Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991. 15 Áfengisneyslan er okkur dýr Fyrir framan mig liggur skýrsla til Landssambandsins gegn áfeng- isbölinu unnin af Hagfræöistofnun Háskólans. Skýrslan er um tekjur og kostnaö samfélagsins af áfengis- neyslunni. í henni kemur glögglega fram að um frumraun á þessu sviði er að ræða, ótal þræðir óljósir, en engu að síður er hér kominn hið fyrsta sinn allgóður grunnur til að byggja á áframhaldandi ítarlegri könnun á þeim kostnaðarþáttum, sem hvergi nærri eru augljósir í dag, augljósir sem staðreynd, en ekki unnt að koma neinum teljandi talnaböndum á þá. Engu að síöur kemur það glögg- lega í ljós að meginniðurstaðan af ótvíræðum teknatölum og full- reiknuðum og meira og minna óljósum kostnaðartölum og viður- kenndum sem mjög vanreiknuðum - meginniðurstaðan er að rauntekj- ur séu alls engar eins og oftlega hefur verið reynt að halda fram. Og morgunljóst er það að ítarlegri könnun á kostnaði byggð á betri heimildum og gleggri beinum tölum myndi færa kostnaðinn býsna hátt yfir hina svokölluðu margrómuðu tekjuhlið. Það verður framtíðar- verkefni, sem vinna verður að, þessi frumskýrsla sannar nauðsyn þess. Tveir baráttumenn Aðdraganda þessarar vinnu er ljúft og skylt að rekja í stuttu máli. Árum saman hafði það verið bar- áttumál Landssambandsins gegn áfengisbölinu að fá til þess fjár- hagslegt bolmagn að gera kostnað- arkönnun af þessu tagi. Hinn vaski og vakandi fullhugi, Páll V. Daní- elsson, formaður sambandsins um Kjallarinn Helgi Seljan form. Landssambandsins gegn áfengisbölinu áraraðir, átti þetta baráttumál meðal annarra góðra einna efst á oddi, en fjárveitingavaldið tregðað- ist jafnan við og sambandið sjálft átti ekki fjármuni til slíkra verka. En Páll og hans ágæta baráttulið létu engan bilbug á sér finna þótt blési í mót og um það leyti er Páll lét af formannsstarfi fannst loks fjármálaráðherra er hafði skilriing og velvilja til þess að láta drauminn rætast. Það verður seint fullþakkað af okkur sem í Landssambandinu gegn áfengisböhnu störfum hver viðbrögð Olafs Ragnars Grímsson- ar fjármálaráðherra þá voru, þegar hann veitti okkur stuðning af rausn og með þeim orðum að hann vissi að fjármunum þessum yrði vel varið. Það vill til, og er ekki tilviljun, að Ólafur Ragnar á heilbrigða lífs- sýn í þessum málum og er óhrædd- ur við að láta hana koma fram. Ólafi Ragnari ber því að þakka í dag og það gerum við öll, er þama vinnum á vettvangi hvar sem við annars erum á vegi stödd í hinu póhtíska lifrófi. Vekur spurningar Hér eru hins vegar ekki tök á því að fara ofan í þessa skýrslu náið, en hitt er ljóst að heimhd er hún um margt, sem hefur ekki legið á lausu eða verið saman komið á ein- um stað. Það að Hagfræöistofnun Háskólans skuh hafa unnið þetta verk ber þess vott að ekki muni höndum til verksins hafa verið kastað og fuhrar hlutlægni mun hafa verið gætt. Það var enda það skýra skilyrði er Ólafur Ragnar setti okkur eðhlega og okkur þótti akkur að því að mega fá svo ágæta stofnun okkur til hðs. Hins vegar vekur skýrsla þessi og úrvinnsla öh fleiri