Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Qupperneq 16
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1S91.
100 kr. leikurinn
mánudaga til föstudaga
kl. 12.00-17.00.
Keilusalurinn
Öskjuhlíð
Sími 621599.
Pykkwkejm
KARTÖFLUVERKSMIÐJA ÞYKKVABÆJAR HF.
TILBOÐ í VÖRUFLUTNINGA
Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf. óskar eftir tilboð-
um í vöruflutninga fyrir verksmiðjuna.
Útboðsgögn liggja frammi í verksmiðjunni
Þykkvabæ.
Tilboðin verða opnuð í verksmiðjunni Þykkvabæ 9.
mars 1991 kl. 15.00.
Vikutilboð:
á heildsöluverði
frá 6.-13. febrúar
rjrrf •r
Thaus
S. 626002
í I 'N
Ungir höfundar
Sjónvarpsstöðvar og menningarmálastofnanir í Evr-
ópu standa sameiginlega að verðlaunasamkeppni í
því skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa hand-
rit að sjónvarpsleikritum eða leiknum sjónvarpsþátt-
um.
Keppt er um starfsverðlaun er veitt verða síðari hluta
þessa árs. Verðlaunahafar koma síðan til greina er
Evrópuverðlaunin verða veitt ári síðar.
Starfsverðlaunin eru að upphæð 25.000 svissneskir
frankar og verða veitt í nóvember 1991.
Sjónvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að 3 hand-
rit sem valin verða af sérstakri dómnefnd.
Umsækjendur skulu ekki vera eldri en þrjátíu og fimm
ára á árinu sem samkeppnin til starfsverðlauna fer
fram.
Umsækjendur mega ekki hafa samið nema eitt hand-
rit í fullri lengd (50 mínútur) fyrir sjónvarp eða kvik-
mynd þegar handriti er skilað.
Umsækjendur leggi fram 5-10 síðna efnisútdrátt úr
frumsömdu handriti með nákvæmri lýsingu á inni-
haldi verksins, markmiði og persónum. Einnig skal
fylgja sýnishorn af handriti (2 síður) og æviágrip
höfundar.
Hugmyndum skal skila til innlendrar dagskrárdeildar
Sjónvarpsins, Laugavegi 176, 105 Reykjavík, þar
sem reglur samkeppninnar liggja ennfremur frammi.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 1991.
Leitaðu
Hver á réttinn? Þannig er oft spurt og svarið liggur ekki alltaf í augum uppi.
DV-mynd S
réttar þíns
Lögfræðipistlar
DV og Orators
Vegna þess hve miklu það varðar
fólk að kunna skil á hinum algeng-
ustu lagareglum er snerta daglegt
líf hefur DV í samvinnu við Öra-
tor, félag laganema ákveðið að
birta næstu vikurnar á mánudög-
um pistil undir heitinu „Hagnýt
lögfræði". Viðfangsefni þessara
þátta munu verða atriði sem reynir
á hjá þorra fólks og miklu skiptir
að almenningur þekki. Næstu
greinar munu íjalla um:
1. Helstu reglur stjórnsýslunnar.
2. Umboðsmann Alþingis.
3. Bílakaup.
4. Fasteignakaup.
5. Gjaldþrot.
6. Skilnaði.
7. Óvígða sambúö.
8. Kaupmála.
9. Forsjármál.
10. Erfðarétt.
11. Ávöxtun fjár.
12. Skaöabætur.
13. Ákvörðun refsingar.
14. Mannréttindi.
Lögunum er ætlað að vera rammi
um það lýðræðissamfélag sem við
búum í. Þau kveða á um starfsemi
þjóðfélagsins í heild, en marka
jafnframt þær leikreglur sem gilda
í samskiptum einstaklinganna.
Flestir verða fyrir því einhvern
tímann á lífsleiðinni að þeim finnst
á sér brotið. Við slíkar aðstæður
er mikilvægt að fólk viti hvert það
getur leitað til að fá upplýsingar
um réttarstöðu sína og þau úrræði
sem tæk kunna að vera.
