Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991.
Spumingin
Af hverju heitir öskudagur
öskudagur?
Lena Nielsen, 11 ára: Ég veitþaö ekki.
Karlotta Óskarsdóttir, 11 ára: Þaö hef
ég ekki hugmynd um.
Bjarney Bjarnadóttir, 12 ára: Bara,
það var sett aska út um allt í gamla
daga.
Ingimar Þór Richter, 11 ára: Ég man
það bara ekki.
Dröfn Ösp Snorradóttir, 12 ára: Ég
veit ekki. Stelpur, hvaö segiö þiö?
Helga Sigríður Davíðsdóttir, 13 ára:
Af því aö konumar báru ösku í pott-
unum á þessum degi, held ég.
Lesendur dv
Sumarferðir ferðaskrifstofanna:
Samdráttur
og skrekkur
Halldór Guðmundsson skrifar:
Verð á utanlandsferöum ferða-
skrifstofanna er nú skyndilega orðið
um 10-25% lægra en sl. sumar. Þessu
ber aö sjálfsögðu aö fagna. En hvaö
hefur skeð sem veldur svona mikilli
lækkun á milli ára? Þrátt fyrir hækk-
un fargjalda og eldsneytis tekst okk-
ur að bjóða lægra verö en í fyrra,
segja ferðaskrifstofumenn. „Viö höf-
um greinilega verið of dýrir í fyrra
og þegar nýir stjómendur tóku hér
til starfa var starfiö allt endurskoö-
að, viö höfum breytt vinnutilhögun
okkar og gert nýja samninga," segir
einn þeirra. - Betur væri að alls staö-
ar væri skipt um stjórnendur árlega
ef þetta er afleiðingin!
Kópavogsbúi skrifar:
Ekkert kerfi er þaö fullkomið, að
ekki þurfi einhvern tíma að breyta
því eða bæta. Eitt slíkt kerfl er leiða-
kerfi Strætisvagna Kópavogs. Meg-
inatriði þess aö menn geti nýtt sér
almenningsvagna er að þeir haldi
uppgefinni tímasetningu. - Hjá
Strætisvögnum Kópavogs skortir því
miður nokkuð á stundvísi og vil ég
nú gera grein fyrir þessu í eftirfar-
andi lýsingu.
Nokkrir bílar aka um bæinn og
taka farþega sem ætla til Reykjavík-
ur. Farþegum er skilað á skiptistöð-
ina sem er eins konar „Hlemmur"
Kópavogsbúa. Þar bíður vagninn
Ingimar skrifar:
Ég hef eins og svo margir aðrir lagt
höfuðið í bleyti vegna hugsanlegrar
inngöngu okkar í Evrópubandalagið.
- Þetta á áreiðanlega eftir að verða
mun meira hitamál hér þegar fram
Auövitað hafa allar sumarferðir
ferðaskrifstofanna verið of dýrar og
eru ennþá, þrátt fyrir lækkunina.
Eða hvernig getur ein minnsta inn-
lenda ferðaskrifstofan boðið lægsta
verðið á markaðinum í leiguflugi, t.d.
flug til London á kr. 14.700 og til
Kaupmannahafnar á kr. 15.800? -
Verð sem ekki virðist vera óraun-
hæft úr því hægt er að bjóða þaö. -
eða hvað? Stærri ferðaskrifstofurnar
ættu því að geta boðið lægra verð.
Verðið hjá öðrum ferðaskrifstofum
er hins vegar mun hærra. Og svo
kemur þetta gamla leiðinlega mynst-
ur í auglýsingunum: „miðað við hjón
með 2 böm 2-11 ára“! Hvaða árátta
er þetta að auglýsa svona? Jú, mér
sem á að fara til Reykjavíkur.
Fimmtán mínútur eiga að vera á
milli ferða.
En Bíllinn sem heldur til Reykja-
víkur fer sjaldnast á réttum tíma og
aldrei á morgnana þegar álagið er
mest. Skýringin er sú að jafnan er
beðið eftir innanbæjarvögnunum og
ekki haldið af stað fyrr en sá sein-
asti þeirra skilar sér. - Þannig hafa
30-40 farþegar mátt bíða í allt að
10-12 mínútur eftir kannski þremur
eða flóram farþegum ef færð versn-
ar.