spumingar en hún gefur skýr svör við og í lokaniðurstöðu hennar er einmitt að því glögglega vikið. Þar eram við alvarlega minnt á að áfram skuh haldið, svo skýrari og gleggri mynd megi fást af heildarkostnaði samfélagsins, sem svo ahtof víða er vantahnn, einfaldlega af því að upplýsingar fengust ekki, sem taka mætti talnalega mark á. Það er hins vegar alveg dagljóst að þar er um stórar tölur að ræða, svo stórar að augljóst er að væri hægt að ná talnatökum á megin- hluta þess, sem ekki var unnt að ná nú, þá væri enginn vafi á gífur- legum umframkostnaði samfélags- ins af áfengisneyslunni, sem gjarn- an er eingöngu talin því til tekna. Ég minni aðeins á eitt atriði mér nærri í því starfi sem ég stunda í dag: Vægi áfengisþáttarins í örorku fólks og öUum þeim kostnaði sem þar fylgir í kjölfarið. Þann þátt ber að meta sem best, því í óteljandi samtölum viö fólk, sem örorkubóta nýtur, kemur þáttur áfengis svo afgerandi fram að ég hefði ekki aö óreyndu trúað þeirri ógn. Feluleikur og falsanir Sama er að segja um sjúkdóms- kostnaðinn almennt, svo sem skýrslan víkur Ijóslega að, að sé ekki talnalega hægt að meta, þó óyggjandi sé af samtölum við heU- brigðsstéttir, að þar fléttast áfeng- isneysla afar víða inn í sem veiga- mikU orsök. Svo mætti áfram halda alllengi, en aðeins minna á það að furðu gegnir að í okkar tölvuvædda talnasamfélagi skuli ekki unnt að fá gleggri tölur varðandi þennan þátt en augljóst virðist af vinnslu þessarar skýrslu. Ástæðan er m.a. sú að það er verið svo víða í felu- leik eða fölsunum hvað þátt áfengis varðar í svo ótalmörgu sem aflaga fer í okkar þjóðfélagi. Það era ótrú- lega margir sem ekki vUja taka þátt í því að svipta þeim huhnshjúp af áfenginu sem getur valdið því að dýrðarljómi „gleðigjafans“ fölskvist. Vinnsla þessarar skýrslu leiddi það m.a. í ljós að aUtof margir vUdu ekki eða þóttust ekki geta gefið upplýsingar, sem beinlínis gætu leitt til þeirrar niðurstöðu að áfeng- ið væri sökunautur - einn eða með öðrum. Það er afar alvarleg stað- reynd, sem upp úr stendur. Okkar er að vinna markvisst áfram aö þessu verkefni svo ahar ótvíræðar staðreyndir megi draga sem skýr- ast fram í dagsljósiö. Eg mun síðar, þegar fuUtrúar Landssambandsins gegn áfengisböUnu hafa fengið þessa skýrslu og niðurstöður veriö kynntar fjölmiðlum, fara frekar ofan í einstaka þætti. Aðeins skal þeim þakkað, er þama unnu þarft verk fyrir okkur og þjóðina um leið en sér í lagi þó aðalhöfundi, Kristínu H. Sigur- björnsdóttur viöskiptafræðingi, fyrir vandaða vinnu og mikla sam- viskusemi. Helgi Seljan „Það eru ótrúlega margir sem ekki vilja taka þátt í því að svipta þeim hulins- hjúp af áfenginu sem getur valdið því að dýrðarljómi „gleðigjafans“ fölskv- ist.