum geröum og allt efni til flísalagna, frá Þýskalandi, Ítalíu, Portúgal og Spáni. ÁLFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR KNARRARVOGI 4, SÍMI 686755 Sérverslun með flísar og flísalagningaefni m PORCaANOSA' CERAMICA AGROB W CERAMICHt PAVIGRES DEITERMANN MP moden m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.