Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Side 4
4 ÞRÍÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991. Fréttir Ráðherrabílstjórar fá nýja herra í aftursætin: Davíð f lytur bflstjórann með sér frá borginni Þó aðstoðarmenn ráðherra séu látnir fjúka út um bakdyr ráðuneyt- anna við ríkisstjórnarskipti þá gildir ekki það sama um bílstjóra þeirra. Þeir eru starfsmenn ráöuneytanna og sitja því af sér herra eftir herra í þeim ökutækjum sem alla dreymir um, ráðherrabílunum. í fráfarandi ríkisstjórn sátu ellefu ráöherrar sem allir höfðu rétt á að fá þá þjónustu að hafa einkabílstjóra. Þá þjónustu nýttu sér þó einungis sjö því fjórir völdu þann kost að ferðast milli staða upp á eigin spýtur. Þess ber þó að geta að einn þeirra, Ólafur Ragnar Grímsson, fól húsverðinum í flármálaráðuneytinu, Oddi Magn- ússyni, að aka sér milh staða þegar mikið lá við. Jóhanna Sigurðardóttir, Júlíus Sólnes og Óh Þ. Guðbjartsson munu hins vegar að mestu hafa bjargað sér sjálf í umferðinni. Steingrímur Hermannsson, Stein- grímur J. Sigfússon, Svavar Gests- son, Jón Baldvin Hannibalsson, Haldór Ásgrímsson, Guðmundur Bjamason og Jón Sigurðsson nýttu sér hins vegar þá þjónustu sem einkabíistjórar ráðuneytanna bjóða upp á, í mismiklum mæh þó. Samkvæmt þeim upplýsingum sem DV hefur aflað sér í ráðuneytunum hefur öhum bílstjórum fráfarandi ríkisstjórnar tekist að finna sér nýja herra í aftursætin. Þannig mun Guð- mundur Erlendsson, fyrrum bílsfjóri Steingríms Hermannssonar, aka Þorsteini Pálssyni, Páll Vhhjálms- son, fyrrum bílstjóri Guðmundar Bjarnasonar, ætlar að aka Friðriki Sophussyni, Bjarni Gottskálksson, fyrrum bhstjóri Steingríms J. Sigfús- sonar, mun keyra Hahdór Blöndal og Garðar Halldórsson, fyrrum bíl- stjóri Svavars Gestssonar, tekur að sér að aka Ólafi G. Einarssyni. Viss endurnýjun er þó fyrirsjáan- leg í hópi einkabílstjóra ráðherr- anna. Þannig vhdi Davíð Oddsson forsætisráðherra ekki missa Jón Árnason sem einkabílstjóra. Mun hann þvi á næstunni flytjast af launaskrá Reykjavíkurborgar til for- sætisráðuneytisins. Þá hefur Bjöm Á. Einarsson, bílstjóri Halldórs Ás- grímssonar, ákveðið að hætta nú þegar hans fyrrum herra hefur mist ráðherrastólinn. Engin breyting er fyrirhuguð í hópi einkabílstjóra ráðherra Alþýðu- hokksins. Þannig mun Kristinn T. Haraldsson áfram keyra Jón Baldvin Hannibalsson og Kristján Jóhanns- son verður áfram undir stýri hjá Jóni Sigurðssyni. Eins og í síðustu ríkisstjórn hefur Jóhanna Sigurðar- dóttir engan einkabhstjóra og í fót- spor hennar hyggjast þeir Eiður Guðnason og Sighvatur Björgvins- sonfeta. -kaa Stóðhesturinn Asi frá Brimnesi ekki undan Hrafni frá Holtsmúla: Faðerni Asa féll á blóðpruf unni Stóðhesturinn Asi 1122 frá Brim- nesi, sem talinn hefur verið sonur hins fræga Hrafns 802 frá Holtsmúla, er sennilega ekki sonur hans. Hrossaræktarsamband Skagaflarðar keypti Asa og lét hann, eins og alla sína hesta í blóðprufu og þá kom í ljós að Asi gæti ekki verið undan Hrafni. Asi hefur fengið mjög góða dóma á stóðhestasýningum og