“ íslendingar og aðrar þjóðir Allar líkur benda tU að þjóðir Evrópu séu nú að sameinast í eina samvinnuheUd sem mun byggja þjóðfélagastefnu sína á stoðum vestrænnar menningar, alla vega er þetta von manna. Þetta er stór- kostleg þróun. Þessi þróun verður þó ekki fuU- komin fyrr en allar þjóðir Evrópu verða hluti þessa Evrópuveldis, þar með allar Austur-Evrópuþjóðirnar, þá er með tahð Rússland. Þegar svo verður mun Evrópa ná frá Atlants- hafi í vestri, Kyrrahafi í austri, með landamæri Kína og Persíu í suðri og landamæri Kanada í norðri. Gullöld Evrópumanna Þetta verður geysilegt veldi Evr- ópumanna sem mun skyggja á öU fyrri heimsveldi mannkynssög- unnar. Veldi sem gæfi Alexander mikla, keisurum Rómaveldis og Ghengis Kan minnimáttarkennd en gæfi Karla-Magnúsi og öðrum góöum Norður-Evrópumönnum kítl í maga og bros á vör af kæti. Ég trúi því að þetta muni skapa mestu gullöld Evrópumanna allra tíma sem allt mannkynið muni njóta góðs af og eftir hundrað ár eða svo muni þessi þróun leiða af sér að mannkynið færi í alvöra að „landnema" himingeiminn. Geim- öldin mun þá hefjast. Mín von er að Evrópa verði trú sjálfri sér og tryggi því að hver evrópskur þjóðflokkur og þjóðem- iseining fái að þróast á grundvelU menningarhefðar sinnar og þjóð- ernislegrar erfðar sinnar. Þannig fengi Evrópa að blómgast sem fag- ur, gróðursæU og vel hirtur skrúð- garður mannfélaga, með þúsund blómstrandi blóni í skjóh hinnar nýju sameinuðu Evrópu, í staðinn fyrir, eins og alþjóða svartnætti- söflin vfija hafa það, að hvert sér- einkennt þjóðemi þurfi að kveljast, fölna og deyja og að Ulgresin fái yfirhöndina tíl að kæfa aUt frelsi og sjálfstæði, öU séreinkenni og manndóm og fegurð. Ég vona að ráðamenn Evrópu Kjállariim Helgi Geirsson framkvæmdastjóri muni hafa vit og gæfu til þess að tryggja hina göfugu vestrænu menningu, þar sem menn og þjóð- emi era fjáls, bera ábyrgð á sjálfum sér og ráða sér sjálf og tryggja aö Ulgresið láti þau í friði. Skylda Evrópu Auðvitað á íslenska þjóðin eðh- lega samleið með Evrópu. Evrópa er móðir íslendinga, þaðan kom kynstofn vor og þaöan er menning- ararfur vor. ísland hefur geymt í skauti sér íslensku Evrópuþjóðina og vemdaði hana og nærði, bæði í fátækt og í aUsnægt. Þar með hefur íslenska þjóðin varðveitt í einangr- un sinni það sem er göfugast og best frá Evrópu, - sem sé norræn- evrópska arfleifð sína, þjóðemi og menningu. Þetta er í raun hið eigin- lega fjöregg Evrópu, þ.e. fjöregg vestrænnar menningar. íslending- ar hafa varðveitt, ekki aðeins menningu Evrópu heldur einnig það sem er jafnvel mikhvægara, norræna kynstofninn. Það er hlut- verk íslendinga að varðveita þessa erfð að eilífu og það er skylda Evr- ópu að skUja þetta og tryggja að íslendingum verði það kleift. Nú er spurt; skulu íslendingar ganga í Evrópubandalagið og miðla þá með öðrum þjóðum Evrópu landi sínu, íslandi, þjóðfrelsi sínu, auðæfum sínum í landinu og í haf- inu umhverfis landið, menningar- arfleifð sinni og kynþætti sínum? Það era ekki háfleygar hugsjónir sem hggja að baki þessari spurn- ingu. Evrópuþjóðirnar vUja ein- faldlega allt það sem íslendinga er, auðæfi þjóðarinnar í sjó og á landi, ferskt vatn, ómengaða náttúruna, menningu og æru íslensku þjóðar- innar. Og í raun sjálfa tUvera henn- ar þegar þetta er vel athugað. í staðinn eiga íslendingar að fá að kaUa sig Evrópumenn og fá að versla við Evrópu, selja þeim fisk og landið og sjálfa sig. Danir plöt- uðu