Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Side 46
58
LAUGARD4GUR 11. MAÍ1991.
Afrnæli
Sæmundur Ami Hermannsson
Sæmundur Árni Hermannsson
framkvæmdastjóri, Skagfirðinga-
braut 47 á Sauðárkróki, verður sjö-
tugurídag.
Starfsferill
Sæmundur er fæddur á Ysta-Mói
í Fljótum í Skagafirði og ólst þar
upp. Hann gekk í bamaskóla þrjá
vetrarparta í gamla þinghúsinu í
Haganesvík. Hann var fermdur í
Barðskirkju af sr. Guðmundi Bene-
diktssyni sem jafnframt sagði hon-
um til í íslensku, reikningi og
dönsku. Á unglingsárum var Sæ-
mundur aðallega við bústörf en
vann jafnframt tíma og tíma í vega-
vinnu og við uppskipun á vörum í
Haganesvík.
Hann stundaði nám í Héraðsskól-
anum í Reykholti tvo vetur, 1940 til
1942. Á sumrin var hann í síldar-
vinnu og á vertíð í Keflavík í nokkra
vetur, auk þess að vinna á búi for-
eldra sinna. Um tíma var Sæmund-
ur með bílaútgerð í Fljótum og flutti
afurðir bænda til Siglufjarðar og til
baka ýmsa aðdrætti fyrir Sam-
vinnufélagið. Tvo sumarparta starf-
aði hann í lögreglunni á Siglufirði.
Árið 1950 flutti Sæmundur til
Vestmannaeyja og gerðist þar hótel-
stjóri hjá Helga Benediktssyni. Þar
starfaði hann einnig um tíma sem
tollvörður og því starfi gegndi hann
einnig sumarlangt á Þórshöfn á
Langanesi. Síðar flutti Sæmundur
til Kópavogs og byggði sér hús en
réðst til starfa á Keflavíkurflugvelli
semtollvörður.
Árið 1957 flutti Sæmundur með
fjölskyldu sína til Sauðárkróks. Þar
gegndi hann stöðu tollvarðar en tók
við starfi framkvæmdastjóra
Sjúkrahúss Skagfirðinga í ársbyrj-
un 1961 og hefur gegnt því starfi síð-
an.
Sæmundur hefur víða komið við
í félagsmálum. Hann var í stjóm
ungmennafélagsins í Haganes-
hreppi og formaður þess um skeið.
Á þeim árum er unnið var að Skeið-
fossvirkjun stofnaði hann ásamt
fleirum verkamannafélag í Fljótum
og var fyrsti formaður þess. í Vest-
mannaeyjum var hann einn af
stofnendum félags ungra framsókn-
armanna og sat í stjórn þess félags.
Hann var einn af stofnendum Vír-
nets hf. í Borgarnesi og sat i stjórn
þess um skeið.
Á Sauðárkróki hefur Sæmundur
mikið starfað með Framsóknarfé-
lagi Sauðárkróks og var í stjórn
þess alllengi. Hann sat í bæjarstjórn
Sauðárkróks nokkur kjörtímabil,
bæði sem aðalmaður og varamaður.
Hann átti einnig sæti í stjórn Hesta-
mannafélagsins Léttfeta um nokk-
urt skeið. Sæmundur hefur veriö
formaður byggingarnefndar öld-
runarmannvirkja á Sauðárkróki frá
stofnun nefndarinar árið 1980.
Jafnhliða aðalstarfi sem fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Skagfirö-
inga hefur Sæmundur rekið hrossa-
ræktarbú að Ytra-Skörðugili frá ár-
inu 1971.
Fjölskylda
Sæmundur kvæntist 26. janúar
1952 Ásu Sigríði Helgadóttur, f. 18.
3.1930, skrifstofustjóra á Sauðár- '
króki. Hún er dóttir Helga Jónatans-
sonar, útgerðarmanns í Vestmanna-
eyjum og Ellen Marie Jónatansson,
konuhans.
Sæmundur og Ása eiga sjö börn.
Þau eru Elín Helga Sæmundsdóttir,
f. 1.3.1952, hjúkrunarfræðingur á
Sauðárkróki. Maður hennar er Jón
Örn Bemdsen verkfræðingur og
eigaþautvöbörn.
Herdís Sæmundsdóttir, f. 30.7.
1954, leiðbeinandi á Sauðárkróki.
Sambýlismaður hennar er Guð-
mundur Ragnarsson tæknifræðing-
ur og eiga þau tvö börn.
Hafsteinn Sæmundsson, f. 18.2.
