Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Side 24
24
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991.
DV tekur hús á Hrólfi Vagnssyni í Þýskalandi:
Tveir harmóníku-
leikarar í hjónaband
- þegar háskólaneminn giftist prófessomum sínum
Hrólfur Vagnsson, íslendingur meö háskólapróf í harmóníkuleik.
Það var fyrir tilviljun að blaðamað-
ur DV í Þýskalandi fékk spurnir af
Bolvíkingnum sem hafði unnið sér
það til frægðar að stunda háskóla-
nám í harmóníkuleik árum saman í
borginni Hannover í Þýskalandi. Og
það var ekki nóg með það heldur
hafði hann gert sér lítið fyrir og gifst
prófessornum sinum í greininni. Ha,
hvernig gat það v.erið? Jú, prófessor-
inn var svissnesk kona og þetta var
ást við fyrstu sýn. Hún heitir reyndar
Elsbeth Moser og er mjög virt á sínu
sviði, ekki bara seni harmóníku-
kennari heldur ekki síður sem fram-
úrskarandi hljóðfæraleikari. Hún er
ein af fáum harmóníkuleikurum í
heiminum sem fengnir eru til þess
að leika viðamikil verk með stórum
hljómsveitum hvort sem er á tónleik-
um eða inn á hljómplötur. Síðast en
ekki síst hafa verk veriðskrifuð sér-
staklega fyrir hana - og á síðustu
árum fyrir Hrólf líka.
Þegar komið var til Hannover og
loks búið að hafa upp á húsinu þar
sem þau Hrólfur og Elsbeth búa kom
í ljós að það er beint á móti tónlistar-
háskólanum þar sem hún kennir.
Hún þarf því ekki nema að hlaupa
yfir götuna til þess að komast í vinn-
una. íbúðin sem þau búa í er í einu
orði sagt ævintýraleg. Hún er ekki
mjög stór í sjálfu sér, en óhætt er að
segja að þar sé hátt til lofts og vítt
til veggja. Hún er í stóru og virðulegu
húsi sem byggt var upp fljótlega eftir
stríðið í upprunalegri mynd, en þá
hafði ekkert staðið eftir nema steypt-
ur kjallarinn þar sem veggirnir eru
á þriðja metra að þykkt. Stofuglugg-
arnir, sem snúa út að götunni, eru
feiknarlega stórir og minntu íslenska
gestinn helst á höll eða eitthvað í þá
veruna. Miklar yfirbyggðar svalir
snúa út í garðinn og þar sögðust þau
hjónin sitja öllum stundum á vorin
og sumrin - og skal engan undra.
Hafa 4 ketti
og 2 harmóníkur
Þau hafa íjóra ketti, þrjá bröndótta
og einn rauðan. Þetta eru systkin úr
sama gotinu en móðir þeirra hljóp
fyrir bíl og endaði þar lífdaga sína
þegar kettlingarnir voru mjög ungir.
Þeir létu fara vel um sig í ævintýra-
legri íbúðinni og sagði Hrólfur að
þeir kæmust líka niður í kjallara þar
sem svefnherbergin væru og þaðan
lægju leiðir þeirra inn í völundarhús
geymslukjallarans. „Við þorum ekki
að láta þá út fyrr en kvölda tekur,"
sagði hann við blaðamann þegar
hann sá að hann varð svolítið skrít-
inn á svipinn. „Þeir eru svo vernd-
aðir hér inni og ef við sleppum þeim
út í umferðina á daginn þá yrðu þess-
ir sakleysingjar ekki lengi að týna
lífinu undir einhveijum bílnum eða
sporvagninum. Við vorum farin aö
leyfa þeim að vera svolítið úti yfir
daginn en þá fóru nágrannarnir að
kvarta. Kettirnir okkar voru sagðir
hafa skotist inn um opna glugga þar
sem þeir gæddu sér á mat uppi á
borðum fólks og í eldhúsum þess.“
Þegar blaðamann bar að garði var
Hrólfur einn heima. Elsbeth var enn
að kenna þó komið væri fram yfir
venjulegan vinnutíma. Hann sagði
að hún kenndi nokkuð stórum hópi
áhugasamra nemenda og kæmu þeir
hvaðanæva að því ekki væri unnt að
stunda háskólanám í harmóníkuleik
nema í örfáum skólum í heiminum.
Þaö var ekki að spyrja að íslensku
gestrisninni þótt í Þýskalandi væri
og Hrólfur fór þegar að hafa til kaffi.
Hann er afar rólegur og yfirvegaður
og lætur greinilega ekki fara mikið
fyrir sér alla jafna. Hann er glaðvær
og hress og ekki var að sjá á honum
merki þess að hann hefði fyrir stuttu
verið skorinn upp við brjósklosi og
ætti enn í þeim veikindum. Raunar
hafa þau heldur betur sett strik í
reikninginn því þau Hrólfur og Els-
beth voru búin að ákveða að fara í
hljómleikaferð um ísland í sumar
ásamt sellóleikara og flautuleikara.
Nú er sýnt að fresta verður þeirri
ferð fram á næsta ár.
