Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Qupperneq 4
MIÐVIKUÐAGIÍR Fréttir Skýrsla Ríkisendurskoðunar um HNLFÍ: Margt óeðlilegt í rekstri heilsuhælisins sérstaklega tengsl heilsuhælisins og Náttúrulækningafélagsins Ríkisendurskoðun gerir athuga- semdir við mörg atriði í starfsemi heilsuhælisins í Hveragerði sem Náttúrulækningafélag íslands á. Sérstaklega vekja athygli tengsl hæl- isins og Náttúrulækningafélagsins. Hælið er eign NLFÍ en er rekið sem sjálfseignarstofnun með sjálfstæðan íjárhag. Hins vegar er sami fram- kvæmdastjóri hjá hælinu og Nátt- úrulækningafélaginu. Þá er gerð athugasemd við þátttöku sjúklinga í rekstri heilsuhælisins en með breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga frá 1. janúar 1990 heföi hún átt að falla niður. Trygginga- stofnun ríkisins greiðir daggjöld til heilsuhælisins eins og annarra sjúkrastofnana en heilsuhælið inn- heimtir sérstök aukadaggjöld af sjúklingum. Hins vegar hafa þessi aukadaggjöld ekki farið í rekstur hælisins eins og daggjöldum er ætlað heldur í fjárfestingar. Á síðasta ári námu aukadaggjöldin tæplega 58 milljónum króna sem runnu til Nátt- úrulækningafélags íslands. Þaðan fóru þau til Heilsuhælissjóðs NLFÍ og þaðan sem styrkur til heilsuhæhs- ins. Hælið hefur síðan notað auka- daggjöldin í fjárfestingar. Ríkisendurskoðun gerir athuga- semd við reikningsskil heilsuhælis- ins sem ekki hafa verið í samræmi við reglugerð um starfsemi Dag- gjaldanefndar sjúkrahúsa. Þar er nefnt að rekstrarhalli á árinu 1990 er tahnn vera 36,6 milljónir en sam- kvæmt niðurstöðu Ríkisendurskoð- unar hefði rekstrarafgangur verið 52 milljónir ef fyrirmælum og reikn- ingsskilareglum hefði verið fylgt. Lyijamál heilsuhælisins eru ekki í samræmi við lög um lyfjadreifmgu og lög um heilbrigðisþjónustu. Sjúkl- ingar eru sem sagt látnir kaupa sín lyf sjálfir en samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu á heilsuhæhð að greiða lyfjakostnað sjúklinganna. Þá er gerö athugasemd við að virð- isaukaskattur er ekki reiknaöar nema af hluta skattskyldrar starf- semi heilsuhælisins, launakjör og önnur starfskjör eru verulega hærri en á öðrum sjúkrahúsum, rekstur bifreiða og notkun starfsmanna á þeim er óeðlilegur og afskriftir eru ofreiknaðar verulega. NLFÍ selur heilsuhælinu heitt og kalt vatn fyrir um 5 milljónir á ári. Ríkisendurskoð- un gerir athugasemd við það þar sem um er að ræða orku sem aflað er samkvæmt heimild landbúnaðar- ráðuneytisins frá 1966 gegn því skil- yrði að um sé að ræða orkunýtingu til eigin afnota hælisins. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra segir að ekki sé búið að taka afstöðu til skýrslunnar en hún verði tekin til gaumgæfilegrar athug- unar í ráðuneytinu. „í framhaldi af því veröur reynt að koma rekstri heilsuhæhsins í eðh- legt horf sem allra fyrst,“ segir Sig- hvatur. Yfirlæknar heilsuhæhsins hafa sagt að nauðsynlegt sé að Rannsókn- arlögregla ríkisins rannsaki starf- semi hælisins, en Sighvatur segir að hann telji ekki ástæðu til þess sam- kvæmt skýrslunni. -ns Hitamál á Selfossi: „Bíðum eftir nýrri bæjarstjórn“ Kiistján Einarsson, DV, Selfossi: Afstaða bæjaryfirvalda á Selfossi vegna fyrirhugaöra byggingafram- kvæmda Pósts og síma hefur orðið til þess að forráðamenn stofnunar- innar hættu