Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991.
36
Fréttir
Myndgáta
Baráttudagur verkalýðsins:
Hefðbundin hátíðarhöld
Alþjóðlegur baráttudagur verka-
lýðsins, 1. maí, verður haldinn há-
tíðlegur með hefðbundnum hættí á
morgun. Það eru Fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna í Reykjavík,
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja og Iönnemasambands íslands
sem standa aö hátíðarhöldunum.
Safnast verður saman á Hlemmi
klukkan 13.30 og gengið niður
Laugaveginn að Lækjartorgi og
munu Lúðrasveit verkalýðsins og
Lúðrasveitin Svanur leika fyrir
göngunni.
Á Lækjartorgi verður útifundur
og ræöumenn dagsins verða Ög-
mundur Jónasson, formaður
BSRB, og Sigurður Rúnar Magnús-
son hafnarverkamaöur. Milh
ræðuhalda munu nemendur úr
Söngskóla Reykjavíkur, þau Ragn-
ar Davíðsson og Auður Gunnars-
dóttir, syngja lög við undirleik Jóns
Stefánssonar. Þá mun Bubbi Mort-
hens syngja nokkur lög. Fundar-
stjóri verður Ehn Sigurðardóttir,
formaður Iðnnemasambands ís-
lands.
Andlát
Lilja Guðrún Kristjánsdóttir frá
Hrafnkelsstöðum lést á Sjúkrahúsi
Akraness aðfaranótt 29. apríl.
Sigurbjörg Jónasdóttir andaðist i
Héraðshælinu á Blönduósi þann 26.
apríl.
Þórólfur Jón Egilsson rafvirkja-
meistari, Hlíf II, Isaílrði, andaðist á
heimili sínu 26. apríl.
Árni Guðmundsson frá Teigi,
Grindavík, andaðist í Hrafnistu,
Hafnarfirði aðfaranótt 29. apríl.
Margrét Gunnarsdóttir, Reykjahlíð
12, lést í Landakotsspítala sunnudag-
inn 28. apríl.
Jón Anton Ingibergsson járnsmiður,
Kleppsvegi 120, Reykjavík, lést fóstu-
daginn 26. apríl í Landspítalanum.
Friðrik H. Guðjónsson, fv. útgerðar-
maður, ísafirði, lést í Landspítalan-
um 28. aprh.
Sigrún Gissurardóttir, Álfaskeiði 40,
Hafnarfirði, lést á Sólvangi 28. apríl.
Jarðarfarir
Guðriður Stefanía Sigurðardóttir,
fyrrv. stöövarstjóri Pósts og síma,
Grundarfirði, Dalbraut 20, Reykja-
vík, andaöist í Landspítalanum
fóstudaginn 26. apríl sl. Jarðsett
verður frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 4. maí.
Útfor Kristólínu Guðmundsdóttur,
Baldursgötu 26, fer fram frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 2. maí kl.
10.30.
Erla Þorsteinsdóttir, Þverholti 2,
Akureyri, lést á Fjórðungssjúkra-
húsi Akureyrar 26. apríl. Útfórin fer
fram frá Ákureyrarkirkju fimmtu-
daginn 2. maí kl. 13.30.
Kjartan Ólafsson, Langholtsvegi 18,
er lést 20. þessa mánaðar, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 2. maí kl. 13.30.
Útfór Ingu Sigurrósar Guðmunds-
dóttur, Efstalandi 4, sem lést 19.
apríl, fer fram frá Fossvogskirkju í
dag, þriðjudaginn 30. aprh kl. 15.
Sveinn Pálsson, fyrrverandi mennta-
skólakennari, andaðist 18. apríl. Út-
fór hans hefur verið gerð í kyrrþey.
Tjjkyrmingar
Gamlir nemendur Verslunar-
skóla íslands
30. apríl fagna gamlir nemendur Verslun-
arskóla íslands útskrift sinni. Veröur
fagnaðurinn haldinn í Súlnasal Sögu og
hefst kl. 19.30 meö setningu formanns
Nemendasambandsins, Rósu Matthías-
dóttur, þá tekur 3-rétta hátíðarmatseöill
við, og mun síðan dansinn duna fram
eftir nóttu, þar sem ungir sem aldnir
minnast skólans með hlýhug.
Jöklarannsóknafélag íslands
Vorfundur félagsins verður haldinn á
Hótel Lind, Rauðarárstíg, þriðjudaginn
30. apríl kl. 20.30. Dagskrá: 1. Hvemig
kemst Hofsjökull af? Oddur Sigurðsson
segir frá mælingum á Hofsjökli undan-
farin 3 ár.
2. Kaffidrykkja og kökuát. 3. Fjailaklifur
í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Ein-
ar K. Stefánsson sýnir myndir og segir
frá.
