Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Page 32
F R ÉTTASKOTIÐ 62 • 25 • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháö dagblað ÞRIÐJUDAGUR 7. MAl 1991. Foreldrar f unda um Steingrím - frávísun hafnaö Mál kynferöisafbrotamannsins Steingríms Njálssonar, þar sem þess er krafist að hann sæti öryggisgæslu þar sem hann sé vanaafbrotamaður og hætta þyki á að hann haldi brotum sínum áfram, verður tekiö fyrir að nýju í Sakadómi Reykjavíkur. Saka- dómur hafði vísað máÚnu frá en rík- issaksóknari kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafnaði síðan frávísun sakadóms í málinu á fóstudag þannig að byrja verður aft- ur á byijuninni, í sakadómi. í ákæru ríkissaksóknara um var- anlega gæslu er stuðst við 65. og 66. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um öryggisgæslu að lokinni refsivist. „Slíkum ákvæðum var beitt annars staðar í heiminum fyrir mörgum ára- tugum en þau hafa víðast verið af- numin í dag. Þetta eru bara leifar af gömlum þankagangi sem þekkist ekki í nálægum löndum," sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Steingríms Njálssonar, við DV. Töluverður uggur hefur gripið um sig meðal foreldra í Langholts- og Laugameshverfi en Steingrímur býr nú í Laugarásnum. Hafa foreldrafé- lög skóla á svæðinu fundað vegna hans. Er fyrirhugaður fundur með sálfræðingi í næstu viku. Vilja for- eldrar fá fræðslu um hvemig þeir eigi að ræða við böm sín um kynferð- isafbrotamenn. -hlh Hrossin f undin Tvö hross, sem hurfu úr hesthús- um íshesta í Garðabæ í fyrrinótt, —* fundust heil á húfi niðri við sjó í Grafarvogi snemma í gærkvöldi. Þegar eigendur íshesta komu í hest- húsin í gærmorgun voru tveir hestar horfnir ásamt reiðtygjum og sam- festingum merktum íshestum. Þá stálu þjófamir reiðstígvélum en skildu skó sína eftir. Ummerki í hest- húsunum bentu einnig til þess að þjófarnir hefðu veriö við skál. Mikil leit að hestunum stóð yfir í allan gærdag en það var stráklingur sem síðan fann þá í fjörunni í Grafar- voginum. Þar voru þeir bundnir við streng við lítinn skúr. Hnakkarnir fundust í skúrnum en samfestingar og reiðstígvél vom á bak og burt. Virðast hestamir hafa verið í fjör- unni allan daginn. Vanthestafólktók hestana inn á lóð til sín og annaðist þá þar til eigendumir sóttu þá. -hlh LOKI Jónamir verða að hjálpa Halldóri að finna týndu landbúnaðarstefnunal ftoti 1 gosbrunni Tvísýnterumafdrifbarnsáöðra konan barninu strax upp úr bruniv börn fara sér að voða við heita ári sem féll ofan í gosbrunn fullan inum og bar það inn. Sent var eftir potta eða gosbrunna. Sögðu þeir að af vatni á lóð við íbúðarhús á Akra- sjúkrabil og gat húsbóndinn, sem þetta atvik sýndi betur en nokkuð nesi í gærdag. Bamið liggur á gjör- var heima, þegar hafið nauðsynleg- annað að aldrei væri nógsamlega gæsludeild á Landspítalanum en ar lífgunartilraunir. brýnt fyrir fólki, sem væri með það var flutt þangað meðvitundar- Barnið var flutt í skyndingu á heíta potta, gosbrunna eða tjarnir laust eftir hádegi í gær. sjúkrahúsið á Akranesi og þaöan við heimahús, að sýna varúð gagn- Barnið var í gæslu ásamt öðrura meö þyrlu til Reykjavíkur. Barnið vart ungum böi'num. Lítil börn bömum hjá konu á Akranesi. andaði en hafði ekki náö raeðvit- gætu enga björg sér veitt ef þau Börnin vora úti við en á lóðinni er und viö komuna til Reykjavíkur. dyttu ofan í og þyrfti ekki mikið gosbrunnur sem að sögn lögreglu Það liggur nú á gjörgæsludeild vatntilaðstórhættaværiáferðum. var fullur af vatni. Rétt fyrir klukk- Landspítalans. Ekki fengust upp- Æskilegt væri að