Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Page 16
16
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991.
Iþróttir
Bikarkeppnin í körfuknattleik:
Stórskotahríð
Booker kom
of seint fyrir ÍR
- Þór sigraöi, 103-101, og er kominn í undanúrslit
Stúfarfrá
Englandi
Guimar Svembjömssan, DV, Englandi:
• Þaö er nú næsta víst að David
Seaman, markvörður Arsenal,
mun ekki verja mark Englend-
inga í landsleiknum viö íra á
Wembley í næsta mánuði. Sea-
man var í byrjunarliðinu gegn
Kamerún í síöustu viku en fékk
ekkert að gera og hefði alveg eins
getaö setið heima og sötrað te.
Slök frammistaða Afríkubúanna
var Seaman mjög í óhag því að
hann fékk ekki tækifaeri til að
sýna hvaö í honum býr og nú
bíður hans það hlutverk að vera
varamaður Chris Woods í næsta
leik.
McCoistkom, sá
og sigraði
• Ally McCoist, framherji Glas-
gow Rangers, kora, sá og sigraði
í viöureigninni við St.Mirren um
nýliöna helgi. McCoist hefur ver-
ið úti í kuldanum hjá Souness
nánast í allan vetur en á laugar-
daginn þakkaöi hann fyrir sig aö
fá að vera í byrjunarliðinu með
þvi að skora eina mark leiksins
og tryggja Rangers sigurinn.
McCoist var þó aðeins í liðinu
sökum þess að Mo Johnston var
með hlaupabóluna og Mark Hat-
ely með flensu.
Leeds leitar framherja
• Leeds United er enn á höttun-
um eftir frambærilegum marka-
skorara, enda veitir ekki af því
að liðið er í baráttunni á mörgum
vígstöðvum. Carl Shutt og John
Pearson eru báðir meiddir og Lee
Chapman verður aö fá almenni-
legan stuðning i fremstu vxglínu.
Peter Beardsley er sem fyrr efst-
ur á óskalistanum hjá Howard
Wilkinson en til vara er Gary
Penrice, leikmaöur Watford.
Penrice er 26 ára og myndi kosta
í kringum eina milljón punda.
Ronnie Wheian fótbrotinn
• Sigur Liverpool á nágrönnum
sínum í Everton gæti reynst lið-
inu dýrmætur. Fyrirliðinn
Ronnie Whelan varö aö fara af
leikvelli eftir samstuð við Peter
Beagrie, útherja Everton. Eftir
leikinn kom síöan í Ijós að Whel-
an hafði fótbrotnað. Auk leikja
meö Liverpool missir Whelan af
mikilvægum landsleik i Evrópu-
keppni landsliða gegn Englend-
ingum í næsta mánuði.
Speedie bað áhangendur
Everton afsökunar
• David Speedie, leikmaöur Li-
verpool, bað áhangendur Everton
afsökunar eftir nágrannaslaginn
á Anfield Road á laugardaginn.
Speedie skoraði tvö mörk í leikn-
um og nánast sökkti Everton en
þaö vóru ekki mörkin tvö sem
leikmaðurinn var að biðjast af-
sökunar á heldur fagnaðarlætin
sem fylgdu í kjölfarið á fyrsta
markinu. Speedie sagðist ekki
vera alveg kunnugur staðháttum
á Anfield Road og því hefði hann
óvart steytt hnefann framan í
áhangendur Everton, enda haldiö
að þar væru Liverpool-aðdáend-
ur á ferð.
Gary Walsh líklegur til
að taka við Sealey
• Gary Walsh, hinn ungi mark-
vörður Man. Utd„ virðist vera
búinn að ná sér af meiðslum sem
taliö var að myndu binda enda á
feril hans. Annað kom á daginn
og hinn 22 ára gamli markvöröur
hefur sýnt mjög góða leiki með
varaliði United aö undanfómu.
Nú þykir víst aö Ferguson þarf
ekki að leita langt yfir skammt
aö eftirmanni Sealeys en samn-
ingur hans rennur út í sumar.
Walsh lék á sínum tima með
enska u-2l landsliöinu og var
fastamaður í marki Man. Utd.
áöur en hann meiddist fyrir
tveiraur árum.
Gylfi Kristjánsson, DV, Alcureyri:
Ævintýraleg stórskotahríð Banda-
ríkjamannsins Franc Booker í liði ÍR
á lokamínútum bikarleiksins gegn
Þór á Akureyri í gærkvöldi veröur
án efa lengi í minnum höfö. Hann fór
hamforum síðustu mínútur leiksins
og var nærri búinn áð vinna upp á
sitt eindæmi 21 stigs forskot Þórsara.