Þar sem margir þurfa að ná í annan
vagn í Reykjavík (en þar eru þeir á
réttum tíma) kemur oft fyrir að
líöa stundir og deilurnar um álver
og loðnuveiði hjaðna.
Þeir sem hafa hvað mest úthrópað
Evrópubandalagið eru ekki alltaf
samkvæmir sjálfum sér, eftir því sem
sýnist að þarna séu ferðaskrifstof-
urnar að ná til fólks sem hvað helst
er bundið við að ferðast með þessum
skrifstofum. Hjónafólk og aörir ein-
staklingar ferðist meira á eigin veg-
um nú orðið. Verðið rýkur enda upp
aftur þegar t.d. er um hjón að ræða
eða einstaklinga. Dæmi eru um að
þá hækki verðið um allt að 12-15
þúsund krónur fyrir manninn.
Mín tilfmning fyrir skyndilegri
verðlækkun ferðaskrifstofanna er sú
að nú er samdráttur í ferðalögum í
sjónmáli, og það er skrekkurinn af
honum sem markar stefnuna. - Sam-
keppnin ein getur lækkað ferða-
kostnaðinn og nú virðist árangur í
sjónmáli. Það er öllum gleðiefni.
Kópavogsfarþegar missa af þeim
vagni.
Eins og þetta gengur nú fyrir sig
er gangurinn þessi í morgunferðum
við nokkrar mismunandi aðstæður:
Allar götur auðar, skyggni eins gott
og hugsast getur; föst seinkun er 5
mínútur. - Rigning og skyggni
slæmt; 7 mínútna seinkun. - Smáél
og hálka á götum; 10-12 mínútna
seinkun, ein og ein ferð fellur niður.
Krafan hlýtur að vera sú aö stund-
vísi sé höfð í heiðri hjá SVK og þeir
leggi af stað frá skiptistöðinni á þeim
tíma sem stjórnendur gefa upp í
tímaáætlunum.
maður heyrir og sér. Margir þeirra
manna sem hvað mest hafa lagst
gegn EB og samskiptum við það hafa
þó lagt sig fram um að vísa til sumra
Evrópulandanna, þegar mikið hefur
legið við, og um leið lagt fæð á allt
þaö sem kemur frá Bandaríkjunum.
Meira að segja hafa sumir andstæð-
ingar EB löngum státað af því aö við
íslendingar séum af Evrópustofni og
eigum því rætur okkar þar. En þegar
kemur að því að sameinast bandalagi
sem augijóslega leggur okkur meira
til en það tekur, þá umhverfast þeir
hinir sömu.
Vita mega menn þó að sá tími nálg-
ast óðfluga að við Islendingar getum
engan veginn staðið einir og óháðir,
þegar markaðsbandalögin miklu
beggja vegna hafsins eru orðin að
veruleika. Þá verðum við að velja
hvoru bandalaginu við ætlum að
fylgja - og sameinast. Undan því
verður ekki vikist. En allra síst er
Evrópubandalagið eða markaðs-
bandalagið milli Bandaríkjanna,
Kanada og Mexíkó andhverfa frjáls-
hyggju eins og sumir af þekktari og
virtari borgurum þessa lands hafa
haldið fram opinberlega.
Ekkibætaþá
rauðu nefin
Unnur Ólafsdóttir hringdi:
Samtök endurhæfðra mæn-
uskaddaðra auglýsa nú allt hvað
af tekur „rauðu nefm“ á þekktum
persónum í þjóðlífmu, þ.á m.
nokkrum þíngmönnum, og þykir
víst akkur í að fá þá til liðs í átak-
inu. - Það þykir mér hins vegar
ekki. Margir eru þeir sem verða
frekar fráhverfir átaki þessu þeg-
ar þeir sjá stjórnmálamenn með
rautt nef sem, ,gefur möguleika1 ‘.
