Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 15. MAl 1991.
Fréttir
Sýndi snarræði þegar skipsfélagi féll í sjóinn á Dohmbanka:
Ég hélt Jóhanni
vakandi með spjalli
- sagði Snorri Þór Guðmundsson eftir hálftíma 1 jökulköldum sjónum
„Ég hugsaði aldrei út í að orðið
væri of seint að koma honum um
borð. Ég hugsaði bara jákvætt. Jó-
hanni tókst að halda rænu allan tím-
ann sem við svömluðum þarna í
sjónum. Við spjölluðum saman og
þannig tókst mér að halda honum
vakandi. Það er algert þrekvirki hjá
Jóhanni að halda rænu í næstum
hálftíma í frostköldum sjónum. Hann
fékk enga krampa, var alveg rólegur
allan tímann og hlýddi mér í einu
og öllu. Ég verð samt aö viðurkenna
að mér leist alls ekki á blikuna á
tímabili," sagði Snorri Þór Guð-
mundsson, á rækjubátnum Sjávar-
borg GK, í samtali við DV í gær.
Snorri sýndi mikið snarræði
snemma í fyrrinótt þegar hann stökk
á eftir félaga sínum sem féll útbyrð-
is. Hélt hann honum á floti í jökulk-
öldum sjónum þar til þeir náðust um
borð aftur um hálftíma síðar.
Sjávarborg var að veiðum á Dohrn-
banka, milli íslands og Grænlands,
þegar Jóhann féll útbyrðis. Hann
íesti fótinn í sterti sem liggur í pok-
ann og dróst með honum út. Náðist
aö stöðva skipið og bakka því áður
en drepið var á vélunum. Leið smá-
stund þar til komið var að Jóhanni.
Skipverjar voru allir við vinnu þeg-
ar óhappið varð. Fyrstu viðbrögð
þeirra voru að kasta björgunarhring
til Jóhanns en hann lenti langt frá
honum. Snorri Þór stökk þá rakleiðis
inn og fór í flotgalla í skyndingu.
Áður en menn vissu af hafði hann
stokkið í sjóinn til Jóhanns.
„Ég náöi honum fljótt og tókst að
halda honum á floti allan tímann eöa
þangað til tveir úr áhöfninni, fastir
í línu, stukku til okkar. Mér varð
ekki meint af þessu þar sem flotgall-
arnir eru mjög góðir."
Frekar illa gekk að ná mönnunum
um borð aftur. Liðu 27 mínútur frá
því Jóhann fór í sjóinn þar til hann
náðist um borð. Bilun varð í stýris-
búnaði skipsins auk þess sem ekki
gekk að koma vélinni í gang. Þannig
gátu skipverjar um borð lengi vel lít-
ið aðhafst og yar andrúmsloftið farið
að verða heldur magnþrungið.
Þeim tveim félögum Snorra og Jó-
hanns tókst að koma Jóhanni í Mark-
úsarnet. Það gekk þó frekar seint, tók
4-5 mínútur. Loks þegar um borð var
komið var Jóhann klæddur úr,
þurrkaður og settur í hlý fót. Kallað
var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar
sem sótti Jóhann. Farið var með
hann á bráðamóttöku Landspítalans
og var hann allur að hressast seinni-
partinn í gær. -hlh
Raímagnsveita ríldsins:
Stofnlínur
í Eyjaf irði
Gyffi Krístjánsson, DV, Akureyri:
„Það sem er að gerast er að við
erum að endurnýja stofnlínur frá
aðveitustöðinni á Rangárvöllum
að Eyjafirði, bæðí vestan og aust-
an við Eyjafjarðará, og nú leggj-
um við þessa stofnlínu í jörð í
stað loftlínu," sagðiArnarSigtýs-
son hjá Rafmagnsveitu ríkisins á
Akureyri.
Lagning jarðstrengsins fer fram
með gríðarmikiili jarðýtu sem
bæöi plægir fyrir strengnum og
leggur Itann í jörð. AIls er um að
ræða 14 km jarðstreng sem nú er
lagður og sagði Arnar að ákvörð-
un um að leggja þennan streng
nú hefði verið tekin í fyrra.
Amar sagði að í kjölfar óveð-
ursins á Norðurlandi í vetur þar ■;
sem hundruð rafmagnsstaura
brotnuðu vegna ísingar hefði ver-
ið ákveðið aö leggja jarðstreng á
verstu staöina hvað varðar ís-
ingu. Þetta yrði gert bæði í Eyja-
firði og eirrnig á stöðum i ná-
grenni Laxárvirkjunar.
Jóhann Jónsson svamlaði 27 mínútur í jökulköldum sjónum áður en hann náðist um borð í Sjávarborg. Myndin
er tekin á Landspítalanum. DV-mynd Brynjar Gauti
Jóhann Jónsson sem féll útbyrðis:
Ætlaði alls ekki
að gefast upp
„Það runnu margar hugsanir í
gegn um hugann þegar ég var að
svamla þarna einn í ísköldum sjón-
um. Þær hugsanir báru eðlilega keim
af því að þetta gæti verið manns síð-
asta enda leið töluverður tími þar til
ég náðist um borð. En ég var sem
betur fer ekki einn í heiminum og
ætlaði alls ekki að gefast upp. Þegar
Snorri kom að mér hélt hann mér á
floti og við skröfuðum margt saman.