En það gekk ekki upp, Þór sigraði
103:101 og leikur í undanúrslitum
bikarkeppninnar.
„Við náðum loks að spila góða
maður á mann vörn í fyrri hálfleik
og það skóp sigurinn," sagði Sturla
Örlygsson, þjálfari og leikmaður
Þórs, eftir ieikinn. „Það var vissulega
farið að fara um mann undir lokin
en okkur tókst að hanga á þessu og
það er fyrir öllu,“ bætti Sturla við.
Sem dæmi um hamfarir Booker í
leiknum má nefna að eftir að staðan
var 81:60 fyrir Þór um miðjan síðari
hálfleik skoraði hann 37 af 41 stigum
ÍR. Hann skoraði 23 stig síðustu 3
mínútur leiksins og 14 stig á síðustu
mínútunni. Á þessum tíma brenndi
hann ekki af skoti og var sama
hvernig færið var.
Kappinn var hins vegar lengi í gang
og skoraði ekki stig fyrr en á 11.
mínútu leiksins en hann fékk líka á
sig góða vörn Jóhanns Sigurðssonar
á þeim tíma. Booker skoraði 15 stig
Keflvikingar eru komnir í undan-
úrslit í bikarkeppni karla í körfu-
knattleik eftir sigur á Valsmönnum
í gærkvöldi, 76-87, í íþróttahúsi Vals
við Hlíðarenda.
Leikurinn var nokkuð sveiflu-
kenndur. Eftir jafnar upphafsmínút-
ur fóru Valsmenn virkilega í gang,
breyttu stöðunni úr 25-24, í 38-24.
Keflvíkingar létu þetta ekki slá sig
út af laginu og náðu að komast einu
stigi yfir fyrir leikhlé og staðan í
hálfleik var 44^45.
Síðari hálfleikurinn var mjög jafn
og liðin skiptust á að hafa forystu.
En það var eins og úthald Valsmanna
breysti á lokakafla leiksins. Þegar
um 8 mínútur voru til leiksloka
Þórhallur Asmundssan, DV, Sauðárkröki:
Annarrar deildar lið Tindastóls í
knattspymu hefur ráðið Bandaríkja-
manninn Tim Hankinson sem þjálf-
ara fyrir komandi tímabil og kemur
hann til starfa um aðra helgi. Hank-
inson kom til Sauðárkróks fyrir 3
vikum og forráðamönnum Tinda-
stóls leist rajög vel á störf hans og
komust að samkomulagi að hann
tæki við liöinu. Hankinson hefur
þjálfað háskólalið frá Bandaríkjun-
í fyrri hálfleik en 49 í þeim síðari.
Þórsarar náðu strax undirtökun-
um, voru yfir í hálfleik 55:37 og 21
stig um miðjan síðari hálfleik sem
fyrr sagði svo sigurinn hefði átt að
vera kominn í ömgga höfn.
Þórsliðið lék lengst af ágætlega í
þessum leik og sérstaklega var vörn-
in betri en venjulega lengst af og á
köflum var sóknarleikur liðsins mjög
góður. Jóhann Sigurðsson, Sturla
Orlygsson, Dan Kennard og Jón Öm
Guðmundsson voru bestu menn liðs-
ins.
ÍR-liöið var hins vegar bara einn
maður í þessum leik enda gekk ekk-
ert þar til Booker fór loks í gang og
sterkur leikmaður eins og Björn
Stcffensen sást t.d. hreinlega ekki í
leiknum. En hvað um það, það er
ekkert lið öfundsvert af að lenda í
klónum á Booker í þessum ham enda
hafa ekki mörg lið sloppið með sigur
gegn ÍR undanfarið.
Stig Þórs: Dan Kennard 25, Jón Örn
22, Sturla 20, Konráð Óskarsson 16,
Jóhann og Helgi Jóhannesson 6 hvor,
Bjöm Sveinsson 4, Eiríkur Sigurðs-
son og Högni Friðriksson 2 hvor.
Stig ÍR: Franc Booker 64, Ragnar
Torfason 12, Karl Guðlaugsson 9, Björn
Steffensen 6, Eggert Garðarsson 4,
Gunnar Ö. Þorsteinsson 3, Bjöm Leós-
son 2, Hilmar Gunnarsson 1.
höfðu Keflvíkingar þriggja stiga for-
skot, 69-72, en næstu 6 stig voru Suð-
umesjamanna og eftir það var sigur
liðsins í höfn og lokatölur, 76-87.
Sem fyrr í vetur voru Magnús
Matthíasson og David Grissom í að-
alhlutverkum hjá þeim rauðklæddu.