við framkvæmdir á Sel- fossi og hyggjast flytja það fjármagn, sem í þessar framkvæmdir átti að fara, í aðrar framkvæmdir á lands- byggðinni. Forsaga málsins er sú að póst- og símamenn festu kaup á nærliggjandi lóð við núverandi lóð stofnunarinnar að Austurvegi 26 og hugðust byggja þar 300 m- afgreiðslusal og tengi- byggingu við gamla húsið. Einnig var í áætlunum að byggja áhalda- og verkstæðishús á baklóðinni en sú lóð liggur að lokaðri íbúðargötu. Um áhaldahúsið stóð styrinn. Bæj- aryfirvöld vildu ekki leyfa byggingu hússins og komu þar með til móts við íbúa sem höfðu mótmælt þegar skipulagið var kynnt. „Það var leitt að ekki skyldi nást samkomulag um byggingafram- kvæmdimar á Selfossi" sagði Bal’dur Teitsson, deildarstjóri fasteigna- deildar Pósts og síma. „Bæjaryfir- völd lögðu eitthvert ofurmat á þetta áhaldahús á baklóðinni. Forráða- menn virðast hafa séð fyrir sér þungaflutninga kringum húsið og hugsanlega mikið ónæöi. Svo verður ekki og við höfðum fallist á aö inn- akstur að húsinu kæmi frá Austur- vegi en ekki frá íbúöargötunni. Við höfum lagt í nokkurn kostnað vegna málsins. Frumteikningar liggja fyrir þar sem gert er ráð fyrir viöbyggingu við gamla húsið, 300 m2, Pósthúsið á Selfossi. DV-mynd EJ og svo þetta snotra 150 m2 hús á bak- lóðinni. Okkar hugmyndir eru þær að í því húsi fari fram viðgerðir á símtækjum og þar yrði einnig lager fyrir útivinnuflokka. Ætlunin var að byggja húsin á tveimur árum. Laus- lega áætlaður kostnaður er 25 til 30 milljónir króna. Við erum hættir við þetta í bili. Það er óráöið hvað við gerum en þörfin á fjármagni er mik- il um allt land.“ sagði Baldur Teits- son að lokum. Formaður bygginganefndar á Sel- fossi, Valdimar Þorsteinsson, hafði þetta að segja um málið. „Auðvitað er bagalegt aö ekki náðust samning- ar um byggingaframkvæmdir Pósts og síma. Meirihluti bygginganefndar hafði samþykkt aðalskipulagstillögu þess efnis að báðar þessar lóðir yrðu gerðar „rauðar“ þ.e.a.s. skipulagðar fyrir opinbera þjónustu. Við tókum ekki afstööu til áhalda- hússins. Það gerði bæjarstjórnin hins vegar. Mín skoðun er að sú stífni, sem hljóp í málið á fundi með íbúunum og forráðamönnum Pósts og síma, hafi spillt málinu verulega. Undirskriftasöfnun íbúanna og stóru orðin á báða bóga hefði mátt spara en leita þess í stað eftir samningum þar sem tekið hefði verið tillit til allra þátta málsins." Starfsmenn Pósts og síma á Sel- fossi eru óánægðir með þessi málalok þar sem um var að ræða mjög bætta vinnuaðstöðu þeim til handa. „Við verðum sennilega að bíða eftir nýrri bæjarstjórn," sagði einn viðmælandi blaðsins. Eiður eða heiður Eins og Dagfari skýrði frá í gær- dag, hefur það vafist fyrir formönn- um stjórnarflokkanna hvað flokk- ast undir heiðursmannasamkomu- lag. Þetta hefur komið Eiði Guðna- syni illa, því ráöherradómur hans byggist fyrst og fremst á því að gert hafi verið heiðursmannasam- komulag um verkefnaskiptingu milli ráðuneyta og í því samkomu- lagi hafi verið ákveðið aö skóg- ræktin og landgræðslan heyrðu undir umhverfismálaráöuneytiö. Þegar Eiður haföi vísað á heiður formannanna, varð hann bæði leiö- ur og reiöur, þegar Halldór Blöndal vísaði þessu heiöursmannasam- komulagi á bug. Eiður vill aö heið- ur standi en Halldór kannast ekki við neinn heiður og