Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Síða 7
MÍÐVÍKUDÁGÚR 13.' FEBRÚAR 1991.
13 v Sandkom
Fréttabúi
Héraðsblað
Vestur-Skaft-
fellinga nefnist
Frcttíibúi uí;er :
þaö gagnmcrkt
ritograunar
nauöynlcgtfyr-
irallaburt-
fluttaSkaflfell-
ingaaðvera
áskrifendur að því. í blaðinu er að
finna margskonar upplýsingar um
sýsluna og mannlíf þar. Þar eru með-
al annars birtar minningargreinar,
viðtöl, fundargerðir hreppsnefnda og
fréttaritarar í nágrannahéruðunum
segja frá tíðarfari og því sem hajst
ber i þeirra sveit hverju sinni, svo
og visnaþáttur, fréttir og fleíra.
Forheimskaðir
ráðamenn
Ritsfióri
Fréttabúa, Ey-
þórÓlafsson,
sendir lands-
lcðrunmnsma
ádrepuísíðasta
blaðienhann
segir:„Núeru
margircrlendir
aðilarfarnirað
renna hýru auga tii islenska vatns-
ins, sem er hrein og ómenguð nátt-
úruafurð. Einn aðih hyggst ef um
semst senda hingaö 250.000 tonna
tankskip og Hafnarfjörður er eini
staðurinn, sem kemur til greina. Þar
er nóg af heilnæmu vatni (ennþá) og
þar er aðstaða fyrir stærstu skip. En
þennan möguleika hyggj ast for-
heimskaðir ráðamenn eyðileggja með
fijótfærnislegu heimsku flani. Nú
heyrist að vatnslíterinn út í Banda-
rikjunum seljist á tíföldu verði bens-
íns þar í landi. Já, dýr er hver drop-
inn. Þá er ef til vill það alvarlegasta
ótalíð, en það er sú staðreynd að nú
er að koma í ljós að álumbúðir fyrir
mat og drykkj arvörur eru stórhættu-
legar, en einmitt í þessar vörur fer
stór hluti álframleiðslu heimsins.
Hvar stæðum við með alia skulda-
miljarðana á herðunum ef álmarkað-
urinn hryndi. Það ætti skiiyrðislaust
að krefja ráðamenn um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málið, mætö
framkvæma með kosningunum í vor.
En umframallt að látafrekari samn-
ingabíðaþangaðtii.“
Framkvæmdir
í lágmarki
Eimúgkem-
. ur í ljosþegar
Fréttabúier
lesinnaðfrmn-
kvæmdiri
Mýrdalshreppi
voruílágmarki
áliðnuári.Að-
einseitthús
_____________ varbyggtþará
iðnu ári fyrir utan sumarhús. Það
var kæld rófugeymsla. Jafnframt
segír að kaup á landbúnaöarvélum
hafi verið litil en bílakaup svipuð og
áriðþaráundan.
velvirðingar
ÍSandkomii
ga:r var Wri f
frásögn af
Þresö Ólafs-
.-ynisrm
rcyndist þegar
lieturvarað ;
gáðmeööllu
tiiiuefuiaus.ö
Þar\artraþvi
greintað
átirifamikili .
: maðuriijá
þekktusam-
vinnuiyrirtæki hér í bæ hefði farið
þess á leitvið Vöku, féiagiýöræöis-
sinnaðra stúdenta í Háskóla íslands,
að þeir tækju þátt í prófkjöri i Al-
þýðuflokknum og styddu Þröst gegn
því að fá 100 þúsund krónur greiddar
sem auglýsingareikning hjá Toll-
vörugéymslunni. Eins og áður sagöi
er Sandkorniö tilhæfulaust og er hér
með beðist velvirðingar á þ ví.
Um ijón: Jóhanna Margrét Einarsdóttir
Fréttir
„Svört skýrsla“ Brunamálastofnunar um Krossanesbrunann:
Klæðningunni var
breytt án heimildar!