nota lok þegar an hálftólf í gær mun konan hafa lýsingar um liðan þess i morgun heitirpottarværuekkiínotkun. uppgötvað bamið þar sem það lá að öðru leyti. -hlh fljótandi í gosbrunninum. Sam- Að sögn lækna og lögreglu er kvæmt upplýsingum lögreglu náði þetta alls ekki í fyrsta skipti sem Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur með barnið frá Akranesi að Borgarspítalanum i Reykjavík. DV-mynd S Ráöherrar sem nota eigin bíla í vinnunni: Fá bílinn greiddan á fimm árum „Ráðherrarmr hafa þann valkost að vera á eigin bílum eða notfæra sér bíla ráðuneytanna. Noti þeir eigin bíl fá þeir allan kostnaö greiddan, svo sem bensín, viðhald og tryggingar. Aö auki fá þeir árlega greitt tuttugu prósent af endurgreiðluveröi nýs bíls. Bílarnir borga sig því að fullu upp á fimm árum,“ sagði Gísli Árna- son, skrifstofustjóri í forsætisráðu- neytinu, þegar hann var spurður hvaöa hlunnindi ráöherrar fengju fyrir að nota eigin bíl í vinnunni. -kaa Veörið á morgun: Hlýttfyrir austan Suðvestanátt um sunnanvert landið en austan- og norðaustan- átt norðantil, víða kaldi eða stinningskaldi. Rigning eða skúr- ir víða um land én líklega þurrt norðaustanlands. Hiti frá 5 stig- um á Vestfjörðum upp í 12 stig á Austur- og Norðausturlandi. Borgarstj ómarflokkurinn: Aukin andstaða gegn tilskipun frá Davið „Ég tel fullvíst að Davíð vilji kanna málin alveg niður í kjölinn áður en hann heldur sameiginlegan fund í borgarstjómarflokknum. Sú er venj- an allavega. Borgarstjórn fundar ekki fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku og því nægur tími til stefnu,“ segir Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar. Að sögn Magnúsar hafa línur ekk- ert skýrst í því hver verður eftirmað- ur Davíðs Oddssonar sem borgar- stjóri. Hann kveðst ekki vita til þess að Davíð hafi kallað einstaka borgar- fulltrúa á sinn fund til skrafs og ráða- gerða í þessu sambandi. Samkvæmt heimildum DV er vax- andi andstaða innan borgarstjórnar- flokksins gegn því að Davíð tilnefni sjálfur eftirmann sinn. „Úr því hann er að hætta væri það engan veginn eðlilegt af honum að velja einhvern í borgarstjórastólinn sem hann gæti fjarstýrt. Þannig getur þetta ekki gengið fyrir sig,“ sagði einn borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokks í samtali viðDV. Meðal borgarfulltrúanna mun hins vegar vera nokkuð góð samstaða um að ekki komi til álita að leita út fyrir hópinn við val á nýjum borgarstjóra. Þá munu flestir vera þeirrar skoð- unnar að eðlilegt sé að knýja fram niðurstöðu með samkomulagi innan borgarstjómarflokksins, með eða án atkvæðagreiðslu. Valið standi ein- faldlega um þau Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, Katrínu Fjeldsted, Magn- ús L. Sveinsson og Árna Sigfússon. -kaa Spariskírteini ríkissjóös: Vaxtahækkun blasirvið í morgun var ekki búið að taka ákvörðun um að hækka vexti á spari- skírteinum ríkissjóðs en vaxtahækk- un blasir engu að síður við.'Ef ekki í dag þá næstu daga. Ávöxtunarkrafa á spariskírteinum ríkissjóðs á endursölumarkaði, Verðbréfaþingi íslands, hefur aö undanfomu verið 7,35 prósent og ávöxtunarkrafan af húsbréfum er nú um 8,4 prósent. Þetta eru markaðs- vextir þessara bréfa. Raunvextir spariskírteina ríkis- sjóðs í frumsölu, frá ríkissjóði, eru 6 prósent og 6,2 prósent í áskrift. Líklegt er því að vextir spariskír- teina verði hækkaðir upp í 7,35 til 8,4 prósent. -JGH NEYDARHNAPPUR frA vara fyrir heimabúandi sjúklinga og aldraða § T|m Alhliða öryggisþjónusta VARI síðan 1 969 ® 91-29399 '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.