Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991. Iþróttir Sport- stúfar Boston Celtics og Detroit Pistons kom- ust í undanúrslit í austurhluta banda- rísku NBA-deiIdarinnar í körfu- knattleik í fyrrinótt Boston vann Indiana Pacers, 124-121, í fimmta leik liðanna, og Detroit lagði Atl- anta Hawks, 113-61, einnig í fimmtu viðureign. Þá mættust Los Angeles Lakers og Golden State Warriors í fyrstu viðureign Uðanna í undanúrslitum vestur- hlutans og Lakers sigraðí, 126-116. Persson varð heimsmeistari Jörgen Persson írá Svíþjóð varð í gær- morgun heimsmeist- ari karla í borðtennis í Chiba í Japan þegar hann sigr- aöi landa sinn, Jan-Ove Waldner, í úrslitaleik, 21-19, 21-18, 21-18. Hann kom fram hefndum því á síðasta heimsmeistaramóti, 1989, þegar þeir félagar mættust líka í úrslitum, sigraði Waldner eftir fimm lotur. Sviar hlutu þrenn gullverðlaun á mótinu því þeir höfðu áður sigraö í liðakeppni og tviliðaleik karla og uppskera þeirra því afar glæsileg. Lewis stökk 8,48 metra Carl Lewis, bandaríski ólympíumeistarinn í langstökki og 100 metra hlaupi, sýndi gamla takta í langstökkinu á sunnudag þegar hann stökk 8,48 metra á móti. í Houston. Hann sigraði þó ekki þar sem hann keppti aðeins sem gestur, vildi ekki vera með á mótinu þar sem hann var nýlentur eftir 14 tíma flug ffá Guadelupe í Karabíska hafinu! Hann átti erfitt uppdrátt- ar, en flaug síðan ofangreinda vegalengd í lokastökkinu. Ann- ars var Lewis illþekkjanlegur því hann er búinn aö lita hár sitt rautt og er kominn með yfirvar- arskegg! Kópavogurvann bæjakeppnina Ómar Garðaiason, DV, Eyjum; ÍBV sigraði Breiðablik, 2-1, í síðari leik lið- anna í bæjakeppni Vestmannaeyja og Kópavogs í knattspyrnu í Eyjum á sunnudaginn. Sindri Grétars- son og Nökkvi Sveinsson skoruðu fyrir IBV en Steindór Elison fyrir Breiöablik. Blikar unnu fyrri leikinn, 3-1, og Kópavogur vann því keppnina, 4-3. Leikið var á möl í Eyjum en lið ÍBV byrjar aö æfa á grasi á morgun. Vaidimar til Dalvikur Valdimar Pálsson, sem til þessa hefur leikið meö Þór á Akureyri í 1. deildinni í knattspymu, er genginn til liðs við 3. deildar lið Dalvíkinga og verður löglegur með liðinu i 2. umferö. Valdimar er 23 ára og hefur leikið 35 leiki með Þór í 1. deild og skorað i þeim tvö mörk. Örebro á toppinn Örebro tók forystuna í sænsku úrvalsdeiidinni í knattspymu á sunnudaginn með því að sigra meistarana Norrköping, 0-2, á útivelli. Á meðan gerði Gauta- borg jafntefli við Öster á útivelli, 2-2. GAIS tapaði fyrir Malmö FF, 0-1, Djurgárden og Halmstad skildu jöfn, 1-1, og Sundsvall tap- aði fyrir AIK, 0-3. Eftir sex um- feröir er Örebro með 13 stig, Gautaborg 12, AIK 12, Malmö FF 11, Norrköping 7, Öster 7, GAIS 5, Sundsvall 5, Halmstad 4 og Djurgárden 3 stig. pjörir Albanir fengu ævilangt keppnisbann - eftir þjófnað á Limdúnaflugvelli - vann Astrala í gær í tveimur lotum Broddi Kristjánsson komst í gær i chang frá Suöur-Kóreu, 15-6 og 15-7. 3. umferð í einliðaleik karla á heims- Árni Þór Hallgrímsson tapaði fyrir meistaramótinu í badminton sem nú Bamban Suprianto frá Indónesíu í stendur yfir í Kaupmannahöfh. 