Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991. RAUTT UÓS FYRIR KERRUSMIÐI Kerru- standar di> ((<31 Rafmagns- tengi 12 og 24 volt Dráttar- kúlur og tengi Fjaðraöxlar 250 kg 500 kg 750 kg 10 "-12 og 13 "-14 plastbretti Tengibretti með rafmagnskapli LUGTIR ásamt sjöleiðara köplum Endurskinsþríhyrningar QJvarahlutir Hamarshöfða 1 - sími 67-67-44 Nauðungaruppboð Að kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl„ Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Halldórs Þ. Birgissonar hdl., Sigurðar I. Halldórssonar hdl., Tryggva Bjarna- sonar hdl., Guðmundar Péturssonar hdl., Þorsteins Einarssonar hdl. og inn- heimtumanns ríkissjóðs í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fer fram opinbert nauðungaruppboð á eftirtöldu lausafé: Bifreiðir: GL947 - Peugeot '82 FF252 - Lada Vaz '79 GL304 - Peugeot 305 GLS '82 EN613 - Vauxhall Viva 1300L '77 GE028 - Lada 2102 '81 EÞ201 - Lada Vaz 2121 '78 GD502 - Lada 2121 '80 AF232 - Saab 99 '72 BT515 - Volvo 264 '75 E0756 - Audi 100 LS '77 ET351 - Dodge Aspen '77 JV985 - Dodge Van B-250 '88 EO230 - Ford P/U Ranger XLT F-100 '74 JS010 - Subaru Couple GL 4WD '88 ET395 - Mercedes Benz 0309/41 fólksflutningabifreið '77 TB057 - tengivagn '84 Annáð: Ricoh R250 myndbandstökuvél. Uppboðið fer fram við sýsluhúsið að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, miðviku- daginn 15. maí nk. og hefst kl. 10.00. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á sýsluskrifstofunni að Bjarnarbraut 2, Borgar- nesi. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Aaglýsendur, athngíð! Uppstígningardagur er fimmtudagurínn 9. maí. DV kemur ekkí út þann dag. DVkemur út míðvíkudaginn 8. mai og föstudagínn 10. maí og er eina blaðíð sem kemur þann dag. Smáauglýsíngadeíld DV verður opín míðvikudaginn 8. maí kl. 9-22. Áfimmtudag, uppstigníngardag, verður lokað. Ath! Smáaugíýsíng i helgarblað þarf að berast fyrír kl. 17.00 á föstudag. SÍMINN ER 27022 «a|ftáB|tr Þv«rhottl 11, Mml 27022 Utlönd Ástandið á flóðasvæðunum í Bangladesh er hörmulegt. Lík liggja þar eins og hráviði um allt og rotna án þess að nokkur tök séu á að urða þau. Vatn er allt mengað og óttast hjálparstofnanir að farsóttir breiðist út. Símamynd Reuter Nær óviðráðanlegar afleiðingar hvirfilbylsins í Bangladesh: Hungurdauði bíður fjögurra milljóna Talið er að allt að fjórar milljónulr manna í Bangladesh látist úr hungri og sjúkdómum á næstu dögum og vikum takist ekki að auka neyðar- hjálp við landsmenn verulega. Pull- trúar Rauða krossins og Rauða hálf- mánans segja að ástandið sé hörmu- legt og við blasi einhver mesti mann- fellir sem orðið hefur af náttúruham- förum á jörðinni. Björgunarmenn segja að fjöldi manna verði í hættu á næstu mánuð- um vegna ástandins í landinu. Eink- um er óttast að skortur á hreinu vatni verði til þess að fjöldi manna látist vegna farsótta. Rotnandi lík eru nú um allt flóðasvæðið og mikill óþefur í lofti. Allt vatn mengast og auk þess er matur mjög af skomum skammti vegna þess að mikið af upp- skeru landsmanna eyðilagðist og búsmah er failinn á flóðasvæðunum. Síðdegis í gær sögðu björgunar- menn að tahn hefðu verið ríflega 125 þúsund lik. Þó er viðurkennt að þvi fari íjarri að öll kurl séu komin til grafar og er reiknað með að á þriðja hundrað þúsund manna hafi látist í hvirfilbylnum. Neyðarhjálp er nú tekin að berast úr öllum heimshomum. Erfiðlega gengur þó að koma hjálpargögnum á leiðarenda vegna lélegra samgangna og slæms veðurs síðustu daga. Helst vantar fleiri báta til flutninga. Bandaríkjamenn segjast ætla að leggja um tvær milljónir Bandaríkja- dala í neyðarhjálp á næstu dögum. Þá em stjómvöld þar að athuga hvor ekki er hægt að senda þyrlur á vett- vang til að flýta fyrir dreifmgu mat- væla og vatns. Talið er aö allt að tíu milijónir manna hafi misst heimili sín og lifi nú á vergangi. Stjórn Bangladesh hafði á síðustu ámm látið reisa fjölda skýla til að taka við fólki sem hrekt- ist undan flóðum í óshólmum lands- ins. Þó er ljóst að þessi skýh duga hvergi nærri til og veröur fjöldi fólks að hafast við undir berum himni. Reuter Gíslamálið gæti enn skipt sköpum í bandarískum stjómmálum: Fyrrum íraksforseti tekinn í yfirheyrslu - Bush forseti neitar öllum ásökunum um bolabrögð gegn Carter Bani-Sadr, fyrmm forseti Irans, kemur fyrir rannsóknamefnd Bandaríkjaþings síðar í þessari viku til að skera úr um hvort þeir Ronald Reagan og George Bush hafi beðið írana að sleppa ekki bandarískum gíslum í landinu fyrr en að loknum forsetakosningunum 1980. Bush var þá varaforsetaefni Reagans þegar hann felldi Jimmy Cartér af forseta- stóli í eftirminnilegri kosningabar- áttu. Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli í Bandaríkjunum og sækja demókratar hart að fá úr því skorið hvort Reagan og Bush hafi í raun og vem beitt þessum brögðum til að fella Carter. Gíslamálið var Carter mjög íjötur um fót í kosningabarátt- unni og átti mestan þátt í að hann tapaði fyrir Reagan. Gíslarnir feng- ust ekki lausir úr prísund sinni í íran fyrr en að loknum kosningunum. Bush og menn hans neita öllum ásökunum í þessa vem en margt George Bush forseti á nu t harðri glímu við demókrata (i Ifki asnans) vegna gislamálsins. Teikning Lurie bendir til að Regam hafi reynt eitt- hvað þessu hkt til að grafa undan áhti Bandaríkjamanna á Carter. Gíslamáhð var mjög umtalað í Bandaríkjunum árið 1980 en þá héldu íranar 52 Bandaríkjamönnum í gísl- ingu eftir að klerkastjómin hafði bQÍað íranskeisara frá völdum. Gary Sick, félagi í þjóðaröryggis- ráðinu á valdatíma Carters, hefur kannaö máhð síðustu mánuði. Hann segir að William Casey, kosninga- stjóri Reagans og síðar yfirmaður CIA, hafi átt fundi með fulltrúum íraksstjómar í Madrid á Spáni. þar hafi hann lofað írönum vopnum ef þeir héldu gíslunum fram yfir kosn- ingar. Ef rétt reynist gæti máhð reynst mjög afdrifaríkt fyrir Bush forseta og dregið úr líkum á að hann nái kjöri öðm sinni sem forseti í væntan- legum kosningum á næsta ári. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.