ennþá síður samkomulag um þann heiður og það varð til þess að Davíö Oddsson gaf út þá fréttatilkynningu að Jón Baldvin hefði oftúlkaö heiðurinn eða samkomulagið. Eiginlega hæði heiðurinn og samkomulagið. Málin standa því þannig í augna- blikinu að Eiður stendur og fellur með heiðri formannanna og heiöur formannanna stendur og fellur með Eiði. Þessi fullyrðing krefst skýringa. Skýringarnar eru þær að Eiður hefur lítið sem ekkert að gera í umhverfismálaráðuneytinu ef hann fær ekki þau verkefni sem búið var að lofa honum. Eiöur veröur sem sagt aö reiða sig á heið- urinn. Að því er varðar heiður for- mannanna þá er hann undir því kominn að Eiður geri ekki meira mál út af heiðrinum og ef þaö hefur verið gert óheiðarlegt heiðurs- mannasamkomulag eða ef það kemur í Ijós að formennirnir eru ekki þeir heiðursmenn sem þeir telja sig sjálfir vera, þá er heiður þeirra að veöi. Heiðursmaður er enginn sem ekki er heiðarlegur og heiður manna er háður því að heið- ur þeirra sé ekki flekkaöur. Ef Eið- ur vefengir heiðurinn er heiðurinn fyrir bí og Eiður um leið og þá verð- ur enginn heiður og enginn Eiður. Svona einfalt er þetta. Svo geta menn líka velt því fyrir sér hvort Davíð og Jón Baldvin séu heiðursmenn og hvort aðrir en heiðursmenn geti gert með sér heiðursmannasamkomulag. Davíð er mikill heiðursmaður en hann er ekki heiðursmaður gagnvart hverj- um sem er. Þar að auki er hann svo mikill heiðursmaður að í hans aug- um eru ekki til neinir aðrir heiö- ursmenn eins og dæmin sanna. Davíð varð aö vera formaður í Sjálfstæðisflokknum af því hann var eini heiðursmaðurinn í flokkn- um sem gat tekið það starf að sér og hann hefur þurft að leita mikið að nýjum borgarstjóra af því hann finnur engan annan heiöursmann til að vera borgarstjóri. Það sama gildir um Jón Baldvin að hann er svo mikill heiðursmað- ur að hann heldur að allir aðrir séu líka heiöursmenn og tók þaö fyrir sjálfsagöan hlut aö Ðavíð væri heiöursmaður þegar þeir gerðu samkomulagiö um að standa við samkomulögin. Nú hefur það sem sagt komið í ijós að samkomulagið var gert en dregið í efa aö heiður hafi ráðið þeirri gerö. Davíð hefur sagt að Jón Baldvin hafi oftúlkað heiðursmannasam- komulagiö. Menn hafa verið velta því fyrir sér hvernig slíkt sam- komualag geti verið vantúlkað eða oftúlkað og sennilegasta skýringin er sú, að Jón hafi ruglað Davíð í ríminu þegar hann vann eið að samkomulaginu. Jón hafi þá átt við Eið en Davíð haldið að hann ætti við eið. Mér er Eiður sær hefur Jón Baldvin sagt og þá hafi Davíö hald- ið að honum væri eiöur sær. Ef menn leggja eið út á eitthvað er það heiðursmannasamkomulag en ef Eiður er lagður undir, er það ekki heiðursmannasamkomulag. Að minnsta kosti ekki í augunum á Davíð Oddsssyni sem sér í gegnum Eið en stendur við eið. Ef umhverfismálaráðherrann heföi heitið eitthvað annað en Eið- ur, má telja næsta víst að heiðurs- mannasamkomulagiö hefði staðið og enginn oftúlkað það eða van- túlkað. Þannig hefur Eiður orðið til að eyðileggja heiðurinn og menn hafa svarið rangan eið út á vit- lausan Eið. Eiður getur því sjálfum sér um kennt ef hann fær ekki þau verkefni í ráðuneyti sitt sem heið- ursmannasamkomulagiö gekk út á. Þaö er enginn heiður í því að heita Eiður. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.