fengið 1. verðlaun. Hahdór Steingrímsson á Brimnesi, sem seldi Hrossaræktarsambandinu Asa, segir að Gríður frá Kolkuósi sem er móðir Asa, hah verið í hólh með Hrafni á næsta bæ. Hann viti ekki annað en að hún hah hitt Hrafn og komið síðan heim aftur. Hins veg- ar sé það mál í skoðun hvort Gríður hafi getað hitt eitthvert annað hross á leiðinni heim. Það er talinn mögu- leiki á að faðir Asa sé einnig frá Kolkuósi, sem er næsti bær viö Brim- nes og þá sé komið fram hreint Kolkuóskyn. „Ég er á margan hátt ánægður með Asa en fyrst og fremst þykir mér þetta leiðinlegt vegna þess að ég seldi hestinn með þetta faðerni. Ef ég hefði átt hestinn sjálfur hefði þetta ekki verið neitt áfall því hesturinn er góð- ur. En vinur minn einn hefur sagt mér að Asi sé ekkert líkur Hrafni heldur Kolkuóshestum og það er margt í honum sem minnir á Kolku- óshrossin. Ef faðirinn er Kolkuós- hestur er hann ungur foli, hugsan- lega tvævetringur," segir Halldór. Asi var seldur fyrir 2,5 mhljónir en Hahdór segist ekki geta sagt th um hvort hann hefði fengið minna fyrir hann ef vitað hefði verið að Asi væri ekki sonur Hrafns. „Ef Asi reynist hreinn Kolkuósing- ur telja sumir það kost en aðrir galla. Ég veit ekki hvort ég hefði fengið •minna fyrir hann,“ segir Halldór. Einar Gíslason, formaður Hrossa- ræktarsambands Skagaflarðar segir að hann hafi ekki orðið fyrir von- brigðum þegar hið sanna kom í ljós meö Asa. Hins vegar verði tekin önn- ur blóðprufa til endanlegrar stað- festingar. „Við keyptum Asa í fyrrasumar en við keyptum hann ekki vegna þess að hann átti að vera undan Hrafni. Við keyptum hann vegna þess að hann er góður og fallegur. En ef hann reynist vera hreinn Kolkuóshestur, eins og flest bendir th, verða mjög margir sem fagna því og hann mun þá alls ekki falla í verði heldur jafn- vel hækka. Þá er hann hreinræktað- ur og gæti reynst betri kynbótahest- ur,“segirEinar. -ns Stóðhesturinn Asi frá Brimnesi fór i blóðprufu og þá kom í Ijós að hann var ekki undan Hrafni frá Holtsmúla eins og talið hafði verið. DV-mynd: EJ í dag mælir Dagfari Islendingar gengu aö kjörborðinu í apríl og héldu aö þeir væru að kjósa um ríkisstjórn. Greiddu reyndar atkvæði á þann veg að gamla ríkisstjórnin fékk meiri- hlutastuðning, ef atkvæöin á bak við gömlu stjómarflokkana eru tal- in saman. Gömlu flokkarnir fengu meira að segja meirhluta þing- manna. En þegar búið var að telja upp úr kössunum kom í ljós að kjósendur voru alls ekki að kjósa um líf eða eða dauða fráfarandi rík- issflómar. Alþýðuflokkurinn tók strax th fótanna, formaðurinn end- aði úti í Viðey og áður en varði var búið að mynda nýja sflóm og skipa nýja ráðherra. Nú hafa menn haldið að ný ríkis- sflóm myndi taka upp nýja stefnu og ný vinnubrögð og miklar vonir era bundnar við það að Davíð er orðinn landsfaðir og Framsóknar- flokkurinn búinn að fá frí. Alhr voðalega spenntir og nýja ríkis- sflómin mynduð í bak og fyrir og gömlu ráðherramir afhentu lykl- ana og Ólafur Ragnar grét í flöl- miðlum og Steingrímur segist ekki vera hættur í