Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991. 13 í DV laugardaginn 4. maí birtist opnuviðtal við Eyjólf Kristjánsson undir fyrirsögninni „Eurovision- klúður". Þar sem í þessu viðtali virðist gæta nokkurs misskilnings tel ég rétt að upplýsa lesendur blaðsins um ýmis atriði er varða framkvæmd Söngvakeppni sjón- varpsstööva Evrópu. Hlutverk sjón- varpsstöðvanna Sjónvarpsstöðvarnar standa fyr- ir vali laganna með þeim hætti sem- þær sjálfar kjósa. Flytjendur lag- anna eru á ábyrgð sjónvarpsstöðv- anna og geta þær þannig valið hvern þann flytjanda sem þær telja að henti viðkomandi lagi. Sjón- varpið hefur ævinlega tekið fullt Allir í hópnum sýndu sínar bestu hliðar á úrslitastundinni. Það skiptir öllu máli að vita að maður hafi gert sitt besta, segir greinarhöfundur m.a. i grein sinni. „Klúður eða slúður“ tillit til óska höfunda í þessum efn- um. Sjónvarpsstöðvarnar koma því höfundum og flytjendum á fram- færi, bæði á heimavelli og á erlend- um vettvangi. Það er hins vegar ekki hlutverk sjónvarpsstöðvanna að auglýsa höfunda, flytjendur eða land og þjóð. Það er fyrst og fremst hagsmuna- mál höfunda, flytjenda og plötuút- gefenda að auglýsa lagið og tryggja að það sé leikið sem víðast eftir 1. apríl þegar heimilt er að spila keppnislögin. Ef vel gengur rennur hagnaður til höfunda og plötuútgefenda en ekki sjónvarpsstöðvanna. Að þessu sinni hafði Eyjólfur samið við P.S. MUSIK og Jupiter Records um að annast útgáfu og kynningu á Nínu. Framlag Sjónvarpsins Söngvakeppnin er vinsælt sjón- varpsefni. Kostnaöurinn er um- talsverður þó reynt sé að gæta fyllsta aðhalds en jafnframt standa eins vel að verki og framast er unnt innan þess fjárhagsramma sem markaður er hverju sinni. Söngvakeppnin á sl. ári kostaði 9,5 milljónir króna í útlögðum kostnaði; þá er ekki reiknaður fast- ur kostnaður Sjónvarpsins. Til samanburðar má geta þess að út- lagður kostnaður vegna allra Spaugstofuþáttanna á sama ári voru liðlega 7 milljónir. Þegar lag hefur verið valið hefur Sjónvarpið greitt höfundi eða flytj- endum ákveðna fjárupphæð til þess að undirbúa lagiö til áfram- haldandi keppni. Höfundi er í sjálfsvald sett hvernig hann ráð- stafar þessu fé. Höfundar og flytj- endur hafa lagt á það áherslu að búningar og sviðshreyfingar væru í þeirra höndum og þar réði þeirra smekkur. í ár greiddi Sjónvarpið Eyjólfi Kristjánssyni 400 þúsund krónur í þessu skyni, auk þeirra 200 þúsund króna sem hann fekk greiddar sem verðlaunafé. Sjónvarpið sá auk þess um far- gjöld, hótelgistingu og greiddi hveijum og einum rúmar 36 þús- und krónur í dagpeninga fyrir þá viku sem undirbúningur og keppn- in fóru fram. Hljómsveitin Stjórnin fékk greiddar 500 þúsund krónur til undirbúnings sl. ár, enda lágu umfangsmeiri æflngar að baki lagi hennar. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr undirbúningi hópsins sem flutti Nínu. Því lagi hentaði einfaldlega hófstilltari sviðsfram- koma. Sjónvarpið greiddi ekki ferðakostnað þess aðila sem sá um sviðshreyfingar fyrir Stjórnina. Lagið var fullæft þegar farið var utan. í ár var því ekki heldur talin nein ástæða til að Sjónvarpið greiddi fyrir Helenu Jónsdóttur sem sá um sviðshreyfingar í Nínu. Hótel eða gistiheimili í viðtalinu er haft eftir Eyjólfi hversu Sjónvarpið hafi staðið illa KjaUarinn Sigmundur Örn Arngrímsson varadagskrárstjóri innlendrar dagskrár að vali á hóteli. Slæm staðsetning hótelsins hafi komið i veg fyrir að flytjendurnir gætu verið innan um aðra keppendur og jafnframt kom- ið í veg fyrir að þeir næðu nægi- legri athygli blaðamanna. Þeir aðilar, sem halda keppnina hverju sinni, senda sjónvarps- stöðvunum lista yflr verðflokka, án þess að þar komi fram nöfn ákveð- inna hótela. Sjónvarpið valdi hótel í svipuðum verðflokki og undan- farin ár en hins vegar voru það gestgjafarnir sem sáu um að ákveða staðsetningu