Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJ.UDAGUR 7. MAÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Óbreytt stjórnarfar Nýja ríkisstjórnin ætlar greinilega aö feta í spor síð- ustu ríkisstjórnar. Hvorki í málefnasamningi nýju ríkis- stjórnarinnar né í yfirlýsingum ráöherra hennar má finna neitt, sem bendir til markveröra frávika frá því stjórnarfari, sem hér hefur veriö á undanförnum árum. Þjóöarsátt á vinnumarkaði, kvótakerfi í sjávarútvegi, búvörusamningar í landbúnaði og andstaða við aðild að Evrópubandalaginu voru þau meginatriði í stefnu síðustu ríkisstjórnar, sem helzt gátu talizt umdeilanleg. Á öllum þessum sviðum verður stefnan óbreytt. Segja má, að vaxtastefna hinnar nýju ríkisstjórnar sé nær hefðbundinni hagfræði. Hafa verður þó í huga, að tregða síðustu ríkisstjórnar við að halda jafnvægi í vöxtum byggðist fyrst og fremst á ótta við, að hækkun vaxta hefði slæm áhrif á kjósendur í kosningunum. Nú eru kosningarnar að baki, kjósendur farnir heim og aftur kominn grundvöllur fyrir heilbrigðri vaxta- stefnu. Efast má um, að gamla stjórnin hefði haldið áfram að tefla vaxtahækkun, ef hún væri nú við völd og stæði andspænis hruni á sölu ríkisvíxla. Á undanfórnum misserum hefur ríkisvaldið talið sig þurfa stóraukið lánsfé. Þessi þrýstingur á lánamarkað hlýtur að leiða til hækkunar vaxta, þótt síðasta ríkis- stjórn hafi neitað að horfast í augu við þá áfleiðingu gerða sinna, af hefðbundnum ótta við kjósendur. í Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki er mikil andstaða við búvörusamning í landbúnaði og kvótakerfi í sjávar- útvegi. Þessarar andstöðu sér engin merki í fyrstu spor- um hinnar nýju ríkisstjórnar. Þvert á móti eru öll teikn á lofti um óbreytta og úrelta stefnu í þeim efnum. Sjávarútvegsráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar hef- ur sérstaklega tekið fram, að kvótakerfið verði óbreytt að sinni, þótt fræðimenn hafi stutt góðum rökum, að umtalsverðra breytinga sé þörf. Og eignarhaldi útgerð- armanna á auðlind þjóðarinnar verður ekki haggað. Landbúnaðarráðherra nýju stjórnarinnar var í stjórnarandstöðu þekktur að yfirboðum í fjárheimtum hins hefðbúndna landbúnaðar á hendur skattgreiðend- um og neytendum. Erfitt er að sjá, að hann muni raska hinni sjálfvirku verðmætabrennslu í landbúnaði. Vera kann, að nýja ríkisstjórnin setji skorður við fjár- málasukki, sem tíðkaðist á síðari hluta ferils fráfarandi fjármálaráðherra. En það eru embættismenn í fjármála- ráðuneyti, en ekki nýju ráðherrarnir, sem hafa lagt til, að settar verði skorður við óhóflegri seðlaprentun. Ekkert bendir til, að nýja stjórnin hyggist takast á við losaralegar starfsreglur, sem gerðu fráfarandi dóms- málaráðherra kleift að setja íslandsmet í spillingu. Hún ætlar ekki heldur að setja reglur um að skilja á milli ferða- og risnukostnaðar ríkis, flokka og einstaklinga. Nýja ríkisstjórnin minnir um fæst á fyrri Viðreisnar- stjórn þessara sömu flokka. Sú stjórn keýrði í gegn merkustu umbætur hagsögunnar, en nýja stjórnin hyggst breyta sem fæstu. Hún minnir meira á helminga- skiptastjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Ríkisstjórnin er fyrst og fremst hagkvæmnishjóna- band. Steingrímur Hermannsson hefði aðeins getað boð- ið Alþýðuflokknum þijú ráðherrasæti í fjögurra flokka vinstri stjórn. Davíð Oddsson gat hins vegar boðið hon- um fimm ráðherrasæti. Þetta er kjarni málsins. Efnislega skiptir litlu, hvaða flokkar eru við stjórn. Þeir eru nokkurn veginn alveg eins. Ráðherraefnin eru hins vegar önnur og um það snúast íslenzk stjórnmál. Jónas Kristjánsson Fjárausturinn í hátæknivopnin virðist hafa skilað þeim árangri að bjarga tugþúsundum mannslifa. - F-16 árásarflugvélar búa sig undir að taka eldsneyti úr KC-135 Stratotanker áður en þær halda áfram flugi til iraks. Hátæknin borgar sig Vígbúnaðarkapphlaup stórveld- anna hefur með réttu verið gagn- rýnt fyrir hversu geysilegum verð- mætum er eytt í vopnabúnað þegar nóg virðist af honum fyrir. Það jaðrar náttúrlega við glæp að eyða hundruðum milijarða á ári hverju í vígvélar þegar sýnt er að ráða mætti niðurlögum hungurs, sjúk- dóma og fáfræði í heiminum fyrir brot af þeirri upphæð ef þeim verk- efnum væri sinnt. Þaö eru einkum nýmóöins há- tæknivopn sem hafa verið gagn- rýnd, einmitt vegna þess hversu dýr þau eru. Reynslan af Persaflóa- stríöinu