Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991. 15 Strætisvagnar Reykjavíkur „Nú á síðustu dögum hefur undirritaður t.d. oftar en einu sinni tvöfaldað farþegatölu með því að taka strætó .. Eitt þarfasta þjónustufyrirtæki höfuðborgarinnar er Strætisvagn- ar Reykjavíkur. Áður á tímum eða um og fyrir miðja öldina var notk- un þeirra mun almennari en nú gerist enda voru þá tiltölulega fáir fólksbílar komnir til sögunnar þannig að allur þorri Reykvíkinga notaði strætisvagna til þess að komast leiðar sinnar. Fyrir fjórum áratugum Sá er þessar línur ritar minnist kvöldferða frá kennaraskólaárum sínum með vagninum, sem ók Um Njálsgötu og Gunnarsbraut. Oftar en ekki kom það fyrir að vagninn var yfirfullur og farþegar stóðu svo þétt að hver studdi annan og engin hætta var á að neinn dytti um koll þótt slinkur kæmi á farartækið. Þessi persónulega reynsla er gott dæmi um notkun strætisvagnanna fyrir rúmum fiórum áratugum. í reynd voru vagnamir of litlir til þess að svara flutningaþörfinni. Viðleitni stjómar fyrirtækisins til úrbóta með því að útvega stærri vagna var því eðlileg og sjálfsögð. Höfuðborgarbúum fiölgaði ört er tímar liðu og til samræmis við þá þróun var boðið upp á stærri og stærri vagna og fleiri og fleiri strætisvagnaleiðii í ný borgar- hverfi. Var þannig um langt skeið gott samræmi milli sætaframboðs og eftirspumar. Með vaxandi velmegun almenn- ings eftir 1970 verður sú breyting á þessu sviði að einkabílum tekur að fiölga í vaxandi mæli og að sama skapi minnkar flutningaþörf al- menningsvagnanna í borginni. í sað þess að mæta breyttum við- horfum á viðeigandi hátt, þá hafa ráðamenn borgarinnar látið sem ekkert hafi í skorist og endurnýjað KjaUarinn Torfi Guðbrandsson fyrrv. skólastjóri árlega sinn mikla bílafiota með risastórum vögnum. En þeir sem nota vagnana geta varla orða bund- ist út af þeim fáránleka sem felst i því að keyra þessi ferlíki eftir þröngum og krókóttum götum mið- bæjarins með jafnvel færri farþega en fingur annarrar handar. Ekki í samræmi við þróunina Nú á síðustu dögum hefur undir- ritaður t.d. oftar en einu sinni tvö- faldað farþegatölu með að taka strætó, sem þýðir að einn farþegi var fyrir í vagninum. A hinn bóg- inn hef ég ekki séð í mörg ár fleiri en 20 farþega samtímis í strætis- vagni, en það skal þó tekið fram að ég hef ekki ekið um þau út- hverfi borgarinnar þar sem notkun vagnanna er mest. Öllum hugsandi mönnum ætti að vera ljóst að hér er ekki skyn- samlega að málum staðið. Viðbrögð þeirra yfirvalda, sem nú stjórna rekstri vagnanna, eru ekki lengur í neinu samræmi við þá þróun sem orðið hefur á seinni árum. Það er fyrir löngu orðið tímabært að kaupa minni gerð strætisvagna til notkunar á öllum þeim leiðum þar sem þeir geta fullnægt flutninga- þörfinni. Slíkir vagnar gætu komið að fullu gagni á vissum leiðum, þótt þeir væru allt að þriðjungi minni en þeir sem fyrir eru. Ávinn- ingur af slíkri tilhögun væri mikill og margþættur: 1) Lægri stofnkostnaður, þar sem hthr vagnar eru mun ódýrari. 2) Lægri rekstrarkostnaður, þar sem eldsneytis- og viðhalds- kostnaður er minni. 3) Akstur þeirra um þröngar götur er mun auðveldari og árekstrar- og slysahætta minni. 