hótelsins eins og verið hefur hingað til. Eins manns herbergi kostaði á þessu hóteh rúmar 6 þúsund krónur á nóttu en á Sherantonhótelinu um 15 þúsund krónur. Viðbótarkostnaður Ríkissjón- varpsins hefði því orðið um 650 þúsund krónur hefði það hótel orð- ið fyrir valinu. Slíkt kom þó aldrei til greina þar sem ákveðnar reglur gilda um það hvað uppihald ríkis- starfsmanna á ferðum erlendis má kosta. Hverju herbergi á þessu hóteli, sem Eyjólfur kýs að kalla „gisti- heimili" fylgdi sérbað, sími og sjón- varp. Auk þess var á hótelinu veit- ingastaður, setustofa og bar með lifandi tónlist. Þeir sem þekkja til hótela geta sjálflr metið hvort gisti- heimili er réttnefni fyrir þess hátt- ar hótel. Það er hins vegar rétt að hótelið var ahlangt frá Cinecitta þar sem keppnin fór fram. Keppendum var hins vegar ekið til og frá hótelinu þegar þeir þurftu að mæta á æfing- ar og oft í lögreglufylgd til að flýta förinni. Til gamans má geta þess að ekki virðist nein fylgni milh þess á hvaða hóteli þátttakendur bjuggu og í hvaða sæti þeir lentu síðan í keppninni. U.þ.b. helmingur þeirra þjóða, sem voru ofan við miðju, bjó á öðru hóteh en Sheratonhótehnu. Blaðamannafundir og metnaður Sjónvarpsins Eyjólfi verður tíðrætt um hversu lítið Sjónvarpið hafi gert til að vekja athygh á flytjendunum og hafi haft lítinn metnað fyrir þeirra hönd. Forsvarsmenn Sjónvarpsins bjóða blaðamenn velkomna á þá blaðamannafundi sem forsvars- menn hverrar keppni ákveða að halda hveiju sinni. Það er hins vegar keppendanna sjálfra að reyna að ná augum og eyrum blaðamanna, ef þeir á annað borð kjósa að vekja á sér athygli. Stjórn- in haföi í fyrra sérstakan upplýs- ingafulltrúa, sem var talsmaður hennar, og greiddi ferðakostnað hans. Eyjólfur fer lofsamlegum orðum um Jupiter Reckords sem hélt sér- stakan blaðamannafund á Shera- tonhótehnu og er ekkert nema gott um það að segja. Platan og upplýs- ingaefni um Nínu barst hins vegar ekki til blaðamanna fyrr en á fimmtudegi áður en keppnin var haldin, sem að mínu mati var alltof seint. Metnaður Sjónvarpsins felst fyrst og fremst í því að keppendur komi vel út í sjónvarpinu, þ.e. að mynd, söngur og undirleikur skih sér á sem bestan hátt til áhorfenda. Þetta eru þau atriði sem dómnefndir leggja til grundvallar þegar lag er metiö. Sjónvarpið er ekki hafið yfir gagnrýni og mun taka ljúfmann- lega við skýrslu þeirri sem E.K. hefur tilkynnt að hann muni koma með um ferðina til Rómar. Gagn- rýni verður hins vegar að byggjast á réttum forsendum og mikilvægt að hún sé sett fram á málefnanleg- an hátt. Ég harma þau ummæli sem höfö eru eftir Eyjólfi um ítalska keppandann og vona að þau séu ekki rétt eftir honum höfð. Ég vh að lokum nota tækifærið og þakka samferðamönnum mín- um fyrir dvölina í Róm. Þeir Stefán og Eyfi sýndu sínar bestu hliðar á úrshtastundinni. Það skiptir öllu máh að vita að maður hafi gert sitt besta. Þegar allt kemur til alls mega íslendingar vel við una með þennan næstbesta árangur sinn í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu þó vissulega hefði verið gaman ef Nína heföi fengið fleiri stig. Sigmundur Örn Arngrímsson í ár greiddi Sjónvarpið Eyjólfi Kristj- ánssyni 400 þúsund krónur í þessu skyni, auk þeirra 200 þúsund króna sem hann fékk greiddar sem verð- launafé. Nýr umboðsmaður HÚSAVÍK Þórunn Kristjánsdóttir Brunnagerði 11 S. 41620 ........... . . 11. maí 1991 Vinningstolur laugardaginn 22) 0íf VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA "1 . 5 af 5 0 2.573.704 o Z. 4 af 2 223.348 3. 4af5 115 6.700 4. 3af5 3.382 531 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.586.742 kr. I Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. • 190/40 stafir á sekúndu • Fullkomin pappírsfærsla og þræðing 19.500.- m/vsk./stgr. HÉÍSNIi AUGLVSINCASTOFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.