Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991. 11 Utlönd Þurfa Sovétríkin bráðum að flytja inn olíu? Sovétríkin, sem eru stærsti olíu- framleiðandi heims, munu innan tveggja ára neyðast til aö flytja inn olíu ef eigin olíuframleiðsla heldur áfram að minnka í sama takti og 1990. Þetta fullyrðir Pravda, málgagn sovéska kommúnistaílokksins. Blaðið greinir frá því að á hinum mikilvægu olíusvæðum í Tjumen í vesturhluta Síberíu hafi olíufram- leiðslan í fyrra minnkaö um 40 millj- ónir tonna miðað við framleiðsluna 1988 sem var 394 milljónir tonna. Samkvæmt Prövdu hafa sérfræðing- ar reiknað út að Tjumensvæðið sjái Sovétríkjunum fyrir um það bil helmingi þeirrar olíu sem flutt er út gegn gjaldeyri. í síðbúnum fjárlögum, sem lögð voru fram í síðasta mánuði, er gert ráð fyr- ir áframhaldandi minnkun á olíu- framleiðslunni á þessu ári. Ef ástandið batnar ekki verða Sovétríkin að kaupa olíu erlendis frá þegar árið 1993 skrifar Pravda og spyr í leiðinni hvernig verði þá hægt að borga þau lán sem Sovét- ríkjunum hafa boðist. Búnaður við olíuvinnslustöðvar í vesturhluta Síberíu er orðinn úreltur og hefur olíuframleiðslan þar minnkað gífurlega. Úreltur búnaður Vegna skorts á vestrænum gjald- eyri hefur ekki reynst unnt að end- urnýja úr sér genginn búnað auk þess sem viðgerðum hefur verið ábótavant. Samtímis hafa olíuverka- menn, sem orðnir eru langþreyttir á versnandi lífsafkomu, skorti á hús- næöi, skólum og matvælum, hótað aðgerðum. Samkvæmt Alþjóðlegu orkumála- stofnuninni í París var meðalolíu- framleiðslan í Sovétríkjunum í fyrra 11,4 milljónir tunna á dag og var það 0,7 milljónum tunna minna en 1989. Síðustu mánuðina í fyrra fór fram- leiðslan niður í 10,9 milljónir tunna á dag og hafði þá ekki verið jafnlítil í tíu ár. Endurbótum lofað Síðastliðið haust tókst sovéskum yfirvöldum með naumindum að koma í veg fyrir að olíuframleiðslan í Síberíu legðist alveg niður með því að lofa endurbótum í olíuvinnslu- stöðvunum. En í Tjumen sögðu menn að ef Moskvuvaldiö sæi ekki um að senda nauðsynlegan búnað fljótlega yrði ástandið svo alvarlegt að loka Olíuleit I Síberiu. þyrfti nokkrum dælum. Fullyrt er að skipta þurfi strax um fjórða hluta olíuröranna, að minnsta kosti þúsund kílómetra, á Nizjne- vartovsksvæðinu. Rörin þar eru sögð vera að ryðga sundur. í síðasta mánuði skipaði Gor- batsjov Sovétforseti sérfræðingum að sjá til þess að olíuiðnaðurinn fengi meira af varahlutum og tæknibún- aði. Einnig átti að bæta vinnu- og lífs- skilyrði verkamannanna í olíuiðnað- inum. Þörfin er sögð mikil. Samkvæmt Prövdu hafa íbúar Nizjnevartovsk og Surgut enn ekki getað notfært sér kjötskömmtunarseðlana sem þeir fengu fyrir nóvembermánuð. Hjutafélög í ööru málgagni sovéskra yfirvalda sagöi nýlega að Gorbatsjov styddi til- lögu um að mynduð yrðu hlutafélög í olíuiðnaðinum og að staðaryfirvöld hefðu meiri yfirráð yfir olíuvinnsl- unni. Væri þetta liður í umbótum forsetans í átt að markaðsbúskap. Leonid Filiminov, olíumálaráð- herra Sovétríkjanna, sagði í sama blaði að nú væri einnig kominn tími til fyrir Sovétríkin að hefja orku- sparnað. Hann hélt því fram að mið- að við