4) Fyrirferðarminni vagnar eru síður til hindrunar í umferðinni og valda minni mengun. Þannig mæla öh rök með því að tekin verði í notkun ný gerð stræt- isvagna, sem eru bæði léttari og hprari í akstri en þeir sem fyrir eru. ítilraunaskyni Það gefur góðar vonir um að nú gerist eitthvað jákvætt í þessum málum eftir að Sigrún Magnús- dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, hefur nýlega lagt fram í borgarstjórn Reykjavíkur thlögu um bættan rekstur strætisvagn- anna. Tihagan er tvíþætt og fiallar ann- ars vegar um kaup á tveimur litlum og spameytnum vögnum og hins vegar um umhverfisvænni vagna, þ.e.a.s. að keyptur verði í tilrauna- skyni einn vagn, sem notar nýtt eldsneyti, etanól, er veldur mun minni mengun en bensín og gasol- ía. Það eru Svíar, sem hafa forystu um þróun og framleiðslu slíkra vagna, og er full ástæða fyrir okkur og alla þá sem hafa áhuga fyrir umhverfisverndarmálum að fylgj- ast vel með öllum nýjungum á þessu sviði. Nú um stundir eru Strætisvagnar Reykjavíkur reknir með afar mikl- um halla. Áætlað er að hann komi til með að nema hvorki meira né minna en 350 milljónum á þessu ári, eða h.u.b. einni mihjón á degi hverjum. Allar ráðstafanir til að bæta rekstur vagnanna ættu því að vera vel þegnar. Skattborgarar Reykjavíkur munu því áreiðanlega taka vel eftir þeim viðtökum sem sparnaöar- og úrbótathlögur Sigr- únar hljóta þegar þær koma til af- greiðslu í borgarstjórninni. Torfi Guðbrandsson „I stað þess að mæta breyttum við- horfum á viðeigandi hátt, þá hafa ráða- menn borgarinnar látið sem ekkert hafi í skorist og endurnýjað árlega sinn mikla bílaflota með risastórum vögn- um.“ Ábyrgðarleysi lánveitenda í grein minni hér nýverið fiallaði ég nokkuð um harkalega og oft til- gangslausa eftirför innheimtu- manna eftir skuldurum. Með þessu var ég að sjálfsögðu ekki að mæla gegn því að skuldir væru inn- heimtar heldur hinu að nauðsyn virðist vera að setja innheimtu- mönnum mörk þar sem þeir verða að nema staðar í innheimtuaðgerð- um sínum. Fjölgun gjaldþrotamála og einkum fiölgun þeirra gjald- þrotamála þar sem engar eignir finnast bendir til þess að gjald- þrotakrafan hafi verið einskisvert brölt innheimtumannsins og þá jafnvel einnig til þess fallið að við- komandi skuldari eigi sér engrar viðreisnar von og verði þá aldrei þess megnugur að greiða viðkom- andi skuldir þótt til þess væri fullur vilji. Þetta má kalla að innheimtu- menn fari offari. Ekki bætir það málstað þeirra að oft og einatt eru þetta innheimtu- menn ríkis eða sveitarfélaga sem með gjaldþrotakröfu og thgangs- lausum innheimtuaðgerðum rústa líf fiölskyldna og einstaklinga sem þá lenda oft beint á framfæri ríkis og sveitarstjórna. Slík framvinda mála er vitanlega engum til hags en beint til tjóns einstaklings og viðkomandi sveitarfélags og ríkis- ins. Ekki má gleyma því að viðkom- andi innheimtumaður, sem vinnur fyrir ríkið eða sveitarfélag, fær væntanlega greiddan allan sinn kostnað þó engar eignir finnist í búi einstaklingsins sem gerður var gjaldþrota. Kröfuhafinn verður vit- anlega að greiða innheimtumann- inum - eða hvað? Þarna kann að vanta að viðkom- andi innheimtumaður kynni sér stöðu viðkomandi skuldara og sýni síðan þá ábyrgð að thkynna kröfu- hafanum að ljóst sé að af viðkom- KjaUarinn Kristinn Snæiand leigubílstjóri andi einstaklingi sé ekkert að hafa og taki hann því innheimtuna ekki að sér. Slík