Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991. Fréttir Fangaprestur um Steingrím Njálsson í skýrslu hjá RLR: Viðurkennir ekki sekt sem öll þjóðin veit um - fangelsislæknar á einu máli um hve hættulegt er að hann gangi laus Steingrímur Njálsson er nú frjáls ferða sinna. í gæsluvarðhaldsúrskurði, sem Sakadómur Reykjavíkur kvað upp yflr Steingrími Njálssyni 23. febrúar, kemur fram að þrír fangelsislæknar og fangaprestur lýsa áhyggjum yfir breyttu hegðunarmynstri hans - og ábyrgðarleysi gagnvart samfélaginu að láta hann lausan úr fangelsi. Eins og fram hefur komið í DV losnaði Steingrímur úr haldi um síð- ustu helgi og er nú frjáls maöur. Samkvæmt heimildum DV hefur hann fengið framfærslustyrk hjá op- inberum aðilum. Blaðinu er ekki kunnugt um dvalarstað hans. Andlegt jafnvægi aldrei verra en nú í skýrslu Ólafs Jens Sigurðssonar fangaprests, sem hann gaf hjáRann- sóknarlögreglu ríkisins 21. febrúar síðastliðinn, segir meðal annars: „Eins og ástatt er í dag tel ég Stein- grím geta verið samfélagslega hættu- legan. Kemur þar til að andlegt jafn- vægi mannsins hefur aldrei verið í lakara ástandi en nú þann tíma sem ég hef til hans þekkt. Enn í dag neit- ar Steingrímur að gangast við sekt sinni - sem öll þjóðin veit hver er og hann hefur raunar meðgengiö frammi fyrir dómara - að hann hafl kynferðislega hneigð til ungra drengja. Sé á þetta minnst við Stein- grím umtumast hann. Öll úrræði og tilraunir til að aðlaga Steingrím eðli- legu samfélagi hafa mistekist þann tíma sem ég hef til hans þekkt. Ástæðan hefur ævinlega verið sú að hann hefur brugðist sjálfur en sakast ævinlega við aðra vegna veikleika síns og sektar. Steingrímur er í dag forhertur, hefur í hótunum og vill reyna að nýta sér það ástand sem upp er komið til að fá fjármuni úr opinberum sjóðum. Verði Steingrím- ur látinn laus er það skoðun mín að það sé ábyrgðarlaust gagnvart sam- félaginu og honum sjálfum." Horfist ekki í augu við vandann í skýrslu fangaprestsins segir einn- ig að Steingrímur sé „orðinn and- þjóðfélagslega sinnaðri og heiftúð- ugri“ - ekkert annað geti hjálpað honum en að hann horfist í augu við vanda sinn og vinni sig út úr honum með aðstoð hæfra manna: „Án áfengis treystir hann sér ekki til að laga sig að mannlegu samfélagi og flýr því strax á náðir áfengis,“ sagði í skýrslunni. Þar segir enn- fremur að það sé „stórvarhugavert að veita Steingrími ótakmarkað frelsi án þess að gerðar verði ræki- legar ráðstafanir til að veita honum lækningu meina sinna.“ Fangaprest- ur sagði meiri líkur á því en oft áður að Steingrímur mundi hefja áfengis- neyslu strax og hann fær frelsi sitt. Sagðist ætla að fremja morð Gylfi Haraldsson, fangelsislæknir á Litla-Hrauni, átti langt samtal viö Steingrím 3. desember - skömmu eft- ir að hæstaréttardómur hafði gengið um 12 mánaða fangelsisrefsingu yfir honum. Þeirri afplánun lauk reynd- ar á laugardaginn var. í umsögn læknisins segir meðal annars: „Hann (Steingrímur) hafði þá eins og reyndar stundum áöur í hótunum við marga aöila. Sérstaklega þennan daginn við dómara og starfsmenn í dómsmálaráðuneyti. Talaði hann um að næst þegar