Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Qupperneq 18
 18 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991, íþróttir imglinga : ': . .. -V • Þjálfarar drengjalandsliðsins í knattspyrnu; til vinstri Þórður Lárusson og Kristinn Björnsson. Þeir eru hóflega bjartsýnir í úrslitakeppninni sem fram fer í Sviss og hefst á morgun. DV-myndir Hson Einar B. Arnason, KR varnarmadur Gunnar Þórisson, Víkingi, markvörður Ámi G. Arason, IA markvörður Aifreð Karlsson, IA varnarmaður Hrafnkell Kristjánsson, FH, miðjumaður Helgi Sigurðsson, Víkingi sóknarmaður Guðm. Benedlktsson, Þór, sóknarmaður Gunnlaugur Jónsson, !A, varnarmaður Orri Þórðarson, FH vamarmaður Lúðvík Jónasson, Stjarn an, varnarm. Jóhann Steinarsson, IBK, sóknarmaóur ívar Bjarklind, KA sóknarmaður Pálml Haraldsson, ÍA miðjumaður ÞorvaldurAsgeirss., Fram, míðjumaður Sigurbjöm Hreiðarsson, Vat, miöjumaður Stefán Þórðarson, IA sóknarmaður Evrópumót drengjalandsliða í knattspymu Eram hóflega bjartsýnir íSviss - segja þjálfarar drengjalandsliðsins Islenska drengjalandsliðið í knatt- spyrnu, 16 ára og yngri, vann sér þaö tll ágætis sl. sumar að öðlast rétt til þátttöku í úrslitakeppni í Evrópu- keppni landsliða. Það gerðu dreng- irnir þegar þeir unnu Wales, 6-0, hér heima í undankeppninni. Þetta drengjalandshð er skipað mjög hæf- um einstakUngum og er Uðið með þeim betri sem ísland hefur teflt fram í þessum aldursflokki. Það eru því bundnar miklar vonir við strák- ana sem framtíðarleikmenn íslands. ÚrsUtakeppnin fer fram í Sviss og er fyrsti leikur strákanna á morgun kl. 18.00 gegn Júgóslövum. Sterkur riðill Það er óhætt að segja að andstæðing- ar okkar stráka í riðhnum séu ekki af verri endanum því þeir eru í riðU með Rússum og Spánverjum auk Júgóslava. A fóstudaginn verður spUað gegn Spáni og á sunnudag við Rússa. Kom- ist strákamir áfram í úrsUtin þá fá þeir 2 leiki í viðbót, annars verður komiö heim nk. mánudag. Höfum æft vel í samtaU við DV sagðist Pálmi Har- aldsson, fyrirUði íslenska Uðsins, vera bjartsýnn. „Við höfum æft eins vel og mögulegt er. Það hafa verið landsUðsæfingar nánast hverja helgi í aUan vefur og svo eru náttúrlega æfingar hjá félögunum. Það sem er einna verst er kannski skortur á leikæfingu því að við erum svo til að byija leiktímahiUð en and- stæðingar okkar að enda það en það er atriði sem við ráðum ekki við. Eitt er klárt að við komum tU með að gefa okkur 100 prósent í aUa leik- ina gegn þessum sterku andstæðing- um. Þegar út í leikinn er komið þá reynir a menn. Þaö er ekki nog að vera stórt nafn í knattspyrnuheimin- um. Það eru lokatölur leikjanna sem telja. Við erum ákveðnir í að gera okkar aUra hesta og vonandi dugar það tU að ná fram í úrsUtin. Það er mjög góður andi ríkjandi í Uðinu og aiíir bjartsýnir á góðan árangur,“ sagði fýrirUðinn. Hóflega bjartsýnir Þjálfarar drengjalandsliðsins, þeir Kristinn Bjömsson og Þórður Lárus- son, kváðust vera hóflega bjartsýnir. Þeir sögðu ljóst að andstæðingarnir væm engir aukvisar. Líklega yrði leikaðferðin 4-4-2 notuð en þó færi það náttúrlega eftir því hvemig leik- imir þróuðust. Við emm þó vissir um að strákamir munu gera sitt allra besta. Liðið er skipað góðum strákum sem sýndu svo sannarlega hva’ð í þeim hýr í leiknum gegn Wal- es sem þeir gjörsigmöu 6-0 hér heima í fyrra. Þórður kvað vömina skipaða óvenjuhávöxnum strákum og væri það okkur í hag. Unglingasíða DV óskar drengjun- um velgengni í komandi leikjum. Fararstjóm er í höndum þeirra Sveins Sveinssonar, Sigmundar Stef- ánssonar, Snorra Finnlaugssonar og Jóhannesar Sveinbjömssonar. Læknir er Einar Jónsson. Einnig er Eyjólfur Ólafsson dómari með í ferð- inni. Þrír með 18 ára liðinu Eftir leikina í Sviss munu 3 strák- anna fara til Tékkóslóvakíu til Uðs við 18 ára landsUðið gegn Tékkum. Það em þeir Helgi Sigurðsson, Vík- ingi, Pálmi Haraldsson, ÍA, og Einar Ámason, KR. -Hson Mörg stórlið áeftir Guðmundi Hinn bráðefnilegi knattspymu- maður Guðmundur Benediktsson úr Þór frá Akureyri hefur vakið mikla athygU evrópskra atvinnufélaga fyr- ir hæfni sína á knattspymuvelUnum. Þau félög sem eru nú hvað sterkast inni í myndinni eru þýska félagið Stuttgart og Ekeren frá Belgíu. Að- spurður sagðist Guðmundur ekkert gera upp á milli þessara félaga en aUt væri þó opið ennþá. „Faðir minn er í Stuttgart þessa stundina að kanna aðstæður og fer hann síðan til Ekeren í Belgíu. Að sjálfsögðu er Stuttgart frægara Uð en hið belgíska en knattspyman er á hraöri uppleið í Belgíu og er það ekk- ert lakari kostur,“ sagði Guðmund- ur. Faðir Guðmundar er Benedikt Guðmundsson. Guðmundur leikur með drengja- landsliðinu og hefur verið einn af burðarásum 18 ára landshösins. Uimsjón: Halldór Halldórsson • Guðmundur Benediktsson leikur listir sinar á Laugardalsvelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.