1956, iðnfræðingur í Reykjavík.
Kona hans er Anna María Sverris-
dóttir fóstra og eiga þau tvö þöm
en Hafsteinn á að auki eina dóttur.
Gunnhildur María Sæmundsdótt-
ir, f. 22.5.1957, fóstra í Mosfellsbæ.
Maður hennar er Ragnar Sveinsson
húsasmíðameistari og eiga þau tvö
böm.
Margrét Sæmundsdóttir, f. 27.12.
1960, hjúkrunarfræðingur og ljós-
móðir í Mosfellsbæ. Sambýlismaður
hennar er Kristján Ragnarsson
tæknifræðingur.
Hermann Sæmundsson, f. 19.6.
1965, nemi í Háskóla íslands. Sam-
býliskona hans er Guðrún S. Gríms-
dóttir BA.
Anna Elísabet Sæmundsdóttir, f.
14.11.1966, nemi i Háskóla íslands.
Sambýlismaður hennar er Arnar
Sigurðsson vélstjóri.
Systkini Sæmundar eru Halldóra
Margrét f. 1912, húsmóöir á Siglu-
firði, gift Friðriki Márussyni verk-
stjóra. Lárus, f. 1914, verslunarmað-
ur í Reykjavík. Níels Jón Valgarð,
f. 1915, eftirlitsmaður í Reykjavík,
kvæntur Steinunni Jóhannesdótt-
ur. Rannveig Elísabet, f. 1916, var
gift Jóni Jónssyni frá Hvanná en
þau em bæði látin. Hrefna, f. 1918,
húsmóðir á Siglufirði, gift Jónasi
Sæmundur Arni Hermannsson.
Björnssyni vigtarmanni. Haraldur,
f. 1923, verslunarmaður á Sauðár-
króki, kvæntur Guðmundu Her-
mannsdóttur. Georg, f. 1925, bif-
reiðastjóri á Ysta-Mói. Björn Valtýr,
f. 1928, tollstjóri í Reykjavík, kvænt-
ur Rögnu Þorleifsdóttur.
Foreldrar Sæmundar voru Her-
mann Jónsson, f. 1891 d. 1974, hrepp-
stjóri á Ysta-Mói í Fljótum og Elín
Lárusdóttir, f. 1890 d. 1980, húsmóð-
ir. Hermann var sonur Níelsar Jóns
Sigurðssonar, verkstjóra á Bíldudal
og Halldóru Magnúsdóttur. Foreldr-
ar Elínar voru Lárus Ólafsson, út-
vegsbóndi á Hofsósi og Margrét
Jónsdóttir ljósmóðir.
Margrét Ásbjamardóttir
Margrét Ásbjarnardóttir myndlista-
kona, Aðalstræti 21, Patreksfirði, er
fimmtugídag.
Starfsferill
Margrét fæddist í Vesturbotni í
Rauðasandshreppi en ólst upp í
Skápadal til sjö ára aldurs og síðan
á Patreksfirði. Hún hefur verið hús-
móðir, fyrstu fimm árin í Noregi en
síðan á Patreksfirði.
Margrét hóf ung að mála myndir
og stundaði nám í myndlist í Fær-
eyjum er hún var sautján ára. Hún
hefur nú tekið aftur til við myndlist-
ina eftir nokkura ára hlé.
Fjölskylda
Margrét giftist 17.1.1960 Hermod
Lund, f. 20.3.1934, verktaka við
húsaviðgerðir í Noregi, en þau
skildu.
Margrét og Hermod eiga þijár
dætur. Þær eru Marta Edvarda
Kristín Lund, f. 25.12.1960, húsmóð-
ir á Akranesi, gift Ólafi Aðalsteins-
syni sjómanni og eiga þau tvö börn;
Sólveig Helen Lund, f. 24.10.1962,
húsmóðir í Reykjavík en sambýlis-
maður hennar er Jóhann Bjarnason
og á hún eitt barn; Kristín Áslaug
Lund, f. 20.6.1974, nemi.
Margrét giftist seinni manni sín-
um 11.5.1985, Gunnari Solbakken,
f. 22.7.1942, starfsmanni hjá Pat-
rekshreppi.
Foreldrar Margrétar: Ásbjörn Ól-
afsson, f. 20.3.1898, fyrrv. b. í
Skápadal og síðar smiður á Patreks-
firði, og kona hans, Marta Guðrún
Margrét Asbjarnardóttir.
Vilhjálmsdóttir, f. 27.7.1903, d. 28.12.
1982, húsmóðir.
