Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Síða 32
E T X /V S p OTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Bitstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími Frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991. Þjóðverjinn leiddur í lögreglubil á föstudagskvöld. DV-mynd S í haldi vegna hasssmygls Lést eftir aðgerð á Borgarspítala Viðræðum haldið áfram Viöræðum ráöherra og aðila vinnumarkaöarins var haldið áfram í gær. Þá komu fulltrúar vinnuveit- enda, BHMR og Kennarasambands- ins til fundar við ráðherrana. Þar' kynntu ráðherrarnir stööu ríkisfjár- mála og hlustuðu á mál viðmælenda. Andstaða viö vaxtahækkanir hefur komið fram hjá þessum aðilum. Frekari viðræður þessara aðila eru fyrirhugaðar þegar kemur til ákvarðanatöku í ríkisfjármálum. -S.dór LOKI Væri ekki einfaldast fyrir Davíð að kasta uppteningi? Þýskur maður og spænsk kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarð- ' hald vegna gruns um innflutning og sölu á 1600 grömmum af hassi. Parið kom til landsins á fimmtudagskvöld en var handtekið sólarhring síðar. Hassið fannst í íbúð þar sem parið dvaldi. Gæsluvarðhald yfir mannin- um og konunni er til 24. maí. ^ 35 ára gamall maður lést eftir að- gerð á Borgarspítalanum 11. maí síð- astliðinn. Aðgerðin, sem er frekar algeng, er svokölluð kæflsvefnsað- gerð. Þá er gerð aðgerð í hálsi og fór maðurinn í hana 6. maí en komst ekki aftur til meðvitundar. Yfirlækn- ar á Borgarspítalanum hafa vísað málinu til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Sigurbjörn Víðir Eggertsson hjá RLR segir að rannsókn standi yfir en ekkert sé hægt að segja um orsök fyrr en réttarkrufning fer fram, en hún á að fara fram í dag. „Við þurfum að fá sérfræðiálit á þessu og þegar við fáum niðurstöður úr krufningu skoðum við þetta aftur. Svona aðgerð hefur ekki þótt hættu- leg til þessa þannig að við verðum að komast að því hvað þarna hefur gerst,“ segir Sigurbjörn Víðir. -ns Aukin harka í slag borgarfulltrúa: Jarn i jarn milli Arna og Vilhjálms um borgarstjórann Aukin harka hefur færst í slag- inn um borgarstjórastólinn meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Spurst hefur að Davíð Oddsson hafi á fundum með nokkrum borg- arfulltrúum gefið upp að hann hygðist benda á Árna Sigfússon sem eftirmann sinn á fundi borgar- stjórnarflokksins sem haldinn verður á morgun. Heimildir DV herma að Davíð hafi í samtölum sínum við eínstaka borgarfulltrúa beitt sér af fullum þunga til að tryggja Árna meirihlutastuðning. Innan borgarstjórnarflokksins heyrast nú þær raddir að með þvi að taka afstöðu hafi Davíð brugðist trausti borgarfulltrúa sem sátta- semjari i þeim átökum sem nú eiga sér stað um stól borgarstjóra. Sam- kvæmt heimildum DV ríkir mikil gremja meðal margra þeirra vegna þessa máls. Meöal sumra er nú tal- að um að mæta verði örvæntingar- fullum tilraunum Daviös til að tryggja Árna borgarstjóraembætt- ið af fullri hörku. „Með þessu getur Davíð ekki lengur talist hlutlaus. Því er óeðli- legt að hann leggi fram ákveðna tillögu á fundinum annað kvöld,“ sagðí borgarfulltrúi við DV. Af samtölum DV við borgarfull- trúa að dæma er staðan nú járn í járn þar sem Árni og Vilhjálmur bítastum borgarstjórastólhm. Mið- að við þá í borgarstjórnarflokkn- um, 20 manns, sem hafa látið uppi hvom þeir velja hefur hvorugur hreinan meirihluta. Eins og staðan var í morgun höfðu þrír borgarfull- tráur ekki gefið upp