Refsimál
Sumar athafnir manna eru lýstar
refsiverðar að lögum. Lögreglan
hefur það hlutverk að rannsaka
slík mál. Telji menn að á þeim eða
öðrum hafi verið brotið með refsi-
veröum hætti ber þeim að leita til
hennar. Lögreglan hefur einnig það
hlutverk að veita brotaþolendum
aðstoð og ráðgjöf um hvar frekari
aöstoð er að fá.
Refsimál eru þess eðlis að það er
að öllu jöfnu ekki í höndum ein-
staklinganna sem brotið er á að
taka ákvörðun um framgang
Umsjón:
Órator,
félag laganema
þeirra. Slíkt er hlutverk opinberra
aðila.
Einkamál
Þau ágreiningsmál manna sem
ekki varða refsiverðar athafnir eru
nefnd einkamál komi þau til kasta
dómstóla. Dómstólunum er falið
það hlútverk að skera endanlega
úr ágreiningi og verða aðilar aö
hlíta dómi. Ríkið aðstoðar menn
viö aö fá dómnum framfylgt með
valdi ef á þarf að halda.
Lögmenn
Reglur um meðferð mála fyrir
dómstólum eru flóknar. Þar sem
oft er mikið í húfi er fólki eindregið
ráðlagt að nýta sér aðstoð lög-
manna viö málarekstur. Lögmenn
eru lögfræðingar sem uppfylla
ákveðin skilyrði til að mega taka
að sér flutning mála fyrir dómstól-
um. Lögfræðingar veita einnig alla
almenna lögfræðiaðstoð og er sjálf-
sagt fyrir fólk að nýta sér þjónustu
þeirra við gerð samninga og frá-
gang ýmissa annarra mála til að
forðast formgalla og önnur mistök.
Með því móti má oft koma í veg
fyrir dýran málárekstur síðar.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
Fyrir utan þjónustu lögmanna,
þá eru til aðilar sem veita fólki lög-
fræðiaðstoö án endurgjalds. Hér er
fyrst og fremst um að ræða miölun
upplýsinga um réttarstööu fólks og
hvert það getur leitað með vanda-
mál sín.
1. Lögfræðiaðstoð Orators: Orator,
félag laganema hefur í mörg ár
veitt ókeypis lögfræðiaðstoð í gegn-
um síma. Þjónusta þessi er starf-
rækt af laganemum sem eru að
ljúka námi. Starfandi lögmaður er
alltaf á staðnum þeim til aðstoðar.
Lögfræöiaðstoðin er opin á
fimmtudagskvöldum kl. 19.30-22 í
sima 1-10-12.
2. Kvennaráðgjöfin: Kvennaráð-
gjöfin er starfrækt í Hlaðvarpan-
um, Vesturgötu 2. Þar er konum
veitt ókeypis lögfræði- og félagsráð-
gjöf á þriðjudagskvöldum kl. 20-22.
Bæði er hægt að koma á staðinn
eöa hringja í síma 2-15-00. Leitast
er viö að veita upplýsingar um rétt-
arstöðu aðila og bent á hvar mögu-
legt er að leita frekari aðstoðar. Um
málarekstur eða aðra slíka þjón-
ustu er ekki að ræða.
3. Opinber réttaraðstoð: Nú liggur
fyrir á Alþingi frumvarp til laga
um opinbera réttaraðstoð. í frum-
varpinu er gert ráð fyrir að fólk,
sem af efnahagsástæðum er ekki
fært að leita aðstoðar lögmanna,
geti að vissum skilyrðum uppfyllt-
um fengiö slíka þjónustu kostaða
úr ríkissjóði. Er bæði um að ræða
almenna ráðgjöf lögmanna og viða-
meiri aöstoð í einstökum málum
sem eru til meðferðar hjá hinu op-
inbera eða fyrir dómstólum. Víða í
nágrannalöndum okkar eru í gildi
lög um sambærilega lögfræðiaö-
stoð. Þykir slíkt sjálfsagður þáttur
í því réttarkerfi sem ætlaö er að
tryggja aö allir séu jafnir fyrir lög-
um án tillits til efnahags. Á þessari
stundu er óvíst um framgang frum-
varpsins á Alþingi.
„Flestir verða fyrir því einhvern tím-
ann á lífsleiðinni að þeim fmnst á sér
brotið.“