1. umferð í gær, 15-12 og 15-3. Broddi sigraði Darren McDonald frá Ása Pálsdóttir fékk gefinn leik i 1. Ástralíu í tveimur lotum, 15-4 og umferö og niætir Susi Susanti frá 18-13. í 3. umferö mætir hann Svian- Indónesíu. Ámi Þór og Broddi féllu um Patrik Andreasson. út í tvíliöaleik en Ása og Guömundur Guðmundur Adolfsson féll út 1 2. sigruöu Kim og Li frá Norður-Kóreu, umferð í gær, tapaði fýrir Ahn Jae- 15-11,18-14, í tvenndarleik. -VS/GH Brynjar og Eðvarð leika til úrslita • Undanúrslitin á íslandsmótinu í snóker fóru fram fyrlr skömmu á knattborðstofu Suðurnesja. Brynjar Valdimars- son, íslandsmeistari þrjú undanfarin ár, sigraði Jónas P. Erlingsson, 8-1, og Eðvarð Matthíasson sigraði Arnar Richard, 8-6. Þeir Brynjar og Eövarð leika því til úrslita og fer viðureignin fram í sjónvarpsal þann 11. maí. Á myndinni eru frá vinstri: Brynjar Valdimarsson, Eövarð Matthiasson, Arnar Richard og Jónas P. Erlingsson DV-mynd Ægir Már Fjórir leikmenn albanska lands- liðsins í knattspyrnu, sem urðu upp- vísir að þjófnaði í fríhöfninni á Lund- únaflugvelli fyrir um ári, hafa verið dæmdir í ævilangt keppnisbann af albanska knattspymusambandinu. Albanska landsliðið var á leið til ís- lands þegar þjófnaðurinn komst upp, til að leika gegn íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Mál þetta var frægt á sínum tíma og sögðu margar fréttastofur í Evrópu frá þessari vafasömu uppákomu al- bönsku leikmannanna. Leikmennirnir sem fengu ævilangt keppnisbann eru Eduard Abazi, Rudi Vata, Futbardh Jera og Arben Arberi en þeir höfðu um nokkurt skeiö átt fast sæti í landsliðinu. Aðrir sem gengu ekki eins langt í þjófnaðinum fengu stranga aðvömn frá albönsk- um stjórnvöldum. Albanía er um þessar mundir að fara í gegnum miklar þjófélagsbreyt- ingar og fer knattspyrnan og aðrar íþóttagreinar ekki varhluta af því. Aziz Tauini, ritari albanska knatt- spymusamabandsins, segir að í kjöl- far breytinganna verði reynt að koma albanskri knattspymu til vegs og virðingar bæði innanlands og er- lendis. Við erum allir stoltir af þjóð okkar og knattspyman getur hjálpað okkur að svo megi verða áfram um ókomna framtíð. Aðbúnaður íþróttafólks í Albaníu er mjög bágborinn enda hefur landið verið lokaðasta land í Evrópu frá lok- un síðari heimsstyijaldar. Nú hefur ítalska ólympíunefndin boðist til aö skjóta skjólshúsi yfir albanska frjáls- íþróttamenn að æfa í Florence fyrir ólympíuleikana í Barcelona 1992. Albanska íþróttamálaráðuneytið hefur nú ákveöið að senda í fyrsta skiptið fijálsíþróttamenn á ólympíu- leika. -JKS Handboltaskóli Pjatttil Ítalíu -leikurmeð Bari á næsta tímabili Enski landsliðsmaðurinn í knattspymu David Platt mun leika með ítalska félaginu Bari á næsta keppnistímabili. Forseti Bari, Vincenzo Matarrese, segir að Platt sé bú- inn að ákveða að leika með Bari en vilji ekki skrifa undir fyrr en eftir næstu helgi en þá lýkur keppnistímabilinu í ensku knattspymunni. Platt leikur með Aston Villa og er einn af lykilmönnum enska landsliðsins. Gordon Cowans, sem leikur við hlið Platt á miðjunni hjá Villa, lék í þrjú ár með Bari við góðan orðstír. -GH Geirs og Viðars - fer fram 1 Kaplakrika síðar í þessum mánuði Hinn árlegi handbolta- skóli Geirs Hallsteinsson- ar og Viöars Símonarson- ar verður haldinn í nýja íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnar- firði dagana 25. maí til 31. maí. Heimavist nemenda verður í Víði- staðaskóla. Námskeiðið er opið öllum 8-16 ára krökkum á landinu eins og undan- farin ár. Landsliðsfólk sýnir og leið- beinir á námskeiðinu og í lokin fá allir þátttakendur viðurkenningu, og bestu markverðir, útileikmenn og línumenn hjá báðum kynjum fá verðlaun. Hámarksfjöldi þátttakenda verður 60 en í fyrra komust færri að en vildu. Þátttakendur