Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991. Spumingin Ferðu oft í heimsóknir? Stemgrímur Leifsson sölum.: Já, mjög oft, svona sex sinnum í viku. Jónas Sigurgeirsson nemi: Já stund- um, svona einu sinni um helgi. Árni Þór Freysteinsson nemi: Alltof sjaldan. Ármann Þorvaldsson nemi: Já, égfer dálítiö oft til vina og vandamanna og er alltaf aufúsugestur. Tinna Víðisdóttir nemi: Já, svona annað slagið, kannski á tveggja vikna fresti. Steinunn Þorsteinsdóttir: Já það kemur fyrir, svona 2-3 í viku. Lesendur Grunnskólamír og fæðan Konráð Friðfinnsson skrifar: í gegnum tíðina hefur það ósjaldan gerst að menn hafi bent á nauösyn þess að komið verði á reglulegum máltíðum í grunnskólum landsins. Og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir leikra og lærðra, og oft og tíðum góð- an hug stjómvalda, hefur málinu sáraiítið miöaö. - Furðulegt! Rökin sem flutningsmenn færa máli sínu tii stuðnings em einkum þau, að hér sé um að ræða fyrirbyggj- andi aðgerðir. Forvamir sem muni minnka hættuna á að bömin bregði sér í sjoppuna til að troða sig út af sælgæti eða öðra miður æskilegu uppistöðufæði í frímínútunum. - Þessu muni fæða, borin fram í skól- unum sjálfum, breyta. Jafnvel tala menn um aukinn námsárangur nem- endanna í sömu andrá. Undir þetta sjónarmiö er unnt að taka. Með nokkram fyrirvara þó, þ.e.a.s. hvemig staðið verði að fram- kvæmdum. Verður bömunum t.d. boðið upp á útlendan kost? Eða munu þau fá góðan, íslenskan mat, eldaðan samkvæmt íslenskum uppskriftum? Mig langar til að minna alla áhuga- sama um þennan málaflokk á þá staðreynd að hér býr þjóð sem fram- leiðir matvæh og sem hefur getið sér gott orð fyrir það starf undanfarin ár. Þannig væra það afar óeðlileg vinnubrögð hjá þeim sem um málið munu fjalla, ef þeir tækju ekki mið af þessari staðreynd þegar til kast- anna kæmi. Og verði vilji fyrir hendi hljóta þeir sömu að leggja þunga áherslu á það að forráöamenn skól- Menn hljóta að vera að tala um hollan mat, en ekki ruslfæðu, segir hér m.a. anna kappkosti að hafa slíkan mat ávallt á borðum stofnana sinna. Menn hljóta jú að vera að tala um hollan mat, en ekki ruslfæðu eins og þá sem maður rekur sig á að ung- menni hafa aðhyllst. Ef rétt yrði að staðið myndi margt vinnast með þessu skipulagi. Við gætum kennt ungviðinu að eta, og ekki síður að meta landbúnaðar- og sjávarafurðir vorar, sem við fram- leiðum öllum ríkjum betur. Takist það myndi það styrkja mjög þessar mikilvægu atvinnugreinar lands- manna, og gæti í raun varðað fram- tíðarmöguleika þjóðarinnar, vilji hún standa á eigin fótum. - Ég hygg ennfremur, að þingmenn og ráð- herrar geti vel sæst á tillögu sem flutt yrði í þessum dúr. Vemdun bama kallar á hjálp Elsa Kristjánsdóttir skrifar: Kæra böm: Höfum viö ekki stund- um gleymt aö þakka guði fyrir hvað við búum í góðu landi og höfum allt af öflu? Nú er móðir Theresa að kalla til landa sem búa við velmegun. Það eru alltaf að bætast í hópinn fleiri börn sem þurfa á hjálp hennar að halda. Foreldrar gefast upp á fátækt- inni og gráti bama sinna af hungri. Sumir láta þau vafalaust fara grát- andi frá sér á götuna. Sumir era líka dánir. Nú hafa börnin ekkert nema göt- una til að halla sér að. Þau sofa á gangbrautunum á nóttinni. Fólk í stórborgunum er fyrir löngu orðið þreytt á þessu betli. Nú þyrpast böm- in um að verða fyrri til en rottumar til að ná sér í æti úr ruslatunnunum. Stundum verða þau að geraýmislegt ólöglegt til að ná sér í mat. I þessum hópi var lítil stúlka sem átti mjög fagurt gullhálsmen. Þetta men haföi móðir hennar sett á hálsinn á henni áður en hún dó úr hungri. Maður nokkur, ágjarn mjög, sá að hálsmen- ið var mjög dýrmætt. Hann sagði við fltlu stúlkuna: Ef ég kaupi brauð hana þér, fæ ég þá menið? - Og vesl- ings stúlkan sagði já. Að pretta böm og gamalt fólk er það ljótasta sem ég get hugsað mér. Þeir peningar standa stutt við hjá fólkinu. Mennirnir áætla, en guð ræður. Kæru böm: Mig langar svo til að biðja ykkur um aö safna peningum fyrir böm mesta og besta mann- vinarins í heimi hér, móður Theresu. Þið eruð svo dugleg að safna fyrir veikt fólk. Ef foreldrarnir vilja það ekki, þá megið þið ekki gera mér þennan greiða. Maður á alltaf að hlýða foreldrum sínum. Guð gefi ykkur gleðilegt sumar. Islenskir fiskmark- aðir drabbast niður Þórður Guðmundsson skrifar: Það var tímabært fyrir Sjónvarpið að minnast á