Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991.
33
Lífsstíll
Hækkanir tryggingafélaganna:
Bílatryggingar dýrari
en í nágrannalöndunum
„Neytendasamtökin telja það ótrú-
legt ábyrgðarleysi hjá stóru trygg-
ingafélögunum að hækka iðgjöld sín
eins og raun ber vitni um. Það vekur
einnig furðu mína að það eru stóru
tryggingafélögin sem hækka mest en
fyrir einungis ári lofuðu þau lækkun
Neytendur
á iögjöldum í kjölfar þeirrar hagræð-
ingar sem myndi nást með samein-
ingu þeirra í tvö stór félög,“ segir
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna.
Jóhannes segist hafa fengið íjölda
ábendinga upp á síðkastið um að
tryggingaiðgjöld, einkum vegna bif-
reiða, séu mun hærri hér á landi en
í nágrannalöndunum. Þessar upplýs-
ingar segist hann einkum hafa fengið
frá íslendingum sem nýfluttir eru
heim eftir langa búsetu erlendis.
Hann segir sljórn Neýtendasamtak-
anna hafa tekið þessar ábendingar
alvarlega og því sé verið að ræða um
að ráða sérstakan starfsmann til að
gera úttekt á starfsemi tryggingafé-
laganna og gera samanburð á ið-
gjöldum þeirra og erlendra félaga.
Neytendasamtökin ráða starfsmann til að gera verðsamanburð
Bílatryggingar á Islandi mun dýrari en i nágrannalöndunum
Að sögn Páls Gunnarssonar, sem
nýverið flutti heim eftir áralanga
búsetu í Svíþjóð, eru bifreiðatrygg-
ingar hér á landi meira en þrisvar
sinnum dýrari. Hann segist hafa
keypt sér svipaðan bíl og hann átti
ytra við komuna til íslands. Engu aö
síður þurfti hann að greiða helmingi
hærra verð fyrir skyldutrygginguna
eina heldur en hann þurfti að borga
fyrir slysa- og kaskótryggingu í Sví-
þjóð.
„Að mínu mati er þessi verðmunur
með öllu óskiljanlegur. Bónusinn var
sá sami og þó varahlutir séu á íviö
lægra verði þar þá vega þar upp á
móti hærri laun hjá viðgerðarmönn-
um. Eina hugsanlega skýringin á
þessu væri sú að íslenskir ökumenn
séu þrisvar sinnum verri ökumenn
er Svíar. Það finnst mér þó ótrú-
legt,“ segir Páll.
„Aö mínu mati er engan veginn
nægjanleg samkeppni meðal trygg-
ingafélaganna hér á landi og full
ástæða til að ætla að ekki sé nægjan-
legt aðhald meö rekstri þeirra. Hins
vegar hljóta neytendur að velta því
fyrir sér í alvöru að fara með trygg-
ingar sínar til þeirra félaga sem
hækka iögjöldin minnst," segir Jó-
hannes Gunnarsson.
-kaa
Selfoss:
Aukin neysla
- meira rasl
Kristján Einarsson, DV, Selfossi:
Selfyssingar henda 22 tonnum af
rusli á hverri viku, eða um 1150 tonn-
um á ári. Að sögn Guðjóns Egilsson-
ar, eiganda fyrirtækis sem sér um
að koma öllu rush frá heimilum
bæjarbúa, eykst neysla Selfyssinga
stöðugt og þar af leiðandi rushð. 30%
heimila þurfa tvo svarta plastpoka
Guðmundur H. Garðarsson:
Skattleysismörk mið-
ist við 100 þúsund
króna laun á mánuði
Guðmundur H. Garðarsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, vill að
skattleysismörkin verði miðuð við
100 þúsund króna laun á mánuði.
Hann leggur þetta til í þingsályktun-
artillögu sem hann er einn flutnings-
maður að.
Hann rökstyður þingsályktunartil-
lögu sína með því að neikvæð þróun
hafl átt sér stað á undanfórnum
árum í skattamálum með sérstöku
tilliti til launatekna. Hann segir að
frá þvi staðgreiðslukerfi skatta var
tekið upp hafi skattprósentan hækk-
að en skattleysismörkin ekki tekið
eðhlegum breytingum með tilliti til
verðbólgunnar síðastliðin þrjú ár.
Niðurstaðan verði stóraukin skatt-
byrði á milhtekjufólk á sama tíma
og átt hefur sér stað kaupmáttar-
skerðing. Hann segir að eftir því sem
næst verði komist þyrftu skattleysis-
mörkin hjá einstakUngi að vera hið
minnsta 100 þúsund krónur á mán-
uði.
_. ,-S.dór
Skattleysis-
morkin
vikulega en heimilin eru 1200 talsins.
Fyrirtæki Guðjóns sér um að fjar-
lægja sorp af nánast öllu Suður-
landi. Er sorpinu komið fyrir í landi
Selfoss og urðað þar. Til stendur að
finna Sorpstöð Suðurlands nýjan
stað þar sem sorphaugar Selfyssinga
taka ekki lengur við öllu því drasli
sem neysluglaðir Sunnlendingar
henda frá sér.
Fjöldi bílasala, bíla-
umboöa og einstaklinga
auglýsa fjölbreytt úrval
bíla af öllum gerðum og
í öllurn verðflokkum með
góðum árangri í DV-BÍLAR
á laugardögum.
Athugið að auglýsingar í
DV-BÍLAR þurfa að berast
í síðasta lagi fyrir kl. 17.00
á fimmtudögum.
Smáauglýsingadeildin er
hins vegar opin alla daga
frá kl. 09.00 til 22.00 nema
laugardaga frá kl. 09.00 ti I
14.00 og sunnudaga frá
kl. 18.00 til 22.00.
Smáauglýsing í
HELGARBLAÐ verðurað
berastfyrirkl. 17.00
á föstudögum.
Auglýsingadeild
cj’skitaull iíii ii i úiiidíiiIiiíiííiííliíÍílííliíííúúP