Snorri sá til þess að ég fékk aldrei
tækifæri til að koðna niður í eitt-
hvert mók og það hélt í mér lífmu,“
sagði Jóhann Jónsson, skipverji á
rækjubátnum Sjávarborg GK frá
Sandgerði, í samtali við DV.
Jóhann féll útbyrðis á Dohrnbanka
um miðnætti í fyrrinótt og var hætt
kominn þar sem 27 mínútur liðu þar
til hann náðist úr jökulköldum sjón-
um. Sæmilegt veður var, austangola.
Jóhann segir að hann hafi reynt
að hjálpa til með því að svamla með-
an Snorri hélt honum en það haíi
veriö erfitt þar sem hann var orðinn
mjög dofinn og einnig þungur þar
sem hann var ekki í flotgalla.
Jóhann var aö ná sér þar sem hann
lá á Landspítalanum í gærdag en var
sýnilega mjög þreyttur eftir þessa
reynslu. Hann sagöist eiga eftir að
gera upp við sig hvort hann færi aft-
ur á sjóinn, sagðist ætla að hugsa sig
vel um fyrst.
-hlh
Alþingi:
Síðustu deildaforset-
arnir kjornir í gær
- Salome Þorkelsdóttir forseti sameinaðs þings
Eftir að kjörbréf þingmanna höfðu
verið yfirfarin og samþykkt á Alþingi
í gær var gengið til forsetakosninga.
Þar voru forsetar efri og neðri deild-
ar og sameinaðs þings kjörnir í síð-
asta sinn. Eftir að þessu þingi lýkur
verður orðin sú breyting á að Al-
þingi mun starfa í einni málstofu.
Þá verður aöeins kjörinn forseti Al-
þingis og varaforsetar.
Salome Þorkelsdóttir, 2. þingmað-
ur Reykjaness, var kjörin forseti
sameinaðs þings. Varaforsetar voru
kjörnir Jón Helgason, 2. þingmaður
Suðurlands, og Árni Johnsen, 3.
þingmaður Suðurlands.
Síðasti forseti efri deildar var kjör-
inn Karl Steinar Guðnason, 6. þing-
maður Reykjaness, en varaforsetar
Kristín Einarsdóttir, 15. þingmaður
Reykjavíkur, og Egill Jónsson, 3.
þingmaður Austurlandskjördæmis.
Síöasti forseti neðri deildar var
kjörinn Matthías Bjarnason, 1. þing-
maður Vestfjarðakjördæmis. Vara-
forsetar voru kjörnir Hjörleifur
Guttormsson, 4. þingmaður Austur-
landskjördæmis, og Össur Skarphéð-
insson, 17. þingmaður Reykjavíkur.
Eins og áður hefur komið fram
liggja ekki önnur mál fyrir þessu
þingi en að samþykkja stjórnar-
skrárbreytinguna um að Alþingi
verði ein málstofa og breytingar á
þingskaparlögum því tengdar. Þá
verður þingi slitið og Alþingi sett að
nýju sem ein málstofa og síðan verð-
ur þingfundi frestað til hausts.
-S.dór
Kaupfélag Skagfirðinga:
Vallhólmaverksmiðja
drýgsta tekjulindin
- skilaði 7,1 miHjónar króna hagnaði
ÞórhaJlur Asmundsson, DV, Sauöárkróki:
Af 57 milljóna króna hagnaði
Kaupfélags Skagfirðinga á síðasta
ári er drjúgur hluti kominn frá
graskögglaverksmiðjunni í Vall-
hólma í Skagafirði eða 7,1 milljón
króna. Það er athyglisvert hve
rekstur Vallhólma gengur nú vel
en kaupfélagið eignaðist fyrirtækið
eftir gjaldþrot Vallhólma hf. fyrir
nokkrum árum. Engin birgðasöfn-
un hefur verið 2 síðustu rekstrar-
ár, fóðurþörf verið mikil í kjölfar
erfiðs árferðis. Þá er skuldastaða
graskögglaverksmiðjunnar allt
önnur og betri eftir aö fyrirtækið
var gert upp.
Litlu minni hagnaður varð á síð-
asta ári á byggingavörudeild KS
eða 7 milijónir. A útibúinu í Varma-
hlíð varö 6,4 milljóna rekstraraf-
gangur og Skagfirðingabúð á Sauö-
árkróki skilaði í fyrsta sinn hagn-
aði frá því hún var sett á stofn 1983.
Batinn er 9,5 milljónir á milli ára
og hagnaður síðasta árs 5,1 milljón.
Af nokkrum öðrum rekstrarein-
ingum varð lítilsháttar hagnaöur
eða á sléttu.
Hins vegar varð talsvert tap á
rekstri sláturhúss, einkum á sauð-
flárslátrun. Tap á kjötvinnslu var
3 milljónir og er ástæöan flutning-
ur vinnslunnar á árinu samhliða
flárfestingum. Þá varö áfram tap á
útibúunum á Hofsósi og Ketilási.
Tapið á Hofsósi minnkaði þó um
helming frá 1989.
Eiginflármyndun kaupfélagsins á
síöasta ári var 815 milljónir króna
og jókst um 30%. Þá óx eiginflár-
hlutfall úr 35,9% í 40%. KS átti vel-
gengni að fagna á síöasta ári og
hefur staða þess styrkst til muna
milli ára.