Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991. Fréttir Leyf i ekki frekari inn- flutning landbúnaðarvara - en felst 1 tilboðinu til EB, segir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra Búvörusamningur só sem forveri þinn skrifaði undir með fyrirvara um samþykki Alþingis mun óbreyttur kosta ríkissjóð um 35 milljarða á næstu árum. Finnst þér forsvaranlegt að eyða svo miklum Qármunum til jafnfómennrar at- vinnugreinar? Við stefnum að því að til þess niðurskurðar komi sem felst í bú- vörusamningnum sjálfum og eins og frá honum var gengið. Eg hef ekki farið yfir þær tölur sem liggja á bak við búvörusamninginn eins og þú lýsir honum og er á þessari stundi ekki reiðubúinn til þess að staðfesta að þær séu réttar. Ég er heldur ekki reiðubúinn að lýsa því yfir hvort ég muni leggja annað til en samið var um eða hvað ég muni leggja til. Ég geri þó ráð fyrir því að min sjónarmið séu ekki öll þau sömu og forvera mins. Hvaða breytingar vilt þú gera á búvörusamningsdrögunum? Búvörusamningurinn er bind- andi að því leyti sem tekur til nið- urskurðarins og fyrirframgreiðslu til bænda. Það er á hinn bóginn spuming hvernig tekið verður á þáttum sem varða framleiðslu, sérstaklega slátrun og meðferð á búvörum. Ég geri ráð fyrir því að vera kominn eitthvað nær niður- stööum um þá hluti með haustinu. Ég tel nauðsynlegt að bændur hafi sem rúmastar hendur til þess að ná fram þeim markmiðum sem í samningnum felast og tel að mitt hlutverk hljóti fremur að vera að greiða fyrir því en stjórna ofan frá. Annars er mjög hættulegt að fara með tölur í þessu sambandi. Alþýðuflokkurinn vill skera kostn- að vegna búvörusamningsins niður um minnst 5 milljarða. Hver er af- staöa þin til þessa? Alþýðuflokkurinn átti sæti í þeirri ríkisstjórn sem gerði þennan búvörusamning. Ég hef enn ekki rætt þaö við Alþýðuflokkinn hvaða hugmyndir hann hefur til að ná fram 5 milljarða spamaði. Það er of snemmt að spyija menn hvemig þeir ætla að bregðast við viðkvæm- um málum sem varða heila starfs- stétt eftir aðeins vikusetu í ráðu- neytinu. Ætlar þú að framfylgja stefnu Alkýðuflokksins i landbúnaðar- málum? Ég veit ekki hver hún er. Víst þykir að frjáls sala á fullvirðis- rétti i sauðfjárrækt muni ekki leiða til þess samdráttar sem gert er ráð fyrir í búvörusamningsdrögunum. Munt þú standa í vegi fyrir þeim flata niðurskurði sem búvöru- samningsdrögin gera ráð fyrir eða ætlar þú að hægja á framkvæmd niðurskurðarins? Það er óhjákvæmilegt að standa við samninginn að fullu og öllu að þessu leyti. í búvörusamningsdrögunum er ekkert tekið á milliliðakostnaðin- um i verðmyndun landbúnaðar- vara, hjá sláturhúsum og dreifinga- raðilum. Munt þú taka ó þeim mál- um? Það er óhjákvæmilegt aö veita meira aðhald og koma í veg fyrir að afuröastöövar landbúnaðarins geti gengið út frá sjálfvirkum greiðslum til sín, hvemig sem allt veltist. Það er ekki hægt að búast viö aö bændur sætti sig við þær auknu rekstrarkröfur sem felast í búvörusamningnum meðan þjón- ustufyrirtæki þeirra geta leikið lausum hala. Það gengur ekki upp. Hvernig munt þú beita þér til að knýja fram samkeppni hjá bændum og milliliðum i búvöruframleiðsl- unni? Búvörusamningurinn og ný við- horf munu valda því að bændur athuga hvort hagkvæmt kunni aö Yfirheyrsla Haukur L. Hauksson og Kristján Ari Arason þykja að setja á stofn lítil sláturhús eins og voru hér einu sinni. Þannig væri hægt að lengja sláturtímann og koma því þannig fyrir að heima- fólkið sjálft gæti gengið að slátur- störfunum. I stórum sláturhúsum er eð mestum hluta ráðið óvant fólk frá ári til árs en í minni húsum mundu vanir menn ganga að hverju verki. Það mundi lækka sláturkostnaðinn