þjóðarframleiöslu notuðu Sov- étríkin tvisvar sinnum meiri olíu en Bandaríkin og þrisvar sinnum meiri en Japan. TT Teikning Lurie Samsæriskenning í Sovétríkjunum: Vesturlönd reyndu að ræna völdum Valentin Pavlov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, segir í nýútkomnu blaðaviðtali að „öfl“ á Vesturlöndum hafi í síðasta mánuði reynt að steypa Mikhail Gorbatsjov forseta af stóli í „efnahagslegu valdaráni". Pavlov segir í viðtali við Trud, blað verkalýðshreyfingarinnar í Sovét- ríkjunum, að hann viti um áætlanir á Vesturlöndum sem gengu út á að auka peningamagn i landinu svo mjög í umferð að hagkerfið hefði hrunið og Gorbatsjov orðið að segja af sér. „Það var ekkert frumlegt við þessa áætlun. Þetta sama hefur verið reynt í fjölmörgum löndum til að knýja fram pólitískar breytingar og losna viö óþægilega stjórnmálamenn," seg- ir Pavlov. „Gorbatsjov forseti var einhverjum óþægur ljár í þúfu,“ bætti Pavlov við. Hann var fjármálaráðherra Sov- étríkjanna þar til í síðasta mánuði að hann var útnefndur forsætisráð- herra. „Ég get fullvissað ykkur um aö í þessu máli munaði ekki dögum held- ur klukkustundum. Við vorum á barmi þess að glata efnahagslegu sjálfstæði. Þetta átti að verða eins- konar innlimun, yfirlætisláus og án blóðsúthellinga," segir Pavlov. „Með því að grafa undan ríkisvald- inu og svipta okkur sjálfstæði átti að ræna okkur öllum auðlindum í mannafla og landsins gæðum. Með fullri virðingu fyrir vestrænni sið- menningu þá held ég að það sé óþarfi að fara í grafgötur um þetta mál,“ segir Pavlov. Pavlov segist vita með vissu um undirbúning þess að auka mjög pen- ingamagn í umferð í Sovétríkjunum. Hann segir að ein aðferðin hafi verið að kaupa mikið magn af 100 og 50 rúblna seðlum. Hann segir ennfremur að í sam- særinu hafi bankar í Sovétrikjunum lagst á eitt með nokkrum einkabönk- um í Austurríki, Sviss og Kanada. Hann segist vita hvaða bankar þetta séu en vill ekki nefna þá. Pavlov var spurður um hvort bank- arnir hafi komist yfir mikið af rúbl- um en hann segist ekki mega segja frá því vegna þess að landið eigi í efnahagslegu stríði. „Efnahagslegu stríði hefur verið lýst á hendur okkur og það stendur enn. Stríð er stríð,“ segir Pavlov. Hann segir að ríkisstjórninni hafi tekist að forða efnahagslegu hruni með því að innkalla alla 50 og 100 rúblna seðla í síðasta mánuði. Það var ákvörðun sem mæltist illa fyrir um allt land. Reuter :> ; V fy r.. TRYGGINGAGJALD Eindagi tryggingagjalds er 15. hvers mánaðar Tryggingagjaldi af launagreiðslum og reiknuðu endurgjaldi er unnt að skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjar- fógetar og sýslumenn og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. S Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við gíróseðlum sem eru fyrir- fram áritaðir af skattyfirvöldum. Ef aðili árit- ar seðilinn sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Til þess að komast hjá dráttarvöxtum þarf greiðsla að hafa borist á eindaga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póst- leggja greiðslu á eindaga. m R ÍKISS KATTSTJ Ó RI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.