Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991. dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON — Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SiMI (91 )27022 ~ FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr: Efnahagssvæði er torsótt Utanríkisráðherrar ríkja Evrópubandalagsins reynd- ust ófáanlegir til að falla frá kröfu um veiðiheimildir í lögsögu íslands, þegar þeir hittust í Bruxelles á mánu- dag til að undirbúa annan fund hinn sama dag með utanríkisráðherrum ríkja Fríverzlunarsamtakanna. Sumir þessara utanríkisráðherra höfðu áður haft góð orð um það, hver í sínu lagi, að sjónarmið íslendinga um engar veiðiheimildir í efnahagslögsögunni væru skiljanleg og sanngjörn í sérstöðu íslands. Góð orð þeirra reyndust lítils virði, þegar á hólminn kom. í ljós kom, að ekki eru allir viðhlæjendur vinir, ekki frekar í fjölþjóðamálum en í öðrum stjórnmálum. Það er ótryggt að telja sig eiga fasteign í brosi, svo sem DV hefur áður bent á, þegar Evrópubandalagið hefur verið til umræðu. Já í gær getur þýtt nei á morgun. Evrópska efnahagssvæðið strandar þó ekki .á þessu máli einu. Hér í blaðinu hefur verið bent á, að meðal ráðamanna Evrópubandalagsins sé ekki áhugi á slíku svæði. Þeir telja, að það muni tefja tilraunir þeirra til að steypa Evrópubandalaginu í samstæðari heild. Ráðamenn Evrópubandalagsins telja sig verða að gera sér upp áhuga á evrópsku efnahagssvæði. Slíkar i viðræður hafa einnig þann kost í augum þeirra, að þær , tefja fyrir, að þeir þurfi að taka efnislega afstöðu til | áhuga ríkja Austur-Evrópu á aðild'að bandalaginu. Ráðamenn Evrópubandalagsins telja sig eiga allra kosta völ, því að þeir þurfi hvorki á ríkjum Fríverzlunar- samtakanna né Austur-Evrópu að halda. Þessir aðilar þurfi hins vegar á Evrópubandalaginu að halda, svo sem sjáist af áhuga margra ríkja á beinni aðild að því. Við höfum lélega samningsaðstöðu, af því að Evrópu- viðskipti okkar eru tæplega mælanleg í samanburði við önnur Evrópuviðskipti. Ráðamönnum bandalagsins er sama, hvort við lifum áfram í velsæld fríverzlunar eða föllum niður í fátækt einangrunar og ytri tollmúra. Við þetta bætist, að ýmsir ráðamenn Evrópubanda- lagsins telja heppilegt að kúga veiðiheimildir út úr ís- lendingum, öðrum til viðvörunar og eftirbreytni. Þeir vilja, að umheimurinn, þar með Japan og Bandaríkin, skjálfi fyrir hinu volduga tollmúrabandalagi. Ekki kemur til greina, að við veitum veiðiheimildir. Þess vegna er skynsamlegt að búa sig undir þann mögu- leika, að við verðum ekki aðilar að evrópsku efnahags- svæði, ef það verður að veruleika, og enn síður aðilar að sjálfu Evrópubandalaginu, þótt aðrir hlaupi inn. Við getum reynt að benda Evrópubandalaginu á, að áhugavert sé að ræða við okkur um sölu á raforku um streng til Evrópu. Þetta er nýtt atriði, sem lítið hefur verið talað um, en má flagga meira í náinni framtíð. Það mundi gefa okkur meiri tekjur en ný álver. Við ættum líka að sætta okkur við tilhugsunina um tollfrjálsan innflutning á erlendri búvöru á móti toll- frjálsum fiskútflutningi. Við mundum spara milljarða á hverju ári með því að setja sauðfjár- og kúabændur á eftirlaun og hætta landeyðingu á afréttum landsins. Meðan við erum að tregðast við að sætta okkur við þessa tilhugsun, er gæfulegast að einblína ekki á aðild að efnahagssvæðum eða efnahagsbandalögum, heldur reyna að verja fríverzlunarsamninga, sem til eru, svo sem viðskiptasamninginn við Evrópubandalagið. Okkur henta hvorki efnahagssvæði né afmörkuð og tollmúruð efnahagsbandalög, heldur gagnkvæm og víð- tæk fríverzlun til allra átta, yfir öll höf. Jónas Kristjánsson Myndun ríkisstjórnar Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisílokks virðist hafa komið ýmsum á óvart. Það á við um fyrrverandi samstarfsmenn krata, marga af óbreyttum kjós- endum flokksins, að ekki sé talað um þá sem upp á síðkastið bundu vonir við svokallaða „sameiningu jafnaðarmanna". Þá vakti það tals- verða athygli að formennirnir Jón og Davíð skyldu ekki þurfa nema nokkra daga til að ganga frá mynd- un hægri stjórnarinnar. Sjálfir leituðust þeir við að géra úr því sérstakt númer, m.a. með Viðeyjarflandri, og fengu til þess dygga aðstoð fjölmiðla sem voru nógu auðtrúa til að bíta á agnið. - Allt er þetta þeim mun skrítn- ara þar eð nægar vísbendingar lágu fyrir um að myndun þessarar nýju „viðreisnar" var fastmælum bund- in