bendir þó til að rándýr hátækni geti á endanum reynst ódýrari en gamla tæknin, hvort heldur mælt er í peningum eða mannslífum. Óbreyttir borgarar sleppa Ein tegund flugvéla Bandaríkja- hers flaug 1-2% allra flugferða í stríðinu, en eyðilagði um 50% skot- markanna. Þetta var hin svokall- aða F-117 „Stealth“-flugvél, sem er m.a. þeirrar náttúru að sjást ekki á ratsjárskermum. Hún var vopn- uð eldflaugum sem stýrt er með leysigeislum og reyndust mjög ná- kvæmar. Hvort tveggja er þetta meöal hins dýrasta sem bandaríski herinn festir kaup á og kallar hann þó ekki allt ömmu sína í þeim efn- um. Með þessari samsetningu tókst að fljúga flugvélum óséðum inn í írak, varpa sprengjum nákvæm- lega á skotmarkið, verða vitni að árangrinum og sleppa án þess að missa eina einustu flugvél. Vegna nákvæmninnar þurfti ekki nema tiltölulega litlar sprengjur sem ollu litlum spjöllum umhverfis sjálft skotmarkiö. Til samanburðar fóru „venjuleg- ar“ sprengjuflugvélar í loftiö í fylgd nokkurra annarra orrustuflugvéla til að verjast hugsanlegum óvina- flugvélum, sérstakra flugvéla með rafeindabúnaði til að trufla ratsjár og svo eldsneytisvél til að halda flotanum á lofti. Aö auki báru þær færri sprengjur en Stealth-flugvél- arnar og þurfti því fleiri flugvélar og meiri viðbúnað til að ná sama eöa minni árangri. Þeir sem fara um Bagdad-borg þessa dagana geta varla greint að þar sé nýlokið látlausum fjörutíu daga loftárásum. Borgin er svo til ósködduð. Ef undan er skilin mið- KjáUaiinn Karl Th. Birgisson stjórnmálafræöingur sprungiö gat án þess aö hafa neitt upp úr því hernaöarlega. í báðum tilfellum höfðu flugmennirnir sjaldnast hugmynd um hvort eða hvað þeir höfðu hitt fyrir. , Ef þessum aðferðum hefði veriö beitt í írak lægju nú í valnum tugir ef ekki hundruð þúsunda óbreyttra borgara: í stað þess er borgin nú sæmilega ósködduð og sárafáir saklausir létu lífið, ef miðað er við fyrri stríö. Hvers viröi eru mannslífin? Hér verður ekki gert lítiö úr því mannfalli sem írakar urðu fyrir. Áætlanir eru í kringum 100 þúsund manns og langflestir þeirra voru hermenn. Reyndar voru þeir fæstir drepnir í bardaga, heldur var þeim slátrað ýmist í skotgröfum sinum „Reynslan af Persaflóastríöinu bendir þó tU að rándýr hátækni geti á endan- um reynst ódýrari en gamla tæknin, hvort heldur mælt er í peningum eða mannslífum.“ borgin, þar sem stjórnkerfið var til húsa. Stealth-flugvélarnar og ná- kvæmar eldflaugar sáu til þess að mannfall meðal óbreyttra borgara var sáralítið og bandamenn töpuöu htlu af dýrmætum búnaði sínum. Samanburður viö fyrri stríö í raun var þessi lofthemaöur aft- urhvarf til þess sem tíökaðist í fyrri heimsstyijöldinni, á bemskuárum flugsins. Þá flugu menn sjónflug, lágt og hægt, fundu skotmarkið og sáu undir eins hvort sprengjan lenti á réttum stað eða ekki. Þetta var nákvæmnisverk og hafði óum- deilanlega kosti fram yfir það sem tíðkaðist síðar. í seinni heimsstyrjöldinni var farið að fljúga hátt og hratt og til að vera nokkuð vissir um að hitta skotmarkiö urðu flugmenn að drita kraftmiklum sprengjum yfir stórt svæði. Niðurstaðan varð sú sem Þjóðveijar fengu að kenna á í lok styijaldarinnar, þegar heilu borg- irnar vom lagðar í rúst, en hernað- arlega mikilvæg skotmörk sluppu oft ósködduð. Sömu sögu er að segja frá Víetnam, þar sem Banda- ríkjamenn sprengdu allt sem eða á flótta undan bandamönnum. En eftir stendur að sárafáir óbreyttir borgarar létu lífið og það má þakka hátæknivopnum sem hittu í mark en drápu ekki sakleys- ingja. Fjárausturinn í hátæknivopnin virðist því hafa skilað þeim árangri í þessu tilfelli að bjarga tugþúsund- um mannslífa. Auðvitað má halda fram að best væri að engum fjár- munum þyrfti að eyða í vopna- framleiðslu, en það er óskhyggja sem styðst ekki við raunveruleika. Árþúsunda stríðsrekstur mann- skepnunnar náði hámarki sínu á þessari öld og fátt bendir til þess aö friðsamlegra verði á þeirri næstu. í þessu ljósi er svolítið tvírætt að gagnrýna einhliða fjárútlát til hernaðarmála. Víst eru þar notaöir fjármunir sem nýst gætu til mann- úðlegri verkefna: en um leið hafa ný vopn gert kleift að ná hernaðar- legum markmiðum, án þess að end- urtekin sé sú slátrun á óbreyttum borgurum sem setti mark sitt á undanfarnar stórstyijaldir. Þaö eitt hlýtur að vera mikils virði. Karl Th. Birgisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.