Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. 'MAÍ 1991. 13 Lífsstíll Fjallahjólin virðast vera vinsælustu hjólin núna, enda hægt að hjóla á þeim við nánast hvaða aðstæður sem er. Reiðhjólaverslanir: Geysihörð samkeppni - mjög mismunandi þjónusta milli verslana Mikil samkeppni viröist ríkja milli reiðhjólaverslana og spretta upp ný- ar verslanir og innflytjendur eins og gorkúlur. Þó virðist sem markaður- inn sé ekki að stækka neitt að ráði, alla vega ekki neitt í líkingu við þá fjölgun sem virðist hafa orðið á inn- flytjendum. í fyrra voru flutt inn til landsins um það bil 15.000 hjól sem gera má ráð fyrir að hafi selst flest- öll. Þrátt fyrir að vinsældir hjólsins sem íþrótta- og farartækis séu að aukast er ekki gert ráð fyrir að selj- ist meira en 1-2000 fleiri hjól í ár en á síðasta ári. Fyrir nokkrum árum mátti telja reiðhjólaverslanir á fingrum annarr- ar handar. Nú eru þær orðnar fjöl- margar. Eftirtalin fyrirtæki selja reiðhjól hér á landi, eftir því sem blaöamaður kemst næst; Örninn, Fálkinn, Markið, Jöfur, Hvellur, GA Pétursson, Hagkaup, Mikhgarður, Húsasmiðjan, Ingvar Helgason og Hreysti. Of margir bítast um of fáa Blaðamaður leitaði til Braga Jóns- sonar, framkvæmdastjóra verslun- arinnar Marksins í Ármúla sem hef- ur verið einna stærsti söluaðilinn á reiðhjólum á undanförnum árum. „Ég get ekki sagt að markaðurinn sé neitt aö aukast að ráði. Af tölum síð- ustu ára sést að áriö 1988 voru flutt inn 13.800 hjól en heldur færri árið eftir eða 11.564 stykki. í fyrra voru flutt inn liðlega 15.000 hjól. Það er mjög erfitt að átta sig á hve mörg hjól verða flutt inn í ár og það er raunar ómögulegt að segja til um það fyrr en að árinu loknu þegar töl- ur hggja fyrir. Hins vegar er ljóst að nú eru komn- ir aht of margir söluaðilar á markað- inn sem bítast um aht of fáa kúnna. Markaðurinn ber þennan fjölda hreinlega ekki og er fyrirsjáanlegt að einhverjir verða undir. Eg vil taka það fram að salan nú jafnast ekki á við það sem hún var mest. Það var árið 1980 en þá voru flutt inn um 25.000 hjól,“ sagði Bragi. Of mikið um óvönduð merki Jón Pétur Jónsson er einn nýrra eiganda reiðhjólaverslunarinnar Amarins. „Neytandinn sjálfur er farinn að gera meiri kröfur til hjóla nú en áður. Auk þess virðist vera mikil hreyfing í þá átt að fjallahjólin vinna á á kostnað „standard“-hjóla. Fjallahjóhn eru mjög fjölhæf og hægt að nota þau við nær allar aðstæður. Þau eru yfirleitt frá 18-21 gírs og útbúin mjög fuhkomnum bremsum. Hins vegar era gæði hjólanna mjög misjöfn eftir merkjum. Ég hef þá trú að þau fyrirtæki sem bjóða upp á góð merki og alhliða við- gerðarþjónustu séu þau sem koma til með að lifa af. Neytandinn beinir sínum auknu kröfum th þeirra sem bjóða upp á góða varahluta- og við- gerðarþjónustu. Alla vega vorkenni ég þeim sem eru í þessum svokallaða sjóræningjabransa á markaðnum því þau eiga eftir að verða fyrir áföh- um. Hér eru fyrst og fremst þrjú öflug fyrirtæki sem bjóða upp á góð merki og aUa þjónustu. Það eru Fálk- inn, Markið og við hjá Eminum. Það má segja að þennan