a.m.k. tveimur mánuðum fyrir kosningar. Ajþýðuflokkurtil hægri 1987 í reynd hafa ekki sést mörg merki þess undanfarin ár að Alþýðu- flokkurinn væri að hasla sér völl við frambúðar vinstra megin við miðju. Eftir kosningarnar 1987 var forysta Alþýðuílokksins fráhverf myndun vinstri stjómar. Þess í stað hafnaði flokkurinn í hægri stjórn sem formaður Alþýðu- flokksins þakkaði sér að hafa lagt grúnninn að. Frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson í ræðustóli - Þar talaði maður sem þá þegar hafði Alþýðuflokkinn í hendi sér. Stjórnarmyndun afráðin fyrir kosningar Ekki bar á öðru en kratar yndu sér hið besta í því samstarfl fyrsta árið og þann tíma notaði Jón Hannibalsson sem ijármálaráð- herra m.a. til að lögleiða matar- skattinn illræmda. Þessi stjórn, undir forsæti Þorsteins Pálssonar, missti gersamlega tökin á efna- hagsmálum sumarið 1988 og flokk- arnir þrír slitu samstarfinu um haustið í miklu fússi í beinni sjón- varpsútsendingu. Það þurfti sjórnarskipti með þátt- töku Alþýðubandalagsins til að forða atvinnulífinu frá hruni og knýja fram breytt tök á ríkisflár- málum, m.a. verulega lækkun á matarskattinum. Óbilgirni í síðustu stjórn Samstarfið í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar undanfarin tvö og hálft ár gekk aö mörgu leyti vel. Stjórnin náði tökum á efna- hagsmálum og skilar góðu búi. Hins vegar stofnaði Alþýðuflokk- urinn því samstarfi hvað eftir ann- að í hættu með óbilgirni í málum sem ekki var samið um við mynd- un stjómarinnar. í því sambandi má minna á kröfuna um varaher- flugvöll, undirbúning risaál- bræðslu og samningana um evr- ópskt efnahagssvæði. Það var ekki Alþýðuflokknum aö þakka aö ekki reyndi á þessi mál til úrslita á síðasta kjörtímabili. Það er hins vegar tánkrænt að á Alþingi var það Sjálfstæðisflokkur- inn sem eindregnast studdi þessa málafylgju kratanna. Bandalag til hægri fyrir þingslit Á liðnum vetri kom það hvað eft- ir annaö skýrt í ljós, einkum er nær dró þinglsitum, að bandalag hafði myndast milli Alþýöuflokks og Sjálfstæðisflokks í umdeildum stórmálum, einkum í álmáli og Evrópumálum. Á þetta benti undir- ritaður m.a. í umræðu í sameinuðu KjaUarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður þingi 13. mars sl. með svofelldum oröum. „Tengslin á milli stefnu Alþýðu- flokksins annars vegar og Sjálf- stæðisflokksins hins vegar í báðum þessum málum eru svo rík að lik- urnar á því að þessir flokkar leiti samstarfs eftir alþingiskosningar fara dagvaxandi. Það er ekki aðeins í sambandi við þessi tvö stóru mál, heldur kemur þetta einnig fram í málum sem verða efnahagsstarf- semi í landinu og minni ég á þá umræðu sem fór hér fram í gær- kvöldi um vaxtamál og þróun vaxta í þjóðfélaginu. Þar heyrðu menn tilhugalífið, þar urðu menn varir við hvernig hæstvirtum viðskipta- ráöherra voru slegnir gullhamrar af hálfu Sjálfstæöisflokksins." Trygging áðuren framboð var ráðið Margt bendir nú til þess að bandalag þeirra Jóns Hannibals- sonar og Davíðs Oddssonar hafi í raun verið innsiglað í febrúarmán- uði sl., um það leyti sem sá síðar- nefndi tók ákvörðun um að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæð- isflokknum. Til þess að stíga það áhættusama skref þurfti Davíð sem áskorandi nánast að hafa vissu fyr- ir að geta myndað ríkisstjórn að kosningum loknum. - Þá tryggingu fékk hann hjá formanni Alþýðu- flokksins og eftir að hún lá fyrir fylkti Davíð liði sínu til landsfund- ar. Það er engin tilviljun að í árásum á landsfundinum á keppinaut sinn, Þorstein Pálsson, geröi Davíð það að aðalatriði að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði verið óeðlilega oft og lengi úti í kuldanum utan ríkisstjórnar. Þar talaði digurbarkalega maður sem þá þegar hafði Alþýðuflokkinn á hendi. Spjall og handsal „heiðurs- manna“ í sófanum í Viðey var að- eins formsatriði og sviðssetning. Efnið í vinnuplöggin hafði verið mótað á leynifundum með góðum fyrirvara nokkrum vikum áöur en þjóðin gekk til kosninga. Þannig tók forysta Alþýðuflokksins af öll tvímæli um hvar hún stæði í ís- lenskum stjórnmálum. Þeir sem áður velktust í vafa hafa nú fengiö svör. - Nafngiftin „Jafnaðar- mannaflokkur íslands" er orðin að háðsmerki. Hjörleifur Guttormsson „Þeir sem áður velktust 1 vafa hafa nú fengið svör. - Nafngiftin „ Jafnaðar- mannaflokkur íslands“ er orðin að háðsmerki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.