í fréttum hvemig ís- lensku fiskmarkaöimir eru smám saman að slaka á gæðakröfum sínum jafnhliöa þeim kaupendum sem við þá skipta. Það er hárrétt, að íslenskir i fiskkaupendur gera afar litlar kröfur til gæða og vandaðs hráefnis þegar fiskur er annars vegar. Ég veit ekki hvað þessu veldur, en þetta er áber- andi á margan hátt. Það þarf ekki nema að líta á fisk- markaði erlendis og bera þá saman við okkar íslensku, þá sér maður þennan gífurlega mun. Einnig er áberandi hvaö fiskverslanir í ýmsum löndum eru þrifalegri og hvernig þar er betur búið um söluvarning í kæli- borðum en hér þekkist. Úrvalið þar er einnig margfalt meira og betra. - Þrátt fyrir aflt sjálfshól okkar um hvaö viö séum mikil fiskiþjóð og fisk- framleiðendur, erum við langt á eftir í öllu sem snertir meðferð hráefnis, geymslu þess og markaðssetningu. Það er rétt sem kom fram í frétt Sjónvarpsins, að líklega veröur þetta ekki lagfært fyrr en við verðum að hlíta sömu reglum og gilda í nálæg- um löndum, t.d. í Evrópubandalags- löndunum. Kannski verður okkur hollast að tengjast þessum löndum til þess að viðhlítandi lög gildi hér sem annars staðar um meðferð þessa annars verðmæta hráefnis. Það duga engin vettlingatök á suma þá sem hafa haslað sér völl hér í útgerð, fisk- vinnslu og fisksölu. - Það má ekki líða það að fiskmarkaðir hér drabbist niður. Gera íslenskir fiskkaupendur litlar kröfur til gæða á hrðefninu? samdráttur Pálmi Ingólfsson skrifar: Foringjar nýmyndaðrar ríkis- stjómar hafa rajög haft það á orði að þeir ætli að skera niður ríkis- útgjöldin og ekki að ástæðulausu. Væri þaö vel ef sú yrði staðreynd- in þegar fram liða stundir. Mesta athyglí heíði það þó vakiö og gert málin trúverðugri ef þessir herramenn hefðu byrjaö strax að skera niður í eigin herbúðum raeð því að hafa fiölda ráðherra í rílússtjórninni aðeins 7, þrjá frá Alþýðuílokki og fióra frá Sjálf- stæðisflokki. Meö þeirri aðgerö hefði verið fariö vel af staö og steíht aö enn frekari og hertum aögerðum í efnahagsmálum komandi ára. - Þá hefði mátt taka ofan hattinn og bugta sig fyrir Jóni Baldvin og Davíð. „Átökin“ Laufey skrifar: Ég vil taka undir með þeim sem hafa verið að amast við happ- drættismiðum og samskotabréf- um sem maður fær send heim raeð vissu millibifl. Þettaer papp- írsflóð sem fer mest í ruslið bjá æði mörgum. - Mér finnst það lika hafa ágerst upp á síðkastið að efna til „átaka“ eða herferða um hvaðeina sem mönnum stendur nær hjarta. Þegar þetta er skrifað eru í gangi ekki færri en þrjú landsá- tök og mikið auglýst og skriíað og heimsóknir í hús boðaðar. Það er núna átak týrir flogaveika, landssöfnun til styrktar Kúrdum og Afgönum og svo er söfnunará- tak SÁÁ. Þetta er allt orðið mjög hvimleitt og hefur eiginlega misst marks hjá flestum. Sumirerusárir, aðrirreiðir Póll Einarsson hringdi: Það er fróðlegt aö lesa viðtöl við þá sfiórmálaforingja sem nú eru í stjómarandstööu. Þrír flokkar teljast nú til sfiórnarandstöðunn- ar, Framsóknarflokkur, Alþýðu- bandalag og Kvennalistinn. Formaður Framsóknai'flokks- ins, Stemgrímur Hermannsson, mælir af sinni alkunnu kurteisi og segir það vissulega vonbrigði að vera í stjórnarandstöðu, en óskar hinni nýju sfióm alls góðs og segist ekki ætla að fylgja henni úr hlaöi með bölbænum. - Tals- maöur Kvennalistans segir sinn flokk búa sig undir harða stjórn- arandstööu og ætla að veita stjórninni veröugt aðhald. - For- maður Alþýðubandalagsins segir að ríkisstjórnin fái enga hveiti- brauðsdaga, andstaöan gegn henni byrji strax og haldi áfram þar til hún hafi verið hrakin frá völdum. - Þessi ummæli segja manní ýmislegt. Sleppumerlendu lántökunum Kristmann skrifar: Hver segir aö núverandi ríkis- stjóra eigi aö vinna eftir því sem fr áfarandi ríkisstjórn samþykkti? Þótt sparnaður hafi dregist sam- an hér og vexti þurfi þvi aö hækka, batnar ástandið ekki meö þvi að taka erlend lán. - Lánsfiár- þörf ríkisins minnkar eftir því sem það sker niöur hjá sér. Það er raargbúið aö tala um að draga úr ríkisfrarakvæmdum, þaö á að standa við. Ef standa á við fyrirheit fyrrverandi ríkis- stjómar um að framkvæma allt alls staöar er þessi rikisstjórn aðeins að feta í hennar spor og framkvæma það sem hún setti fyrir. Sleppum erlendu lántökun- um í þetta sinn, þær munu keyra allt úr skorðum og við sitjum eft- ir í sama feni og alltaf áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.