Almenningur er yflrleitt þeirr-
ar skoðunar að stjórnmálamenn
haft ekki skapað mikla möguleika
i það heila tekið og frekar stuðlaö
að einangrun og stöðnun. Þetta á
við flesta íslenska stjómmála-
menn seinni tíma. Framtakssam-
ir einstaklingar gerðu það sem
gert var þrátt fyrir stjómmála-
mennina, ekki vegna þeirra.
Ekkiíbíómeð
greiðslukort
Hjálmar hringdi:
Ég ætlaði að skreppa í bíó eitt
kvöldið fyrir nokkru. Þegar ég
ætlaði að greiða með greiöslu-
korti var mér svarað að þarna
gengju þau einfaldlega ekki. Ég
varð þvi að snúa við og verða af
bíói þetta kvöldið.
Mér er sagt að k vikmyndahúsin
taki ekki greiðslukort og sé þaö
sameiginleg ákvörðun þeirra.
Þetta finnst mér vera slæleg þjón-
usta á þessum annars framfara-
tímum í verslun og viðskiptum.
Skósmiðir, dekkjaverkstæðí,
Þjóðleikliúsið og Borgarleikhúsið
- allir taka greiðslukort. En ekki
kvikmyndahús! Þau eru á sama
báti og olíufélögin. Oiíufélögin
standa þó betur að vígi, því fólk
er tilneytt aö skipta viö þau. Þessi
fyrirtæki setja viðskiptavinunum
reglurnar; upp meö peningana!
Ættingjar og
afkomendur
Kristin Magnúsdótth' skrifar:
Mér finnst orðnir áberandi hjá
Ríkisútvarpinu, bæði útvarpi og
sjónvarpi, ættingjar eða skyld-
menni starfandi manna á stöðv-
unum. Sumt af þessu fólki kann
auðvitað að vera hinir hæfustu
starfskraftar, en það er orðið
áberandi hvernig nýir starfs-
menn tengjast hinum gömlu.
Einnig skyldleiki þáttagerðar-
fólks við þekkta stefnu og áhuga-
mál vinstri manna hér.
Þetta er fyllilega ámælisvert,
ekki síst vegna þess að Ríkisút-
varpið er nú ríkiseign, en ekki
einkafyrirtæki, þar sem stjóra-
endur geta sem best ráðið i störf
að geðþótta. - Eitt vil ég minnast
á að lokum, og það er nauðsyn
þess að sjónvarpsþuhr og frétta-
menn sjónvarps séu frambæri-
legir; vel snyrtir og líflegir í fasi.
Undanfarið hefur borið á því að
litið sé framhjá þessu atriði.
Eftirminnileg
helgi á Hótel Örk
Margrét Karlsdóttir skrifar:
Mig langar til þess að koma á
framfæri smáþakklætisvotti fyrir
eftirminnilega helgi sem ég átti i
góðra vina hópi nú ekki ails fyrir
löngu á Hótel Örk í Hveragerði.
Ekki hefði ég trúað því að
óreyndu hve hótelið er skemmti-
legt, herbergin glæsileg og þrifa-
leg, og hve stjanað var við mann
frá morgni til kvölds.
Ég var á ferð með hópi sem
kemur reglulega saman og við
ákváðum að bregða út af vanan-
um og halda árshátið. Við sjáum
okki eftir því, og mér finnst ég
hreinlega verða að fá að koma á
framfæri þakklæti til starfsfólks
fyrir eftirminnilega helgi.
’jfý
||j|jjj Laptev- haf
Norðurheimskautið SOVÍT-
kanada Hudsonflói asÉjP*- aév *>., RÍKIN
Novaja-
• Davíðssund Zemlja
Labrador r'o Avn Barentshaf
Norður- . • lililBl
'pff mBMm íshaf
Nýfundna- íand ÍSLAND
Norður-Atlantshaf
Örlög íslendinga aö sameinast öðru hvoru hinna stóru markaðsbandalaga
beggja vegna hafsins?
Leiðakerf i Strætisvagna Kópavogs
EB - andhverf a frjálshyggju?