Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991. 5 Fréttir Svanur RE45 laskaðist aðeins þegar hann rakst utan í Grindvíking GK við Öndverðarnes. Skipin voru bæði að kasta á loðnutorfu og Svanur rakst aftan á Grindvíking. Tjónið er ekki mjög mikið en Svanur liggur nú við bryggju enda búinn með kvótann. DV-mynd S Félag kjúklinga- og eggjabænda: Ungað út 22 þúsund norskum eggjum - telja sig geta náö allt aö 30% meiri hagkvæmni í framleiðslu Félag kjúklinga- og eggjabænda hefur sótt um leyfi til landbúnaðar- ráðuneytisins og yfirdýralæknis um að fá að flytja til landsins 22 þúsund egg frá Noregi. Ætlunin er að unga þeim út á Hvanneyri þegar í næstu viku en þar hefur verið komið upp einangrunar- og eftir- litsaðstöðu til þess. Einnig hefur félagið sótt um leyfi til að bólusetja þær hænur sem úr eggjunum koma gegn lömunarveiki en þessi sjúk- dómur hefur oft valdið framleið- endum miklum búsifjum. Að sögn Eiríks Einarssonar, framkvæmdastjóra félagsins, eru kjúklinga- og eggjabændur þess fullvissir að tilskilin leyfi fáist til þessa innflutnings. Hann segir eig- inleika íslenska stofnsins hafa rýrnað verulega og hafi það meðal annars komið fram í miklum fóður- kostnaði, hægum vaxtarhraða kjúklinga, litlu varpi og síðast en ekki síst háu verði. „Við áætlum að með þessum stofni verði hægt að ná 30 prósent bætingu í kjúklingaræktinni. Til- kostnaðurinn minnkar verulega og þar af leiðandi verðið einnig. Þetta er hið besta mál, bæði gagnvart framleiðendum og neytendum. Og vonandi verður þess ekki langt að bíða að við getum gert hið sama varðandi eggjaframleiðsluna." -kaa Ætlum að I á frjálslynda með okkur „Borgaraílokkurinn vinnur nú að framboðsmálum sínum af fullum krafti. Við ætlum okkur að fá frjáls- lynda kjósendur í samvinnu við okk- ur, fólk sem vill ekki eymamerkja sig ákveðnum stjórnmálaflokki. Þaö kom í ljós í skoðanakönnun DV í gær aö hálf þjóðin vill ekki taka afstöðu með ákveðnum flokki. Það er þessi hópur sem við viljum fá í samstarf við okkur,“ segir Júlíus Sólnes, for- maður Borgaraflokksins. „Fyrirmyndina að þessu framboði okkar er að finna hjá Sósíalista- flokknum 1956 en fyrir kosningnarn- ar þá var samþykkt í miðstjórn - segir JúIíusSólnes flokksins að fara í óformlegt fram- boð. Við höfum einnig átt viðræður um samvinnu um framboðsmál við fjölda einstaklinga, 'meðal annars fólk sem á sínum tíma starfaði með Samtökum frálslyndra og vinstri- manna, stuðningsmenn Stefáns Val- geirssonar og fólk sem studdi Banda- lag jafnaðarmanna. Við höfum ennþá nægan tíma til að bjóða fram því að framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en 23. mars næst- komandi. Það er viljandi sem við erum svona seint á ferðinni því að við ákváðum að gefa okkur góðan tíma til að sjá hvernig stjórnmála- ástandiö í landinu þróaðist en það tekur oft breytingum á stuttum tíma rétt fyrir kosningar. Til að mynda er nú nokkuð ljóst að það mun koma upp óeining meðal sjálfstæðismanna eftir formanns- kjörið. í kjölfar þess verða ábyggilega margir 1 þeim flokki sem munu líta hýru auga til okkar. Við munum birta lista flokksins í Reykjavík í næstu viku og um svipað leyti á ég von á að listinn í Reykjavík líti dagsins ljós. -J.Mar Farið verður 26. mars og dvalið í hálfan mánuð eða þrjár vikur, komið heim 9. eða 16. apríl. Leitið upplýsinga hjá skrifstofunni VikV FERDA^VAL hf LINDARGÖTU14 -105 REYKJAVÍK SÍMAR 14480 -12534 STÓRKOSTLEGIR PÁSKAR í Páskaferðin okkar í ár er ekki af verri endanum. Farið verður til Túnis og dvalið á lúxushóteli, HOTEL ROYAL SAHARA BEACH. Þá lúxusaðstöðu sem hótelið hefur upp á að bjóða er of langt mál að telja upp, en þ.am. eru tennis- og golfvellir, kvöldskemmtanir, og kabarettar fyrir unga sem aldna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.