Félag eldri borgara
Opið hús i dag, þriðjudag, í Risinu, frá
kl. 13 spilamennska. Kl. 17 leikfimi og
einnig hittast Snúður og Snælda kl. 17.
Kvennadeild Skagfirðinga-
félagsins I Reykjavík
verður með veislukaffi og hlutaveltu í
Drangey, Síðumúla 35, miðvikudaginn 1.
maí kl. 14.
Tilraun með meðhöndl-
un sorps I borginni
Borás í Svíþjóð
Fimmtudaginn 2. maí flytur Per Berg,
lektor við Chalmers-tækniháskólann í
Gautaborg, erindi á vegum verkfræði-
deildar Háskóla íslands: „Tilraun með
meðhöndlun sorps í Borás í Sviþjóð. Frá
heimili til endumýtingar". Erindið verð-
ur flutt á ensku í stofu 101 í Odda kl.
16.15. Öllum er heimill aðgangur meðan
húsrúm leyfir. Per Berg hefur starfað frá
1977 sem forstöðumaður deildar við Chal-
mers, sem hefur sérhæft sig í rannsókn-
um á meðhöndlun og nýtingu sorps. Auk
þess hefur hann starfað sem ráðgjafi fyr-
ir bæjarfélög og fyrirtæki á Norðurlönd-
unum.
Opið hús - kaffisala í MÍR
1. maí, á alþjóðlegum baráttu- og hátíðis-
degi verkalýðsins, verður opið hús í fé-
lagsheimili MÍR, Menningartengsla ís-
lands og Ráðstjómarríkjanna, Vatnsstíg
10. Kaffisala verður þar frá kl. 14 fram
eftir degi og hlaðborðið gimilegt sem
jafnan áður. Þá verður margt góðra virm-
inga í boði á hlutaveltu. Sýndar verða
sovéskar teiknimyndir, einkum ætlaðar
yngri kynslóðinni. í félagsheimili MÍR
eru nú á veggjum ljósmyndasýningar um
Tolstoj, Dostojevski og sovésk-kanadisk-
an skíðaleiðangur yfir norðurpólinn á
árinu 1988.
Morgunkaffi Samtaka
herstöðvaandstæðinga
Öllum herstöðvaandstæðingum er boöið
í morgunkaffi að morgni 1. maí. Að þessu
sinni verður það í Hlaðvarpanum að
Vesturgötu 3b, Reykjavik, og verður hú-
sið opnað kl. 10.30. Morgunkaffi Samtaka
herstöðvaandstæðinga 1. maí er nú oröið
árviss viðburður og gefst þar gott tæki-
færi fyrir alla þá, sem vilja leggja lið bar-
átttmni fyrir heriausu, hlutlausu fslandi,
að hittast og samstilla kraftana áður en
göngur og fundahöld dagsins byija.
Leiðabreytingar vegna
lokunar Vonarstrætis
Frá og með deginum í dag, 30. apríl,
munu vagnar á leiðum 1, 2, 3, 4 og 6 á
vesturleið frá miðborg aka um Skólabrú
og Kirkjustræti í stað Vonarstrætis. Nýr
viðkomustaður verður í KirKjustræti,
vestan Pósts og síma. Vagnar á leiðum
13, 14, 100 og 115 munu aka suður Frí-
kirkjuveg í stað Vonarstrætis og hafa
viðkomu sunnan Vonarstrætis viö gamla
Iðnskólann.
IBR
KRR
REYKJAVIKURMOT
MEISTARAFLOKKUR KARLA
ÁRMANN-VÍKINGUR
I kvöld kl. 20.00
Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL
Fundir
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Fundurinn sem vera átti fimmtudaginn
2. maí nk. fellur niður vegna vinnu við
norðurálmu kirkjunnar. Sumarferðin
auglýst síðar.
ITC deildin Gerður
heldur fund í Kirkjuhvoli, Garðabæ, mið-
vikudaginn 1. apríl kl. 20.30. Fundurinn
er öllum opinn. Upplýsingar gefur Helga
Ólafsdóttir, s. 84328.
Tónleikar
Einleikstónleikar
Bryndís Halla Gylfadóttir heldur ein-
leikstónleika á vegum Musica Nova í
Bústaðakirkju miðvikudaginn 1. mai kl.
20.30. Á efnisskránni eru fjögur íslensk
einleiksverk fyrir selló: Eter eftir Hauk
Tómasson, Dal regno del silenzio (Úr
þagnarheimi) eftir Atla Heimi Sveinsson,
Flakk eftir Hróðmar Inga Sigurbjömsson
og Spuni 11 eftir Guðmund Hafsteinsson,
en frumflutningur Bryndisar á þvi verki
þann 25. apríl sl. þótti tíðindum sæta.