póhtík. Aht era þetta góðar fréttir og allir í góðu skapi og Jón Baldvin fer á kostum og segir að nú verði tekið th hendinni í landbúnaöinum og sjávarútvegin- um og nú kemur nýtt álver og nú er evrópska efnahagssvæðið í sjón- máh. Þetta sögðu allir og það var kátt í höhinni. En viti menn. Ríkisstjómin er ekki fyrr sest að völdum en á dag- inn kemur að þetta er nokkurn veginn sama stjóm og síðast. Meö sömu stefnu! Þorsteinn Pálsson tekur við sjávarútvegsráðuneytinu og tekur skýrt fram að stefnan verði óbreytt. Kvótinn verði ekki hreyfður, veiðigjald kemur ekki th greina og hvalurinn hefur ennþá fullan stuðning hjá ráðherranum. Eini munurinn á Þorsteini og Halldóri er kannski sá að Halldór er framsóknarlegri en Þorsteinn. Það sama veröur ekki sagt um nýja landbúnaðrráöherrann. Hann heitir Hahdór Blöndal og kemur úr Sjálfstæðisflokknum en hann er miklum mun framsóknarlegri en þeir framsóknarmenn sem stýrt hafa landbúnaöráðuneytinu fram til þessa. Halldór segir aftur á móti að stefnan verði óbreytt. Enginn niðurskurður hjá bændum, engin útfór hjá landbúnaðinum. Búvöra- samningurinn stendur, segir Hahdór, og hahar undir flatt eins og góðum framsóknarmanni sæm- í utanríkisráöuneytinu er allt við þaö sama. Jón Baldvin tók við af Jóni Baldvin og þar ekkert nýtt á nálinni, nema þá helst það að ís- lendingar era hættir að taka þátt í umræðum um evrópskt efnahags- svæði. Fuhtrúar okkar eru famir í fýlu og stunda þögul mótmæli og er það kannski eini munurinn frá því Jón Baldvin tók við af Jóni Baldvin að áður tókum viö þátt í viðræðum með því að taka th máls. Nú eram við hættir að taka th máls. í félagsmálaráðuneytinu tók Jó- hanna við af Jóhönnu og Jón Sig- urösson tók við iðnaðarráðuneyt- inu af Jóni Sigurðssyni. Um tíma leit út fyrir að Karl Steinar settist í ríkisstjómina, en það þótti of mik- il breyting frá fyrri sflóm og þar sem menn vildu óbreytta sflóm var ekki pláss fyrir Karl Steinar. Hann verður að bíða þangað th ný stjórn tekur við af stjórninni sem heldur uppi óbreyttri stjórn frá því síðast. í flármálaráðuneytinu kemur Friðrik Sophusson í stað Ólafs Ragnars og er það maöur í manns stað. Nú munu vextir hins vegar hækka, en Davíð segir að vextimir hafl hvort sem er verið hærri en þeir voru og þess vegna sé þetta engin breyting. Það vantar jafn- mikið í kassann og áður og af því að það er ekki hægt að spara og það er ekki hægt að leggja á meiri skatta, mun nýja ríkissflórnin slá lán eins og gamla stjómin gerði. Með öðrum orðum: gamla sflórn- in situr áfram með sömu úrræðin og sömu viðhorfin enda þótt nokkr- ir nýir menn taki við af þeim fyrr- verandi til að festa gömlu stefnuna betur í sessi. Að öðru leyti er þetta eins og áður og það er von að Stein- grímur vhji halda áfram í póhtík, meðan framsóknarmennskan blómstrar hvort heldur Framsókn- arflokkurinn situr innan eða utan ríkisstjórnar. Kjósendur vora þrátt fyrir allt að veita gömlu stjórninni áframhaldandi brautargengi! Dagfari Óbrevtt stjórn ir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.