Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Side 2
2 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991. Fréttir Davíð Oddsson um „heiðurssamkomulagið‘ ‘: Fullyrðingar Jóns Baldvins oftúlkun „Þaö var það samkomulag milli okkar Jóns að nauðsynlegt væri að færa verkefni til umhverfisráðu- neytisins án þess þó að þau verkefni væru mörkuð. Formaður Alþýðu- flokksins nefndi ákveðna þætti í við- ræðum okkar en það kom fram af minni hálfu að á þeirri stundu gæti ég ekki samþykkt einstaka þætti. Þeir verða að koma til skoðunar í sumar. Það er oftúlkun að við höfum gert sérstakt samkomulag um til- færslu skógræktarinnar og land- græðslunnar. En það er rétt að skoða þessa þætti eins og aðra,“ sagði Dav- íð Oddsson fyrir miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins í gærdag. Davxð átti fund með Jóni Baldvin í gærmorgun þar sem fjallaö var um tilfærslu verkefna til umhverfis- ráðuneytisins. í sameiginlegri yflr- lýsingu frá fundinum segir að nauð- synlegt sé að treysta og efla stöðu umhverfisráðuneytisins. Við endur- skoðun á því kæmi til álita að færa verkefni milli ráðuneyta. „Þar er ekki um að ræða eitt ráðuneyti frek- ar en annaö. Það er ljóst að um- hverfismáhn koma víða við. Við vilj- um báðir styrkja stöðu þessa ráðu- neytis. Það verður gert á fundum í sumar þar sem löggjöf, sem tekur til þessara breytinga, verður ákveðin." Davíð taldi ekki vera kominn trún- Jón Baldvin Hannibalsson: H vorugur okkar Davíðs Oddssonar segir ósatt - þótt yfirlýsingum þeirra beri ekki saman Þingflokksfundur Alþýðuflokksins var haldinn í gær og stóð frá klukkan 16.00 til 19.15. Þar var meðal annars til umræðu sá ágreiningur sem upp er kominn milh stjómarflokkanna um heiðursmannasamkomulag sem Jón Baldvin hefur sagt opinberlega að gert hafi veriö mihi hans og Dav- íðs Oddssonar. Samkomulagiö segir Jón fela í sér að skógrækt og landnýt- ing verði færð frá landbúnaðarráðu- neyti til umhverfisráðuneytis. Davíö Oddsson segir ekkert slíkt heiðurs- mannasamkomulag hafa verið gert. Jón Baldvin oftúlki samtal þeirra. Greimlegt er á svörum Jóns Bald- vins að máhð hefur veriö svæft eða deyft á þingflokksfundinum í gær. Hann sagði eftir þingflokksfundinn: „Það er enginn misskilningur milh okkar Daviðs Oddssonar um það sem sagt var. Ég er prýðilega ásáttur við þá fréttatilkynningu sem hann hefur sent frá sér um þetta mál. Þaö kemur síðan til umfjöllunar á Alþingi í haust og er nú í réttum farvegi. Meira vil ég ekki segja um málið og hér eru engar ásakanir uppi,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra eftir þriggja klukkustunda þingflokksfund Lgær. Hann var þá spurður hvor þeirra, hann eða Davíð, segðu ósatt um heið- ursmannasamkomulagið sem Jón Baldvin sagði að gert hefði verið en Davið að ekki hefði verið gert. Svar Jóns var stutt og skýrt: „Hvorugur." Mjög þungt var í nokkrum þing- mönnum Alþýðuflokksins sem DV ræddi við. Nokkrir sögðu framkomu sjálfstæðismanna í þessu máli vera hneyksli. Það var einnig ljóst að ekki voru allir ánægðir meö niðurstöðu þingflokksfundarins því aö nokkrir þingmenn og ráöherrar yfirgáfu fundinn meira en hálftíma áður en honum lauk og formaðurinn kom fram ásamt nokkrum þingmönnum sem eftir sátu. Þessu máh er því trauðla lokið. -S.dór Jóhann vann Lubojevic í gær Jóhann Hjartarson vann Lubomir Ljubojevic á skákmótinu í Amster- dam í gær og er nú í sjötta sæti með þrjá vinninga. Kasparov, sem gerði jafntefli í fyrstu sex skákum sínum, sigraði Viktor Kortsnoj í sjöundu umferð- inni í gær. Karpov vann Timman, Salov vann van der Wiel en Short gerði jafntefli við Gurevich. Short og Saíov eru í fyrsta sæti með fimm vinninga, Karpov hefur fjóra og hálfan, Kasparov fjóra og Kortsnoj þrjá og hálfan. Reuter. Bragi Guðbrandsson aðstoðar Jóhönnu Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur ráðið Braga Guðbrandsson, félagsmálastjóra í Kópavogi, sem aðstoðarmann sinn. ■ Bragi var áður í Alþýðubandalag- inu en gekk fyrir nokkru í raðir krata. -hlh aðarbrest milli ríkisstjórnarflokk- anna. Hann sagði að hins vegar yrðu menn að fara varlega í yfirlýsingar þótt þær væru skemmtilegt frétta- efrú. Mikilvægast væri fyrir ríkis- stjórnina að vera sem mest samstiga, bæði út á við og inn á við. - Nú var mest áhersla á að mynda