Bryndís starfar nú sem fyrsti sellóleikari
við Sinfóníuhijómsveit íslands.
Snæfellingakórinn í Reykjavík
heldur tónleika þriðjudaginn 30. apríl kl.
20.30 í Breiðholtskirkju (Mjódd). Flutt
verða lög eftir innlenda og erlenda höf-
unda, en sérstök áhersla verður lögð á
tónhst eftir Mozart í tilefni 200 ára ártíð-
ar hans. Einsöngvari: Theodóra Þor-
steinsdóttir. Píanóleikar: Lára Rafns-
dóttir. Stjórnandi Friðrik S. Kristinsson.
Tvennir einleikaraprófstónleikar verða
haldnir á vegum Tónlistarskólans í
Reykjavík og eru þeir síðari hluti einleik-
araprófs Sifjar Tulinius fiöluleikara og
Sigurjóns Halldórssonar klarínettuleik-
ara frá skólanum. Fyrri tónleikamir
verða í dag 29. apríl í Islensku óperunni
og heflast kl. 20.30. Þar leikur Sif Tuli-
nius, fiðluleikari ásamt Steinunni Bimu
Ragnarsdóttur píanóleikara og flytja þær
verk eftir Jón Nordal, J.S. Bach, Gabriel
Fauré og Camille Saint-Saens. Seinni tón-
leikamir em þriðjudaginn 30. apríl kl.
20.30 í Norræna húsinu. Sigurjón Hall-
dórsson, klarínettuleikari og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari,
flytja verk eftir Claude Debussy, Igor
Stravinski, Þorkel Sigurbjömsson og Jo-
hannes Brahms. Aðgangur að tónleikun-
um er ókeypis.
Elfrun Gabriel á
tónleikaferðalagi
Þýski píanistinn Elfrnn Gabriel er komin
hingað til lands. Hún fer að þessu sinni
í tónleikaferð um Vestflrði og mun leika
á eftirtöldum stöðum: Flateyri 1. maí kl.
21, Bolungarvík laugardaginn 4. maí kl.
17, Þingeyri mánudaginn 6. maí kl. 21.
Tónleikar í Norræna húsinu
Þann 1. maí heldur þýski harmóníkuleik-
arinn Christiane Luder tónleika í Nor-
ræna húsinu. Christiane hóf nám í harm-
óníkuleik 8 ára gömul. Hún hefur haldið
tónleika viða um Þýskaland og Portúgal
og unnið til verðlauna bæði í Þýskalandi
og á alþjóðlegum vettvangi. Hún er stödd
hér á landi vegna sýningar Þjóöleik-
hússins á Pétri Gaut. Á efnisskrá tónleik-
anna má m.a. fmna verk eftir Scarlatti,
Albeniz og Stravinsky að ógleymdum
argentískum tangóum eftir Piazzolla.
Tónleikamir hefjast kl. 16.
Vortónleikar Skagfirsku
söngsveitarinnar
Skagflrska söngsveitin heldur árlega vor-
tónleika fyrir styrktarfélaga sína og aðra
velunnara í Langholtskirkju miðviku-
daginn 1. maí og laugardaginn 4. maí.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 báða dagana.
Efnisskráin er að þessu sinni flutt án
undirieiks. Á henni em bæði íslensk og
erlend lög, þar á meðal íslensk þjóölaga-
syrpa í útsetningu Hjálmars H. Ragnars-
sonar. Þá má einnig nefna að kórinn
syngur nokkra negrasálma. Einsöng í
þeim syngja Svanhildur Sveinbjöms-
dóttir og Guðmundur Sigurðsson en þau
em bæði kórfélagar. Þessi efnisskrá
verður einnig flutt í Logalandi í Borgar-
firði á uppstigningardag, 9. maí.
Aukatónleikar á Púlsinum
í kvöld, 30. apríl, verða aukatónleikar á
Púlsinum með Bob Manning & KK-band
ásamt djass- og blúshljómsveitinni Sálar-
háska.
Kór Rangæingafélagsins
í Reykjavík
heldur afmælistónleika í tilefni 15. starfs-
árs kórsins þriðjudagskvöldið 30. apríl
nk. í Áskirkju. Tónleikarnir hefjast kl.
20.30. Á dagskrá era eingöngu íslensk
sönglög, m.a. þjóðlög í útsetningu Jóns
Ásgeirssonar, lög ísólfs Pálssonar, Inga
T. Lárassonar o.fl. Stjómandi kórsins er
Elín Ósk Óskarsdóttir, einsöngvari á tón-
leikunum er Kjartan Ólafsson og hljóð-
færaleik annast Krystyna Cortes.