sendi nafn, heimilis- fang, síma og þátttökugjald, 10 til 15 þúsund krónur, eftir því hvort gist- ing og fæði er innifalið, á eftirfarandi heimilisfang: Handboltaskóli Geirs og Viðars, póstgíróreikningur nr. 50950-7, Pósthús Hafnarfiarðar. Þátttaka skal jafnframt tilkynnt í síðasta lagi 10. maí til Geirs í síma 50900 eða Viðars í síma 656218, en þeir veita jafnframt nánari upplýs- ingar. • David Platt í leik gegn ítölum á heimsmeistaramótinu í fyrrasumar. Enn eitft heimsmet hjá Sergei Bubka -1 stangarstökki, stökk 6,07 metra í Japan 1 gær • Sergei Bubka setti 10. heimsmet sitt í stangarstökki utanhúss á móti í Japan í gær. Sergei Bubka frá Sovétríkjunum bætti heimsmet sitt í stangarstökki um einn sentímetra þegar hann stökk 6,07,~metra á alþjóðlegu fijálsíþróttamóti í Japan í gær. Gamla metið, 6,06, metrar, setti Bub- ka í Nice í Frakklandi árið 1988. Þetta var í 10. sinn sem Bubka setur heimsmet í stangarstökki utanhúss en eins og menn muna setti Bubka hvert heimsmetið á fætur öðru innanhúss í vetur alls fiórum sinnum og það síöasta í Grenoble í Frakkl- andi í mars, 6,12 metra. Bubka sagði eftir mótið að hann hefði ekki átt von á því að bæta heimsmetið þar sem keppnistímabilið utanhúss væri rétt aö byija en vissulega lofaði þessi árangur góðu fyrir sumarið. Parott heims- meistari í snóker - vann Jimmy White, 18-11 John Parott varð í gærkvöldi heims- meistari í snóker þegar hann sigraði Jimmy White í úrslitum, 18-11, en mótið fór fram í Sheffield í Englandi. Þetta var þriðji úrslitleikurinn sem Jimmy White tapar og átti hann ekk- ert svar við góöum leik Parotts en fyr- irfram var White spáð sigri. Fyrir sigurinn fékk Parott í sinn hlut tæplega 15 milljónir íslenskra króna en White rúmar 8 milljónir. Eftir sigurinn sagði Parott að nú væri draumurinn orðin að veruleika. „Þegar ég hóf aö leika snóker 12 ára gamall óraöi mér ekki fyrir aö ég ætti eftir að vinna heimsmeistaratitilinn en míg dreymdi vissulega um þaö,“ sagði Parott. Jimmy White var að vonum sár þeg- ar úrslitin lágu fyrir en sagði að hann kæmi reynslunni rikari á næsta ári og sagði ennfremur að vissi að hann gæti unnið heimsmeistaratitilinn. -GH ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991. 17 íþróttir „íslandsmet Einars fellur bráðlega“ - segir Siguröur Einarsson sem hafhaöi í ööru sæti í spjótkastkeppni í Japan 1 gær • Sigurður Einarsson náði frábærum árangri á stórmóti í Japan í gær. Sigurð- ur kastaði spjótinu 84,85 metra og varð I 2. sæti. „Ég er auðvitað hæstánægður með þetta kast mitt og átti ekki alveg von á þessu beint núna. Ég hef æft mjög vel og þessar æfingar eru að skila sér og ég get sagt þér að íslandsmet Ein- ars fellur innan skamms,“ sagði Sig- uröur Einarsson spjótkastari sem náði frábærum árangri á alþjóðlegu fijálsíþróttamóti í Japan í gær. Sig- urður hafnaði í öðru sæti, kastaði spjótinu 84,85 metra, en Finninn Seppo Raty sigraði á nýju heims- meti, kastaöi 91,98 metra. Gamla metið átti Bretinn Steve Backely, 91,88 metrar. Sigurður hefur verið í mikilli fram- för í spjótkastinu og á mótinu í Japan bætti hann persónulegan árangur sinn um rúma tvo tvo metra og haldi hann áfram á sömu braut er víst að íslandsmet Einars Vilhjálmssonar er í stórhættu en það 85,66 metrar, sett á Evrópumótinu í Spht í Júgóslavíu í fyrra. Sviinn og fyrrum heimsmethafi Patrick Boden varð að láta sér lynda þriðja sætið í spjótkastkeppninni en hann kastaði 81,64 