hann kæmi inn í fang- elsi þá myndi hann koma inn eftir morð því hann ætlaði að sjá fyrir svo og svo mörgum þegar hann losnaði úr fangelsinu. Steingrímur bað und- irritaðan að skýra frá þessu í fangels- ismálastofnun og eins því að næst þegar hann færi út úr fangelsi þá yrði það í plastpoka. Hann minntist þá sinnar fortíðar og taldi að öll sund væru nú lokuð og einungis hefnd eftir af hans hálfu,“ segir í umsögn fangelsislæknisins. Gylfi taldi Stein- grím ekki heilan á geðheilsu „og væri honum full þörf á að komast á sérstaka deild sér til hjálpar þar sem geðveilir afbrotamenn væru vistað- ir.“ Læknirinn vakti sérstaka athygh á „breyttu hegðunarmynstri" Stein- gríms. Hættulegur sjálfum sér og öðrum í umsögn Sigurður Ámasonar fangelsislæknis frá 15. febrúar segir læknirinn ljóst að Steingrímur væri ekki heill á geðheilsu. í samtali við hann sýndi Steingrímur „veruleg merki um hömluleysi og var ákaflega hávær og illyrtur í garð allra sem hafa haft með mál hans að gera, inn- an fangelsisins sem utan.“ Sigurður sagði Steingrím einnig hafa verið með „óbeinar hótanir" í sinn garð. „Þetta breytta hegðunarmynstur vekur verulegan ugg um að ofan- greindur fangi gæti verið hættulegur sjálfum sér og öðmm,“ sagði í um- sögninni. í úrskurði sakadóms kom fram að Þórarinn Gíslason fangelsis- læknir vissi af bréfi Sigurðar og sagðist hann vera samþykkur því sem þar kemur fram. í ljósi þessara álitsgerða féllst saka- dómari á kröfu ríkissaksóknara um gæsluvarðhald og geðrannsókn á Steingrími Njálssyni. Síðastliðinn fóstudag var úrskurðurinn felldur úr gildi í Hæstarétti sem taldi að þar sem Steingrímur hefði ekki talist brótlegur væru ekki lagalegar heim- ildir til að úrskurða hann í gæslu- varðhald. í Hæstarétti lá einnig fyrir ný álits- gerð Högna Óskarssonar geðlæknis, dagsett 25 febrúar. Þar kom meðal annars fram hve afneitun Steingríms á eigin vandamálum væri áberandi og hve hann réttlætir þau ákaft. Geð- læknirinn var í mjög mörgu á sama máli og ofangreindir þrír læknar og fangapresturinn. Geðlæknirinn taldi hins vegar ekki þörf á að framkvæma formlega geðrannsókn á Steingrími. Að virtu þessu áliti felldi Hæstiréttur einnig úrskurð sakadóms um geð- heilbrigðisrannsókn úr gildi. í sakadómi Reykjavíkur er nú til meðferðar ákæra á hendur Stein- grími Njálssyni þar sem meðal ann- ars er farið fram á að sérstakar ör- yggisráðstafanir veröi gerðar vegna hans. Lögmaður Steingríms hefur krafist þess að ákærunni verði vísað frá. Málið verður bráölega tekið fyrir í sakadómi. -ÓTT í dag mælir Dagfari_______________ Mál að missa meydóminn Stundum er talaö um örvænting- araldurinn hjá konum sem hafa haldið sig frá karlmönnum, og öllu ósiðlegu sem þeim fylgir, svo lengi að þær eru famar aö fella æsku- blómann. Rennur þá gjaman upp fyrir þeim að ekki sé seinna vænna að hætta skírlífinu og slá til í tu- skiö til að tryggja framtíðarhags- muni sína. Sumar fara jafnvel aö halda sér til, punta sig og mála og sækja vafasama staði þar sem karl- menn er að finna. Dagfari er ekki grunlaus um að heill stjórnmálaflokkur, eingöngu skipaður konum, sé að komast á þennan