Hið mikla tjón sem varð í brunan-
um í Krossanesverksmiöjunni á Ak-
ureyri á gamlársdag árið 1988 má að
verulegu leyö rekja til þeirrar
ákvörðunar nokkurra aðila að klæða
stálgrind hússins að innan með eld-
fimum tjörupappa í stað olíuborins
masoníts eins og gera átti samkvæmt
samþykktum teikningum. Ákvörö-
unin um að klæða húsið að innan
með tjörupappanum var tekin á
verkfundi í ágúst áriö 1988, fjórum
mánuðum fyrir brunann og var strax
hafist handa við þá framkvæmd.
í skýrslu Brunamálastofnunar seg-
ir að á sérteikningum Aðalsteins V.
Júlíussonar hafi komiö fram að nota
hafi átt 4,5 mm olíusoðið masonít sem
vindvörn innan á ytri stálklæöningu
útveggja verksmiðjunnar. Á verk-
fundi 31. ágúst 1988 þar sem m.a.
voru Geir Zöega verksmiðjustjóri,
Aöalsteinn V. Júlíusson og Pétur
Torfason frá verkfraeðistofu Sigurð-
ar Thoroddesn hf. var hinsvegar
ákveðið að breyta gerö vindvarnar
úr olíusoðnu masoníti í tjörupappa.
Á þessum fundi var ákveðið að hefja
framkvæmdir við að setja tjörupapp-
ann á stálklæðninguna strax og veö-
ur leyfði.
Einn viðmælenda DV segir þetta
atriði hafa ráöið úrslitum varðandi
það hversu tjónið í verksmiðjunni
varð mikið, enda varla hægt að frnna
annan eins eldmat og óvarinn tjöru-
pappa. Ef verksmiðjan hefði verið
klædd með masonítinu eins og ráð
var fyrir gert hefði eldurinn að öllum
líkindum uppgötvast mun fyrr þar
sem það efni brennur mjög hægt og
tjónið þvi orðið mun minna.
Engin viðbrögð enn
Umfjöllun um skýrslu Brunamála-
stofnunar hefur til þessa einkum
beinst að því hvernig staðið var að
eldvörnum að hálfu byggingafull-
trúa, slökkviliðsstjóra og eldvarnar-
eförlits, en brunamálastjóri hefur
gagnrýnt harðlega hvernig að þeim
málum var staðið.
Viðbrögð bæjaryfirvalda á Akur-
eyri við skýrslu Brunamálastofnun-
ar hafa enn ekki komið fram, enda
mun skýrslan vera til umíjöllunar
hjá yfirvöldum. Samkvæmt heimild-
um DV munu menn þó vera á einu
máli um það að alvarlegasti þáttur
málsins hafi verið sá að verksmiðju-
húsið skuli hafa verið klætt með öðru
efni en teikningar sögðu fyrir um,
þótt enginn þeirra sem DV ræddi við
væri tilbúinn að láta neitt uppi um
það hvemig tekið verður á því máli.
Sú ákvörðun kom ekki til samþykkt-
ar bygginganefndar bæjarins sem þó
þarf aö samþykkja allar slíkar breyt-
ingar á teikningum, og viðmælandi
DV fullyrðir að þessi breyting hefði
aldrei hlotið samþykki nefndarinn-
ar.
Nokkur gagnrýni hefur beinst að
hlut eftirlitsaðila með brunavörnum,
s.s. byggingafulltrúa og slökkviliðs-
stjóra, og hefur slökkviliðsstjóri sagt
að eftirlit hefði vissulega mátt vera
betra. Hinsvegar er fróðlegt að líta á
bréf sem sent var hönnuði verk-
smiðjunnar, en það var ritað eftir
fund slökkviliðsstjóra og starfs-
manns Brunamálastofnunar. Þar
sagði m.a.:
„Telja verður eðlilegt aö allt húsið
verði byggt úr óbrennanlegu efni og
einangrað með óbrennanlegri ein-
angrun eins og framlagðar teikning-
ar ds. í sept. 1987 eftir Aðalstein V.