Gafútplötu
í fyrrasumar
Hrólfur setti plötu á fóninn og brátt
fóru að hljóma kliðmjúk lög um stof-
una. Auðvitað var það harmóníkan
sem fór með aðalhlutverkið. Þriðja
lagið var hiö kunna verk Jóns Múla
Árnasonar, „Vikivaki“, og var flutn-
ingurinn vandaður og útsetningin
smekkleg. Blaðamaður spurði strax
hvaða plata þetta væri. „Jú,“ svarði
Hrólfur, „ég gaf hana út heima á ís-
landi í fyrrasumar, en ég held að hún
hafi ekki fallið neitt sérstaklega vel
í kramið. Það má líka vel vera að ég
hafi ekki kynnt hana nógu mikið,“
sagði þessi hógværi tónlistarmaður.
Hann kvaðst hafa ætlaö að reyna að
gefa út plötu með ýmsu efni, enda
væri þar að finna dægurlög, djass og
jafnvel þá tónlist sem hann hefði
mest gaman af að leika - svokallaða
nútímatónlist skrifaða fyrir harmón-
íku. Hann kvaðst hafa leikið á flest
hljóðfærin sjálfur, en þó hefðu ýmsir
góðir hljómlistarmenn lagt honum
lið, eins og til dæmis konan hans. „Ég
lék sjálfur á gítar, bassa og tromm-
ur, þó ég kunni það auðvitað ekki
neitt,“ sagði Hrólfur, „auk hljóm-
borös og að sjálfsögðu á harmóník-
una mína. Plötuna tók ég upp hérna
i kjailaranum en þar hef ég komið
mér upp stúdíói, sem ég ætla í fram-
tíðinni að reyna að byggja afkomu
mína á, auk þess að leika á harmón-
íkuna.“
Aðspurður sagðist Hrólfur hafa
komið við sögu á nokkrum hljóm-
plötum heima á íslandi á síðustu
árum þó hann hefði verið búsettur í
Þýskalandi í heilan áratug.
„Eitt sumarið var ég meira að segja
í hljómsveit. Þá kom ég heim ásamt
júgóslaveskum félaga mínum og við
stofnuðum hljómsveit ásamt Jó-
hanni Sigurðarsyni leikara og vorum
atvinnupopparar í þrjá mánuði.“
Hrólfur skellihló eins og hann flokk-
aði þetta undir bernskubrek og hann
gæti ekki hugsað sér að endiírtaka
þetta. „Áður en við fórum utan tii
Þýskalands um haustið tókum við
upp barnaplötu - um Smjattpattana,
í Stúdíó Stemmu hjá Didda fiðlu.
Samnefndir þættir voru lengi vel
sýndir í barnatíma Sjónvarpsins.
Fyrir um tveimur árum hafði síðan
Magnús Þór Sigmundsson samband
við mig og bað mig um að leika með
sér inn á plötu sem hann hafði í bí-
gerð. Þar var hann með eigin lög við
ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk.
Hann vantaði einhvern sem hafði
verið viðloðandi rafmagnshljómborð
en hefði jafnframt eitthvað af klasæ
ískri tónhst að segja því hann vildi
hafa klassískt yfirbragð á tónlistinni.
Það endaði með því að ég spilaði allt
inn á plötuna nema trommur og
bassa en hann lék síðan á gítarinn.
Þetta var skemmtileg vinna."
Sjö ára háskólanám
í harmóníkuleik
Hrólfur var nú beðinn um að segja
undan og ofan af námsferli sínum,
allt frá því að hann fór fyrst að fást
við harmóníkuna.
„Ég lærði fyrst á harmóníku hjá
föður mínum, Vagni Hrólfssyni, sem
strákur heima í Bolgungarvík. Ung-
ur fór ég síðan í tónlistarskólann þar
og loks lá leiðin til Reykjavíkur þar
sem ég var lengi í harmóníkunámi
hjá Emil Adolfssyni sem rekur þar
samnefndan tónlistarskóla. Sjáifur
lagði hann stund á nám í harmóníku-
leik hér í landi, eða í Trossingen, þar
sem hinar frægu Hohner-harmón-
íkuverksmiðjur er að fmna. Emil
ráðlagði mér að sækja um skólavist
hér í Hannover sem ég gerði. Hér
stundaði ég námið í heil sjö ár. Ég
er því bæði með próf sem kennari á
hljóðfærið og sem einleikari.“
Blaðamaður hafði tekið eftir því að
hljóðfæri Hrólfs var ekki eins og þær
harmóníkur sem hann hafði séð
heima á íslandi. Hún var ekki með
píanóhljómborði, heldur með fjölda
hnappa í stað hinna hefðbundnu
takka. Hann var því spurður í hverju
munurinn væri fólginn.
