Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1991'.'
3'
)
i
)
I
)
I
I
I
Fréttir
DV
Borgarfjörður:
Skaut mink og tóf u í einu skoti
Refaskytta úr Borgarfirði skaut
tófu og mink í einu og sama skotinu
þegar hann var á veiðum í sveitum
Borgaríjarðar á dögunum. í samtali
við skyttuna vildi hún sem minnst
úr þessu gera, þetta hafl bara verið
slembilukka. DV hefur oft sagt frá
refa- og minkaskyttum en kunnugir
segja það einstakt að skjóta bæði
mink og tófu í einu skoti. Má sannar-
lega segja að borgfirska skyttan hafi
þarna slegið tvær ílugur í einu höggi.
-hlh
Leitlð upi
fáið bækling
plýsinac
eklmq!
Laugavegi 3-101 Reykjavík - Sími: (91) 626362
Fjaroargötu 8,710 Seyðisfjörður. Sími:(97) 21111
Grænlandsþorskur:
Ellefu merki borist til
Hafrannsóknastofnunar
„Okkur hafa borist 11 merki og all
nokkuð af kvörnum úr Grænlands-
þorski, sem sannar að eitthvað magn
af honum hefur gengið á íslandsmið
á vertíðinni. Við bjuggumst alltaf við
að hann myndi ganga fremur seint,
svona í apríl og maí. Þess vegna er
of snemmt að segja til um hvort spá
okkar um magn, 70 til 80 þúsund lest-
ir verður rétt,“ sagði Björn Ægir
Steinarsson, fiskifræðingur hjá Haf-
rannsóknastofnun.
Björn sagði að menn hefðu verið
að veiða Grænlandsþorsk í nokkrum
mæli bæöi í Skerjadýpi og Víkurál
undanfarið. Hann sagði að úttekt á
Grænlandsgöngunni væri enn í
vinnslu hjá fiskifræðingum og því
of snemmt að segja nokkuð ákveðið
um þetta mál. -S.dór
Verkamannasamband íslands:
znzzmizzzz
Fallegur skápur
óskar efltír vegg
ER 272 CM A BREIDD
54 CM A DYPT
I
205 CM A
Vaxtahækkunin ólíðandi
brot á þjóðarsáttinni
- segir í ályktun sambandsstjómar sem fundaði á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Fundur sambandsstjórnar Verka-
mannasambands íslands, sem lauk á
Akureyri í gær, lýsti andstöðu sinni
við þá hækkun vaxta sem nú þegar
er orðin og hefur verið boðuð, allt
að 30% hækkun. „Þetta er ólíðandi
brot á þeim kjarasamningum sem
gengið hafa undir nafninu „þjóðar-
sátt“ “ segir m.a. í ályktun sem fund-
urinn samþykkti.
Kjaramál voru aðalviðfangsefni
fundarins sem samþykkti ítarlega
ályktun varðandi þau mál. „Við
leggjum mjög sterka áherslu á hækk-
un lægstu launa jafnframt því að við-
halda efnahagslegum stöðugleika.
Verkamannasambandið mun hafa
það sem meginmarkmið að verð-
bólgu verði haldið niðri en jafnframt
að sá afrakstur sem fyrirtækin hafa
fengið með síðustu kjarasamningum
verði skilað til fólksins í landinu,"
sagði Karl Steinar Guðnason, vara-
formaður VMSÍ, en hann þurfti að
yfirgefa fundinn áður en ályktanir
voru teknar til afgreiðslu í fundar-
lok.
Þegar Karl Steinar yfirgaf fundinn
stóð m.a. yfir umræða um vaxtamál.
Hann sagðist hafa beðið fundinn um
að vísa tillögu varðandi vaxtamálin
til framkvæmdastjórnar VMSÍ. „Ég
þarf aö fara til Reykjavíkur, hef ekki
tíma til að slást hér mikið meira en
vona bara að menn fari að óskum
mínum," sagði Karl Steinar. Þess
má geta að Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður VMSÍ, gat ekki
sótt fundinn vegna veikinda.
Karli Steinari varö ekki að þeirri
ósk sinni að fundurinn ályktaði ekki
um vaxtamálin, því fundurinn sam-
þykkti tillöguna varðandi vaxtamál-
in með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða. I þeirri tillögu segir m.a. að
með hækkun kostnaðarþátta eins og
vaxta sé verið að eyða árangri þeirr-
ar samningsgerðar sem þjóðarsáttin
var. Hagnaðurinn af henni sé færður
til þeirra sem ekkert hafa til hennar
lagt í stað þess að launafólk fái aö
njóta eins og um var samið. Sam-
bandsstjórnin varaði alvarlega við
aðgerðum af þessu tagi, um þær
verði engar sættir.
silV*Y.
sCtU’
Hann er stór og fallegur þessi þorskur sem Pétur Kristjánsson, starfsmaður
á Faxamarkaði heldur hér á, þótt trauðla sé þessi kominn frá Grænlandi.
Og ekki er annað að sjá en að þeir sem í karinu eru séu sæmilega vænir.
DV-mynd S
Pósthússtræti 13, sími 22477
Þú þarft ekki að fara ann
— —: /
BlLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199 FAX 91-673511
Fjáröflun fatlaðra:
„Gullmolar“
Iþróttasamband fatlaðra stendur
fyrir söfnunarhátíðinni „Gullmolar"
á Hótel íslandi 26. maí n.k. Aðgöngu-
miðar kosta kr. 10.000 en inni í því
er viðurkenningarskjal, kvöldverður
og íjölbreytt skemmtidagskrá.
Þeir íjármunir sem fást með söfn-
uninni verða notaðir til að fjármagna
ferð 18 þroskaheftra íþróttamanna til
Bandaríkjanna. Þar munu þeir taka
þátt í Ólympíuleikum þroskaheftra í
Minnesota í lok júlí. Miðapantanir
eru í síma 686301.
-PÍ
Gjöfin
hennar