Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991.
Utlönd
Hermenn bandamanna bíða þess nú i eyðimörkinni i Saudi-Arabíu sem verða vill. Herdeildir hafa verið fluttar
að landamærunum við Kúvæt en hafa ekki aðhafst enn. Hermennirnir sóla sig og á fallbyssuhlaupið er skrifað
„dauði". Símamynd Reuter
Niðurstaðan úr sendifor Primakovs til Bagdad:
Saddam vill frið
með skilyrðum
- bandamenn sjá ekkert nýtt í hugmyndmn íraksforseta
Persaflóastríðið:
ísraelskar her-
flugvélargeta
veriðmeð
Bandaríkjamenn hafa fallist á
að gefa ísraelsher upp merki sem
flugmenn bandamanna nota til
að aðgreina flugvélar sínar frá
flugvélum íraka. Um er að ræða
rafeindaboð sem notað er til að
skera úr um hverjir eru vinir og
hverjir óvinir.
Þó er sagt að Bandaríkjamenn
hafi sett það sem skilyrði að ísra-
elsmenn lofi á móti að bíða enn
um stund með að blanda sér í
átökin við íraka. Þessar upplýs-
ingar hafa ekki verið staöfestar
en bandaríska sjónvarpsstööin
CBS telur sig hafa öruggar heim-
ildir fyrir fréttinni.
Vaxandi óánægja er í ísrael með
að ekki skuli hefnt fyrir endur-
teknar árásir íraka á landið með
Scud-flaugum. Nú síðast létu
tveir lífið og nokkrir særðust í
árás á Tel Aviv í fyrrinótt. ísraels-
menn hafa til þessa hefnt allra
árása á landið.
íranar segja að ef ísraelsmenn
blandi sér í Persaflóastríðið og
ráðist gegn einhverri þjóða araba
þá sé hlutleysi þjóðarinnar úr
sögunni og hún muni fylkja liði
með írökum. Þessar hótanir eru
þóekkiteknaralvarlega. Reuter
Aðeins fyrir-
sölumenn
★ Viltu njóta starfs-
ins betur?
★ Ljúka sölunni á
auðveidan hátt?
★ Svara mótbárum af
meira öryggi?
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráö Adolphsson
Sími 82411
Lærið að fijúga hjá
fullkomnum flugskóla.
+ Bjóðum kennslu til
einka- og atvinnuflug-
mannsprófs.
+ Fullkomin 2 hreyfla
flugvél til blindflugs-
kennslu.
* Flughermir.
Greiðsluskilmálarog
fyrirgreiðsla.
fGamla Flugturninum
Reykjavikurflugvelli
101 Reykjavik
Síml 91-28122
Kt. 651174-0239
Jevgeni Primakov, sérlegur sendi-
maður Michails Gorbatsjov Sovét-
forseta, hefur flutt þau boð frá Sadd-
am Hussein að hann geti fallist á við-
ræður um frið ef vandamál Palest-
ínumanna verða rædd á sömu ráð-
stefnu. Primakov átti fund með Sadd-
am f Bagdad í gær í von um að finna
lausn á Persaflóadeilunni.
í orðum íraksforseta kom ekkert
fram sem benti til að hann hygðist
draga herlið sitt frá Kúvæt þótt deil-
an snúist um hemám landins.
Bandamenn hafa sett brottflutning
herjanna frá Kúvæt sem skilyrði
þess að ræða um frið og hafa stuðn-
ing í ályktunum Sameinuðu þjóð-
anna um að hernám Kúvæts hafi
verið brot á alþjóðalögum.
Útvarpið í írak sagði frá því sem
Saddam og Primakov fór á milli.
Farið var fögrum orðum um friðar-
vilja Saddams og áhuga hans á að
tryggja rétt allra araba og þá sérstak-
Eldar í f immtíu
olíulindum
Talið er aö eldar logi nú í fimm-
tíu olíulindum í Kúvæt. Ekki er
vitað hvort eldarnir hafa kviknað
vegna loftárása bandamanna eða
írakar hafi lagt eld í lindirnar.
Upplýsingamar um þetta koma
frá bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu.
Bandaríkjamenn segja að írak-
ar hafi kveikt eldana til að mynda
reykský svo að flugvélar banda-
manna eigi erfiðara með að koma
auga á skotmörk sín. Eldarnir
hafa að sögn logað í viku hiö
minnsta og valda mikilli mengun.