athugun innheimtu- manns, áður en aðgerðir eru hafn- ar, gæti komið í veg fyrir margan harmleikinn og tilgangslausa fiár- málalega aftöku manna. Með þessu sýndu innheimtumenn ábyrgð. Ábyrgð banka Flestir einstakhngar eða fiöl- skyldur sem lenda í fiárhagserfið- leikum leita hjálpar í bönkum eða sparisjóðum. Þegar þangað kemur sætir fólk reglum sem í senn eru fáránlegar en veita þó bankanum vissa vernd hversu vitlaus sem hugsanleg lánveiting væri. Til stað- festingar lítið dæmi: Pétur fer í banka og óskar eftir láni. Pétur á íbúð en fær ekki lán nema Páll skrifi sem ábyrgðarmaður á lánið. Páll gerir það en þá er lánveiting- unni neitað vegna þess að Páll hef- ur verið dæmdur til greiðslu á 100 þús. kr. skuld. Ekki er tekið með í reikninginn hjá bankanum að við- komandi skuld var umdeild og Páll vildi fá dóm vegna hennar og ekki er tekið tihit til þess að þegar dóm- ur var fahinn Páli í óhag undi hann dómnum og greiddi þegar þessar umdeildu 100 þús. kr. Nei, Páll er á svarta listanum, aðeins vegna þess aö hann vildi sjálfur fá úr- skurð dómstóla í umdehdri skuld. Nú vandast mál Péturs sem vant- ar lánið sitt en þar sem þeir eru góðir félagar Pétur og Páll, þá snúa þeir dæminu við, Páll fer í bankann og óskar eftir láni og hefur Pétur sem ábyrgðarmann og nú gengur allt sem smurt. Pétur er ekki á svarta listanum og lánið fæst sam- dægurs og það með ábyrgð Péturs sem er með hús sitt margveðsett, langt upp fyrir allt raunhæft sölu- verð. Staða Páls var síst betri en saman eru þeir samt búnir að fá 100 þús. kr. lán hjá virðulegri stofnun sem sjálf tekur sig áreiðanlega mjög hátíðlega og telur sig ábyrga í þjóð- félaginu. Það er svo þessi skuld sem síðar ríður baggamuninn með það að báðir missa þeir húseignir sín- ar, Pétur og Páll, gjaldþrotakröfur koma fram og loks eru þeir félagar á framfæri ríkis og sveitarfélaga en bankinn fékk ekki krónu. Inn- heimtumennirnir fengu þó sitt og una glaöir við sinn hlut en bankinn heldur áfram að telja sig virðulega og ábyrga stofnun. Þetta dæmi er vissulega skáldað upp en stenst samt fullkomlega í því fiármála- kerfi sem við búum við. Aðgerðir Um margvíslegar innheimtuað- gerðir innheimtumanna gæti ég ritað lengra mál og nefnt dæmi en því skrifa ég þessa klausu og hina fyrri að mér er ljóst og ég veit að afar mörgum er ljóst að lán og fyr- irgreiðsla er oft í engu samræmi við gjaldþol þess sem hlýtur lán og verður því að teljast gert af full- komnu ábyrgðarleysi lánveitanda. Vegna þessa verður að koma til opinber vernd fyrir einstakhnga, að þeir vegna fiármálalegrar van- kunnáttu verði ekki fómarlömb harðsvíraðra innheimtumanna sem skjóta liggjandi mann. Al- þingismenn verða að láta th sín taka. Fjáraflamenn skirrast ekki viö að afla sér fiár án tihits til ör- laga skuldunauta sinna. Þess vegna verður að setja ítarlegar reglur um ábyrgð vegna fiárskuldbindinga og takmörkun á aðför. Þetta er mál sem þolir ekki bið. Kristinn Snæland „Fjölgun gjalþrotamála og einkum Qölgun þeirra gjaldþrotamála þar sem engar eignir finnast bendir til þess að gjaldþrotakrafan hafi verið einskisvert brölt innheimtumannsins.. „Flestir einstaklingar eða fjölskyldur, sem lenda í fjárhagserfiðleikum, leita hjálpar í bönkum eða sparisjóðum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.