Júlíusson gera ráð fyrir, þ.e. stál ein-
angrað með steinull...“
í skýrslu Brunamálastofnunar er
ítarlega fjallað um eftirlit og úttektir
með framkvæmdum við verksmiðj-
una. Þar eru margir þættir gagn-
rýndir og í lokin segir: „Eins og ofan-
greindar lýsingar bera með sér, hef-
Fréttaljós
Gylfi Kristjánsson
ur lítið eftirlit verið frá hendi stofn-
ana bæjarins með framkvæmdum
við verksmiðjubygginguna. Þetta er
eftirtektarverðara fyrir þá sök að
Akureyrarbær er aðaleigandi verk-
smiðjunnar og hafði því allra hags-
muna að gæta í því að öryggi verk-
smiðjunnar væri í lagi. Auk þess var
hér um mjög stórt stálgrindarhús og
meiriháttar byggingarframkvæmd
aö ræða sem verðskuldað hefði
fyllstu athygli byggingaryfirvalda á
staðnum.“
Þaö er ljóst aö ýmsir samverkandi
þættir hafa valdið því aö eldurinn
kviknaði, og hversu hratt hann
breiddist út. Sem fyrr sagði hafa
bæjaryfirvöld nú skýrslu Bruna-
málastofnunar til athugunar og
menn veijast frétta á þessu stigi
málsins. Ýmsir viðmælenda DV hafa
látiö að því liggja að þeir sem taka
stórar ákvarðanir þegar byggingar
eru annarsvegar verði að standa fyr-
ir máli sínu þegar afdrifarík mistök
eiga sér stað. Aðrir segja að enginn
verði látinn svara til saka vegna
þessa máls. Menn eru hinsvegar á
einu máli um að „svarta skýrsla“
Brunamálastofnunarinnar verði til
þess að eftirlit með framkvæmdum
og brunavörnum verði hert mjög í
kjölfar þessa máls, og telja að þá sé
tilganginum náð.
Ekki íkveikja
Þótt getum hafi verið að því leitt
strax eftir brunann að um íkveikju
hafi verið að ræða þykir fullsannað
að svo hafi ekki verið, enda tekur
skýrsla Brunamálastofnunar af allan
vafa þar um:
„íkveikju olli gamall olíuketill, sem
haföi verið í útbyggingu frá gamla
verksmiðjuhúsinu. En eftir að verk-
smiðjubyggingin hafði verið reist var
hann kominn inn í sjálfa verksmiðj-
una. Þessi ketill var gamall og úr sér
genginn og hafði ekki réttan öryggis-
útbúnað. Krafist er í reglugerð að
slíkur ketill sé skilinn frá öðrum
hlutum verksmiðjunnar með bruna-
hólfum. Eftirlit með þessum katli var
takmarkað og ekki í höndum sér-
staks starfsmanns með sérþekkingu
í rekstri svartolíukatla. Ketillinn var
hafður eftirlitslaus í rekstri þegar
verksmiðjan var mannlaus. Hætta
var fyrir liendi á íkveikju, og jafn-
framt að eldurinn kæmist síöan út í
sjálfa verksmiðjubygginguna...“
Sinnuleysi og óvarkárni
Skýrsla Brunamálastofnunar er
önnur stórbrunaskýrsla stofnunar-
innar sem gefin er út. Sú fyrri var
unnin eftir brunann að Réttarhálsi 2
í Reykjavík 4. janúar 1989, og orörétt
segir í skýrslu stofnunarinnar um
Krossanesbrunann:
„í aðalatriðum voru orsakir þessa
bruna þær sömu og í Réttarháls-
brunanum nær 12 mánuðum fyrr.
Fyrirbyggjandi brunavarnir brugð-
ust eða þær ráðstafanir sem hefðu
komið í veg fyrir að eldur næöi að
breiðast út í byggingunni þó íkveikja
yrði.
íkveikjan, eins og aö Réttarhálsi,
varð fyrir sinnuleysi og óvarkárni
gegnvart hættu á eldsvoða. Hér var
ekki um þaö að ræða að slökkvistarf-
ið sem slíkt og slökkvilið stæðist ekki
kröfur, því slökkvistarf var vel af
hendi leyst.
Ástæða er til að gera margar breyt-
ingar á eftirliti með brunavörnum
af hendi opinberra aðila til þess að
ná betri árangri og loka þeim götum
sem brunarnir að Réttarhálsi og í
Krossanesverksmiöjunni hafa leitt í
ljós. Brýnt er að lagabreytingar verði
gerðar er auðveldi yfirvöldum
brunamála að fylgja eftir kröfum um
bættar brunavarnir...“