aukna áhuga fólks á hjólreiðum megi tengja að miklu leyti við líkamsræktar- hreyfinguna. Áður fyrr þótti það mjög hehsusamlegt að skokka en nú eru menn ekki eins sannfærðir um ágæti þess. Hjólreiðar eru hins vegar mjög hoU og alhhða hreyfing sem á aiíknum vinsældum að fagna meðal almennings. Einnig hefur hjóhð í rík- ari mæli orðið samgöngutæki hér á landi eftir tilkomu fjallahjólanna. Eftir að þau komu á markað er hægt að ferðast á þeim áriö um kring. Hins vegar vh ég benda fólki á að viðhald íjallahjóla er mun meira en venjulegra hjóla. Eigendur fjaUa- hjóla skyldu því ávaUt gæta þess að þau séu í góöu lagi,“ sagði Jón Pétur aö lokum. Viðgerðarþjónusta nauðsyn- leg Oskar Valdimarsson er eigandi reiðhjólaverslunarinnar HveUs á Smiðjuvegi í Kópavogi. „Við erum frekar ungir á markaðnum en versl- unin hóf starfsemi sína árið 1989. Ég er sammála því að það eru orðnir helst til margir innflytjendur á markaðnum. Það eru hins vegar mjög margir sem eingöngu flytja inn hjól án þess að bjóða upp á nokkra aðra þjónustu. Hjól eru mjög viðhaldsfrek neyslu- vara. Þeir sem eru ekki með viðgerð- arþjónustu samhliða reiðhjólasöl- unni geta náttúrlega ekki tryggt rekstrargrundvöll sinn. Þessir aðhar vísa á okkur hina með aUa vara- liluta- og viðgeröarþjónustu og við eigum að redda málmium. Það er ekki eðhlegur viðskiptamáti í mínum augum. Ég efast um hæfni þessara fyrirtækja til þess að lifa af á þessum harða markaði," sagði Óskar að lok- um. Sumarið er aðalvertíðin hjá reið- hjólaverslunum. Að því loknu kemur í ljós hvort markaðurinn ber aUa þá aðUa sem bítast um kaupendur reið- hjóla. Líkur benda til þess að ein- hverjir verði undir í þeirri baráttu og leggi upp laupana. ÍS Uppboð Eftir beiðni bæjarfógetans i Hafnarfirði fer fram opinbert uppboð á reið- hjólum og öðrum óskilamunum við lögreglustöðina Flatahrauni 11, laugar- daginn 11. maí kl. 13. Uppboðshaldarinn í Hafnarfirði. AÐALFUNDUR TAFLFELAGS REYKJAVÍKUR Verður haldinn að Faxafeni 12, sunnudaginn 12. maí nk. kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. AÐALFUNDUR RAUÐA KROSS ÍSLANDS 1991 Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn í Hafnarfirði 7,- 8. júní n.k. Fundurinn verður settur í Hafnarborg, Strandgötu 34, kl. 20.00 föstudaginn 7. júní. Dagskrá sam- kvæmt 16. gr. laga RKÍ. Stjórn Rauða kross íslands. Vinningstölur laugardaginn 4. maí 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 2.664.211 O 4. 4af5^fM 4 115.785 3. 4af5 234 3.414 4. 3af 5 5.685 327 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.785.222 kr. I Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. wmamm I i Í HHi PbMB Áramótin eru á morgun j Nýtt happdrættisár gengur formlega í garð á morgun þegar við drögum í fyrsta flokki um 29,3 milljónir króna. Þar af er aðalvinningur 5 milljónir króna. Þetta er aðeins byrjunin, því samtals eru 288 milljónir í vinninga í happdrætti DAS á nýja árinu. Enn er hægt að eignast miða - en nú fer hver að verða síðastur. ae -þarsem vinningarnir fást

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.