ríkisstjórnina og gerðist það á met- tima og síðan að láta lausn einstakra verkefna ráðast. Mátti ekki eiga von á ýmsum árekstrum innan ríkis- stjórnarinnar við slíkar kringum- stæður? „Við hugsuðum ekki umfram allt að mynda stjórnina. Ég tel að í öhum meginatriðum höfum við náð að setja okkur þann ramma sem við ætlum að starfa eftir. Hins vegar hugsuðum við báðir eins og skipstjóri á skipi. Við sjáum ekki allar siglingar fyrir fjögur ár fram í tímann en við höfum helstu meginreglurnar klárar." - Kemur til greina aö ráðuneytin sameinist um að stjórna málaflokk- um eins og landgræðslu og skóg- rækt? „Nei. Það er nauðsynlegt að hafa skýrar línur. Það þarf að vera ljóst hver er húsbóndinn á heimihnu.“ -hlh Verið er að koma fyrir öryggishólfum í herbergi Hótel íslands en hótelið mun verða opnað í júli. DV-mynd GVA Hótel ísland opnað í júlí Stefnt er að opnun Hótel íslands í júh og nú er unnið dag og nótt við framkvæmdir. Konráð Guðmunds- son byggingarstjóri segir að fyrst í stað verði einungis hluti hótelsins tekinn í notkun eða um 40 herbergi af 110-120 herbergjum. „Það er búið aö bóka 50-60% fyrir sumarið þannig aö horfur eru sæmi- legar. En við opnun bara einn þriðja hótelsins og afgangurinn verður tek- inn í notkun um næstu áramót," seg- ir Konráð. Fyrir utan venjuleg hótelherbergi verða opnaðar tvær svokallaðar svít- ur. Þá verður opnaður í júlí matsalur þar sem gestir geta snætt morgun- verð, hádegisverð og kvöldverð. Ahs eru um 40 manns að vinna við að komaHótelíslandiígagniö. -ns Fundur lögreglustjóra: Slæmtaðræða málineftirá , ,Það er fagnaðarefni þegar yfir- stjórn löreglunnar og vaktmenn geta talast við á fundi eins og þessum og yfirleitt voru menn ánægðir með fundirm sem slíkan. Hins vegar hefði þessi fundur átt að vera haldhm fyrir hálfum mánuði th þrem vikum. Þá hefðu menn verið verulega ánægðir. Það er alls ekki gott þegar svona mál eru rædd eftir á, þegar allt er komið í hörku og á fullt i fjöl- miðlum,“ sagöi lögreglumaður hjá lögreglunni í Reykjavík við DV. Böðvar Bragason lögeglustjóri boöaði lögreglumenn á sinn fund í gær þar sem nýtt skipurit emb- ættisins var til umfiöhunar og mál Hilmars Þorbjörnssonar sem ráðinn var sem varðstjóri af fyrr- um dómsmálaráðherra í óþökk lögreglustjóra og síðan sagt upp aftur. Lögreglustjóri viðurkenndi á fundinum að hafa setiö á um- sóknum um stöðu varðsfióra og ekki gert neitt í málinu fyrr en ráöuneytið fór að rukka hann um það. -hlh Húsgögntek- in úr mann- lausri íbúð Brotist var inn i íbúð við Njáls- götu í gærdag eða fyrrinótt og þaðan stolið stórum sex sæta hornsófa úr svarbrúnu leðri, sófaborði og sjónvarpstæki. íbúinn var ekki heima en farið hefur verið inn um glugga. Tíma- setning er ekki nákvæm en inn- brotið kann að hafa átt sér stað um hábjartan dag. Þar sem annaðhvort sendibíll eða vörubíll hefur ílutt þýfið á brott er mögulegt að íbúar við Njálsgötu eða næstu götur kunni að hafa séð er það var flutt úr íbúðinni. -hlh Hólaskóli fær að útskrifa stúdenta á ný Þórhnllur Ásitumds., DV, Saudárkróki: Bændaskóhnn á Hólum hefur fengið heimild til að útskrifa stúdenta og stefnt er að því að fyrsti stúdentinn frá skólanum verði útskrifaður næsta vor, á 110. afmælisári skólans. Þá verða 190 ár höin frá því stúdent var síðast útskrifaður á Hólum, frá Hólaskólanum gamla 1802. Jón Bjamason skólastjóri sagði að það væri ekki af hégómagirnd sem þessi breyting á stöðu skól- ans i skólakerftnu ætti sér stað. Að vlssu leyti hefði skólinn lent inn á blindgötu þar sem búnað- arnámið heíði til þessa ekki tengst almennu framhaldsskóla- námi og þvi ekki verið raun- verulegur valkostur til undir- búnings háskólanáms. Þrátt fyrir þann möguleika að bændaskólinn geti útskrifað stúdenta verður kennsluskylda skólans ekki aukin, Hann mun áfram útskrifa búfræðinga sem áöur. En til að nemendur Hóla-. skóla útskrifist sem stúdentar þurfa þeir að hafa lokið sem nem- ur 3-4 önnum úr framhaldsskóla og hafa aö auki próf úr sam- ræmdum greinum framhalds- skóla, það er íslensku, öðmm tungumálum og raungreinum. Aformað er að með tímanum verði inntökuskilyröi í Hólaskóla hert að gerðar veröi kröfur um ákveöinn punktafiölda xir fram- haldsskóla. I i i i 1 I > i * I i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.