metra. Það áttu fáir von á því að Seppo Raty myndi setja nýtt heimsmet. Raty hóf keppnina illa og fyrstu tvö köst hans voru innan við 80 metra markið. í þriðju umferðinni kom risakastið og bætti hann sinn per- sónulega árangur um hvorki meira né minna en 5 metra með þessu glæsilega heimsmeti. Annað besta kast í heiminum á árinu „Ég verð að segja að þetta kast kom mér nokkuð á óvart. Ég kastaöi í 1. umferðinni 74 metra, í 2. umferð 73 metra og í 3. umferðinni 77 metra. í þriðju umferð náði Raty að sefia heimsmetið og þá sagði ég við sjálfan mig, annaðhvort er ég með í keppn- inni eða ekki. Þaö var síðan í 4. til- raun sem ég náði að kasta 84,85 metra,“ sagði Sigurður Einarsson í samtali við DV. Þetta kast Sigurðar er annað besta kast í heiminum á þessu ári og með þessum góða árangri er Sigurður kominn inn í öll mót sem hann hefur hug á að vera með í. „Ég hef æft geysilega vel og það hefur komið mér örugglega til góða að ég var heima á íslandi fyrir skömmu og komst á nokkrar æfingar hjá Stefáni Jóhannsynni, þjálfara mínum. Ég er bjartsýnn á sumarið og vonandi næ ég að fylgia þessum góða árangri eftir,“ sagði Sigurður. Sigurður Einarsson keppir á öðru móti í Japan þann 12. maí og fram að þeim tíma mun hann kanna að- stæður fyrir æfingabúðir en Sigurð- ur tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan í haust. -GH/GÞ - í karla- og kvennaflokki Jóhann Ingibergsson FH sigraði í Víöa- vangshlaupiíslands sem áaldið var á Akureyri um nýliðna helgi. Jóhann tók for- ystu strax í upphafi og hélt henni allt til loka. I kvennaflokki sigraöi Þorbjörg Jensdóttir úr ÍR nokkuð örugglega. Úrslit efstu manna í hveijum flokki urðu þannig: Karlar 1. Jóhann Ingibergss., FH .,28,38 mín. 2: Daníel Guðmundss., KR .29,09 min. 3. Gunnlaugur Skúlason, UMSS 29,39 4. Krisfián Asgeirsson, ÍR „29,45 mín. 5. Gunnar Guðmundss., FH ........................29,49 mín. • í sveítakeppni unnu FH-ingar. Konur Þorbjörg Jensdóttir, ÍR..12,48 mín. 2. Laufey Stefánsd. Fjölni „13,32 mín. 3. Berghildur Stefánsd., USAH...14.31 • I sveitakeppni vann UFA. Drengir 1. Jón Þorvaldsson, UMSB.11,08 mín. 2. Hákon Sígurðsson, HSÞ .11,29 mín. 3. OrriFétursson, UMFA ...11,34 míh. • í sveitakeppni vann UMSB. Telpur Ásdís Rúnarsdóttir, ÍR...6,11 min. 2. Edda Óttarsdóttir, KR.6,12 min. 3. Anna Þórisdóttir, KR. ..6,16 mín. • í sveitakeppni unnu ÍR-ingar. Strákar 1. Kristm. Sumarliðas, HSH 6,05 mín. 2. Benjamin Davíðs, UMSE.,6,11 min. 3. Guðm. Jónsson, USVH...6,12mín. • í sveitakeppni vann UFA. Stelpur 1. BergiindGunnarsd. UMSE....6,25 2.IngaÞorsteinsdóttir,UMSB ....6,31 3. Hulda Geirsdóttir, UMSB 6,40 min. • í sveitakeppni vann UMSE. • í öldungaflokki sigraði Sighvatur Dýri Guðmtmdsson, IR, á 31,10 mín- útum. • Aldursforseti í Víöavangshlaup- inu var Jón Guðlaugsson og er hann 65 ára gamall. Hann lauk hlaupinu á timanum 40,40 mínútum. -GH Grunnskóli Eskifjarðar vann • Grunnskóli Eskifjarðar sigraöi í skólahlaupi UÍA sem fram fór á Fáskrúðsfirði 1. maí. Djúpivogur varð i öðru sæti, Neskaupstaður i þriðja, Fáskrúösfjörður i fjóröa og Egilsstaðir í fimmta, en 11 grunnskólar tóku þátt. Dýrleif Ingvadóttir, Neskaupstað, sigraði í flokki stúlkna 7-9 ára, Ómar Atlason, Neskaupstað, í flokki drengja 7-9 ára, Stefán Gíslason, Eskifiröi, i flokki drengja 10-11 ára, Jónina Jónsdóttir, Neskaupstaö, i flokki stúlkna 10-11 ára, Jón Einar Valgeirs- son, Neskaupstað, i flokki drengja 12-13 ára, Hafrún