örvæntingaraldur. Kvennahstakonur komu óspjaUaö- ar af ósiðsemi stjómmála inn á Alþingi og sögðu sveiattan og oj- bara við öllu svínaríi karlmann- anna í bankaráðum og brennivíns- veislum. Þær lofuðu hátíðlega og töldu það létt verk að leysa öll vandamál þjóöarinnar út frá reynsluheimi kvenna, og skyldu þá karlmenn aldeilis ekki fá að káfa á þeim málum. í staðinn fyrir efna- hagsmál töluðu þær um kvenna- bókmenntir og í staðinn fyrir álver um kvennaathvörf og ókeypis súr- mjólk í frímínútum í bamaskólum. Ekkert höfðu þær á móti því að austurlenskar konur væru keyptar hingað eftir príslistum svo íslensk- ir karlmenn gætu gefið þeim glóö- arauga og losað sig viö þær í eitt- hvert athvarfið því það sannaði aöeins þaö sem þær höfðu alltaf sagt um vonsku þeirra. En svo hðu árin á Alþingi og ekk- ert gerðist í reynsluheimi kvenn- anna á þeim bæ. Þær urðu bara eldri í póhtíkinni og eftir því óálit- legri og þau vandamál þjóðarinnar, sem ekki stóðu í stað, versnuðu um allan helming. Landbúnaðurinn hmndi, sjávarútvegurinn hrundi, húsnæðiskerfið hmndi og smám saman fór jómfrúmar að gmna að þetta yrði ekki lagað með athvörf- um og ókeypis súrmjólk í frímínút- um. Og svo læddist að þeim beygur- inn mikh um að bráðum yrðu þær komnar úr pólitískri bameign og ekki seinna vænna að fá sér fyrir- vinnu á Alþingi til að tryggja fram- tíö sína. En eins og siðsömum stúlkum sæmir fóm þær varlega i fyrstu, htu í spegh og létu geisla- bauginn hallast aðeins th vinstri og annað augnlokið titra örlítið þegar Steingrímur gekk framhjá. Og þar kom að einn stjómarher- rann hneigði sig hofmannlega fyrir þingjómfrú og sagði: „Má ég kannski bjóða dömunni í banka- ráð?“ Svo heyrðist feimnislegt fhss og pískur hjá vinkonum á þing- bekknum þegar parið gekk afsíðis og ekki meira um það. Og nú er sjálft kosningabahið framundan. Eins og aðrir póhtískir dansleikir mun það háö í beinni og óbeinni útsendingu á frambjóðend- um og öllu því sem þeir bjóða upp á til að tryggja framtíð sína. Á þessu balli munu fyrrverandi klausturnunnur Kvennahstans hvorki klæðast kufli né geislabaug. Þær munu hafa hljótt um kvenna- bókmenntir og ekki minnast á súr- mjólk í frímínútum. Sumar munu jafnvel þykjast hlusta á karlmenn- ina í hinum flokkunum, eins og þær skilji þá og aðrar munu spretta á fætur í hvert sinn sem kallað er dömufrí. Dagfari hefur þó dáhtlar áhyggjur af því að súrmjólkur- lausar jómfrúr á síðasta snúningi í því hlutverki verði ekki eins skemmtilega vitlausar og þær hafa verið hingað til og verði bara leið- inlega vitlausar. Nóg er nú samt af hrútleiðinlegum stjómmála- mönnum. Þó er aldrei að vita nema eitt og annað af léttara taginu komi upp á. Það gæti svo sem verið gam- an að sjá Ingibjörgu Sólrúnu með efnahagsreikninga í annarri hendi og varalit í hinni og tillögur Málm- fríðar Þingeyings í sjávarútvegs- málum. Aðalatriðiö fyrir stjórnmálakon- ur á örvæntingaraldri er þó þaö að eftir síðasta dans á kosningabalhnu fáist herrar til að fylgja þeim heim og bjóða þeim í stjórnarsæng tíl að missa meydóminn og fá póhtíska fyrirvinnu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.