hvorn þeir velja en munu engu að síður vera ákveönir. Er eins atkvæðis munur á Árna og Vilhjálmi, 8-7 Árna í hag. „Þar sem hvorugur hefur hrein- an meirihluta er ekki útilokað að borin verði upp tillaga um Magnús L, Sveinsson sem málamiðlun eða utanaðkomandi aðila. Það gæti allt eins orðið niðurstaðan. Ef Davíð gerir tillögu um annaðhvort Árna eða Vilhjáhn verður örugglega at- kvæðagreiðsla," sagði annar borg- arfulltrúi við DV í morgun. hlh/kaa Veðrið á morgun: Stmnings- kaldi suðvestan- lands Á morgun verður suðvestanátt, stinningskaldi suðvestanlands en hægari norðaustanlands. Rigning og súld, einkum sunnanlands og vestan. Hiti 5-10 stig. Björgunarafrek 1 nótt: Voru hálftíma íjökulköldum sjónum Mann tók út af fiskiskipinu Sjávar- borg GK 60 þar sem það var að veið- um á Dohrnbanka, miili islands og Grænlands, um miðnætti í nótt. Mað- urinn var ekki í flotgalla en félagi hans, sem klæddur var slíkum, galla kastaði sér nær samstundis á eftir honum. Náði sá að halda honum á íloti í ísköldum sjónum sem var núll gráðu heitur. Sæmilegt veður var á staðnum í gærkvöldi, austangola, en erfiðlega gekk að ná mönnunum um borð. Liðu heilar 27 mínútur þar til mennirnir náðust loks upp úr jök- ulköldum sjónum. Mun því undrun sæta að maðurinn sem féll útbyrðis hafi haldið lífi. Haft var samband við Landhelgis- gæsluna vegna slyssins um eittleytið í nótt. Eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að sækja manninn. Sjáv- arborg sigldi á móti þyrlunni og en þyrlan kom með manninn að Borgar- spítalanum klukkan 6.21 í morgun. Líðan mannsins mun vera eftir at- vikum. a. -hlh Jóhann héltsínum hlutgegnSalov Jóhann Hjartarson hélt vel sínum hlut á svart gegn Salov í lokaum- ferðinni á minningarmótinu um dr. Euwe í Amsterdam í gær. Jafntefli varð eftir 40 leiki og Salov deildi því efsta sætinu með Short, sem gerði jafntefli við Karpov. Báðir hlutu 6 v. Jóhann varð í 6.-7. sæti 10 kepp- enda með 4 v. ásamt Timman eftir slæma byrjun, þar sem hann tapaði fyrir Short og Timman í fyrstu um- ferðunum. Hann gerði jafntefli við alla aðra keppendur nema Ljubojevic, sem hann vann. í 3.-4. sæti urðu Karpov og Kasparov með 5 % v. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma, sem heimsmeistarinn Ka- sparov er ekki efstur á skákmóti eft- ir að hafa sigrað á öllum mótum sem hann hefur teflt á í tíu ár. -hsím Spariskírteinl: Markaður vill 8,15% Er þetta rétt þýðing eða röng? gæti þessi menntaskólanemandi verið að hugsa en þessa dagana eru próf i menntaskólum í fullum gangi og valda sem fyrr heilabrotum og kvíða hjá nemendum. En feginleikinn er einnig mikill þegar prófum lýkur og götur fyllast þá af glöðum nemendum. Mynd þessi er tekin i þýskuprófi í Mennta- skólanum i Hamrahlíð og sýnir tvo nemendur þungt hugsi. DV-mynd Brynjar Gauli Ávöxtunarkrafan á spariskírtein- um ríkissjóðs á Veröbréfaþingi ís- lands hækkaöi í gær úr 7,85 upp í 8,15 prósent á spariskírteinum út- gefnum frá 1987 til 1990 og einnig frá 1975 til 1984. Ávöxtunarkrafa á spariskírteinum útgefnum á árunum 1984 til 1987 hækkaði úr 8,05 upp í 8,35 prósent. Þá hækkaði ávöxtunarkrafa á hús- bréfum á Verðbréfaþingi íslands í gærúr 8,40 uppí 8,50 prósent. -JGH NEYDARHNAPPUR FRA VARA fyrir heimabúandi sjúklinga I og aldraða @ 91-29399 IUÆW Alhliða öryggisþjónusla síðan 1969 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i 5 TVOFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.