Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Side 9
.rwr HAtrflím .sr HtiÐAauJíiivöiM
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991.
Útiönd
Danmörk:
Meirihluti vill
stjórnmálasam-
band við Litháen
Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir að ekki verði
tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslönd meðan Moskva hafi í
raun völdin.
Mikill meirihluti Dana er hlynntur
stjórnmálasambandi viö Litháen.
Þetta er niðurstaða skoðanakönnun-
ar sem danska dagblaðið BT birti í
gær. UfTe Ellemann-Jensen, utanrík-
isráðherra Danmerkur, segir að tek-
ið verði upp stjórnmálasamband við
Eystrasaltslöndin eins fljótt og unnt
verði en ekki á meðan Moskva hafi
í reynd völdin.
Formaður utanríkismálanefndar
danska þingsins, Arne Melchior,
leggur til að skipaður verði sérstakur
sendifulltrúi í Vilnius, höfuðborg Lit-
háens, en hann verði ekki látinn fara
þangað strax til að ögra ekki stjórn-
inni í Moskvu.
Forsætisnefnd danska þingsins
hefur verið í heimsókn í Vilnius í
Litháen að undanfórnu og hafa Lit-
háar komið á framfæri þeirri ósk að
Danir feti í fótspor íslendinga.
Lettneska þingið samþykkti í gær
að halda þjóðaratkvæöagreiðslu um
sjálfstæði landsins 3. mars næstkom-
andi. Tass-fréttastofan sovéska sagði
að 101 af þeim 105 þingmönnum, sem
viðstaddir hefðu verið, hefðu sam-
þykkt þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Alls eru 201 þingsæti á lettneska
þinginu en stjórnarandstaðan, sem
hlynnt er Moskvuvaldinu, var fjar-
verandi.
Þingið í Lettlandi samþykkti einnig
að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu 17.
mars um nýja sambandsríkjasamn-
inginn. Lettnesk yfirvöld neita hins
vegar að skipuleggja þá atkvæða-
greiðslu. Yfirvöld í Litháen, Eist-
landi, Georgíu og Armeníu hafa lýst
því yfir að þau taki ekki þátt í at-
kvæðagreiðslunni sem sovésk yfir-
völd hafa boðað um sambandsríkja-
samninginn.
Ritzau og Reuter
Svíþjóð:
Nýr f lokkur í þriðja sæti
Svo viröist sem stóru stjórn-
málaflokkarnir í Svíþjóð verði að
taka nýja óánægjuflokkinn, Nýtt
lýðræði, alvarlega. Samkvæmt niö-
urstöðum skoðanakönnunar, sem
birt var í gær, myndi flokkurinn
fá 11,7 prósent atkvæða ef kosið
yrði nú. Yrði hann þar með þriðji
stærsti flokkurinn með yfir þrjátíu
þingsæti.
Stofnendur flokksins eru hljóm-
plötuframleiðandinn og skemmti-
garðseigandinn Bert Karlsson og
greifinn og atvinnurekandinn Ian
Wachtmeister. Þeir lýstu því yfir í
gær að úr því að svona vel gengi
nú væri ljóst að þeir myndu bjóða
fram til kosninganna í haust.
Skoðanakönnunin leiddi einnig í
ljós að yfir 30 prósent aðspurðra
voru óákveðin. Þriðjungur að-
spurðra kvaðst geta hugsað sér að
kjósa nýja flokkinn.
Þeir sem uröu hvað verst úti í
skoðanakönnuninni voru gömlu
miðflokkarnir tveir, Þjóðarflokk-
urinn með 8,4 prósent og Miðflokk-
urinn með 7,5 prósent. Hægri
flokkurinn fékk 24,5 prósent, Jafn-
aðarflokkurinn 31,9 prósent,
Kristilegi demókrataflokkurinn 6,3
prósent, Nýtt lýðræði 11,7 prósent,
Vinstri flokkurinn 5 prósent og
Umhverfisflokkurinn 3,6 prósent.
TT
Afram réttað yf ir Winnie Mandela
Ákveðiö var að halda réttarhöldun-
um yfir Winnie Mandela, eiginkonu
blökkumannaleiðtogans Nelsons
Mandela, áfram í gær eftir aö mikil-
vægt vitni samþykkti að koma fyrir
réttinn þrátt fyrir dularfullt hvarf
annars vitnis.