„Hnappaharmóníka eru miklu full-
komnari en takkaharmóníkan. Til
þess að hin síðarnefnda gæti náð tón-
sviði hinnar, þyrfti hljómborð henn-
ar líklega að vera um þrír metrar á
lengd. Hér er eingöngu kennt á
hnappaharmóníku og réttast væri að
þeir sem eru að byrja að læra á harm-
óníku notuðu eingöngu þá gerðina,
það munar svo miklu þegar fram í
sækir. Heima lærði ég á venjulega
harmóníku og þegar ég kom hingað
út varð ég að æfa mig á hina í heilt
ár, daga og nætur, áður en ég fór í
inntökuprófið.“
Harmóníkan ekki
bara fyrir
„gömlu dansana"
Það hefur ekki farið fram hjá nein-
um að harmóníkan er að verða æ
vinsælli í hvers kyns dægurlagatón-
list.
„Já, sem betur fer er þetta stað-
reynd. Vinsældir harmóníkunnar
hafa aukist mjög á undanförnum
árum, einkum þó vegna þess hversu
mikið hún hefur verið notuð í popp-
tónlist og djassi. Þetta verður von-
andi til þess að böm og unglingar fái
meiri áhuga á henni, en mörgum
þykir þetta hljóðfæri hallærislegt og
aðeins viöeigandi til að spila „gömlu
dansana".
Sjálfur vissi ég ekki betur lengi
vel. Faöir minn spilaði mjög mikið á
harmóníku og ferðaðist mikið með
hana í farteskinu til þess að leika á
hinum ýmsu samkomum. Sem ungl-
ingur þekkti ég ekkert annað en
þessa svokölluðu „gömlu dansa-tón-
lisf‘. Það var ekki fyrr en ég fór að
læra hjá Emil sem ég uppgötvaði að
unnt var að leika annars konar tón-
list á þetta hljóðfæri.“
- Eru hin fjölmörgu félög harmón-
íkuunenda ekki einmitt að reyna að
auka þekkingu fólks á töfrum þessa
skemmtilega hljóðfæris?
„Nei, því miður, því það er nú öðru
nær. Mér finnst að hugsunarháttur-
inn sem þar er ríkjandi sé algjörlega
staðnaður. Harmóníkan er í raun
ekkert örðuvísi en önnur hljóðfæri,
eins og til dæmis píanó og fiðla. Því
á hún rétt á allri tónlist og henni er
misboðið ef aðeins er leikin ein teg-
und tónlistar á hana - í þessu tilviki
„gömlu dansarnir". Félögin virðast
einskorða sig við þetta og sinna ekki
annarri tónlist sem jafnvel er skrifuð
sérstaklega fyrir hljóðfærið - í hæsta
lagi kannski umskrifuðum óperufor-
leikjum sem hæfa harmóníkunni
ekki einu sinni.
Ég hef reynt að vekja áhuga félags-
manna á ýmsum öðrum möguleikum
hljóðfærisins þegar ég hef verið
heima á íslandi. Ég hef til dæmis
boðið þeim á tónleika hjá mér en það
er eins og öll gluggatjöld séu dregin
fyrir þegar þeir sjá að á efnisskránni
eru ýmis verk sem þeir ekki þekkja,
eftir höfunda eins og Scarlatti og
Bach og marga fleiri.
Á landsmóti harmóníkufélaganna
á Laugum í Þingeyjarsýslu í fyrra-
sumar fékk ég þann heiður aö spila
i fimmtán mínútur af þeim þrjátíu
sem harmóníkufélagið á Isafirði
hafði fengið úthlutað í dagskránni.
Mér þótti að sjálfsögðu gott að fá
þetta tækifæri til þess að kynna fólki
hvað ég hef verið að fást við en þetta
sýnir kannski andann gagnvart fólki
sem hefur menntað sig í harmóníku-
leik, að þurfa að fá lánaðar nokkrar
mínútur hjá einu félaginu."
Aukinn áhugi
tónskálda á
harmóníkunni
Það var komið vel fram yfir kvöld-
mat þegar Elsbeth kom heim frá því
að kenna. Hún settist við hhð Hrólfi
án þess að taka þátt í samræðunum,
sem að sjálfsögðu fóru fram á ís-
lensku. „Ég skil bara eitt og eitt
orð,“ sagði hún, „en ég veit að Hrólf-
ur talar alltaf svo fallega um mig,
þess vegna er mér alveg sama þó ég
skilji ekki hvað þið eruð að tala um.“
En nú barst tahð að harmóníkunni
sem hljóðfæri og hlut hennar í tón-
bókmenntunum.
„Þetta er svo ungt hljóðfæri og því
fór harmóníkan á mis við hinar
klassísku tónlistarhókmenntir. Það
var ekki fyrr en á þessari öld sem
tónskáld fóru að skrifa fyrir hana.
Fyrsta verkið var skrifað 1927 og viö
það ártal er ávallt miðað. Þaö var
síðan ekki fyrr en um 1950-’60 sem
alvöruþenkjandi tónskáld fóru að fá
áhuga á hljóðfærinu. Á síðustu árum
hefur þetta breyst mjög til hins betra
og æ fleiri tónskáld koma auga á
hvað þetta hljóðfæri er skemmtilegt
og lifandi. Það er greinileg uppsveifla
í gangi og nefna má aö möguleikum
á tónleikum er alltaf að fjölga og yfir-
leitt atvinnutækifærum fyrir harm-
óníkuleikara.