verulega auk þess sem um veruleg búdrýgindi yrði að ræða fyrir bænduma sjálfa og þeir færðust nær markaðnum. Með slíkri þróun geta bændur raunverulega lækkað verðið á sinni framleiðslu án þess að það bitni á launatekjum þeirra. Nefnd sem forveri þinn í róðherra- stóli skipaði hefur lagt til að mjólk- urbú yrðu sameinuð i eitt stórt fyr- irtæki. Ert þú sammála því sjónar- miði? Ég sé ekki alveg rökin með þessu. Litlar rekstrareiningar eins og á Húsavík og á Sauðárkróki standa vel undir sér. Hvers vegna á að banna bændum að reka slík mjólk- ursamlög ef þau era samkeppnis- fær og standa undir sér? Sú skoðun á sér marga fylgismenn að heimila eigi innflutning á land- búnaðarvörum til að tryggja heil- brigða samkeppni sem síðan leiddi til aukinnar hagræðingar, minni ríkisútgjalda og lægra vöruverðs. Ert þú fylgjandi henni? Það er verið að tala um það í tengslum við evrópska efnahags- svæðiö að til geina komi að flytja inn suöur-evrópskar landbúnaðar- vörur. Þetta hefur verið rætt í sam- hengi við þá miklu hagsmuni sem við höfum með lækkun tolla á sjáv- arafurðum hjá EB. Aö öðru leyti hefur ekki komið til tals að leyfa innflutning á þeim landbúnaðar- vörum sem við framleiðum sjálfir. Ég hef ekki í hyggju að leyfa þann innflutning. Bændur hér hafa búið við mjög miðstýrt sölu- og fram- leiðslukerfi þannig að þeir hafa ekki getað komið við þeirri hag- ræðingu sem þeir hafa sjálfir vilj- að. Aðeins af þeirri ástæðu era spurningar um frekari innflutning ótímabærar. Þessar vörur eru mjög niðurgreiddar erlendis þannig að um fríverslun yrði ekki að ræða. Við þurfum aö koma framleiðslu og markaðssetningu landbúnaðar- vara á nútímalegan grundvöll áður en við tölum um aðra hluti. Þú leyfir þá ekki innflutning á kjöti og mjólkurvörum? Nei, það er ekki á dagskrá. í nýgreinum sem bændum hefur verið beint inn á í stað hefðbund- inna búgreina, meðal annars fyrir tilstilli opinberra sjóða, hefur verið mikið af gjaldþrotum. í fískeldinu nema gjaldjirotin milljörðum króna. Hvernig hyggst þú taka á þessum málum? Ég er að láta gera úttekt á fiskeld- inu sem ég vonast til að liggi fyrir mjög fljótt. Ég óttast að ýmis fyrir- tæki, sem nú era í rekstri, eigi ekki fyrir breytilegum kostnaði. Það er óhjákvæmilegt að taka af skarið í þessum efnum. Þær leiðir, sem hafa verið valdar fram að þessu, hafa verið dýrar og ekki gengið upp. Við verðum að horfa á það mál frá nýju sjónarhorni og til- lagna þar um er bráðlega að vænta frá mér. Munt þú skera á þau beinu tengsl sem eru milli ráðuneytisins og hagsmunasamtaka bænda í gegn- um Búnaðarfélagið? Ég hef ekki næga reynslu af sam- skiptum ráðuneytisins og Búnað- arfélagsins til að geta talað um svona hluti af þekkingu. Félag hrossabænda hefur farið fram á að fá þá peninga sem fara til hrossaræktarmála beint og milli- liðalaust til sín í stað þess að fá þá í gegn um Búnaðarfélagið. Þessar hugmyndir vöktu ekki mikla lukku hjá forvera þínum í starfí. Hvernig munt þú bregðast við? Ég veit ekkert um þetta tiltekna mál. Strangar reglur eru í gildi um inn- flutning gæludýra. Undanþágur virðast hafa verið veittar frá þess- um reglum, til dæmis þar sem sendiráð og erlendir forstjórar eiga i hlut? Verða þessar undanþágur endurskoðaðar? Það finnst mér sjálfsagt að gera. Vilt þú halda völdum landbúnaðar- róðuneytisins á þeim sviðum sem gætu alveg eins fallið undir um- hverfisráðuneytið. Þar tölum við um Landgræðsluna og Skógrækt ríkisins. Skógræktin er að hluta til oröin búgrein. Ég tel bæði faglegt og eðli- legt að þessar tvær stofnanir heyri undir landbúnaðarráðuneytið. Ég sé ekki alveg rökin fyrir annars konar skipan mála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.