Grissom skoraöi 28 stig og Magnús
24. Næstflest stig fyrir Val gerði
Guðni Hafsteinsson með 12 stig.
Falur Harðarson, Jón Kr. Gíslason
og Sigurður Ingimundarson vom at-
kvæðamestir Keflvíkinga. Falur
skoraði 21 stig og þeir Jón Kr. og
Sigurður skorðu 15 stig hvor.
Leikinn dæmdu þeir Leifur Garð-
arsson og Helgi Bragason og stóðu
þeirfélagarsigíheildinavel. -GH
um og í fyrra hafnaði lið undir hans
stjórn í 3. sæti á bandaríska háskóla-
mótinu. Svo gæti farið að Hankinson
kæmi með tvo erlenda leikmenn með
sér til Tindastóls.
Ekki verður mikið um breytingar
á leikmannahópi Tindastóls næsta
sumar. Nýverið gekk Þórður Gísla-
son í félagið en hann lék með Fylki
og nokkrir leikmenn, sem höföu
ákveðið að hætta, hafa hug á að vera
með í baráttunni í sumar.
-GH
Keflavík sló
Valsmenn út
- voru sterkari í lokin og sigruðu, 76-87
Hankinson ráðinn
til Tindastóls
- tveir erlendir leikmenn með liðinu í sumar?
• Geir Sveinsson átti ágætan leik í gærkvöldi þegar íslendingar lögðu Ungvc
mörkum sinum í leiknum.
Héðinn ví
- var besti maöur íslendinga í sig
íslendingar sigruðu Ungverja öðru
sinni á jafnmörgum dögum í landsleik
í handknattleik í Laugardalshöll í gær-
kvöldi. Lokatölur urðu 22-19 eftir að
íslendingar höfðu haft fimm marka for-
skot í leikkléi, 11-6. Leikurinn í gær-
kvöldi var sveiflukenndur af hálfu ís-
lenska liðsins líkt og í fyrri leiknum en
sigur liðsins þó öruggur þar sem ísland
haföi yfirhöndina allan leiktímann.
íslenska liðið lék oft ágætlega í fyrri
hálfleik, eftir jafnar upphafsmínútur
skoruðu íslendingar fimm mörk í röð,
breyttu stöðunni úr 3-3 í 8-3 og lögðu
grunninn að sigrinum. Á þessum góða
leikkafla var vömin mjög sterk, sterkur
6-0 varnarmúr sem Ungverjum gekk
illa að ráða við. í sókninni fékk Héðinn
Gilsson loks að spreyta sig og var hann
í miklum ham í fyrri hálfleik og skor-
aði glæsileg mörk.
Bjarki Sigurðsson átti fyrsta orðið í
síðari hálfleik og þeir fáu áhorfendur,
sem lögðu leið sína í Höllina, áttu von
Spennandi fallbarátta
- flögur liö eiga á hættu að missa sæti sitt
Allt stefnir í hörkuspennandi fallbar-
áttu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á
næstu vikum. Fjögur lið eiga það á hættu
að missa sæti sitt í deildinni þegar hvert
þeirra á eftir að spila 5-7 leiki; Valur,
Þór, Snæfell og ÍR.
Það lið, sem fær fæst stig í riölunum
tveimur, fellur niöur í 1. deild og það sem
fær næstfæst stig þarf að leika aukaleik
við lið númer tvö í 1. deild um úrvals-
deildarsæti. Staða fjögurra neðstu lið-
anna er þessi:
Valur..............21 6 15 1739-1854 12
Snæfell...........20 5 15 1570-1776 10
Þór................19 5 14 1743-1821 10
ÍR.................19 4 15 1518-1765 8
Verði tvö eða fleiri hð jöfn að stigum
ráða úrslit innbyrðisleikja þeirra rc
inni. Að þessu leyti stendur Snæfell bi
að vígi því að liðið er með hagstæða í
komu í innbyrðisleikjum við alla þi
keppinauta sína.
Liðin fjögur eiga eftirtöldum leikji
ólokið, heinia og úti í svigum:
Valur: Snæfell (H), Tindastóll (Ú), Þ
(Ú), Keflavík (Ú), Grindavík (H).
Snæfell: Grindavík (H), Valur (I
Haukar (H), KR (Ú), Njarðvík (H), ÍR (F
Þór: Haukar (H), ÍR (Ú), Njarðvík (I
Grindavík (Ú), Valur (H), Keflavík (I
Tindastóll (H).
ÍR: Keflavík (Ú), Þór (H), Grinda\
(Ú), Njarðvík (U), KR (H), Haukar (I
Snæfell (Ú). -'