Björnsdóttir, Neskaupstað, í flokki stúlkna 12-13 ára, Valur Fannar Gíslason, Eskifirði, i flokki drengja 14-16 ára og Aðalheiður Jenssen, Fáskrúðsfirði, i flokki stúlkna 14-16 ára. DV-mynd Ægir/Fáskrúðsfirði Uð Arsenal enskur meistari í 10. sinn - vann Man. Utd, 3-1, og Liverpool tapaði fyrir Nott. Forest, 2-1 • Alan Smith var í stuði í gær og skoraði öll þrjú mörk Arsenal i sigri á Man. Utd. Arsenal var í gær enskur meistari í knattspymu í 10. sinn og í annað sinn á þremur á þremur árum þegar liðið sigraði Manchester United, 3-1, á heimavelh sínum í gærkvöldi. Arsenal hafði reyndar tryggt sér titil- inn fyrir leikinn í gærkvöldi því í gærdag tapaði Liverpool fyrir Nott- ingham Forest, 2-1, og Arsenal hefur því 7 stiga forskot fyrir síðustu um- feröina sem fram fer á laugardaginn. Þaö ríkti sannkölluð kamival- stemning á Highbury í gærkvöldi og rúmlega 40 þúsund áhorfendur fógn- uðu sínum mönnum vel og innilega. Alan Smith var á skotskónum í gær og skoraði öll þijú mörk Arsenal í leiknum. Fyrsta markið kom á 19. mínútu. Smith fékk þá sendingu frá Paul Merson og skoraði öragglega og á 41. mínútu bætti hann við öðra marki eftir góðan undirbúning Kev- ins Cambell og staðan í leikhléi, 2-0. Smith bætti síðan þriðja markinu við á 58. mínútu úr vítaspyrnu þegar Steve Bruce handlék knöttinn innan vítateigs en Bruce tókst aö laga stöð- una fyrir United með marki úr víta- spyrnu á síðustu mínútunni. Bryan Robson varð að yfirgefa leikvöflinn vegna meiðsla eftir aðeins 13 mín- útna leik. Leikmenn Man. Utd fóru sér heldur rólega í leiknum enda eru menn þar á bæ með hugann við leik- inn gegn Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fer þann 15. maí. Liverpool tapaði fyrir Forest Liverpool tapaði í gærdag fyrir Nott- ingham Forest, 2-1, og um leið enska meistaratitlinum. Nigel Clough náði forystu fyrir Forest á 14. mínútu. Steve Staunton braut þá á Cary Cros- by innan vítateigs og úr vítaspym- unni skoraði Clough og staðan í leik- hléi, 1-0. Á 56. mínútu jafnaði Jan Mölby metin út vítaspyrnu sem Ronnie Rosenthal fiskaði. Það var síðan Ian Woan sem tryggði heima- mönnum sigurinn á 64. mínútu með fallegu marki. • Staða efstu í defldinni er þannig: Arsenal........37 23 13 1 68-17 80 Liverpool......37 22 7 8 75-40 73 C.Palace.......37 19 9 9 47-41 66 Leeds..........36 18 7 11 60-42 61 Man.City.......37 16 11 10 61-51 59 Man.Utd........36 16 11 9 57^158 • Þá var einn leikur í 2. defld í gær. Port Vale og Sheffield Wednesday skfldu jöfn, 1-1. -GH Opið golfmót hjá Keili HGolíklúbburinn Keflir í Hafnarfirði heldur fyrsta opna golfmót sumarsins, svonefnt Alísmót, á golf- velli sínum í Hvaleyri á fimmtudag- inn. Þar veröur keppt í karla- og kvennaflokki og verða leiknar 18 holur. Völlurinn á Hvaleyri er í mjög góðu ásigkomulagi og verður keppt á sumargrínum. Keppendur verða ræstir út frá klukkan 8 og aflari nán- ari upplýsingar og skráning er í síma 53360. -GH ÍÞRÓTTASALIR TIL LEIGU ÍÞRÓTTAFÉLÖG: Vinnufélagar o.fl. Vantar ykkur aðstöðu til æfinga í sumar? Við leigjum íþróttasali með afnotum af tækja- sal. Hentar þeim vel sem vilja nota sumarið til að byggja upp fyrir veturinn. Seljum einnig mánaðar- kort í tækjasal á hagstæðu verði. Fyrir trimmara eru góðar hlaupaleiðir í nágrenninu. íþróttakennari er með leikfimi fyrir konur og karla í húsinu 2svar í viku. GULLSPORT, STÓRHÖFÐA15 - SÍMI 672270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.