okkur og aðrir síðar og við lærðum að þakka fyrir okkur en þetta tekur út yfir allt. Hvar era sverð og skUdir íslands nú á okkar örlagastundu? Ef ís- lendingar þurfa að fórna sjálfstæði sínu, auöæfum og æra, já í raun jafnvel sjálfri tUvera sinni, tU þess að fá að ganga í bandalag Evrópu þá kemur sú innganga að vonum ekki tU greina. Þá getur Evrópa átt sig. Fyrr skulu íslendingar þola einangrun, fátækt og bera út börn sín. Þjóð vor hefur þolað shkt áður og vaxið af reynslunni. Það má vel vera að fröken neyð geri okkur greiða með því að halda sig á næsta leiti tU þess að minna okkur á raun- veruleikann og það sem skiptir virkilega máh. í raun hefur ísland og íslenska þjóðin allt það sem hún þarf og útlendingar þrá. Við þurfum því í raun ekki að hafa áhyggjur af hags- munum okkar þegar tU framtíðar er litið, né að íslendingar verði raunverulega einangraðir frá öðr- um framandi Evrópuþjóðum. Ver- um þess vegna þohnmóð og trygg hagsmunum allra íslendinga allra tíma. Höldum fostu aðhaldi að ráðamönnum þjóðarinnar og tryggjum að þeir semji ekki af sér því að það verður ekki auðveldlega aftur tekið. Látum ekki stundarhagsmuni og einstakhngsgræðgi blinda okkur gegn skyldum okkar sem íslend- ingar. Það hefur enginn einstakl- ingur, samtök né stofnun leyfi tíl að gefa útlendingum það sem ís- lensku þjóðarinnar er um aldur og æfi. Við sem nú lifum erum aðeins hlekkir í lííkeðju íslensku þjóðar- innar, hlekkir á milh forfeöra og niðja vorra. Okkar hlutverk er að varðveita það sem ávinnst í þágu íslensku þjóðarinnar, bæta við það sem við getum áorkað - og færa síðan þessa erfö niöjum vorum. ... sem uppréttir menn Ef íslendingar geta gengið í Evr- ópubandalagið sem sjálfstæðir og uppréttir menn, án þess að gefa útlendingum erfð og æru sína, þá er það sjálfsagt, því við erum Evr- ópumenn og land vort tilheyrir Evrópu landfræðUega. Við íslendingar verðum þó að ei- lífu að vera frjálsir og sjálfstæðir menn og við verðum stöðugt að rækta hjá okkur þann þroska og kjark til að vera þess verðugir. Við eigum að vera vinveittir öllum út- lendum þjóðum og starfa í bróðerni og náinni samvinnu með frænd- þjóðum okkar, þjóðum sem byggja lífsstefnu og menningarþróun sína á grundvelh vestrænnar menning- ar eins og viö. Við eigum að forðast með öhu viti og þreki, kjafti og klóm hvers konar kynblöndun við óskylda kynþætti og íhlutun út- lendinga í landi vora og í málum þjóðar vorrar. Aldrei hefur hugtak- ið „ísland fyrir íslendinga" haft eins áríðandi þýðingu og nú. Við eigum sem sannir þjóðernis- sinnaðir íslendingar að ætla er- lendum þjóðum sama rétt og við ætlum sjálfum okkur, þ.e. að varð- veita sjálfa sig, bera ábyrgð á sjálf- um sér og fá að þróast í friöi á grundvelh menningar og þjóðemis síns í sínum heimalöndum og þá að njóta réttmætra erfða sinna og arðs af viti og striti sínu. Helgi Geirsson „I raun hefur Island og íslenska þjóðin allt það sem hún þarf og útlendingar þrá. Við þurfum því 1 raun ekki að hafa áhyggjur af hagsmunum okkar þegar tíi framtíðar er htið...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.