Valgerður Guðný Óladóttir
Valgerður Guðný Óladóttir, Álfta-
mýri 4, Reykjavík, veröur 80 ára á
morgun, sunnudag.
Fjölskylda
Valgeröur er fædd á Báe í Ámes-
hreppi á Ströndum og ólst þar upp.
Hún er tvígift. Fyrri maður hennar
hét Guðjón Guðmundsson, d. 15.12.
1940, matsveinn. Hann dó ungur af
veikindum.
Valgerður og Guðjón eignuðust
þrjú börn. Þau em: Fríða M., gift
Ólafi Bjamasyni múrara og eiga þau
fimm böm; Garðar, kvæntur Guð-
laugu Haraldsdóttur og eiga þau
þijú böm; og Magnús, fráskilinn og
áþrjúböm.
Síðari eiginmaður Valgerðar hét
Guðni Hannesson, d. 16.8.1962,
klæðskeri.
Valgerður og Guðni eignuðust
þijá syni, þeir eru: Hannes, múrari,
kvæntur Erlu Bjarnadóttur og eiga
þau fjögur böm; Friðgeir, kvæntur
Kristínu Ragnarsdóttur og eiga þau
tvö böm; óskírður, lést við fæðingu.
Guðni heitinn lést vegna veikinda.
Systkini Valgeröar eru: Friðgeir,
d. 10.11.1944, læknir, fórst með
Goðafossi og öll hans fjölskylda;
Guðbjörg, húsmóðir, bjó lengst af í
Danmörku en er nú látin; Sigríður,
d. 30.3.1990, nú látin; og Halldór B.,
rafvirki, kvæntur Huldu Eyjólfs-
dóttur og býr í Reykjavík.
Foreldrar Valgeröar voru Óh G.
Haildórsson, d. 1961, kaupmaður á
ísafirði og í Reykjavík, fæddur á
Melum í Strandasýslu, og Valgeröur
G. Guðnadóttir, d. 1966, húsmóðir.
Valgerður var fædd að Fjarðarhorni
Valgeröur Guðný Óladóttir.
í Gufudalsveit.
Afmælisbamið verður erlendis á
afmæhsdaginn.
Til hamingju með afmælið ll.maí Pnfnahnlnm 2, Rpykjíivík
Qn A |.n Rafn Kristján Viggósson, w ***** Liósheimuml4,Reykjavík.
Andrésson, SíS Fornósi 5, Sauðárkróki. * annartem 8, KcyKjaviK.
85 ára 50 éra
ftaunbæS’Rcykja^k. SSSSSttir, Flyörugranda 8, Reykjavík. Furugrund 41, Akranesi.
Marsý Droin Jonsdottir, OU ára Bólstaðarhhö52,Reykjavik.
Uldliu ilaluerg, Höskuldur Bjamason, Drápuhhð 46, Reykjavík. Aöalbraut 4, Kaldrananesi.
__ , 40 ara 7*? nrn
f í/ aia
Þorsteinn Jóhannesson, Sölvi Jónasson, Vogaseli 1, Reykjavík. Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Katrin Gunnarsdóttir, Róbert Róbertsson, Reykjabyggð 10, Mosfellsbæ. Grandavegi 47, Reykjavík. öm Sigurðsson, Sigurður Gissurarson, Þórufelli 10, Reykjavík. Vesturgötu 28, Reyjavík. Gunnar Sverrir Guðmundsson, Hæðargarði2, Reykjavík.
7Q ára Sæbergi 16,Breiðdalsvík. f v CII O Jóhann V. Sveinbiörnsson,
r„ A.. . Álftarima 1, Selfossi. (jruöion Arason, _ ^ Hólmi, Mýrahreppi Ömar Gunnarsson, Gestur Eyjólfsson. Garðarsvegi 18, Seyðisfirði. Hveramörk2,Hveragerði. Willard Helgason, Svarfaöarbraut30, Dalvik. Sæunn Ragnarsdóttir,
/.a NjálSgötu 12A,Reykjavík. ÖU ara SteínþórStefónsson,
Bergstaöastræti 46, Reykjavik. Erlendur J. Sæmundsson, Engihjalla 17,Kópavogi. Erlingur ísleifsson,
HVITASUNNUFERÐ1 Vikuferð: Brottför miðvikudaginn riL LONDON Takmarkaður sætafjöldi
15. maí kl. 16 (4 vinnudagar) = FLUGFERÐIR
féim mw, aTra forfallatrygging Verð aðeins kr.49ií WW- inn,falið = SOLRRFLUG Vesturgötu 12 - sfmar 620066 - 15331