Bandaríkjamenn segja líklegt
að eldamir logi allt til þess að her
íraka verður hrakinn frá Kúvæt.
Embættismenn í varnarmála-
ráöuneytinu segja að eldarnir líti
ekki út fyrir að vera það alvarleg-
ir að erfiðleikum verið bundið að
slökkva þá ef friður kemst á. ír-
akar hótuðu að kveikja í olíulind-
um við upphaf deilunnar.
Reuter
lega Palestínumanna.
Perez de Quellar, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist
fagna hugmyndum um frið við
Persaflóa en sagði að tómt mál væri
að tala um frið ef írakar ætluðu sér
ekki að fara frá Kúvæt.
< „Orð Saddams Hussein um frið em
marklaust hjal ef hann fellst ekki á
að kalla heri sína heim frá Kúvæt,“
sagði Marhn Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjaforsta, eftir að hugmynd-
ir Saddams voru lýðum ljósar.
í vamarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna var sagt að ekkert nýtt kæmi
fram í hugmyndum Saddams. Hann
væri enn að tala um að tengja Palest-
ínumálið við Persaflóadeiluna en á
það gætu Bandaríkjamenn ekki fall-
ist þar sem máhn væru óskyld.
„Saddam Hussein hefur haft það á
valdi sínu frá upphafi að binda enda
á deiluna með þvi að draga herhð
sitt frá Kúvæt,“ sagði embættismað-
Vopnaðir sjóræningjar réðust á lít-
ið dansk flutningaskip á miðjum
Persaflóa í nótt. Skipið heitir Artic
Sun. Neyðarkall kom frá bandarísku
ohuskipi í nágrenninu og lét það vita
í land aö sjóræningjar hefðu ráðist
til uppgöngu í danska skipið.
Sjóræningjum var lýst þannig að
þeir væru klæddir í svört föt og með
arabíska klúta á höfði. Útvarpsstöð
í Bahrain sagöi fyrst frá árásinni en
fréttin var síðar staðfest hjá Lloyds,
tryggingafélagi skipsins í Lundún-
um.
Útvarpið í Bahrain sagði að öllum
peningum áhafnarinnar hefði verið
stolið og sömuleiðis öhum skjölum
ur í ráðuneytinu.
Bandamenn halda uppi linnulaus-
um loftárásum á írak og Kúvæt og
leggja nú í auknum mæli áherslu á
að lama bardagamátt framvarða-
sveita íraka. Þetta hefur gefið hug-
myndum um að stutt sé í árás á landi
byr undir báða vængi.
George Bush hefur gefið í skyn að
bið kunni að verða á að lagt verði til
atlögu á landi en ýmsir hemaðarsér-
fræðingar segja að hugmyndin geti
verið að blekkja íraka og hefja árás
fyrirvaralaust á næstu dögum.
Nokkrir herforingjar bandamanna
í Saudi-Arabíu segja að yfirstjórn ír-
aska hersins sé nú lömuð og herinn
sé ekki eins erfiður viðureignar og
tahö hefur verið til þessa. Aðrir vara
við of mikihi bjartsýni og segja að
drjúgur hluti hersins sé enn bar-
dagahæfur og muni veita snarpa
mótspyrnu þótt yfirstjórnin sé í mol-
um. Reuter
og pappírum skipsins. Þá var sagt
að herskip hafi verið í nánd og að
sjóliðar af því hafi komið til hjálpar
og „séð um að gæta laga og réttar,“
eins og það var orðað.
Artic Sun er um 1500 tonn að stærð.
Það var statt um 120 mílur vestur af
Dubai þegar sjóræningjarnir réðust
til uppgöngu. Ekki er talið að hættu-
ástand ríki á þeim slóðum vegna
stríðsins því átök hafa aðeins verið
fyrir botni Flóans. Fjöldi herskipa er
þó á þessum slóðum.
Artic Sun er gert út frá Hellerup í
Danmörku. Ekki er annað vitað en
að áhöfnin hafi sloppið ósár frá árás-
inni. Reuter
3r|jp ?V?fTlÖ3FVTtDQf fiplyt i iqen i
•sJiiíifl bnymBmiS
Stríðsástand á Persaflóa:
Sjóræningjar
réðust
á danskt skip
9.20 - Flugmenn bandamanna
segja fjóra eldflaugaskotpalla lik-
lega eyðilagða eftir loftárásir
næturinnar,
10.10 - Kúvætar segja íraska her-
menn vera að flytja inn í íbúöar-
blokkir í Kúvætborg.