Saksóknari tilkynnti í gær aö lög-
reglan hefði ekki fundið eitt höfuð-
vitna hans, Gabriel Mekgwe, sem
rænt var um helgina frá kirkjunnar
mönnum í Soweto. Kvaðst saksójcn-
ari óttast að ekki væri hægt að halda
áfram réttarhöldunum yfir Winnie
Mandela og þremur fyrrum lífvörð-
um hennar þar sem önnur vitni væru
hrædd. Staðan breyttist hins vegar
þegar að minnsta kosti eitt þeirra,
Kenneth Kgase, samþykkti að bera
vitni.
Saksóknari fullyrðir að Winnie
Mandela og fyrrum sjálfskipaðir líf-
verðir hennar hafi rænt Kgase,
Mekgwe, Stompie Seipei og einum
félaga þeirra fyrir tveimur árum og
misþyrmt þeim í húsi Mandela. Sei-
pei, sem var fjórtán ára, fannst síðar
látinn í skurði og í fyrra var einn líf-
varða Mandela dæmdur til dauða
fyrir morðið á honum.
Winnie Mandela neitar sakargift-
um og segir lífverði sína hafa verið
að bjarga unglingunum undan presti
sem notað hafi þá kynferöislega.
Reuter
Símamynd Reuter
ÉJ
LANDSVIRKJUN
STÆKKUN BÚRFELLSVIRKJUNAR
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í að grafa
fyrir stöðvarhúsi og pípustæði vegna stækkunar
Búrfellsvirkjunar, ásamt vegagerð o.fl.
Helstu magntölur:
Gröftur lausra jarðlaga um 200.000 m3
Sprengigröftur um 90.000 m3
Vegagerð um 25.000 m3
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar
frá þriðjudeginum 12. febrúar nk. gegn óafturkræfu
gjaldi að upphæð kr. 5.000,- fyrir fyrsta eintak, en
kr. 2.000,- fyrir hvert viðbótareintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa-
leitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12.00 8. mars
1991. Tilboðin verða opnuð þar sama dag kl. 14.00.
Laus er til umsóknar staða sérfræðings
við jarðfræðistofu
RAUNVÍSINDASTOFNUNAR
HÁSKÓLANS
Staðan veitist til þriggja ára frá 1. apríl 1991.
Umsækjandi skal hafa lokið doktorsprófi og hafa
a.m.k. þriggja ára reynslu við rannsóknir. Starfsmann-
inum er ætlað að starfa að athugun á rannsóknavið-
búnaði vegna eldvirkni.
Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Ráðningin er til rannsóknarstarfa en kennsla starfs-
mannsins við Háskóla íslands er háð samkomulagi
milli deildarráðs raunvísindadeildar og stjórnar Raun-
vísindastofnunar Háskólans. Skal þá m.a. ákveöa
hvort kennsla skuli teljast hluti af starfsskyldu við-
komandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt greinargerð og skilríkjum um
menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist Raun-
vísindastofnun Háskólans, Dunhaga 3, 107 Reykja-
vík, fyrir 15. mars 1991.
Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dóm-
bærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um
menntun hans og vísindastörf. Umsagnir þessar
skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál.
Raunvísindastofnun Háskólans.
Laus er til umsóknar staða sérfræðings
við jarðeðlisfræðistofu
RAUNVÍSINDASTOFNUNAR
HÁSKÓLANS
Staðan veitist frá 1. júlí 1991.
Fastráðning kemur til greina. Umsækjandi skal hafa
lokið doktorsprófi og hafa reynslu í notkun massa-
greinis. Starfsmanninum er ætlað að sjá um daglegan
rekstur massagreinis Raunvísindastofnunar og ann-
ast meðal annars rannsóknir á sviði fornveðurfars,
vatnafræði og aldursgreininga með geislakolsaðferð.
Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Ráðningin er til rannsóknarstarfa en kennsla starfs-
mannsins við Háskóla íslands er háð samkomulagi
milli deildarráðs raunvísindadeildar og stjórnar Raun-
vísindastofnunar Háskólans. Skal þá m.a. ákveða
hvort kennsla skuli teljast hluti af starfsskyldu við-
komandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt greinargerð og skilríkjum um
menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist Raun-
vísindastofnun Háskólans, Dunhaga 3, 107 Reykja-
vík, fyrir 15. mars 1991.
Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dóm-
bærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um
menntun hans og vísindastörf. Umsagnir þessar
skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál.
Raunvísindastofnun Háskólans.