Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Page 3
ÞRIÐJUÐAGUR 30. APRÍL 1991. 3 Ingvar Bjamason, íslenskur lækn- ir búsettur í London, hlaut nýlega gullmedalíu þar í landi fyrir upp- götvun sína á nýjum sjúkdómi í smá- girni. Ingvar er sérfræðingur í melting- arsjúkdómum, með Cand. med. gráðu frá Háskóla íslands, og hefur unnið að rannsóknum sínum á melt- ingarsjúkdómum í bráðum níu ár. „Þetta kom mér nú ekki sérlega á óvart því mér hefur að mörgu leyti gengið betur með mínar rannsóknir en mörgum Bretanna," sagði Ingvar, en hann er fyrsti útlendingurinn sem hlýtur þessa medalíu. „Það er breska meltingarsérfræð- ingafélagið „British Society of Gastroenterology" sem veitir verð- launin einu sinni á ári og það er mikill heiður fyrir mig að hljóta þau í ár,“ sagði Ingvar ennfremur. Ingvar uppgötvaði nýjan sjúkdóm í smágimi sem er aíleiðing gigtar- lyíjameðferðar. í þeirri meðferð eru sjúklingum geíln bæði verkja- stillandi og bólgueyðandi lyf, sem rannsóknir Ingvars leiddu í ljós að valda bólgu í smágimi hjá flestum þeirra. Bólgan veldur því svo að blæðir inn í gömina. „En þetta er bara hluti af þeim rannsóknum sem ég er að vinna að, ég er einnig að rannsaka frásogsein- kenni í smágirni og króníska gama- sjúkdóma," sagði Ingvar og bjóst við Ingvar Bjarnason læknir er fyrsti útlendingurinn sem hlýtur gullmed- aliu breska meltingarsértræðingafé- lagsins BSG. að vinna að þeim rannsóknum í a.m.k. tvö ár til viðbótar. Ingvar verður því eitthvað áfram í Bretlandi ásamt fjölskyldu sinni, skoskri eiginkonu sem hann kynnt- ist í Glasgow og þremur börnum, en sagðist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort eða hvenær von væri á honum heim til íslands. Atvmnumlölun námsmanna: Horf urnar ekki góðar - líkur á að um 1100 störf vanti 1 sumar „Mér sýnist atvinnuástandið vera svipað og í fyrra en þá var það talið sérlega slæmt. Það er verið að tala um batnandi ástand en ég hef ekki orðið var við þaö,“ segir Börkur Gunnarsson, framkvæmdastjóri At- vinnumiðlunar námsmanna um horfur í atvinnumálum stúdenta í sumar. í fyrra gat Atvinnumiðlunin útveg- að tæplega 500 störf en umsóknir voru hins vegar rúmlega 1100. Börk- ur segist búast við svipaðri tölu í ár. „Það er vika liðin síðan við opnuð- um og mér sýnist þetta vera mjög svipað og þaö var í fyrra, bæði hvað varðar framboð og eftirspum á störf- um. Það era komin milh 30 og 40 störf sem 300-400 námsmenn sækja um,“ segir Börkur. Þau störf sem bjóðast segir Börkur vera margvísleg en algengust eru þó afgreiðslu-, skrifstofu- og dagvistar- störf. Námsmenn úr öllum deildum Háskólans eru á skrá atvinnumiðl- unarinnar. „Við sendum bréf til allra atvinnu- rekenda sem höfðu samstarf við okk- ur í fyrra en okkur sýnist ástandið vera það slæmt núna að við ætlum að senda bréf til mun fleiri aðila. Ég er hins vegar bjartsýnn á að þeir at- vinnurekendur sem réðu fólk frá okkur í fyrra geri það aftur því þeir voru yfirleitt mjög ánægðir,“ segir Börkur. -ns Hljóöláta myndbandstækiö frá Sharp. Eintak úr magnsendingu sem nú er í boði á 20% afslættil ÞADfÓKST! að tryggja aðra magnsendingu af myndbandstækjum fyrir sumarið! Tækið fæst nú fyrir aðeins kr. 35.900.- stgr. og um er að ræða lækkun uppá kr. 8.000.- EIGINLEIKAR: • Mjög liljódlátt • Takir þú upp fleiri en einn þátt á spólu merkið tcekið staðinn. Með því að ýta á DBSS finnur tœkið staðinn sjálft. Ytirðu tvisvar fcerðu þátt númer tvö o.s.frv. • 100% skýr kyrrmynd • Þú getur tekið upp átta mismunandi þœtti 365 dagafram í tímann. • Tvöfaldur og áttfaldur hraði með mynd • Rammi fyrir ramma • Hœgspilun • Móttakari fyrir kapalsjónvarp • Fjölpinnatengi fyrir niynd og Itljóð • Tekur spólur bceði fyrir PAL og SECAM kerfið • Stilling á myndgceðum með fjarstýringu. • Bamalcesing sem tryggir að skipanir haldi og gerir tœkið óvirkt án fjarstýringar. SJÓNVARPSTÆKI !!! Eigum fyrirliggjandi á lager takmarkað magn Sharp sjónvarpstækja á verði sem er lægra en þig grunar. Stærðir; 28, 21, 20, 14 og 3ja tommu! VERSLUNIN Hverfisgötu 103 - sími 25999 GULLNI HANINN - lítill, notalegur og ódýr - líttu inn! Fréttir íslenskur læknir fær medalíu 1 Bretlandi: Þetta er mjög mikill heiður - segir Ingvar Bjamason læknir Ölvaður velti bíl Gylfi KristjáDsson, DV, Akureyri: Ungur, ölvaður ökumaður, sem var á ferð á Ólafsfjarðarvegi milli Akur- eyrar og Dalvíkur aðfaranótt laugar- dags, var orðinn lúinn og fór svo að hann sofnaði undir stýri. Ökuferðinni lauk þar með því bif- reið hans fór út af veginum, valt og hafnaði að lokum á réttum kili í snjó- skafli. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús á Akureyri en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg og bif- reiðin slapp furðuvel. RAUTT LJÓS! GULLNI HANINN er mátulega stór veitingastaður til að skapa notalega stemmningu og góð tengsl milli gesta og starfsfólks. GULLNI HANINN býður ódýran matseðil dagsins í hádeginu auk rétta af gómsætum sérréttaseðli hússins. GULLNI HANINN veitir frábæra þjónustu hvort sem þú iítur inn í hádeginu eða kemur í ró og næði á kvöldin. GULLNI HANIN'N er opinn 11.30-15.00 og 18.00- 22.30 alla virka daga og um helgar 18.00-24.00. Líttu inn! Laugavegur 178 Sími347 80. Fax.680155.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.