11.25 - írakar tilkynna um níutíu
og sex loftárásir handamanna,
þar á meðal á fæöingarheimih.
12.40 - Breskur herforingi segir
flota bandamanna hafa yfirráð á
Persaflóa.
12.50 - Utanrikisráðherrar fimmt-
án óháðra ríkja og fulltrúi Frels-
issamtaka Palestínu, PLO, hittast
í Belgrad í Júgóslavíu til að ræða
um leiðir til að binda enda á stríð-
ið.
13.50 - Aðstoðarforsætisráðherra
iraks, Yassin Ramadan, hvatti í
gær stuðningsmenn íraka til að
ráðast gegn bandamönnum og
eignum þeirra hvar sem því yrði
komið við í heiminum.
14.05 - ísraelskur embættismaður
segir Moshe Arens, varnarmála-
ráöherra ísraels, hafa sóst eftir
samþykki Bandaríkjanna fyrir
þáttöku israela i að eyðileggja
eldflaugaskotpalla íraka.
14.20 - Innanríkisráðherra Ítalíu,
Vincenzo Scotti, segir lögregluna
hafa leyst upp net skæruliða frá
Miðausturlöndum.
14.30 - Sameinuöu arabísku
furstadæmin samþykkja 500
milljóna dollara framlag til uppí-
halds breskra hermanna við
Persaflóa.
14.50 - Roland Dumas, utanríkis-
ráðherra Frakklands, ræðir við
sovéska ráðamenn um Persaflóa-
stríðið.
15.45 - Embættismenn segja að
kostnaðurinn vegna oliubrákar-
innar við strendur Saudi-Arabíu
muni nema einum milljarði doll-
ara næsta hálfa árið.
16.15 - Forsætisráðherra Pakist-
ans, Nawaz Sharif, kemur til
Marokkó með sex liða friðaráætl-
un í farteskinu. írakar vísa á bug
beiðni hans um að fá að heim-
sækja Bagdad.
18.15 - Varnarmálaráöherrar
Bretlands og Frakklands ræða
við Bush Bandaríkjaforseta.
18.20 - Talsmenn Bandarfkjahers
segja bandamenn hafa gert árásir
á Iraka í suðausturhluta Kúvæt
linnulaust í þrjár klukkustundir.
18.30 - Talsmaður franska hers-
ins segir nær sjö hundruð
franska sjóliða á leiöinni til Pers-
aflóa. Þar eru nú fyrir fjórtán
þúsund franskir hermenn.
19.30 - Breskur liösforingi ráð-
leggur óbreyttum borgurum í ír-
ak að halda kyrru fyrir heima og
forðast að koma nálægt brúm ef
þeir vilji forðast loftárásir.
21.20 - Embættismenn
bandaríska varnarmálaráðu-
neytisins tilkynna um elda í yfir
fimmtíu olíulindum í Kúvæt. Sagt
er að þeir stafi annaðhvort af
íkveikju íraka eða misheppnuö-
um loftárásum bandamanna.
22.15 - Útvarpið í Bagdad sakar
óvini íraka um hugleysi þar sem
þeir hefji ekki þegar sókn á landi.
Jafnframt er þeim hótað þungri
refsingu þegar þeir láti til skarar
skríða.
22.40 - Talsmenn Bandaríkjahers
segja sumar brýr í Bagdad hafa
verið sprengdar þar sem í þeim
hafi verið símalínur.
23.14 - Útvarpið í Bagdad segir
Saddam Hussein íraksforseta
fúsan til samvinnu við Sovétríkin
tii að reyna fmna friðsamlega
lausn á Persaflóastríðinu.
13. febrúar
00.53 - Talsmenn Hvíta hússins í
Washington vilja lítið tjá sig um
friðarvilja Saddams.
2.40 - Li Peng, forsætisráöherra
Kína, segir fríðsamlega lausn á
Persaflóastríðinu ekki timabæra.
07.44 - Sjóræningjar ráðast á
danskt skip á Persaflóa.